Ragnheiður Elín og "elsta atvinnugreinin"

Eins og fram kom á kosningafundi RÚV á Suðurlandi í gærkvöldi var sjálfstæðiskonan Ragnheiður Elín Árnadóttir ekki sátt við vændisfrumvarpið og sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Þótt hún hafi sagt að hún væri ekki sérstakur talsmaður vændiskvenna gæti hún kannski fundið leið til atvinnusköpunar og "skapað störf" á þessum vettvangi fyrst hún lítur á vændi sem atvinnugrein. Ætli fólk kjósi með góðri samvisku frambjóðendur sem eru svona þenkjandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.4.2009 kl. 21:14

2 identicon

Hefur þú fundið eitthvað af viti sem þessi kona hefur sagt frá því hún komst á launaskrá hjá okkur ?

JR (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 21:28

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, ekki ennþá, JR. Ég held áfram að leita... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.4.2009 kl. 21:30

4 identicon

Þegar ég hlustaði á þessa konu þarna, Ragnheiði Elínu, í gær varð mér illt.

Ætli hún sé spennt fyrir að mennta sín börn til að starfa í þessari "atvinnugrein " eins og hún orðaði svo smekklega í framtíðinni? 

Líklega ekki.  Þetta er líklega ágætt fyrir hina....

Ásta B (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 21:40

5 identicon

Sumstaðar eru konur í þessari atvinnugrein með sitt eigið verkalýðsfélag. Ég hef heyrt heyrt talað um þetta sem elstu atvinnugrein sögunnar, ekkert nýtt sem kom frá Ragnheiði. Hvernig væri að hlusta á rökin hennar fyrir því að vera á móti þessu frumvarpi? Hvernig stendur á því að flestar fræslurnar á þessu bloggi þínu snúast um Sjálfstæðisflokkinn? Ert gjörsamlega með hann á heilanum? Þakka þér fyrir að sannfæra mig um að kjósa XD. Ég ætlaði að skila auðu en hef nú ákveðið að kjósa Sjálfstæðisflokkinn til að styðja hann gegn þessu ótrúlega einelti sem hann er lagði í. Sjálfstæðisflokkurinn getur þakkað þér fyrir mitt atkvæði.

Hlynur (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:33

6 identicon

Hlynur

Hvernig er að hafa ekki sjálfstæðan vilja? Kýst flokk því þér finnst hann vera lagður í einelti. Makalaust hvernig er að fara fyrir þessari þjóð.

Förum yfir rök Ragnheiðar. Hún heldur að þetta fari í undirheima fyrir vikið. Já auðvitað!!! Eigum við að leyfa dóp svo það sé ekki undirheimunum?  Þetta er það fáfróðasta sem ég hef heyrt. Hennar hlutskipti á Alþingi er að setja lög. Lög sem hún telur rétt og skv. samvisku sinni. Framkvæmdarvaldið sér um að fylgja þeim og passa að það farið ekki í undirheimana. Þetta er dæmigerður hræðsluáróður af hálfu sjálfstæðisflokknum og ég er ekki bara að leggja hann í svokallað einelti heldur alla fjórflokkana ef því er að skipta!

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:43

7 identicon

ég er að velta því fyrir sér hvernig Ragnheiði Elínu og öðrum sjálfstæðismönnum líður núna eftir að hafa horft á íslensku myndina frá Kambódíu, er hjarta þeirra gegnfrosið?  Hvernig stendur á því að einn ákveðinn stjórnmálaflokkur geti tekið svona einarða afstöðu gegn því að banna kaup á vændi. Er einhver styrktaraðili flokksins sem á hagsmuna að gæta? Rekur hann búllu í Kópavogi?

jonbjorn (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:53

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æ, hvað það gleður mig að þú skulir ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Hlynur. Hann fær örugglega nokkur slík samúðaratkvæði frá fólki sem skilur ekki rökstudda gagnrýni og - eins og Jóhann Gunnar segir - hefur ekki sjálfstæðan vilja.

En ef þú heldur að bloggið mitt snúist allt um Sjálfstæðisflokkinn ferðu villur vega og hefur ekki lesið mikið af því. En það er þitt mál. Kannski hefurðu lítinn tíma - þetta er yfirgripsmikið blogg og örugglega mjög tímafrekt að fara í gegnum það allt saman. Tekur sjálfsagt nokkra daga.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.4.2009 kl. 23:33

9 identicon

Þakka þér fyrir þessi fróðlegu skrif þar sem þú tengir saman hlutina og setur þá í samhengi. Meðvirkni og Stokkhólms syndróm eru hættulegir "sjúkdómar" sem erfitt er að uppræta, fórnalömbin velja kvalarann.

Ég vil ekki sjá fólk inni á þingi sem gerir hugsunarlaust það sem FLOKKURINN segir - þingmenn verða að hafa eigin rök og sannfæringu - og það sannaði konan að það hafa þingmenn sjálfstæðisflokks ekki.

Var að ljúka við að lesa bók Evu Joly og þrátt fyrir allt vill hún meina að spiltur heimur eigi von, en bara ef spillingin fær ekki að rótfestast

Þess vegna kýs ég sitjandi stjórn sem er 50% óspillt örugglega - og líklega a.m.k. 75% og 75% ekki spilling er nóg fyrir mig á móti 100% spillingu Sjálfstæðisflokksins sem vill handstýrðan markað eins og er að koma upp núna - markaðurinn var aldrei frjáls honum var handstýrt með kúlulánum til hlutabréfakaupa sem handstýrðu svo verði á hlutabréfum SVEI

Nei ég vil gefa því sjéns að vinstri flokkunum takist að "uppræta" þetta og að við getum aftur verið stolt þjóð!

kveðja

Regína

Regína Eiriksdottir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 10:23

10 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Frábær framtíð: Karlarnir vinna í álverum og konurnar í vændi.

Sigurður Haukur Gíslason, 22.4.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband