29.4.2009
Fagmenn og fúskarar
Þessi auglýsing er með því ógeðfelldasta sem ég hef séð og sést þó margt ósmekklegt á vettvangi auglýsinganna. Og hvað er svo verið að auglýsa? Jú... faglærða iðnaðarmenn. Smiði, pípara, rafvirkja og aðra fagmenn í iðngreinum. Ef enginn væri textinn væri ekki mögulegt að giska á það. Ekki séns. Mér varð bumbult þegar ég sá þetta og vonandi birtist þessi "auglýsing" aldrei nokkurs staðar aftur.
Viðbót: Var að sjá þetta á Eyjunni.
Athugasemdir
Já, hún er afar ljót. Samt ertu að birta hana svo fleiri geti barið hana augum!
Björn Birgisson, 29.4.2009 kl. 13:08
Ég er mest hissa hversu fáir hafa haft á orði hugmyndafræðina að baki auglýsingunni.
Samtök iðnaðarins eru að leggja það að jöfnu að fara í fóstureyðingu og láta skipta um bremsuklossa í bílnum. Auglýsingin/myndin sjálf er viðbjóðslega ljót - en þar fyrir utan - hvað eru menn eiginlega að pæla á auglýsingastofunni og SI ?
Að fóstureyðingar séu einhverskonar sjálfsagt „viðhald” á líkama konu ?
Lana Kolbrún Eddudóttir, 29.4.2009 kl. 13:56
Já, er ekki óþarfi að þú sért að birta þennan viðbjóð líka?
Þetta er alger bilun, ekkert minna. Að svona skuli hafa farið í gegnum fjölda starfsmanna og enginn segir neitt...!
Annars athyglisvert að yfirmaður samskiptamála, sem hefur væntanlega haft umsjón með þessu, er kona! ja hérna...
Evreka (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 14:12
Þetta var einmitt það sem sló mig upphaflega, Lana Kolbrún, þótt ég hafi ekki haft orð á því. Óhugnanlega nöturleg hugsun.
Björn... ég birti auglýsinguna auðvitað til að sýna hvað við er átt. Það væri marklaust að gagnrýna hana án þess að sjá hana.
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.4.2009 kl. 14:17
Ég ætla svo sem ekki að verja hugmyndafræði þessarar auglýsingar en bíðum nú aðeins við. Sýnir myndin ætlaða fóstureyðingu?? Ég get ekki sagt með vissu að þetta séu kvenmannsleggir sem þarna eru. Hvað þá að þetta sé ófrísk kona. Mér datt fyrst í hug að þarna ætti að gera að gyllinæð eða ófrjósemisaðgerð á karlmanni...! Það að auglýsingin fái mann til að staðhæfa að SI leggi bremsuklossaskipti og fóstureyðingu að jöfnu er örugglega merkileg fyrir markaðsfræðinga og etv fleiri.
Oullies (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 14:34
gott eða vont læt það lyggja milli hluta en allt kerfið og elíturnar hafa falið þaggað niður og horft framhjá læknamistökum ( kann ótal sögur af slíku ) en það má tala um skökk hús bilaða bíla og vitlaust tengda krana.
þið kaupið ekki nýtt líf
Tryggvi (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 14:38
Thu ert samt ekki osattari en svo ad thu birtir auglysinguna sjalf.
Sonja (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:24
Ég var líka skömmuð fyrir að birta auglýsinguna.
Hvernig á fólk að vita hvað er verið að gagnrýna án þess að sjá það?
Það eru ekki allir sem lesa Fréttablaðið.
Svo er hollt að sjá svona frábært dæmi um kvenfyrirlitninguna sem stundum birtist svona líka myndrænt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2009 kl. 16:52
Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég opnaði Fréttablaðið í morgun. Trúði þessu varla fyrr en ég heyrði fréttir í hádeginu og fattaði að fleiri voru að pæla í þessu. Þetta er óhugnarlegt og ég vona að svona lagað sjáist aldrei aftur.
Hvaða auglýsingastofa var þetta?
Alda Sigmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 22:14
Iðnaðarmönnum er líka mjög misboðið með þessari auglýsingu ekki síður en konum og heilbrigðisstarfsmönnum. Hvaða mynd er verið að draga upp af þeim? Það er verið að koma óorði á þá.
Hvaða auglýsingastofa vann þessa auglýsingu? Hún á líka að biðja afsökunar á dómgreindarleysinu.
Þórunn (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 22:44
Einhvers staðar las ég að auglýsingastofan Hvíta húsið hafi gert þessa auglýsingu.
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.4.2009 kl. 22:51
Ég er algerlega á sama máli og Lana Kolbrún og Jenný Anna og Þórunn. Þetta er hámark í fyrirlitningu og ljótleika. Einhver bilun bara.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2009 kl. 00:58
Get nú ekki séð að iðnaðarmönnum ætti að vera misboðið eins og Þórunn segir hér að ofan. Það er einmitt verið að verja þeirra heiður. Fúskarar ættu kannski að vera fúlir.
Annars sýnist mér að æsingurinn sé helst til mikill í kringum þetta. Búið að draga allskonar ályktanir. Hitt er að það er kannski ekki líku jafnað hér saman, læknum og iðnaðarmönnum. Nema hvað, stundum liggur lífið við að bremsurnar virki og þá er betra að fá fagmann í málið... annars þarf maður að leita til læknis! :)
Óli Ágúst (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:56
Jú, Óli Ágúst.
Framsetning auglýsingarinnar er þannig að hún særir velsæmiskennd fólks. Þarna er kona sem er að fara í fóstureyðingu, algjörlega berskjölduð. Er til sárari reynsla? Hvers konar samhengi er þetta eiginlega?
Ég er búin að vera að reyna að átta mig á þessu.
Fagmenntaðir iðnaðarmenn hafa mjög átt undir högg að sækja á Íslandi síðast liðin ár. Það hefur flætt yfir vinnumarkaðinn vinnuafl frá útlöndum. Mikill hluti þessa fólks hefur ekki haft starfsréttindi sem iðnaðarmenn en þrátt fyrir það unnið hér sem fullgildir fagaðilar. Yfirvöld hafa hunsað eftirlitsskyldu sína og látið þetta viðgangast. Sama má segja um stéttafélög byggingariðnaðarmanna. Mér sýnist líka augljóst að stéttafélög byggingaiðnaðarmanna hafa líka brugðist og ekki varið starfsréttindi sinna félagsmanna.
Þetta hefur leitt til þess að sjálfsmynd þessara mann hefur verið dregin niður í svaðið og það er akkurat líka þar sem þessi auglýsing er.
Hefur einhver heyrt mótmæli frá stéttarfélögum iðnaðarmanna vegna auglýsingarinnar? Hvað eru þeir að hugsa, ætla þeir að sofa áfram á verðinum. Stór hluti þeirrra sem eru atvinnulausir eru einmitt iðnaðarmenn.
Sjálf er ég starfandi í heilbrigðisstétt, gift atvinnulausum iðnaðarmanni. Ég móðgast meira fyrir hönd mannsins míns en sjálfrar mín v. þessarar auglýsingar, framsetningin er slík. Hann og fyrrverandi starfsfélagar hans eru líka mjög sárir.
Það er búið að misbjóða þeim árum saman, en að setja það í þetta samhengi nær ekki nokkuri átt.
Þórunn (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 20:59
Margir að tjá sig hér. Gott að vita af meðvituðum samlöndum. Fúsk? Er það annars ekki mest í pólitíkinni? Miklu meira en í auglýsingabransanum, þar sem menn keppast við að vera frumlegir - með þessum líka árangrinum.
Dómstóll götunnar, bloggið, hefur skotið þessa andstyggilegu auglýsingu á kaf.
Næsta mál á dagskrá:
Hvernig vill dómstóll götunnar taka á þeim fámenna hópi manna sem setti Ísland á hausinn?
Björn Birgisson, 30.4.2009 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.