Niðurlæging á heimsmælikvarða

Ég veit ekki hvort ég get lýst því hvernig mér leið þegar ég horfði á Geir Haarde verða sjálfum sér og þjóðinni til háborinnar skammar í HARDtalk á BBC sem sýnt var á RÚV í gærkvöldi. Ég sökk alltaf neðar og neðar í sófanum, axlirnar voru komnar upp á hvirfil, ég greip um höfuðið, fékk hvern aulahrollinn á fætur öðrum, gnísti tönnum og reif kjaft við sjónvarpið - upphátt. Mikið ofboðslega skammaðist ég mín fyrir manninn.

Spyrillinn var greinilega mjög vel upplýstur og undirbúinn og reyndi að fá Geir til að svara af einhverju viti, sæmilegri skynsemi og ekki síst ærlega - en án árangurs. Allir sem fylgst hafa með atburðunum hér vita hve málflutningur Geirs var fáránlegur. Það vissi spyrjandinn greinilega líka en fékk ekki sannleikann upp úr honum hvað sem hann reyndi. Samt virkaði viðtalið eins og ærleg rassskelling.

Og ekki fannst Geir nein ástæða til að biðjast afsökunar á einu eða neinu og kenndi öllu öðru um en sér og sínum verkum sem fjármála- og forsætisráðherra. Þetta viðtal var hörmuleg upplifun og þótt ég sé búin að heyra þetta síðan í gærmorgun á ég erfitt með að trúa því: Geir Haarde, forsætisráðherra Íslendinga þar til fyrir hálfum mánuði, talaði aldrei við Brown eftir að Bretar beittu hryðjuverkalögunum! Hvernig er hægt að haga sér svona? Hvernig getur leiðtogi þjóðar leyft sér slíkt aðgerðarleysi á ögurstundu? Ég er kjaftstopp.

Hægt er að taka nánast allt sem Geir segir og rífa það í tætlur. Gjörið svo vel - í boði hússins:

Fyrir rúmum hálfum mánuði, eða 28. janúar, var Geir í öðru viðtali á BBC - hjá Jeremy Paxman í Newsnight. Það var því miður örstutt svo Paxman fékk ekki tækifæri til að þjarma almennilega að Geir. Paxman er nefnilega þekktur fyrir að sýna viðmælendum sínum enga miskunn enda er fyrsta spurning hans til Geirs: "What's it like to take a country to bankruptcy?". Í sama þætti ræddi Paxman líka við Stephen Timms og Joseph Stiglitz. Hér er allur þátturinn...

...og hér er útklippt viðtalið við Geir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ó já Lára mín... maður skammaðist sín alveg oní tær! Maðurinn var algjörlega útúr kortinu!

"These are not hard technical questions I´m asking you......" bara fyndið.

Heiða B. Heiðars, 13.2.2009 kl. 03:20

2 identicon

Sæl Lára.

Ég laut höfði ,svo skammaðist ég mín

við það að hlusta á  viðtalið......og bý þó einn !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 03:44

3 identicon

hahah þú ert sko ekki eina mannsveskjan sem reifst við sjónvarpið þitt (þ.e. Geir í kassanum) ;)  , hann var með öll hefðbundnu bjánalegu ekki-svörin sín og útúrsnúningana, auk skýringarnar sínar að vanda um hverju má kenna um vanda Íslands:

Hinum alþjóðlega efnahagslega stormi & bönkunum (skýringar sem halda ekki vatni)

Ekki ríkinu semsagt sem átti að temja frankenstein-skepnuna en ekki sleppa taumnum.

Ari (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 04:04

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Erum við viss um að þetta sé maður af holdi og blóði en ekki forrituð brúða?  Kannski ágæt skilaboð þjóðarinnar til heimsins. "Do see what we are dealing with here?"

Jón Steinar Ragnarsson, 13.2.2009 kl. 04:21

5 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Þú ert ekki einn um það að skammast þín, þetta var skelfilegt, þegar hann sagði að eigin Íslendingur hefði tapað sparifé á hruni bankanna þá var mér allri lokið, í hvaða heimi er þessi maður ???

Sigurveig Eysteins, 13.2.2009 kl. 04:45

6 identicon

Sæl Lára.

Hrein skömm. Við þurfum að fá að stjórnvölnum, menn/konur sem kunna að dýfa hönd í kalt vatn. Fólk sem hefur tengingu við  jörðina.

Valdemar Ásgeirsson, LÍF OG LAND.....

Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 06:06

7 identicon

Sammála þér. Viðtalið sýndi einnig á jafn niðurlægjandi hátt hve íslenzkir fjölmiðlar eru gjörónýtir í alþjóðlegum samanburði.

Jóhann (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 08:29

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

„I am not going to tell you what went between us in privat conversations...“

Geri vill ekki upplýsa um samræður hans og Davíðs og vísar í það sem Davíð (Seðlabankinn) birti opinberlega.

Það er ljóst að hann hefur farið á bak við þjóðina - segir eitt í símann við sálufélagann en annað við þjóðina.

„No people in Iceland have lost their savings in the bank- that is not true. Some people have lost part of their particular form of savings in particular funds“ Hér er skautað fínt yfir stórfellt tap tugþúsunda Íslendinga.

Allt viðtalið var aumlegt yfirklór og sýnir svart á hvítu hverskonar vingulsháttur hefur ráðið ríkjum í stjórnartíð Geirs.

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.2.2009 kl. 08:41

9 identicon

Það vantar svo sannarlega fréttamenn/spyrla af þessu tagi sem kunna til verka og láta stjórnmálamenn ekki stjórna ferðinni í viðtölum og komast upp með hvaða kjaftæði sem er.

Ef einhver þarf að skammast sín og lúta höfði þá er það Geir Haarde.
Þessi maður er hreinn og klár landráðamaður og ekkert annað!!!!! að mínu áliti.
Það skal fara á bol sem ég ætla að flagga hvar sem er.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 08:46

10 Smámynd: Jón Halldór Eiríksson

Sjálfstæðismenn eru annað hvort í ómeðvitaðri eða meðvitaðri afneitun.    Ég held að það sé það síðara.    Sjálfstæðismenn eru bara þannig niðurhalaðir að þeir hafa aldrei rangt fyrir sér.   Þeir kunna ekki að skammast sín.    Geir Haarde er Meistarinn í þessari taktík.

Davíð Oddsson og náhirðin hans eru greinilega að ná vopnum sínum innan flokksins og flokkurinn ætlar að mála sig út horn sem And Evrópuflokkur.    Spurningin er bara hvort þjóðin mun kaupa kjaftæðið í þessum flokk eina ferðina enn.    Og kannski stærsta og mest forvitnilegasta spurningin er,  ætlar fólk eins og Þorgerður Katrín, Illugi og Bjarni að kyngja stefnu Davíð Oddssonar og náhirðarinnar blóðhrárri í skiptum fyrir þingsæti og upphefðar innan flokksins.    

Jón Halldór Eiríksson, 13.2.2009 kl. 09:03

11 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Já Lára Hanna..... þetta var bara rosalegt.

Guðmundur Óli Scheving, 13.2.2009 kl. 09:11

12 identicon

Í upphafi var þetta eins og áramótaskaup. Við Íslendingar létum þetta yfir okkur ganga áratugum saman. Frábært að umheimurinn heyri í íslenskum stjórnmálamanni sem talar í hringi. Og svo verður alveg frábært þegar talið verður upp úr kjörkössunum í vor, að sjá hve margir Íslendingar vilja ráðamenn sem tala: í þoku, í hringi, heimskulega, kjánalega með heimskulegum útúrsnúningum og treysta á gullfiskaminn.

Ég fékk engan aulahroll, maðurinn er idjód, ég hef aldrei kosið hann. Ég vorkenni honum ekki. Hann er siðlaus ef hann hefur ekki þá sómatilfinningu að draga sig í hlé, sleikja sárin og iðrast.

Rósa (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 09:49

13 identicon

Það komu mörg lýsingarorð upp í hugann eftir að sjá þetta viðtal og þau eru fæst birtingarhæf.

Maður sem hefur verið fjármála- og forsætisráðherra í meira en áratug, með meistaragráðu í hagfræði og situr í embætti með hruninn efnahag, á alveg að vita hvaða afglöp hann er sekur um. Hann á ekki að þurfa að standa frammi fyrir aftökusveit til að það renni upp fyrir honum.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:01

14 identicon

 -Off Topic

Sæl Lára.  Ég finn hvergi netfangið þitt og þarf að senda þér svolítið.  Gætir þú sent mér póst á netfangið mitt?

teitur.atlason@gmail.com

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:01

15 identicon

Þessi valkvæða kokhreysti Geirs H Haarde er mér umhugsunarefni.

Linda María (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:08

16 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Kva - mér fannst Geir standa sig vel - í að standa sig illa!

Arinbjörn Kúld, 13.2.2009 kl. 10:28

17 identicon

Það er hreint með ólíkindum að ennþá skuli fjöldi fólks styðja Geir og flokkinn hans.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:34

18 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Minnist fyrirlesturs fyrir mörgum árum þar sem rætt var um að áhorfendur tækju slaka frammistöðu í umræðuþáttum inn á sálarlífið. Oftast voru þetta miklir aðdáendur eða fólk með mikla meðvirkni. Það sem ég upplifði var frábær fjölmiðlamaður sem spurði af yfirvegun. Við eigum nokkra fjölmiðlamenn sem eru góðir, en þetta var snilld.

Sigurður Þorsteinsson, 13.2.2009 kl. 10:58

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Aulahrollurinn hríslaðist um mig

Hólmdís Hjartardóttir, 13.2.2009 kl. 11:17

20 Smámynd: Hlédís

Takk fyrir þetta - Lára Hanna - og allt sem hefur áður sýnt okkur.

Verð að viðurkenna að er ekki búin að horfa á allt efnið. Þoli ekki svona stóran skammt af GH í einu.

Hlédís, 13.2.2009 kl. 11:24

21 identicon

já, upplifunin mín af þessu var eins og af viðtalinu við Árna Johnsen hérna um árið, hæðir sem íslensk blaðamennska hefur ekki náð síðan. Gott ef það var ekki Kristján Guy Burgess sem tók það viðtal. Geir greyið hraktist lengra og lengra út í horn og var lagstur, búinn að grafa sér gröf sem hann lokaði síðan en hélt áfram að reyna að snúa út úr. Enn eru 20-30% þjóðarinnar tilbúin til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Hvað er að þessu fólki? Hvernig er það hægt eftir þetta rugl? Við erum að tala um tugi þúsunda.

Ívar Örn (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 11:32

22 identicon

Hvað það væri gaman að eiga íslenska fjölmiðlamenn sem kynnu að spyrja spurninga með kurteisri yfirvegun, vel upplýstir og ákveðnir. Svo virðast íslenskir pólitíkusar haga sér mun betur í erlendu sjónvarpi. Við ættum kannski að fá erlendar sjónvarpsstöðvar til að sjá um yfirheyrslur á íslenskum stjórnmálamönnum í framtíðinni.

Það er óbærilega pínlegt að alþjóðasamfélagið þurfi að horfa uppá hvað við íslendingar kjósum yfir okkur svo áratugum skiptir.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 11:38

23 Smámynd: Sigurður Hreinn Sigurðsson

"I don't read it that way" segir Geir sem fær sendingarnar úr öllum áttum, meira að segja frá Davíð Oddssyni sem fullyrðir að hann og Seðlabankinn hafi talað fyrir daufum eyrum þegar þeir vöruðu með reglulegu millibili við alvarlegu ástandi bankakerfisins.

Maður hlýtur að velta því fyrir sér hvernig flokkakerfið getur gert sómakært fólk að öðrum eins þvöðrurum: "No people in Iceland have lost their savings in the banks, that's not true...!".

Sigurður Hreinn Sigurðsson, 13.2.2009 kl. 11:42

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábær fjölmiðlamaður! Algjörlega.

Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 11:47

25 identicon

Sorglegt, sorglegt...

"no I have not talked to him"

"maybe I should have..."

Úfff...

Ég er samt hræddur um að xD muni verða í næstu ríkisstjórn.  Fólk er hrætt við breytingar og svo eru það hinir, sem eru búnir að fá nóg af öllu þessu.

Ég er svo hræddur um að margir munu skila auðu, munu ekki mæta og kjósa. Það mun veita xD styrk til þess að komast enn og aftur til valda!

Mig langar bara að koma þessu frá mér:  Ég veit að fólki finnst kerfið rotið, fólki finnst að ekkert muni breytast hvað sem þau kjósa.  En áður en fólk ákveður að skila auðu, er gott að spyrja sjálfan sig.  

Hvað vil ég og í hvernig landi vil ég búa í?

Hverjir eru líklegastir til þess að koma fram breytingum?

Hverjir eru það sem myndu líklegast ekki selja sig og sín málefni?

Er betra að skila auðu eða er það betra að a.m.k. kjósa sterka stjórnarandstöðu?

Ég ætla allavega ekki að skila auðu, því þöng er sama og samþykki!

Kveðja

Unnsteinn

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 12:00

26 Smámynd: hilmar  jónsson

Þvílík skömm. Ekki gaman að vera Íslendingur þessa daganna..

hilmar jónsson, 13.2.2009 kl. 12:10

27 Smámynd: Hlédís

 

  1. Ný-Sjálfstæðisflokkur er í burðarliðnum!

Bull í Geir og rugl á Davíð nýtist nú  Bjarna, Nýja, Ben. Hann þvær í DV dag  sínar ungu hendur  af gömlu gaurunum sem rústuðu fjárhag Íslands  Hér  rís Ný-Sjálfstæðisflokkur - að vísu fullur af gömlu stuttbuxna/pilsa-liði - en það var alltaf á móti þessum gömlu, komst bara ekki að :)

Hlédís, 13.2.2009 kl. 12:51

28 identicon

Það vantar skap í suma.  Það er gott að vera kurteis, en stundum þurfa menn að hafa skap líka. Algert skapleysi er  ekki sannnærandi, ekki síst hjá stjórnmálamönnum í dag.

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 12:54

29 identicon

Við höfum einfaldan smekk. Veljum aðeins það besta. Þetta er náttla gríðarleg landkynning: Maðurinn á Bessastöðum. Maðurinn í Seðlabankanum. Maðurinn í afneituninni.

Engin þjóð slær okkur við þegar kemur að því að velja forystufólk í þjóðlífinu. Ekki einu sinni Bandaríkjamenn. 

Ekkert lát ætlar að verða á því sem við getum kennt öðrum þjóðum.

Rómverji (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 12:54

30 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Fékk sömu tilfinningu of Lára Hanna við að horfa á þetta viðtal. Fór hjá mér yfir því hvað Geir virðist halda að áhorfendur séu vitlausir.

Sigurður Ingi Jónsson, 13.2.2009 kl. 12:55

31 identicon

Ég fann til með honum... og fékk móral fyrir hönd íslendinga.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 12:56

32 identicon

Og líka... hvers vegna eigum við íslendingar enga góða fréttamenn... það er ekki eðlilegt hversu íslenskir fréttamenn standa sig illa..
Þeir eru eins og smábörn miðað við erlenda kollega sína... eru þeir á einhverjum spena eða eru þeir svona rosalega lélegir.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 12:58

33 identicon

Kærar þakkir Lára fyrir að birta viðtölin.

Mér þætti fróðlegt að heyra viðbrögð íslenskra fjölmiðlamanna við þáttunum. Þarna voru greinilega fagmenn að verki.

Mér þætti líka fróðlegt að heyra hvers vegna Geir Haarde (svo ég nefni bara eitt nafn) gefur kost á sér í viðtöl  af þessu tagi og hvort hann veit hvernig spurningum hann  má eiga von á.

Mér þætti þar að auki fróðlegt að heyra hvort íslenskir ráðherrar og eða æðstu embættismenn þjóðarinnar hafi virkilega ekki aðgang að fjölmiðlasérfræðingum sem gætu leiðbeint þeim almennt  (t.d. í sambandi við "vandræðaleg aulabros" og of langar þagnir á undan svörum). 

Í viðtölum við erlenda fjölmiðla er tungumálakunnátta undirstöðuatriði. Þar skortir mikið á almennt hjá talsmönnum Íslands. Einhver ætti t.d. að benda Geir á hvað ávarpið "Sir" er vandmeðfarið. Eiga þessir forsvarsmenn okkar virkilega enga leiðbeinendur á því sviði?

Efnisleg viðbrögð Geirs við spurningunum eru svo pínlegt að ég vil ekki nefna þau.  Aumingja maðurinn? Aumingja við?

Agla (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:07

34 identicon

Ég horfði á helmingin ,slökkti á sjónvarpinu,treysti mér ekki til að horfa á meira,næst þegar ég fer erlendis og er spurður hvaðan ég sé þá segist ég vera frá færeyjum.

jakob v guðmundsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:11

35 identicon

Eitthvert besta gamanefni sem ég hef séð lengi. Ég bókstaflega grét af hlátri. Þessi gæi er ekki í lagi enda er hann er Sjálfstæðismaður.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:32

36 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sleppti því að horfa á þetta til að forðast skömmina.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 14:17

37 identicon

mér fannst geir nú bara standa sig ágætlega í þessu viðtali, horfði á það allt í gærkvöldi og þessi spyrill var nú ekki merkilegur. Mér finnst geir hafa fengið verri útreið í kastljósþáttum hérna heima. Hardtalk hvað, hélt að þessi spyrill væri miklu harðari en þetta, og eins og geir benti réttilega á þá voru það fyrst og fremst evrópsk ees lög sem áttu þátt í hruninu, og spyrillin hafði ekkert upp úr krafsinu.

ari (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 15:48

38 identicon

Ef að Íslendingar ætla sér að kjósa þetta fólk,eins og Geir yfir sig aftur,í komandi alþingiskosningum,að þá er ekkert að hérna og allt í himnalagi.

Kristján Blöndal (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 15:59

39 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þegar við sjáum fagmann vinna sitt verk líkt og breski sjónvarpsmaðurinn gerði þá kemur upp spurningin: hvers vegna eigum við ekki svona skarpa fjölmiðlunga?

Svarið liggur að hluta í þeirra staðreynd að íslenskir blaðamenn hafa alltaf þurft að líta um öxl. Flokkurinn hefur komið sér víða fyrir með sína útsendara og það liggur alltaf sú hótun í loftinu að ef þú makkar ekki rétt þá getur það komið sér illa fyrir þig góurinn. Hlustið á Ómar Ragnarsson. Munið þið hvernig Geir brást við þegar fréttamaður Sjónvarpsins - G Pétur eða hvað hann nú heitir - gekk á hann. Geir sleit viðtalinu. Hefði hann þorað að sýna þessa hlið sína í BBC? Nei.

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.2.2009 kl. 15:59

40 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ari Ari - „fyrst og fremst evrópsk ees lög“

Var einkavæðingin gerð vegna EES laga? Var Þjóðhagsstofnun lögð niður vegna EES laga? Var stjórnun Davíðs á Seðlabankanum í anda EES laga? Ertu að segja að DODO og Geir séu með hreinan skjöld?

Löggan á Akureyri segir oft að glæpamennirnir „séu aðkomumenn“ - Skussaflokkurinn notar svipaða taktík.

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.2.2009 kl. 16:05

41 identicon

"

mér fannst geir nú bara standa sig ágætlega í þessu viðtali, horfði á það allt í gærkvöldi og þessi spyrill var nú ekki merkilegur. Mér finnst geir hafa fengið verri útreið í kastljósþáttum hérna heima. Hardtalk hvað, hélt að þessi spyrill væri miklu harðari en þetta, og eins og geir benti réttilega á þá voru það fyrst og fremst evrópsk ees lög sem áttu þátt í hruninu, og spyrillin hafði ekkert upp úr krafsinu.

ari 13.2.2009 kl. 15:48"

ahahahaahahaahahhhaaaaaa ahahahhahaaaaa

og síðan hló ég aðeins meira

Eru engin takmörk fyrir því hvað sumir geta verið klárlega heimskir og ekkert annað!!

Greyin virðast einhverra hluta þó gera sér grein fyrir því vegna þess að þau þora ekki að standa með skoðunum sínum og skrifa undir nafni.

Jæja best að ýta á Senda takkan og hlæja síðan aðeins meira.

PS: Var í bókabúð áðan og sá þar bók eftir HHG sem hét "Hvernig getur ísland orðið ríkasta land í heimi".
Þá hló ég líka.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 16:19

42 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þarna er loksins komin skýringin  á af hverju ég er svona þunglyndur og vonlítill um framtíðina. Með svona menn á skjánum með svona svör og sýn á málunum virka Teletubbies vitrænni! Aulahrollurinn og skömmin yfir að þetta hafi verið forsætisráðherra landsins er alger. Og við máttum nú ekki við meiru af lélegri markaðssetningu erlendis.

Ævar Rafn Kjartansson, 13.2.2009 kl. 16:22

43 identicon

Ég les aðeins eitt út úr þessu viðtali GhH í HardTalk:

Maður, sem er jafnatkvæðalítill, hefur jafnlítið frumkvæði og GHH, er í raun ekkert annað en lítið fley í hringiðu alþjóðlegra storma og viðvarana DO og Seðlabankans, hefði aldrei, endurtek *aldrei* átt að stýra svo mikið sem leigubíl, hvað þá stjórnmálaflokki eða ríkisstjórn. Jafnvel núna vill hann ekki taka frumkvæði og biðjast afsökunar á því að þetta allt hafi gerst á hans vakt og undir hans auga.

"It's a question of leadership" bendir Bretinn á. GHH er nú leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Það er sem betur fer ekki eins mikið ábyrgðarhlutverk og að vera í ríkisstjórn. Þar getur hann talað án þess að það þurfi að hafa nein áhrif.

GHH er allt annað en leiðtogi. Þorði ekki einu sinni að hringja í GB eftir að hann setti lög á Ísland.

"It's a question of leadership". Nema hvað sem leiðtogi féll hann hrapalega á prófinu. Og getur ekki einu sinni beðist afsökunar á því. Svei.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 16:40

44 identicon

Mjög athyglisverð spurning hjá Hjálmtýr:"Hversvegna eigum við ekki svona skarpa fjölmiðlunga?"

Mér fannst þetta einfaldlega vera vel undirbúin tilraun til að afla upplýsinga frá Geir Haarde, sem gesti þáttarins, og honum var sýnd kurteisi og tillitssemi þegar hann stóð upp á gati. Áhorfendum var  frjálst að draga eigin ályktanir. 

Er íslenskum fjölmiðlamönnum ekki frjálst að gera það sama?

Agla (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 16:44

45 Smámynd: TARA

Geir gerði okkur mikla skömm til í þessu viðtali, það verður víst að viðurkennast.

TARA, 13.2.2009 kl. 16:49

46 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Maðurinn er fyrir löngu málefnalega gjaldþrota enda án allrar vitrænnar hugmyndafræði og hlýtur að hafa fengið hagfræðigráðuna úr kornflekspakka. Þegar Dabbi kóngur og náhirð hans litu yfir sviðið í denn í leit að heppilegum krónprinsi fittaði þessi veruleikafirrti kjáni eins og flís við rass.

Baldur Fjölnisson, 13.2.2009 kl. 16:50

47 identicon

"It was YOU who allowed it (economy growing too big and go bust)!" - bendir fréttamaður á.

"Mistakes were allowed to happen." - svarar Geir.

Það þarf ekki miklar reikniskúnstir til að sjá að þar fer *mikill* leiðtogi. Sem þarf að bíða eftir skýrslu og úrskurði til að sjá hvað hann, sjálfur gerði rangt.

Skömm, skömm og skömm að þessu.

Geir Hilmar: Af hverju var ekki farið í mál við Bretana út af hryðjuverkalögunum????

Svei, svei, og aftur svei!

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 16:55

48 identicon

Fólk sem ennthá stydur thessa menn og sjá ekkert athugavert vid thad sem their segja og gera eru án als gríns haldnir "stockholm syndrome".  Spurning hvernig thad er best ad hjálpa theim...

maría sólrún (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:06

49 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Bara sorglegt þetta Haarde-talk.  Og í kjölfarið kemur skoðanakönnun, sem sýnir aukningu í fylgi við Sjálfstæðisflokkinn!!!  Er þetta raunverulegt?  Er stór hluti þjóðarinnar í algerri afneitun?  Því miður bendir margt til þess...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 13.2.2009 kl. 17:36

50 identicon

Þetta var mjög athyglisvert viðtal og gaman að sjá hvað Geir hefur gott vald á enskunni. Viðbrögð Geirs eru ekkert ósvipuð viðbrögðum Gordon Brown´s í yfirheyrslu hjá þingnefnd nú í vikunni. Báðir sjá þetta sem kerfisvandamál, hvorugur sem mannleg mistök né heldur hugmyndafræðilegt vandamál.

Ég er ekki viss um að Geir sé sekur um annað en vera haldinn ranghugmyndum um hvernig eigi að reka þjóðfélag. Hann fer varla að biðjast afsökunar á því fyrr en hann hefur skipt um skoðun.

Hann játaði sem mistök að hafa ekki djöflast í Gordon Brown, hann sagði ósatt um að fólk hafi ekki tapað sparnaði, hann talaði niður vandamálin án þess að færa fyrir því nokkur rök og það er asnalegt að vilja ekki vitna í trúnaðarsamtal, sem liggja fyrir á prenti. Að öðru leyti er hann fylgismaður frjáls hagkerfis og kapítalisma.

Hann fyrst og fremst að segja að hann hafi ekki skipt um skoðun og að allir hafi farið eftir reglunum. Er ekki hvort tveggja rétt? Tilboð Geirs til íslenskra kjósenda er að það þurfi að laga galla í kerfi, sem annars sé hið eina rétta kerfi. Mér sýnist fólk almennt vera að skammast yfir því að maðurinn skuli ekki vera á sömu skoðun og það sjálft. Þá er um að gera að kjósa eitthvað annað næst.

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:42

51 identicon

Ætlar enginn að verja Geir,,uhhhh ekki ég,, svo mikið er víst..

Res (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:51

52 identicon

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:04

53 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Geir og aðrir frjálshyggjupostular hafa hamrað á því forever að markaðurinn eigi að hafa sinn gang en ríkið eigi bara að vera eins og einhvers konar dómari í boltaleik og sjá um að allt gangi löglega og siðlega fyrir sig. Síðan þróast þetta fyrirsjáanlega þannig að eigendur félaganna sem eru í boltaleiknum fjármagna hvaða kálhausar stjórna deildinni og og líka hvaða málamyndagögn eru sofandi á hliðarlínunni skapandi áhorfendum falskt öryggi um að einhver stjórn sé á leiknum þangað til hann loks leysist endanlega upp í tóma vitleysu og ekki lengur hægt að selja hann.

Baldur Fjölnisson, 13.2.2009 kl. 18:05

54 identicon

Geir kom upp um sig í þessu viðtali. Hann er ekki og hefur aldrei verið mikill leiðtogi. HANN TALAÐI ALDREI VIÐ Gordon Brown Það er hneisa og ekkert annað. Hann hafði ekki kjark til að tala máli Íslands. Þessi maður átti aldrei að verða forsætisráðherra svo mikið er víst. Nú þurfa íslenskir fjölmiðlar að fylgja þessu eftir og krefjast skýringa.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:16

55 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Til að hægt sé að ljúga þetta svindl áfram alveg í þrot (og hirða síðan draslið fyrir slikk) þarf að halda áhorfendum algjörlega sofandi með alveg sérvöldum siðvillingum sem hamra á því við lýðinn að hann eigi alls ekki að pæla í hinu liðna heldur ávallt horfa fram á veginn. Þetta er svæfandi og forheimskandi innræting og hún þjónar ákveðnum hagsmunum. Það er engin leið framhjá því. Það þýðir ekkert að koma af fjöllum með það. Flótti allra þessarra pólitísku skækja úr einu virkinu í annað á meðan kostendur þeirra hreinsuðu innan úr hagkerfinu liggur alveg fyrir. Þetta er allt alveg skjalfest. Mogginn og ruslveita ríkisins eru ekki lengur ráðandi heimildir. Söguhönnunin byggist orðið á miklu fleiri þáttum.

Baldur Fjölnisson, 13.2.2009 kl. 18:27

56 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já þetta var svona með því´svakalegra sem maður hefur séð!

Útúrsnúningarnir, afneitunin og óbilgirnin í manninum - Halló!

Soffía Valdimarsdóttir, 13.2.2009 kl. 19:11

57 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég hélt reyndar mína smám saman smávegis endurbættu standardræðu um þetta í kaffitímanum í morgun í eitthvað hundraðasta skipti síðustu fimm árin og merkilegt nokk er ég núna að hljóma akkúrat eins og Mússólini fyrir 85 árum og Hitler fyrir 77 í sínum framboðum. Þeir bölsótuðust yfir einhverjum gervidemókrötum sem hefðu logið sig til valda undir einhverjum gervilýðræðisfánum en væru ekkert annað en handbendi einhverra peningapúka sem hefðu hreinsað skipulega innan úr heilu þjóðfélögunum til að sölsa sig síðan undir sig fyrir slikk og ráða öllu í fullkominni einokun.

Peningavald heimsins hefur mjólkað lýðinn afar skipulega síðustu 300 árin og notað til þess hinar furðulegustu pólitíkusa- og ruslpóstsskækjur og aðra keypta álitsgjafa og veruleikahönnuði og mun vafalaust reyna að mjólka það skím lengi enn. En það er ekki lengur að virka. Hóra sem hægt er orðið að keyra jarðýtu um afturendann á hefur skiljanlega ekki mikil viðskipti lengur. Samt mætir hún þarna í viðtal og er hin brattasta og það er ekki henni að kenna að Caterpillar jarðýtur eru ekki kúnnar í neinum hóruhúsum.

Baldur Fjölnisson, 13.2.2009 kl. 19:39

58 Smámynd: hilmar  jónsson

Flott í Kastljósi Lára.

hilmar jónsson, 13.2.2009 kl. 20:29

59 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Lára Hanna er sú alflottasta. Og dugnaðurinn við öll vídeóin og upplýsingamiðlunina sæmir besta kvenmanni.

Baldur Fjölnisson, 13.2.2009 kl. 20:49

60 identicon

Tek undir með ykkur.

Ég dáist að Láru Hönnu og vildi fá hana í stjórnmálin. Hún er manneskja sem maður virðir og ber traust til ólíkt velfelstu skítapakkinu sem nú situr á hinu "háa" alþingi.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 20:55

61 Smámynd: Halla Rut

Aldrei held ég að maður með eins mikla framkvæmdafælni, er Geir Hilmar Haarde er svo greinilega haldinn, hafi náð að verða þjóðhöfðingi heillar þjóðar. Kannski var það sofandaháttur okkar allra og víma af góðærinu sem olli.

Það eina sem Geir hefur gert á sínum ferli er að gera ekki neitt. Hann stendur ekki fyrir neitt og hans besta ráð við vandræðum er að gera ekki neitt eða eins og hann sagði svo eftirminnilega í viðtali í september í fyrra "það er betra að gera ekki neitt heldur en að gera einhverja vitleysu"

Halla Rut , 13.2.2009 kl. 20:55

62 Smámynd: Hlédís

Eggert! Aðrir benda á að Lára Hanna megi ekki missa sín úr því hlutverki sem gegnir nú - og því verði þingið að vera án hennar!

Hlédís, 13.2.2009 kl. 21:37

63 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þú varst fín í Kastljósinu í kvöld Lára Hanna.  Því miður er eðli svona þátta alltaf að vera aðeins of stuttir, þegar fólk hefur margt að segja.

Hafði Jeremy Paxman einu sinni til borðs í löngu skemmtilegu boði í Lundúnum.  "That man sure takes no prisoners".

Hildur Helga Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 21:38

64 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Geir Haarde stóð sig vel, og það eru fáir sem hefðu getað staðið þetta af sér eftir sem allt undan er gengið, það eru nú ekki mikið gefnir stjórnmálamenn á erlendri grundu, allavega ekki svo ég er að taka eftir.

Áfram Ísland.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 13.2.2009 kl. 21:55

65 identicon

Takk fyrir pistilinn. Gott að vita að ég var ekki einn um að líða svona. Geir talaði ekki við PM Brown! Ég hélt að mig væri að dreyma, það vantaði ekki að hann andskotaðist nógu mikið út hann fyrr í vetur en að hann hefði ekki í eitt einasta skipti lyft upp rörinu til að heyra í honum? Hvað er hægt að vera mikið framkvæmda fælinn? Er þetta fullkomin leti eða algjör aumingjaskapur? Jafn slæmt fannst mér að heyra í honum lygina: sparifjáreigendur fengu allt sitt á Íslandi! Hann lýgur því! Það er fjöldi fólks sem bæði tapaði stórum fjárhæðum á peningamarkaðssjóðunum og eins á séreignasparnaði.

HansG (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 22:06

66 Smámynd: Hlédís

Ægir! Geir stóð sig vel við að segja ekkert og verra en ekkert. 

Hve margir  "nú ekki mikið gefnir stjórnmálamenn á erlendri grundu,.." það eru sem þú þekkir til - geri ég mér svona rétt í hugarlund, þó ekki komi það umræðum hér við.

Hlédís, 13.2.2009 kl. 22:26

67 Smámynd: Magnús Jónsson

Lára : það mætu flestir sem hafa tjáð sig hér að ofan hressa svolítið upp á enskukunnáttu sína, og tjá sig svo um viðtalið þú sjálf ekki undanskilin, í viðtalinu er hent framan í Geir nokkuð mörgum og frekar erfiðum spurningum, hann er nánast krafin um svar við hinu margtuggna ( ertu hættur að berja konuna þína svaraðu já eða nei ), mér finnst svör hans vera heiðarleg-þau eru ekki tæmandi, enda ekki allt komið upp á borðið, þess vegna hefur það ekki verið kunngjört, þó að þú að flestir ofanritaðir geti ekki skilið það, það er ekki hægt að svara því sem er en til rannsóknar, og fljótfærnislegt svar gæti valdið meiri skaða en nokkurn grunar, við þær aðstæður sem nú ríkja í fjármálaheiminum, en þetta átt þú að vita og ekki láta eins og sökudólgurinn sé á gapastokknum, og það þurfi bara að strekkja svolítið meira á honum, til að hann játi á sig alla glæpi sem þér dettur í hug að bera á hann.

Magnús Jónsson, 13.2.2009 kl. 22:36

68 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég ætla ekki að verja Geir. Hef haldið uppi gagnrýni á stjórnvöld og kröfu um að stjórnin ætti að fara frá síðan í októberlok. En hvernig hafið þið smekk fyrir svona monotoniu?  Eintali fjöldans. Meira að segja DoctrorE lætur sér þetta lynda. Ekki örlar á málefnalegri umræðu um innihald viðtalsins nema að Geir hafi ekki hringt í number ten.  Að öðru leyti var Geir bara "ömurlegur" og s.s. "skíthæll" þó það orð sé ekki notað.  Allt annað er týnt til. Engin furða þó Sjálfstæðisflokkurinn sé að skríða aftur yfir 30 prósentin bjóðandi ekki upp á annað en litlausan Engeying.   

Sigurbjörn Sveinsson, 13.2.2009 kl. 23:15

69 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Flott í Kastljósinu í kvöld Lára Hanna. Sammála færslunni.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 13.2.2009 kl. 23:16

70 identicon

Sá þig í kastljósi og verð að segja að ég hef aldrei fengið meiri aumingjahroll.

Annaðhvort ertu vangefin eða bara svona rosalegur húmoristi.

Hallast að því fyrrnefnda.

Djöfull ertu heimsk.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 23:31

71 identicon

Magnús, hvað þarf eiginlega að bíða eftir svo að Geir biðjist afsökunar?

Það er alveg ólíðandi hvað fólk lætur blekkjast af Geir. Hann er viðkunnanlegur í framkomu, vissulega en þessi maður er gjörspilltur. Ef fólk sér það ekki enn þá verður það kynna sér hugtökin "meðvirkni" og "afneitun"

Geir setti landið á hausin og eina sem hann segir í stuttu máli er "úpps". Það er ansi þæginlegt bara að sitja á sínum háa stól og segja að það væri gott að vera vitur eftir á og að hafa ekki séð þetta fyrir eins og að ábyrgðin sé ekki hjá Geir.

Svo má fólk ekki gleyma að við eigum fullt af hæfum einstaklingum, endurnýjun er aldrei af hinu slæma. Það er ekki eins og allt fari til andskotans ef við skiptum þessum 63 þingmönnum út. Þessi leiðtogadýrkun fólks er út í hött.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 23:49

72 Smámynd: Magnús Jónsson

Jóhann Gunnar: Á hverju á hann að biðjast afsökunar til að byrja með?, að hafa tekið þátt í stjórnmálum eða að hafa ekki sagt nei þegar ASG setti skilyrði fyrir lánum; eða á hann að játa á sig allt sem útrásarvíkingarnir gerðu án þess að það sé allt komið í ljós, eða á hann að segja að jú jú ég var alveg með að á hreinu að við færum á hausinn 2 árum áður en það skeði, vegna þess að allir ráðgjafar og alþjóðastofnanir, og ASG sögðu við stæðumst öll próf það er allt í lagi, matsfyrirtæki á borð við Modis könnuðu ástandið og gáfu ágætiseinokun, meira að segja Seðlabankinn gerði próf á bönkunum og þeir stóðust þau, þú Jón hefðir náttúrulega ekki klikkað á þessu eða hvað, að er auðvelt að vera vitur eftirá, en gagnar ekki til að breyta neinu, þeir sem tjá sig í gegnum baksýnisspegilinn eru verstu spámenn sem hugsað geta varla nokkurn skapaðan hlut, annað en illvirki og gert allt verra ef þeir fá vald til, og þín skrif benda til að þú sért einn af þeim sem kannt bara að gagnrýna eftir á.

Magnús Jónsson, 14.2.2009 kl. 00:12

73 identicon

Mér fannst viðtalið frá 29. janúar, þó það sé styttra, þó afhjúpa eitt. Þar var Geir spurður að því hver hafi verið hans mestu mistök -og hann svaraði "clearly, it was to allow the banks to grow so much..."

Ekki að þeir hafi bara vaxið svona mikið eða að stærð bankakerfisins hafi verið vandinn -heldur viðurkennir hann þarna að það hafi verið HANS MESTU MISTÖK, AÐ LEYFA ÞEIM AÐ VAXA SVO MIKIÐ.

Það er nú einfaldlega kjarni málsins -og nægjanlega stór mistök til að hann og hans flokkur eigi ekki að komast nálægt Alþingi um langa framtíð.

Hef ekki heyrt hann segja þetta svona beint út áður, kannski erfiðara að tala loðið, óbeint og í hringi á öðru tungumáli en því ástækra ylhýra!

Er það ekki bara ráðið framvegis, að fá erlenda spyrla til að toga svör uppúr íslenskum stjórnmálamönnum.

Erla Vilhjálms (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 00:19

74 identicon

"Þetta var mjög athyglisvert viðtal og gaman að sjá hvað Geir hefur gott vald á enskunni."

Einmitt kjarni málsins!! Geir er svo rosalega góður í ensku. 

Af þessu tilefni vil eg rifja upp það sem rifjað hefur verið upp síðustu daga:

“Ég las nýlega í erlendu riti um Íslendinga, að engin þjóð í heimi myndi vera svo grandvör og löghlýðin. Fangelsin stæði tóm og hegningardómarnir væru óvenjulega fáir í hlutfalli við mannfjölda. Þá datt mér í hug samtal, sem ég átti í fyrra við einn af helztu lögfræðingum vorum.

Hann var að segja mér frá meðferð einnar íslenzkrar peningastofnunar, sem nýlega var komin í fjárþröng. Sögurnar voru svo hroðalegar að hárin risu á höfði mér. “

En er þetta ekki hegningarvert?” spurði ég. “Það myndi vera það alls staðar nema á Íslandi,” svaraði hann rólega. En er það ekki svo, að hér sé framinn grúi lagabrota, sem eru á almanna vitorði, en engin hróflar við? Er ekki spillingin í þjóðfélagi voru orðinm almennt umtalsefni, án þess að rönd verði við henni reist?

Almenningsálitið er magnlaust, af því lífsskoðun almennings stefnir öll að vorkunnsemi. Yfir allt er breidd blæja, þar sem kærleikur kann að vera uppistaðan, en kæruleysi er áreiðanlega ívafið.”

Úr ritgerðinni Undir straumhvörf, birtist í Skírni árið 1925.

Sigurður Nordal hafði áreiðanlega rétt fyrir sér um það, að siðað samfélag verður ekki reist á hræsni. Ekki fermur en illsku.

Lára Hanna hefur gert íslensku samfélagi stóran greiða. Sama verður ekki sagt um þann rumpulýð sem stýrt hefur Sjálfstæðisflokkunum síðustu tvo áratugi. Sannkallað óhapp í mannlegu samfélagi.

Rómverji (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 00:41

75 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Algjörlega sammála Magnúsi Jónssyni. Kannski ættir þú Lára Hanna að láta pólitíkina til hliðar og skoða málin frá hlutlausu sjónarmiði ef það er er hægt þ.e.a.s. af þinni hálfu. Við verðum að átta okkur á því að við höfum verið mötuð af Baugsmiðlum frá upphafi bankahrunsins. Í Baugsmiðlum var hamrað á DO og Stjórninni það virkaði og nú er búið að koma allavega stjórninni frá völdum. En Baugsmiðlar vildu það ekki þeir vildu fá DO út því Jón Ásgeir hatar DO. Nú sitja þeir í súpunni því ef eitthvað er að marka VG þá á að ganga að bankamönnum eins og er gert t.d. í Bandaríkjunum.
En verður það gert, það er stóra spuriningin?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 14.2.2009 kl. 00:49

76 identicon

Magnús

Langaði nú þó að segja þér að ég hef gagnrýnt þessi stjórnvöld í mörg ár, ég hef orðið vitni með beinum hætti að spillingunni. Ég er þó enginn snillingur og sá ekki fram á gífurlegt hrun bankakerfisins, en þó gat ég alveg séð að þetta gengi ekki og hlyti að hrynja, vissi bara ekki hversu mikið. Þetta gat maður bara vitað með að hlusta og beita gagnrýnni hugsun. Sjá Þorgerði segja virtan hagfræðing þurfa á endurmenntun að halda súmmar þetta allt upp. Ríkisstjórnin horfði í blindni á bankakerfið stækka og leiddi hjá sér óþæginlegar staðreyndar, svo sem þegar skýrslu var stungið ofan í skúffu á sínum tíma.

Svo má ég benda þér á eitt að Davíð á nú að hafa varað við þessu lengi. Það eina sem Geir hefur sagt í sambandi við þetta er að hann hafi beðið menn um að hæga á sér aðeins í útrásinni. Jájá, segjum glæpamönnunum endilega að stelpa ekki alveg öllu frá okkur, bara aðeins minna.

Magnús mér þykir vissulega leiðinlegt ef þú getur ekki séð í gegnum þetta. Þannig ég spyr hvað þyrfti að gerast svo að þú myndir hætta að styðja og vernda þessa menn?

Mundu bara að þeir eiga heldur enga áskrift á þessum sætum, svo í raun er ekkert að því að skipta aðeins til í brúnni enda er það víðþekkt staðreynd að vald spillir og valdið er ansi mikið á nokkrum höndum þessa dagana.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 00:51

77 Smámynd: Magnús Jónsson

Jón Gunnar: men eru stanslaust að hamra á því að Seðlabankinn (taktu eftir ekki Davíð) hafi ekki varað við? , Seðlabankinn hækkaði stýrivexti stanslaut í 3 ár það var eina leiðin sem Bankinn hafði til að hafa áhrif á stjórnvöld, og eina hlutverk Seðlabankans var að stuðla að jöfnu verðlagi og það gerði hann-Bankinn, en þú sást í gegnum þetta allt saman og getur sjálfsagt vísað í skrif í blöðum og hér á blogginu þar sem þú boðar alheimsfjármagnskreppu, endilega vísaðu mér á hvar má nálgast slík, mér þætti fengu að því, hefur þú velt því fyrir þér hvað Geir Harde hefði getað gert, við men sem fóru eftir ESB reglum um fjármál, sem fóru eftir öllum reglum sem upp voru undnar, og settu okkur svo á hausinn með sömu reglum, ég vona a þú og aðrir spekingar sem gagnrýna hvað harðast geti sannfært mig um að Geir Harde sé vondi maðurinn, í mínum augum er hann maður sem gerði eins vel og lögin leifðu, hann fékk gusuna í andlitið og fær en frá fólki sem ekki veit hvað á spýtunum hangir en er tilbúið að dæma hann sekan engu að síður, ég vil sjá allt upp á borðinu áður en ég kenni einhverjum um og þá vil ég dæma, en ekki svona nornarveiðar fyrir mig takk fyrir.

Magnús Jónsson, 14.2.2009 kl. 01:21

78 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Magnús Jónsson segir allt sem ég vildi hafa sagt eftir að horfa á þessi myndbönd með viðtölum við Geir H. Haarde. Eitt vil ég segja, auðveldara er að finna flísina í augum annra en bjálkann í eigin. 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 14.2.2009 kl. 02:28

79 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ja hérna,  Góða nótt mín kæra...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.2.2009 kl. 04:03

80 identicon

Magnús

Það er að vissu leyti aðdáunarvert að þú viljir ekki stunda nornaveiðar enda er það eitt það versta sem fólk getur gert. En hér máttu alls ekki líta á þetta sem eitthvað svona. Það eru ekki nornaveiðar að vilja að forsætisráðherra taki ábyrgð. Hann stýrði okkur í þrot, það er engin spurning um það í mínum huga.

Ég var ekki að hafa hátt í opinberum greinum Magnús minn enda er ég ekki hagfræðimenntaður og þó ég hefði verið það þá hefði ég ekki fengið mikinn hljómgrunn!

Það er rétt sem þú segir með Davíð, að eina leiðin fyrir hann til að hafa áhrif tæknilega séð er með stýrivöxtum. En hann gat gert miklu meira, gat varað Geir stanslaust við og þjóðina opinberlega (ekkert bull um að það sé hægt að tala bankana niður :)). Svo þú áttir þig á því hvaða vald Davíð hefur yfir Geir þá hefur það staðið alveg síðan hann hjálpaði Geir í MR kosningabaráttu sinni. Davíð er hans mentor.

Svo ein spurning, ef Davíð á að hafa varað Geir við svona ótrúlega oft þá hlýtur Geir að þurfa að taka ábyrgð rétt? En ef Davíð varaði hann ekki við þá bara hlýtur Geir að víkja manninum? Þetta er ekki erfitt að sjá fyrir. Þetta er endalaust lánsfjármagn og spilaborgin hlaut að hrynja.

En að sama skapi já það er hægt að bíða hæfilega lengi með að Geir taki ábyrgð, en að bíða eftir rannsóknarnefnd í 1-2 ár? Þetta er bara að draga það og vona að allt falli í gleymsku. Þú hlýtur að vita að það er mesti galli íslendinga, við erum fljót að fyrirgefa.

Engar nornaveiðar, þetta snýst bara um að Geir víki úr forsætisráðherrastól og úr pólitík sem hann svo hefur gert tilneyddur. En ég vil að fleiri hverfi en hann.

Þetta er lýðræðislegur réttur fólksins, að víkja fólki, endurnýjun hefur aldrei verið slæm, þetta fólk er orðið of spillt, snýst of mikið um ráðherrastól. Því þar eru völdin, þetta spillir fólki.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 10:28

81 identicon

Ég hundskammast mín fyrir Geir H. Haarde, ummæli hans verða til þess að traustið erlendis á íslenska fjármálakerfinu dvínar ótt og ótt.

Jóhann Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 10:51

82 identicon

Er fólk almennt farið að trúa því að Davíð hafi varað við bankahruninu???..... Alltaf verðum við hissari og hissari.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 10:54

83 Smámynd: Magnús Jónsson

Jóhann Gunnar: Það verður fróðlegt að fylgjast með þegar sagnfræðingar skrifa söguna um hrun bankana, varðandi hver sagði hvað þá vitum við ekki hvað mönum fór á milli, það að tala um að forætisráðherra hefði getað rekið Seðlabankastjóra, er eins og allir vita núna ekki á valdi Ráðherra, lögin um Seðlabankann gerðu ekki ráð fyrir slíku enda sett beinlínis til að auka sjálfstæði bankans, einu afskipti ráðherra eru þau að hann skipar bankastjóra til ákveðins tíma, þessi háttur er hafður á til að ráðherra geti ekki rekið Seðlabankastjóra í illskukasti.

Ég er sammála þér að margir brugðust og brugðust illa, það er engu líkara en að men hafi sofið þyrnirósarsvefni meðan allt var að fara fjandans til, þeir fáu sem vöruðu við voru hrópaðir niður eða ekki tekið mark á þeim, nánast öll stjórnsýslan brást Alþingi, Fjármálaeftirlit, erlendir ráðgjafar og Bankarnir okkar allir Seðlabankinn ekki undanskilin.

Það blasir við okkur að það þarf að skipta fólki út á Alþingi og víðar í stjórnsýslunni, en það þarf að gerast með gát það má ekki gerast með liðskrumi og óábirgum loforðum, ég hefði viljað að það yrði ekki kosið til Alþingis fyrr en í haust, þó ekki væri til annars en að gefa ráðrúm til að finna hæfustu einstaklinganna, það sér hver maður að ríkisstjórn sem situr í 100 daga og stendur einnig í kosningaslag, hefur ekki mikinn starfsfrið, og kemur líklegast litlu í verk.

Ríkisstjórn Geirs Harde var næstum óstarfshæf síðustu mánuðina vegna inbirðisdeilna um keisarans skegg, og það má segja að Ríkisstjórnin hefði átt að fara frá miklu fyrr, en það þurfti að semja um lán og koma bönkunum aftur í gang það gerði Geir og hans fólk, mig grunar að fæstir geri sér grein fyrir umfangi vandamálsins sem þá blasti við, og hefði Geir sagt af sér þá strax þá hefði þjóðin fyrst verið í vanda stödd, það af fá stjórnarkreppu ofaná allt annað hefði ekki bæt neitt.

Magnús Jónsson, 14.2.2009 kl. 11:58

84 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mig langar að bæta við þessa umræðu færslu mína um þjóðhátíðarræðu Mr. Clueless Haarde Hlustar forsætisráðherrann á sjálfan sig? Ég sé að ekki annað en að hann hafi sýnt varanlegt vanhæfi í mjög langan tíma.

Marinó G. Njálsson, 14.2.2009 kl. 12:30

85 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hróður Íslendinga erlendis eykst með hverju viðtalinu.   Óþarfi lengur að eyða stórfé í blessaða landkynninguna

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.2.2009 kl. 16:03

86 Smámynd: Hlédís

Heyrðuð þið að spyrillinn í BBC-viðtalinu gat ekki stillt sig um að hlægja lágt einu sinni?

Hlédís, 14.2.2009 kl. 16:10

87 Smámynd: Auðun Gíslason

Sæl veriði! Ég velti fyrir mér, fer maður ekki að verða búinn að  fá nóg af þessu dæmi öllu saman?  DODO, Geir og Seðlabankanum, og hvað það nú heitir allt saman?  Þetta er nú í fyrsta skipti sem ég heyri Geir fallast á að hann beri einhverja (pínu) ábyrgð á hruninu eða yfirleitt vilja orða ábyrgð á einu eða neinu.  Sumir eru að reyna að verja DODO og SÍ. Segja DODO og eða SÍ hafa varað við hinu og þessu.  Það er hvergi skjalfest!  Hvorki hljóðritað ná á pappír.  Svo vinsamlega FanclupofDODO, usshusshsusssh!  Reyndar viðurkenndi Birgir Ármannsson, héðan í frá nefndur lagabætir, ábyrgð délistans á hruninu.

Það athyglisverðasta í þessum upptökum, finnst mér, eru svör Stiglitz við spurningunni um hvað hann mundi gera væri hann í forsvari fyrir þjóðir í jafndjúpum skit (mitt orðaval).  Hann talaði um, ef ég skildi hann rétt (enskan er stundum ekki alveg..), lán til framkvæmda, þjóðnýtingu bankanna (átti þó erfitt með að nota N-orðið; nationalize) og síðast en ekki síst um að bjarga eigendum fasteigna undan veðhöfum.

Hér verða úrtölumenn vitlausir, ef minnst er á opinberar framkvæmdir, s.s. að klára Tónlistarhúsið.  Hér tala menn um að einkavæða bankana sem fyrst.  Hér gera menn ekkert fyrir fasteignalánaskuldara (nær öll þjóðin) og heimilin, nema lengja aðeins "dauðastríðið."  Auðvaldið verður að fá sitt réttlæti og sín veð.  Þarf ekki að sparka duglega í rumpinn á stjórnmálamönnum til að vekja þá til dáða?  Gleymum DODO og Geir sem fyrst!  Enda eru þeir menn lítilla afreka þegar upp er staðið!

Auðun Gíslason, 14.2.2009 kl. 17:19

88 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Af hverju talar Geir við fréttamenn BBC en ekki Gordon Brown? Stærstu mistökin sem Geir gerði eftir bankahrunið var að hringja ekki strax í Gordon Brown og Alistair Darling um leið og BBC birti viðtalið við Darling þar sem hann segir að Árni Matt hafi sagt að Ísland ætli ekki að borga. Þar var greinileg um misskilning að ræða og þá átti Geir strax að hringja og biðja um fund og taka fyrstu vél til London. Ef einhvern tímann var ástæða að taka einkaþortu frá Reykajavík til London þá var það þann mánudagsmorgun. Þegar Geir segir að Bretar hefðu ekki beitt hryðjuverkalögum á stærri þjóðir þá er það rétt vegan þess að stærri þjóðir kunna að taka á svona málum strax af festu. Í hádegisfréttum BBC þennan dag voru engin viðbrögð komin frá Íslandi sem BBC túlkaði sem samþykki við túlkun Darlings. Geir svaraði ekki fyrr en um kl. 17.00 og þá var það of seint. Hvers vegna tók það GH yfir 8 klst að neita ásökunum Darlings? Hvers vegna spurði enginn íslenskur fréttamaður þessarar spurningar?

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.2.2009 kl. 19:34

89 identicon

Ekki fannst mér þetta vera neitt aulahrollsviðtal.  Mér fannst Geir í fyrsta skipti skjóta fast að enskum stjórnvöldum og Gordon Brown.  En mér fannst líka fáránlegt að vita að Geir talaði aldrei við Brown í mestu orrahríðinni.

af hverju gerði hann það ekki?  Hélt að það væri nú einmitt það sem stjórnmálamenn ættu að gera .  skilidiggi

jonas (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 22:07

90 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Geir Haarde

Til hvers varst þú kosinn á Alþingi, var það eingöngu til að framfylgja reglum settum af EES?

Ég hélt að það væri til að setja lög sem gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar.

Hvert er hlutverk forsætisráðherra?

Ég hélt að það væri að framfylgja lögum og reglum sem Alþingi setur og leggja fram frumvarp til laga til þess að bæta hag íslensku þjóðarinnar.

Hverjar svo sem reglur EES eru, er það að mínu mati fyrst og fremst hlutverk þjóðkjörinna fulltrúa íslendinga að sjá til þess að þjóðinni sé borgið.  Ef að þarf að setja bönkum eða öðrum viðskiptaaðilum skorður til þess að koma í veg fyrir að hætta sé á hruni þjóðfélagsins þá verður að gera það, hversu erfitt sem það er.

Það að skýla sér á bak við reglur annarra og afsaka aðgerðaleysi sitt með því að vera bundinn af samningum við aðra aðila er hlægilegt, það getur verið að Evrópubandalagið hefði kvartað, beitt sektum eða öðru þvílíku, en það hefði hvorki hertekið Ísland eða gert það og fjölda fólks og fyrirtækja á Íslandi gjaldþrota.

Það virðist að auki vera að verða augljóst að stjórnvöld á síðustu mánuðunum fyrir bankahrunið í stað þess að grípa til óvinsælla, erfiðra en nauðsynlegra aðgerða, héldu niður í sér andanum og vonuðu að kúlan í rúllettunni myndi lenda á svörtu, því miður lenti hún á 0 og allir í heiminum töpuðu en engir eins mikið og íslendingar sem höfðu sett allt sitt á eina svarta tölu.

Allt tal um tæknileg smáatriði og ábyrgð annarra aðila svo sem eigenda og stjórnanda bankanna sem vissulega er mikil, bliknar hjá þeirri ábyrgð sem þjóðkjörnir fulltrúar þjóðarinnar bera og sérstaklega þeir sem veljast í ríkistjórn.

Og þú villt ekki biðjast afsökunar fyrr en eftir að rannsóknarnefnd sem ÞÚ áttir þátt í að skipa kemur með niðurstöðu.

Horfðu í kring um þig, hlustaðu á fólk, notaðu hagfræðimenntun þína og ef þú enn kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki ástæða til afsökunar, leitaðu þá til sálfræðings.

Að lokum vil ég árétta að ofanritað á að einhverju leyti við um alla þjóðkjörna fulltrúa íslendinga, einnig þá sem sátu í stjórnarandstöðu.

Kjartan Björgvinsson

Kjartan Björgvinsson, 15.2.2009 kl. 00:05

91 Smámynd: Obi Wan Kenobi

Ja hérna hér. Það er eins og menn hafi ekki verið að horfa á sama viðtalið. Mér þótti Geir standa sig með mikilli prýði gegn harðasta spyrli í fjölmiðlaheimi nútímans. Það er mikil móðursýki í gangi hér á landi og greinilegt að menn eru á "blaming" stiginu á fullu í sorgarferlinu. Það er að vissu leyti mannlegt, en ekki stórmannlegt, eins og komist var að orði í blaðagrein um Jón Baldvin fyrir nokkru. Geir stóð sig með ólíkindum, slakur og rólegur, eins og hann hefði ekki orðið persónulega fyrir mesta múgsefjunareinelti sem einn maður hefur orðið fyrir í áratugi. Bjarni Ben lenti í þessu í kreppunni 69, þá voru borin skiltin "Hengjum Bjarna". Nú á Bjarni sess í sögunni sem merkur stjórnmálamaður sem kom mörgu góðu til leiðar. Það sama mun eiga við um Geir, hvort sem ykkur líkar betur eða verr elskurnar.

Obi Wan Kenobi, 15.2.2009 kl. 00:57

92 identicon

Skoðaði viðtalið og annan eins aulahroll hef ég ekki fengið.

Sérstaklega þegar Geir segir að HANN HEFÐI KANNSKI átt að hafa við Gordon Brown um að hryðjuverkalög skuli hafa verið sett á okkur og fjármálakerfið lagt í rúst, að maðurinn skuli yfir höfuð viðurkenna slíkt dómgreindarleysi er óskiljanlegt.

Þorgeir R Valsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 10:28

93 identicon

Geir H Haarde á að vera fyrirmynd annarra sjálfstæðismanna og sjálfstæðismenn telja hann vera hinn mesta og besta

Þetta lýsir Sjálfstæðismönnum

Eru bara ekki á sömu plánetu

Bara Skil þetta ekki

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 13:59

94 identicon

Það er skoplegt að á sama tíma og þessir menn tala um að ekki megi persónugera og benda á sökudólga þá eru þeir bláir í framan af masinu um nafngreinda útlendinga og fyrirtæki sem eiga sök á því að Ísland er orðinn einn stærsti drullupyttur jarðkúlunnar. Geir Haarde þar með talinn - sá rembist við að komast hjá því að biðjast afsökunar og vera svolítið mannlegur, en í næstu andrá er mannfýlan Mr. Brown einn af sökudólgunum og já Lehmans bræður, við skulum ekki gleyma þeim. En Geir sjálfur, Davíð og Seðlabankinn og allt það batterí - nei nei við skulum ekki persónugera heldur bíða róleg eftir "rannsókninni" og vona bara að þetta gleymist nú allt saman á meðan við bíðum.

Ég þakka almættinu fyrir að hann gerði sig ekki að enn meira athlægi. Hann hefði t.d. getað minnst á hina  heilögu WHITE BOOK sem er semsagt alveg skjannahvít, enda er hún og mun verða óskrifuð og ekkert annað en enn eitt kjaftæðið sem frá þessu fólki kemur. Það er ekki undarlegt að fólk haldi að á Íslandi búi fávitar.

Ég er sjálf á leiðinni til útlanda og þar sem ég er að fara í skemmtiferð hef ég ákveðið að segjast ekki vera frá Íslandi, ég hef engan áhuga á að láta bendla mig og mitt fólk við fíflin sem komið hafa fram fyrir þjóðana.

Ég þakka þér Lára Hanna fyrir frábært blogg. Og takk almúginn fyrir að vera loksins orðin sjáanleg í samfélaginu. Þið sem mótmælið, rífið kjaft, látið í ykkur heyra og neitið að taka þá í bullinu, ég er stolt af að vera bendluð við fólk eins og ykkur.

Kv Edda 

Edda (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 16:35

95 Smámynd: Hlédís

Er ekki málað stöðugt í 'hvítbókina' með hvítu ? þó ekki nema til að hún beri nafn með rentu.

Hlédís, 15.2.2009 kl. 16:49

96 Smámynd: Ransu

Þetta viðtal virkaði eins og þegar einhver er búinn að svindla á prófi með því að sjá spurningarnar og æfa svörin.
Þegar hann fær svo prófið í hendurnar kemur í ljós að spurningarnar eru ekki þær sömu og hann hélt. En viðkomandi heldur sig samt við gömlu svörin sem öll reynast vitlaus og út úr korti miðað við nýju spurningarnar.

Ransu, 19.2.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband