10.3.2009
Tónleikarnir hefjast eftir klukkutíma!
Nú fer hver að verða síðastur að drífa sig á tónleika Harðar Torfasonar í Borgarleikhúsinu núna klukkan 20. Mætið og kaupið miða við innganginn.
Hörður aflar sér tekna með tónleikahaldi og plötusölu, ekki mótmælum. Sýnum honum stuðning, þakklæti og virðingu og mætum!
Hörður Torfason: ólaunað og sjálfsprottið starf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hörður Torfason er þjóðhetja!
Hann er “Hrói höttur” Íslands sem hjálpaði fólkinu að endurheimta völdin frá hinni spilltu valdaklíku sem er búin að leggja þjóðina í einelti síðustu 18 ár.
http://www.dn.se/nyheter/varlden/varsta-protesterna-sedan-1949-1.483562
Jón (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 19:43
Það er illa gert að nefna Hörð Torfason í sömu andrá og Hróa Hött og þá af tveimur ástæðum. Sú fyrri er að ónefndum útrásarvíkingi, í innlendum lágvöruverðsbransa, hefur verið líkt við téða fornhetju.
Flosi Kristjánsson, 10.3.2009 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.