Góð grein í Mogga í dag

Gauti Kristmannsson - Moggi 24.2.09

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mikið til í þessu. Við eigum enga von með núverandi þingheim og núverandi viðskiptamógúla. Það virðist vera borin von í þessu landi að hér geti farið fram vitiborin umræða um umheimin, hlutverk okkar og möguleika. Ekki smuga að ræða málin án þess að kasta skít og skömm á viðmælendur. Sverta önnur lönd og koma inn ofsóknaræði í landan. Að útlendingar séu upp til hópa vont fólk sem vilji Íslandi og íslendingum allt hið versta. Halda í hið gamla og sjá til þess að almenningur sjái aldrei til sólar. Búi við vaxtaokur eins og það sé náttúrulögmál, eins og lægðir og hæðir. Allir hafa rétt fyrir sér og allir hinir fífl og fávitar. HFF. Ég nenni þessu ekki lengur. Það er ekki í lagi með fólk á íslandi og ég er örugglega einn sá versti því ég hef skoðanir og vill ræða málin á einhvern vitiborin hátt en það er gersamlega glatað. Kannist þíð ekki við þetta?

Arinbjörn Kúld, 24.2.2009 kl. 15:25

2 Smámynd: Haraldur Hansson

"Ef þú verður ekki þægur og góður og ferð að sofa núna þá kemur vondi boli undan rúminu þínu og bítur af þér tærnar."

Þessi gamli hótunarstíll þykir ekki góð uppeldisaðferð í dag. Sama á við um pólitík, menn sem beita slíku hafa jafnan vondan málstað að verja og haldlítil rök.

Í þessari grein er "eina raunverulega lausnin" að ganga í Evrópusambandið því annars kemur vondi boli og breytir okkur í Kúbu norðursins eða norska nýlendu. Eða kannski verðum við nýtt Puerto Rico eða breytumst í einangraðan útkjálka eins og N-Kóreu.

Þetta segir allt sem segja þarf um hve vel hefur gengið að sannfæra fólk um að allt illt sé krónunni að kenna. Um leið er verið að fría fjárglæframenn ábyrgð, a.m.k. létta af þeim gagnrýni.

Hvort sem menn eru með eða á móti inngöngu í Evrópusambandið eru rökin um vonda bola vægast sagt hallærisleg. Ég er því ekki sammála því að þetta sé "góð grein í Mogga". Þetta er bara grein frá manni sem trúir að vandinn liggi í krónunni og að innganga í Evrópusambandið sé framtíðin. Hann á fullan rétt á þeirri skoðun þó ég deili henni ekki með honum, en greinin er ekki góð.

Haraldur Hansson, 24.2.2009 kl. 16:45

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er aldrei gott að mæla með því, að fullveldisréttindi landsins verði afhent á silfurfati til erlends valds um ókomin ár. Að gefa ennfremur eftir æðstu yfirráð yfir fiskveiðilögsögunni milli 12 og 200 mílna bætir sízt úr skák.

Jón Valur Jensson, 26.2.2009 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband