Fleiri gullkorn af landsfundi

Það er svosem ekkert leyndarmál að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið auðlindum sjávar undanfarna áratugi í samvinnu við Framsóknarflokkinn - með skelfilegum afleiðingum. Þessir flokkar stóðu að einkavæðingu auðlindarinnar, heimiluðu síðan brask með hana og veðsetningar á henni. Kvótinn og óveiddur fiskur mun nú vera veðsettur mörg ár fram í tímann, skuldirnar taldar í hundruðum milljarða og sagt er að "tæknilega" sé kvótinn nú meira og minna í eigu erlendra lánadrottna bankanna. Þetta mun heita "skynsamleg nýting auðlinda" hjá sjálfstæðis- og framsóknarmönnum.

Eins og sjá má af myndbrotinu hér að neðan þykir eðlilegt og sjálfsagt innan Sjálfstæðisflokksins að hann hafi yfirráð yfir auðlindum sjávar. Enda er sagt að a.m.k. annar formannsframbjóðandinn sé tryggur fulltrúi og þjónn útgerðarmanna og kvótaeigenda. Þjóðareign - hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef beðið nú um nokkurt skeið að heyra frá þessari samkomu sjálfstæðismanna. Og þetta fær maður framan í sig. Ég bjóst kanski við örlítilli hugarfarsbreytingu eða smá iðrun. Ó nei.

"Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjárvarútvegsauðlindinni..."

Hér má sjá ræðu hans í heild.

Þessi ungi maður Sigurður Kári sem sté í pontu opinberar enn og aftur eigin "rörsýn". En umrfam allt opinberar hann með þessum orðum ótrúlegan valdhroka.  Flokksmenn í sal taka ákaft undir með lófaklappi, enda sama merki brenndir.

Rörsýn og valdhroki einstaklinga veldur stjórnleysi og einmitt það kom þjóðarbúinu á hausinn.

Við viljum ekki slíka einstaklinga við stjórnvölinn.

Kjósum því ekki stjórnleysingja á kjördag  

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 13:35

2 identicon

Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjávarútvegsauðlindinni"... sagði Sigurður Kári og sjálfstæðisflokkskórinn klappaði.

Þá er það orðið opinbert: Sjálfstæðisflokkurinn, ekki íslenska þjóðin, hefur yfirráðin yfir sjávarútvegsauðlindinni.

Helga (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 13:36

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sjálfstæðismönnum hefði farnast betur ef engir fjölmiðlar væru á þessum landsfundi.

Þeir tala af sér, hver í kapp við annan. 

Klapp klapp klapp klapp.......

Anna Einarsdóttir, 28.3.2009 kl. 14:09

4 Smámynd: Harpa Björnsdóttir

Hvernig finnst ykkur þetta gullkorn úr ræðu Geirs Haarde???

"Á meðan aðrir flokkar voru ýmist í innbyrðis ringulreið og tætingi eða uppteknir við að

skipuleggja óeirðir, brugðumst við sjálfstæðismenn við með þeim eina hætti sem íslenska

þjóðin á kröfu á að stjórnmálaflokkar geri: Við hófum umfangsmikið endurmat á stefnu okkar

og áherslum og lögðum allt kapp á að smíða áætlun um endurreisn efnahagslífsins."

Enginn flokkur rak mig niður á Austurvöll og engin er ég óeirðakonan (bara óflokksbundin óþjóðakona). Það er ótrúlegt að Sjálfstæðismenn skuli trúa því enn, eftir alla þessa sjálfsskoðun og endurmat (!) að mótmælin á Austurvelli hafi verið skipulögð af flokki /flokkum en ekki sjálfsprottin viðbröð fólks við óviðunandi ástandi. Endurmatið á stefnu Sjálfstæðisflokksins kom seint og um síðir og ekki við jákvæðar undirtektir Geirs til að byrja með. En hann hefur tekið undir gagnrýnina núna, enda örugglega fengið góð ráð hjá ímyndarsmiðum flokksins og þeim flokksfélögum sem sjá bjálkann. .....

En annað og meira finnst mér athugunarvert við ræðu Geirs og má sjá frekar um það hér http://klaki.blog.is/blog/klaki/entry/839929/

Harpa Björnsdóttir, 28.3.2009 kl. 14:30

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

guð blessi Ísland

Hólmdís Hjartardóttir, 28.3.2009 kl. 15:42

6 Smámynd: Sylvía

allt sem kemur frá þessum fundi er bara hræðilegt.

Sylvía , 28.3.2009 kl. 15:55

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Takk fyrir. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 28.3.2009 kl. 17:03

8 Smámynd: Sverrir Einarsson

Skil ekkert í þér Lára hvernig þú getur fengið það út að fyrrverandi stjórnarformaður Samherjageti verið talsmaður kvótaeigenda og braskara. Bjarni kemur bara úr hinum armi sjallanna, heildsalanna, og ekki er það skárra.

Sverrir Einarsson, 28.3.2009 kl. 22:57

9 identicon

Ályktanir og stefna Sjálfstæðisflokksins í Evrópu- eða kvótamálum skiptir engu máli. Þeir verða ekki í stjórn

Birna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband