Góð sambönd gulli betri

Þessi frásögn var í DV 25. febrúar 2006. Þarna eru saman komnir auðmenn, bankamenn, stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn. Nú sverja stjórnmálamennirnir af sér öll tengsl við bankana og fyrirtæki auðmanna, hversu trúlegt sem það er. En þeir mega eiga það, banka- og auðmennirnir að þeir virðast hafa undirbyggt fyrirætlanir sínar vel og gætt þess að eiga inni greiða hér og hvar.

Íslenskir milljarðamæringar í Soho - DV 25.2.06


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frábært dig.

Greinilega skemmtilegur félagsskapur.

Merkilegt samt að engin kona virðist hafa verið í hópnum, eða hvað ?

Svo segja menn að stjórnmál og viðskipti séu ekki trúarbrögð

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 20:29

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta eru einhverskonar fjármálamunkar. Sé að Bjarni Ben var í partýinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.4.2009 kl. 20:51

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

...og Villi borgarstjóri sem veit ekki neitt frekar en Bjarni. Þeir eru utan við sig þessir strákar. Var það ekki Villi sem týndi minnisblaðinu þegar það átti að einkavæða Orkuveituna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.4.2009 kl. 20:53

4 identicon

Bjarni Ben staðhæfði í fréttum stöðvar tvö að hann hefði aldrei hitt Hannes Smárason. Svona eru Sjálfstæðismenn heiðarlegir. Lára Hanna þú mættir alveg koma með eina grein sem segði frá því hvernig REI málið þróaðist, Sjálfstæðismenn eru núna að reyna halda því fram að þeir hafi stoppað söluna á REI. Þetta var hins vegar þannig að þegar allt fór upp í loft út af kaupréttartilboðunum þá vildu svo kallaðir sexmenningar ekki að REI og Orkuvetan væru saman í samstarfi og vildi þess frekar selja REI í heilu lagi til ayuðmanna. Framsóknarmaðurinn Björn Ingi sleyt  samstarfinu frekar heldur en að láta eftir sexmenningunum úr Sjálfstæðisflokknum. Núna segja Sjálfstæðismenn að það hafi verið þeir sem komu í veg fyrir að REI lennti í höndum auðmanna og þetta er ógeðsleg sögufölsun. Í fréttum sjónvarpsins í kvöld var sagt frá þessu og frá andsvari samfylkingarinnar, en það sem vantaði í fréttina var það að fréttamenn sjónvarpsins segðu frá því hvað væri rétt í þessu máli. Eftir situr að fullt af fólki er farið að trúa Sjálfstæðismönnum að það hafi verið þeir sem komu í veg fyrir að REI lennti í höndum auðmanna. Þeir eru að ljúga þessu núna svo ekki verði hægt að tengja REI og sjálfstæðisflokkinn saman í mútumáli. Það verður að stoppa þennan óheiðarleika, þetta gengur ekki lengur.

Valsól (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 21:57

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þakka þér fyrir þessa upprifjun, sérlega athyglisverð í ljósi ummæla Bjarna Ben um að hafa ekki hitt Hannes Smárason. Tek líka undir með Valsól, það má gjarnan rifja upp REI málið.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 12.4.2009 kl. 22:02

6 Smámynd: ThoR-E

Nei nei ... og Bjarni Ben á svæðinu .. núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins ... sem sagðist engan útrásarvíking hafa séð ...

Þvílíkur lygalaupur ... ætlar einhver að kjósa þennan flokk???

ThoR-E, 12.4.2009 kl. 22:19

7 identicon

Nú fer um Sjálfstæðisflokkinn og Hannes Smárson. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri er að brýna kutana. Hlýtur að vera.

Eitt má Sjálfstæðisflokkurinn eiga. Hann hefur tryggt að í íslenskri stjórnsýslu er valinn maður í hverju rúmi. Kemur sér vel þegar á bjátar. 

Rómverji (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 22:41

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Herbert... þetta kemur mér ekkert í opna skjöldu. Ég er bara að minna á... 

Valsól... næsti pistill á leiðinni. Hafðu opin augun...

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.4.2009 kl. 22:44

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

heh, einhvern veginn skýtur þetta pínu á liðið sem segir Baug vera Samfylkingarmegin.  Eða hvað?  Man einhver eftir því að Jói í Bónus hefur alla tíð (?) verið flokksbundinn Sjálfstæðismaður, þó hann hafi átt í útistöðum við forystu flokksins? 

NB, ég er ekki fylgjandi Samfó...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.4.2009 kl. 23:07

10 identicon

Takk takk takk,við Gunna þurfum á þér og Agli að halda svo plís ekki fá þér brimbretti og far með ÖLDUNNI .Jón

'Arni H Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 23:51

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Enn og aftur takk

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 13.4.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband