Nýr og ferskur "BaugsFLokkur" afhjúpaður

Þar kom að því að Geir Haarde "axlaði ábyrgð" á einhverju. Ekki seinna vænna, maðurinn er hættur í pólitík og þykist geta tekið allar syndir FLokksins með sér. Nú má allt í einu persónugera vandann! Ég sé á umræðunni í kvöld að allir sjá í gegnum þetta aumkvunarverða plott nema sanntrúaðir. Sjálfsagt reyna FLokksbræður og -systur að klóra í bakkann í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga því litla sem eftir er af orðstír FLokksins. En það er of seint, hið rétta andlit FLokksins hefur verið að birtast undanfarnar vikur og mánuði. Tugmilljóna mútuféð (styrkirnir?) frá FL Group og Landsbankanum voru bara enn ein sönnunin á innra eðli FLokksins. Endurgreiðslur (uppreiknaðar með vöxtum?) breyta nákvæmlega engu þar um. Orðstír FLokksins, trúverðugleiki og heiður er rústir einar, það hlýtur allt sæmilega skynsamt fólk að viðurkenna.

Maður er nefndur Guðsteinn Haukur Barkarson og er Moggabloggari. Guðsteinn Haukur er menntaður sem margmiðlunarfræðingur og er líka myndlistarmenntaður. Ljúfur, öfgalaus trúmaður sem ég heimsæki gjarnan því hann hefur svo góða "bloggnærveru"... ef einhver skilur hvað ég á við. Guðsteinn Haukur missti vinnuna hjá Kaupþingi við fall bankans og er því eitt af fórnarlömbum hrunsins, eins og reyndar við öll að einu eða öðru leyti.

Guðsteinn Haukur hefur nú hannað nýtt "lógó" fyrir nýja "BaugsFLokkinn" og slagorð sem fylgir. Ég er viss um að hann hefði ekkert á móti því að sem flestir létu nýja lógóið og slagorðið fara sem víðast.

SjáLfstæðis-FLokkurinn

 FLokkur allra Landsmanna

Að lokum legg ég til að fólk lesi Kvislingablogg Þorleifs Ágústssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki allt  einhver REI-in misskilingur ?

Heiður (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 02:35

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Maðurinn er snillingur.    Það er gaman að sjá svona hugarflug

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2009 kl. 02:44

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er gott að línurnar eru að skýrast..

Óskar Þorkelsson, 9.4.2009 kl. 05:47

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Málið var að Geir Haarde vantaði smá pening. Hann hafði því samband við Landsbankann (þar sem vinir hans voru í stjórn) og FL-Group (þar sem konan hans var í stjórn). Ekkert var sjálfsagðara enda maður með mikil völd og í góðri stöðu til að liðka fyrir góðum málum. Honum láðist hinsvegar alveg að nefna þennan gjörning við sína nánustu flokksfélaga. Líklega hefur hann sjálfur þurft á þessum peningum að halda til að útrétta smá persónulega eins og það heitir á góðri íslensku!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.4.2009 kl. 06:02

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég er hálf snortinn yfir þessum fögru orðum Lára Hanna! En ég þakka þér fyrir að birta þetta, og lengi lifi byltingin!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 08:08

6 Smámynd: Anna

Geir H. Haarde er í persónukreppu. Kjark mikill maður að koma fram fyrir alþjóð, vá. En hann gat ekki talað við G.Brown fyrir hönd þjóðarinnar eftir Hryðjuverkalögin voru sett á landið. Þessi maður er gunga.

Anna , 9.4.2009 kl. 08:37

7 identicon

Eftir hrunið skammtaði hann okkur upplýsingar eins og skít úr hnefa, eins er með þetta, við erum rétt að sjá byrjunina.

Ps. Flott lógó

Kolla (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 08:50

8 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þette er nú hvorki barnaníð eða mannát og mun ekki hafa nein áhrif á kjörfylgi FL-okksins

Kristján Sigurður Kristjánsson, 9.4.2009 kl. 09:18

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Vonandi verður þetta enn einn atburðurinn sem tryggir að FLokkurinn fer niður fyrir 20% fylgi í komandi kosningum.

Leiðari Morgunblaðsins í dag er mjög athyglisverður. Þar er vitnað í ræðu Geirs á þingi þegar hann hafði framsögu um frumvarpið sem m.a. fól í sér að hámarksframlög fyrirtækja skyldu ver kr. 300.000.

Þá sagði Geir: »Ég ítreka það fyrir mína parta að höfuðástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn telur nú brýnt að setja löggjöf af þessu tagi eru þær viðurhlutamiklu breytingar sem orðið hafa á efnahags- og fjármálaumhverfinu á Íslandi sem þó eru í sjálfu sér auðvitað mjög jákvæðar. Við höfum ekki séð nein merki þess í dag að reynt sé með óeðlilegum hætti að hafa áhrif á stjórnmálastarfsemina í landinu af hálfu fjársterkra fyrirtækja eða fjársterkra einstaklinga en við viljum reisa skorður við þeim möguleika áður en slíkt gerði hugsanlega vart við sig [...] Við teljum nauðsynlegt að verja stjórnmálalífið fyrir þeirri hættu að gerðar verði tilraunir til þess að hafa áhrif á úrslit einstakra mála með óeðlilegum hætti.«

ÞREMUR VIKUM SEINNA TÓK HANN VIÐ STYRKJUNUM FRÁ FL OG LANDSBANKANUM - ALLS 55,000,000 KR!

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.4.2009 kl. 09:26

10 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sem sjálfstæðismaður af lífi og sál segi ég nú bara nó komment.

Gísli Ingvarsson, 9.4.2009 kl. 11:19

11 Smámynd: Birgir Þórarinsson

Það er nauðsynlegt að bókhald flokkanna verði opnað allt framfyrir einkavæðingu bankann. Almenningur hefur rétt á því að vita hvað Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fengu í laun fyrir að koma bönkunum í "réttar hendur".

Birgir Þórarinsson, 9.4.2009 kl. 11:23

12 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þetta er miklu meira en sukk þetta svínarí. - Mikið er gott að fá að lesa pistla þína Lára Hanna og fylgjast með eftir föngum. Tók sex daga fjölmiðla frí og fór í einangrun upp í sveit, hlustaði á tónlist, prjónaði og gældi við landnámshænu-unga. 

Gleðilega páska og takk fyrir að vera þú

Eva Benjamínsdóttir, 9.4.2009 kl. 14:30

13 Smámynd: Heidi Strand

Hvað þarf til að opna augu þeirra sem enn ætlar að kjósa þetta aftur yfir okkur?????

Nýja logoið er snillð!

Heidi Strand, 9.4.2009 kl. 14:52

14 identicon

Lára Hanna, þú ert einfaldlega BEST. Skrifin þín eru á mannamáli og segja allt sem segja þarf. Þú ert sjálfri þér samkvæm. Vertu áfram þú sjálf. það væri betur að pólitíkusarnir hefðu eitthvert brot af  þinni réttlætiskennd og sjálfstæði.

Hann Geir Haarde hefur nú alltaf verið gunga í mínum augum og ekki bætir þetta úr. Aumingja vesalings mann ræfils druslan. Hann þykist greinilega vera voða góður karl núna. Ég vona að sem fæstir gleypi það. Svo kemur nýji formaðurinn,bláeygður og nýstokinn og veit bara ekkert hvert hann á að líta eða hvort hann er að koma eða fara, grey skinnið.

Þetta er ekki trúverðugur flokkur, nei ó nei.

Þetta Lógó er snilld

Ásta Steingerður Geirsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 16:52

15 identicon

Auðvitað ekki, við erum svo æðisleg hérna á Alþingi og flokkarnir okkar:

"Það er raunar ánægjulegt eins og þingmenn þekkja að alþjóðlegar kannanir, t.d. síðastliðin sex ár, hafa allar verið einróma um að spilling í stjórnmálalífi og innan stjórnkerfisins þrífist ekki á Íslandi." 

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde, í umræðum á Alþingi í desember 2006.

Við 2. umræðu sama máls sagði Kristinn H. Gunnarsson umhugsunarverðan hlut:

"Ég var staddur í Bretlandi á síðasta ári og fylgdist dálítið með þingkosningunum sem þar fóru fram. Maður varð ekki var við kosningaáróður t.d. í sjónvarpi eða útvarpi og sáralítið í blöðum. Þeir setja greinilega löggjöf um þetta og reka kosningabaráttuna þannig að menn geti ekki nýtt aðgengi að fjármagni til að styrkja stöðu sína umfram aðra sem hafa minna aðgengi að fjármagni. Mér finnst það að mörgu leyti eðlilegt sjónarmið að löggjöf takmarki möguleika flokka til að afla sér fylgis umfram aðra flokka í krafti mikils aðgengis að fjármagni. Það er sláandi að í þessu frumvarpi eru engar takmarkanir settar á möguleika flokkanna til að eyða eða stofna til útgjalda, það er algjört frelsi í þeim efnum. Það eru settar takmarkanir á útgjöld einstaklinga í prófkjörum en það eru ekki settar takmarkanir á útgjöld flokka í kosningum, sem mér finnst vera sami hluturinn og menn eigi að hafa með sambærilegum hætti."

Hér er svo dæmi um spontant samspil flokkanna á Alþingi og Ríkisútvarpsins þeirra:

http://www.borgarahreyfingin.is/2009/04/09/bref-til-utvarpsstjora-og-menntamalaraðherra/ 

Rómverji (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 18:18

16 identicon

Vil benda á að FL-Group varð ekki Baugsfyrirtæki fyrr en í des. 2007 - þ.e. ári eftir að styrkinn fræga, svo samspyrðingurinn við Baug passar ekki hér.

Hafa smá samhenig í hlutunum og meiri nákvæmni.  Hafa ber það sem sannara reynist, en ekki það sem betur hljómar.

Einar Þoleifsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 18:33

17 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þetta er nú meiri "hringa-vitleysan...." - "One RING to rule them ALL, one ring to bind them..!"  Í stað Saroman má setja inn Mammon - guð peninganna!  Já, það er rétt að margur verður af aurum api...!  Íslensk stjórnmál eru ekkert annað en "apaspil" og þessir apar vilja bannanna (pening) & ég held að nú sé komið í ljós að við búum í raun í "bannannalýðveldi...."

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 9.4.2009 kl. 19:34

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

einar ætti að skoða eignarhlutfallið þarna betur, svo getum við vel deilt um hvenær um er að ræða "Baugsfyrirtæki" eða ekki.

Magnús Geir Guðmundsson, 9.4.2009 kl. 21:08

19 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er kannski ekki skrýtið í þessu ljósi að forystumenn hvors um sig teldi það eðlilegt að gera Stjórnarráðið að koníaksstofu eins og frægt varð síðastliðið haust

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.4.2009 kl. 21:57

20 identicon

"XIV. kafli. Brot í opinberu starfi.
128. gr. Ef opinber starfsmaður heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns, þá skal hann sæta …1) fangelsi allt að 6 árum, eða sektum, ef málsbætur eru."

Þessi grein hegningarlaga var talin eiga við í máli smáþjófs úr Vestmannaeyjum sem gengdi opinberu embætti. Verður ekki að fara fram opinber rannsókn á "viðskiptum" Sjálfstæðisflokksins og FL-Group? Hljótum við ekki að treysta því að ríkislögreglustjóri láti til sín taka?

Rómverji (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:03

21 identicon

"Við höfum farið í okkar uppgjör á heiðarlegan og opinskáan hátt og við munum ganga hreint til verks,“ segir Þorgerður"

Tekið úr frétt á mbl.is http://mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/09/hvitthvegin_bleyjuborn/?ref=fphelst 

Ég er sammála henni í að Samfylkingin og Framsókn hafa hvítþvegið sig en er hún ekki að djóka með þetta?

Ef veruleikafyrringin inna flokksins er svona mikil þá er ekki skrítið að þeir haldi þessu fasta fylgi sínu.  Þetta fólk býr einfaldlega í annarri vídd.

Á maður svo að kaupa það að hún hafi ekkert vitað um þessa peninga!  MÆ ES!

Ég segi nú bara XO.

Kveðja, Erna Kristín.

Erna Kristín (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:40

22 Smámynd: Baldvin Jónsson

Rómverji, verðum við ekki að "treysta" því að ríkislögreglustjóri geri nákvæmlega ekkert í málinu?

Það hefur amk verið reynslan hingað til með svona mál.

Baldvin Jónsson, 10.4.2009 kl. 01:14

23 Smámynd: Sylvía

ef ég þekki sjálfstæðismenn rétt þá efa ég að þetta hafi nokkur áhrif á fylgið, þvi miður...

Sylvía , 10.4.2009 kl. 10:37

24 identicon

Ef þetta tíðkaðist í einum flokki, er örugglega margt hægt að finna hjá hinum stóru flokkunum líka. Þeir hjálpuðust jú allir að, að setja á 5% regluna til að halda öðrum framboðum úti og að skammta sjálfum sér ríkisstyrki.

Nú er ekkert sem heitir. Upp á borð með bókhald allra flokka fram fyrir kvóta gjafirnar og banka upptökuna. Þar byrjaði obbinn af spillingunni sem skattborgarar eiga að greiða í dag. Og þessir sömu stjórnmálamenn hafa ekki komið höndum yfir einn einasta krimma, eða kyrrsett eina einustu krónu. Meðan svo er liggja allir stóru flokkarnir undir grun. Og eru VG ekki undanskyldir.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband