Geir kyssir á bágtið

Það var einhver geðklofabragur á samkundu Sjálfstæðisflokksins í morgun þegar Geir Haarde sté í pontu og bar blak af Vilhjálmi, vini sínum. Geir mótmælti orðum foringjans frá í gær - án þess að nefna hann á nafn - og sama hjörðin og hyllti foringjann ógurlega undir og eftir ræðu hans í gær stóð nú upp og tók undir ávítur Geirs á þennan sama foringja. Ég botna ekkert í þessu fólki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við verðum náttúrulega að átta okkur á einu hérna. Það er allt í lagi að Davíð drulli yfir allt og alla bara á meðan hann segir ekkert ljótt um FLOKKINN.

Það nefninlega var allt satt og rétt í ræðu Davíðs nema þetta um plaggið hans Villa.

Þau eru víst líka með svona klapp skilti sem logar þegar þau eiga að klappa að ég held.  

Svo klappa þau líka bara svona fyrir hinu og þessu og bara sem mest ef eitthver annar byrjaði að klappa.

Þau sem eru mætt þarna, tóku líklegast ekki þátt í mótmælunum og verða að fá útrás í eitthverju svo sem. 

Klapp klapp klapp og áfram Davíð Odsson (eða bíddu má ég klappa fyrir honum, eða ef ég klappa fyrir honum núna get ég þá afklappað hann á morgun? æi ég verð ruglaður í þessu. Bíð bara þangað til að FORINGINN segir mér hvað ég á að gera.)

Endilega haltu áfram að posta vídjóum frá þessum fundi, þetta er góð skemmtun.

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 15:11

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

"....geðklofabragur......" Rétta orðið. En hefur sá bragur ekki verið á þessu svæði nokkuð lengi?... ekki man ég betur. Og ekki sé ég nein merki þess að því sé lokið.

Árni Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 15:23

3 identicon

Þú ert líka svo yfirgengilega takmörkuð.

OskarJ (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 16:17

4 identicon

Ég skil svo sem merkinguna á bak við ,,geðklofabraginn", en þú ert líklegast að vitna í rangt heilkenni.  Heilkennið sem þú ert að leita eftir heitir persónuleikaröskun.  Það er kannski ekki sami ljóðræni blær yfir nafninu - röskun er of hlutlaust orð - en það er samt réttara.  

Fer ekki annars verða gott af því að sjúkdómsvæða alla mannlega breyskleika.  Þetta er svo ódýr málflutningur.  Hann byggist á fordómum um heilkennin, leiðir til framandgeringar á því fólki sem er með sjúkóminn og elur þannig af sér neikvæðar ímyndir.  Ég held að orðið ,,sjálfstæðismaður" sé eitt og sér nægilega gildishlaðið til að þjóna neikvæðri merkingu sinni.   Eða er alla veganna á góðri leið með það.

Eiki (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 16:24

5 identicon

Mér fannst þetta bara einlægt, mannlegt. Held að flestir sjálfstæðismenn virði Davíð fyrir það sem hann hefur staðið fyrir í gegnum tíðina en hans tími er kominn - til að yfirgefa sviðið. Mér finnst bara ekkert óskiljanlegt við þetta. Fannst þetta gott "múv" hjá Geir. Sagði það sem þurfti án þess að gera meira mál úr hlutunum. 

Soffía (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 16:26

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta er stórmerkileg barátta sem fer núna fram innan Flokksins. Talað er um samansafn af gömlu afdönkuðu spilltu liði sem neitar að horfast í augu við raunveruleikann. Það er allt gert til að halda völdum og afneitunin er algjör. Trúin á Stefnunna er málið og farið að minna mikið á trúarofstæki hjá múslimum gagnvart konum.

Þeir finna að valdið, sem þeir eru svo vanir að hafa, er smátt og smátt að gloprast út úr höndunum á þeim. Þeir skilja það ekki að það er verið að reyna að koma þeim inn í nútímalega hugsun og stjórnarhætti.

Ekki kæmi mér á óvart að "Já" og "klappliðið" verði komið með sigg í lófanna eftir alla þessa jákvæðu fundarsetu.

Stóra spurning er hvort að þetta "lið" hafi nennu til að hætta að hugsa um eigið ágæti og þarfir og byrji nú að huga aðeins af því hvaða framtíðin ungt fólk þessa lands þarf að búa við ?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.3.2009 kl. 16:37

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kannski eru of margir Ragnarar Reykásar í salnum ? 

Anna Einarsdóttir, 29.3.2009 kl. 16:43

8 identicon

Þetta er nú meiri ellinórasamkundan hjá íhaldinu. Varla nokkur sál þarna undir fertugu. Shit. Í stjórnarskrá Nýja Íslands, þarf að vera ákvæði um það, að enginn/engin, sem býður sig fram til þingsetu, megi verða fimmtug/ur á því kjörtímabili, þá sé hún/hann ekki kjörgeng/ur. Í öðru lagi, engin/n megi sitja á þingi lengur en tvö kjörtímabil. Í þriðja lagi; engin/n megi vera lengur ráðherra/frú lengur en í fjögur ár. Annars er spurningin í mínum huga kannski sú, hvort við höfum eitthvað að gera með þing yfirleitt? Er 300.000 manna samfélagi nokkur vorkunn að kjósa um öll stefnumarkandi mál?

Undragvendur (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 16:44

9 Smámynd: Jón Halldór Eiríksson

Þú ert ekki ein um það...  

Jón Halldór Eiríksson, 29.3.2009 kl. 16:53

10 identicon

Sæl Lára Hanna.Ég er mjög sammála þér,en hvað segir þú þá um síðasta útspilið? þ.e. ræðu Þorgerðar. Skattmann nýjasti sé Steingrímur og hann hafi fengið skikkju sína í hraðpósti frá Bessastöðum.Er þetta fólk gjörsamlega gengið af vitinu? Það steig nú ekkert sérstaklega í það áður.Ég held að mikil örvænting sé nú ríkjandi í þessu liði og andlitið hafi það nú misst. Það þarf sterk bein og þor til að mæta mótlæti. Hvorugt virðist til hjá þeim. Kær kveðja Kolbrún.

Kolrún Ósk Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 17:12

11 identicon

Var hann ekki að guðlasta maðurinn með því að líkja sér við Jesús,hvað verður það næst - Sjálfur Drottinn allherjar.

17.600 niðurstöður á Google fyrir Svein Harald Øygard seðlabankastjóra
http://www.google.is/search?hl=is&q=Svein+Harald+%C3%98ygard&btnG=Google+leit&lr=

Kær kveðja,Kristján Blöndal,smiður eins og sá frægasti - Jesús.

Kristján Blöndal (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 17:52

12 identicon

Hjarðhegðan í sinni öfgafyllstu mynd, Hitlersæskan var líka svona.

Jón (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:58

13 Smámynd: Halldór Þormar Hermannsson

Ræða Geirs fjallaði eingöngu um ummæli Davíð varðandi Vilhjálm og skýrslu endurreisnarnefndar, undir þau ummæli var hvergi tekið og ekki einn einasti landsfundarfulltrúi klappaði, hinsvegar var klappað þegar Geir bað landsfund um að sýna störfum nefndar stuðning.

Landsfundur hafði deginum áður samþykkt skýrslu endurreisnarnefndar nær samhljóma og því enginn "geðklofi" þar á ferð.

Halldór Þormar Hermannsson, 29.3.2009 kl. 21:27

14 Smámynd: Sævar Finnbogason

Sæl Lára

Þetta er eki skiljanlegt nema í því ljósi að Sjálfstæðisflokkurinn er trúarsöfnuður. Þú ferð á Landsfund til að vera í liðinu, upplifa stemningunna og drekka í þig andann.... svona einsog í Krossinum. Ef vel er að gáð er hvergi hærra hlutfall trúrækinna en í Sjálfstæðisflokknum svo þeir hafa þetta í forritinu fyrir. Ef raunveruleikinn og umhverfið henta ekki Biblíunni (stafnan) er það ekki vegna þess að bilían sé ekki merkilegt plagg, nei það er fariseunum, andskotanaum að kenna. Ef það er klerkur í pontu klappar þú og ekkert múður.

Sævar Finnbogason, 29.3.2009 kl. 22:12

15 Smámynd: Björn Finnbogason

Ef vel er að gáð er hærra hlutfall allra tegunda fólks í Sjálfstæðisflokknum en öðrum!  Það segir sig nú eiginlega bara sjálft miðað við fylgi flokksins í gegnum tíðina.

Björn Finnbogason, 30.3.2009 kl. 02:56

16 Smámynd: Sævar Finnbogason

LOL. Nei, Björn ekki hærra hlutfall allra tegunda heldur sumra tegunda, tilfellið er að fylgi þessa ágæta flokks á bilinu 35 til 40% í gegnum tíðina er enginn þverskurður af samfélaginu, heldur í besta falli lýsandi fyrir 35 til 40% landsmanna. Stór hluti þeirra klappar fyrir foringjanum hvað sem hann segir vegna þess að svo margir aðrir gera það.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri eins og þú segir "allar tegundir" væri varla þörf á ólíkum flokkum er þa, þá gætum við bara öll klappað 

Sævar Finnbogason, 30.3.2009 kl. 14:22

17 identicon

Stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru svokallaðir "glory hunters" það er fólk sem hefur í raun engar skoðanir en fylgi þeim "stóra" þ.e. hengir sjálfsvirðinguna sína á meintan sigurvegara. Restin eru siðvillingar.

Pjotr (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband