Hugleiðingar heiðursfólks

Páll Skúlason og Vigdís Finnbogadóttir voru gestirVigdís Finnbogadóttir Hjálmars Sveinssonar í Páll SkúlasonKrossgötum í dag. Þennan þátt þurfa allir að hlusta á - og það vandlega. Þau koma víða við - ræða t.d. um skort á almennilegri rökræðu á Íslandi og rökræðuhefð. Þau koma inn á hræðslu við að ástunda og tjá gagnrýna hugsun og hið hættulega vald pólitíkurinnar. Þau tala líka um þátt fjölmiðla í umræðunni og ótalmargt fleira.

"Þurfum við á hugtakinu þjóð að halda?" spyr Hjálmar. Hlustið á svarið. Hlustið á Pál, Vigdísi og Hjálmar. Frábær þáttur.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Vigdís rockar!

Sporðdrekinn, 25.4.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Páll er líka góður. Verulega fersk umræða og mætti vera meira af slíku!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.4.2009 kl. 18:27

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mjög gott viðtal og gaman að heyra þau Vigdís, Pál og Hjálmar í samræðu.

Gagnrýnin hugsun er einmitt hugtak sem ég hef starfað við og stúderað sérstaklega út frá kennslufræði síðustu fimmtán ár, og er ég alveg sammála Páli að við þurfum á gagnrýnni hugsun að halda, og að hana þurfi að rækta með skólakerfinu.

Einnig get ég bætt við að sum blogg, eins og til dæmis þitt Lára Hanna, er afar mikilvægt til að innleiða gagnrýna hugsun í íslenskt samfélag.

Þegar bloggið hefur opið fyrir athugasemdir, og athugasemdirnar rökræða frekar en kappræða, þá erum við á leið í rétta átt.

Það er líka gaman að heyra hvað Vigdís er vel með á nótunum og lífleg í samræðunni.

Hrannar Baldursson, 25.4.2009 kl. 18:52

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Alltaf bjargar þú manni Lára. Ég missti af þessum þætti en fæ hann nú hjá þér.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.4.2009 kl. 18:54

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rauðu khmerarnir hefðu komið þessu snobbliði í vinnu á landsbyggðinni!

Þorsteinn Briem, 25.4.2009 kl. 20:38

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Það er hvorki minni né meirimáttarkennd sem þjakar mig nú, þegar ég segi að fyrrverandi forseti vor;  talaði út úr mínu hjarta, algjörlega. 

Gaman og róandi að hlusta á vitra og víðsýna Íslendinga rabba.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.4.2009 kl. 20:38

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það var gaman að hitta þig í kvöld.    Byltingin hefur greinilega skilað sér í kjörklefunum..  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.4.2009 kl. 02:10

8 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Það sárvantar þessar raddir - raddir þroskaðs fólks sem er ekki með hausinn ofan í dægurþrasinu. Raddir fólks sem getur lyft andanum.

Halldóra Halldórsdóttir, 26.4.2009 kl. 14:07

9 identicon

Það þyrfti að láta svona fólk vera með sinn eigin sjónvarpsþátt; svipað og spekingar spjalla.

Þar sem hægt er að krifja ýmis mál til mergjar í ró og næði og með mynd-skýringum.

Koma umræðunni upp á hærra plan.

Páll segir að það hafi aldrei nein góð rökræðu-hefð á Íslandi; en einhverntíma er allt fyrst og af hverju ekki að byrja; með einhverjum hætti?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 19:27

10 identicon

Spurt er hvort við þurfum á hugtakinu þjóð að halda?

Það hlýtur að fara eftir samhenginu?

Getur ekki smá samkeppni verið af hinu góða á öllum sviðum?

Myndum við ekki vilja eiga heimsmeistara í skák?

Hvernig væri umhorfs á Ólympiu-leikunum ef allar þjóðir heims kepptu undir sama fánanum?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband