Efnahagsmálaliðinn og Stríðið gegn Íslandi

Ég veit ekki hverjir aðrir verða í Silfrinu á morgun, en ég hlakka til að heyra i þessum tveimur.

John Perkins - sjá hér og hér

 

Rætt er við Perkins í mynd Andra Snæs og Þorfinns Guðnasonar, Draumalandinu, sem frumsýnd verður á þriðjudaginn. Hann tekur einnig þátt í málþingi í Háskóla Íslands á mánudag, sjá hér.

 

Michael Hudson - sjá einnig þessa grein

Stríðið gegn Íslandi - Michael Hudson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þarna eru taldir til tveir menn, sem ég hef klifað á að menn hlusti á í nokkurn tíma. Ég átti jafnvel smá orðastað við Hudson í tölvupóstum. Mikið er ég ánægður með þetta. Loks geta menn kannski litið af naflanum á sér og skoðað þetta allt í stærra samhengi. Þetta eru engir aukvisar og vert að ráðamenn taki alvarlega, það sem þeir segja.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2009 kl. 20:02

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Full ástæða til að leggja eyrun við því sem Perkins er að upplýsa og einnig Hudson. Reynt hefur verið ósannfærandi að draga úr trúverðugleika Perkins, en flestir sjá nú að hann er að segja frá hljómar nefnileg afar sennilega og skýrir margt. Ef að ráðamenn skella skollaeyrum við þessum mikilvægu uppljóstrunum(sem mörg okkar eru búin að þekkja lengi) er lítill áhugi á sannleikanum.

Georg P Sveinbjörnsson, 4.4.2009 kl. 21:53

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég bíð í ofvæni eftir Silfri morgundagsins en ég er þó langt í frá að lýsa sannri tilhlökkun. Þvert á móti þá er óþreyja mín blandin þó nokkrum kvíða...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.4.2009 kl. 23:36

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú bíð ég með mestri eftirvæntingu þess að sjá hvernig innyfli sjálfstæðismanna bregðast við myndinni þeirra Andra Snæs og Þorfinns. Ég er nú þegar undir það búinn að sjá orð eins og hundasúrur, fjallagrös, stefna til örbirgðar, skríða til baka inn í torfkofana og "berjast gegn framtíðinni og atvinnu fyrir ungu kynslóðina."

Og "rangfærslur, lygi ómerkilegur áróður í anda kommúnista og félagsmálapakksins úr 101 Reykjavík."

Árni Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 23:58

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Verð örugglega að treysta á þig Lára Hanna með Silfrið á morgun, þar sem ég er að vinna á útsendingartíma:)

Sigrún Jónsdóttir, 5.4.2009 kl. 00:24

6 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ég treysti líka á þig því ég verð í fermingarveislu. Ég vona svo sannarlega að landinn horfi og fari að opna augun fyrir þeim skaða sem nýfrjálshyggjan hefur valdið og að við verðum að vera á varðbergi annars gætum við hreinlega tapað auðlindum okkar.

Helga Þórðardóttir, 5.4.2009 kl. 00:36

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég las greinina eftir Michael Hudson í fréttablaðinu í gær,  í fyrsta skipti í langann tíma sá ég birtu.  Greinin er alveg frábær lesning og gæti hjálpað okkur í framtíðinni.  Bara að stjórnmálamennirnir gerðu eins og hann mælir með. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.4.2009 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband