1.5.2009
Fleipur, firrur og fjarstæður um ESB
Í þessum pistli auglýsti ég eftir vitrænum, upplýstum umræðum um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Allt of margt sem sagt er um aðild Íslands að ESB hefur einkennst af fleipri og fjarstæðum. Í Fréttablaðinu í dag er grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson þar sem hann svarar ellefu atriðum sem hann kallar firrur. Á bloggi Egils Helga er líka birt grein eftir Jón Baldvin undir yfirskriftinni Eiga kvótaeigendur að hafa sjálfdæmi um framtíð Íslands?
Ég klippti grein Jóns Baldvins til í læsilegri útgáfu (finnst mér) og bendi að auki á bloggsíðu Baldurs McQueen, sem hefur fjallað talsvert og af mikilli skynsemi um ESB-aðild Íslands. Nokkuð var komið inn á ESB og Evru í umræðunum hér. Svo set ég aftur inn þátt Lóu Pind um ESB eða ekki ESB sem ég birti í áðurnefndum pistli.
Ísland í dag 8. apríl 2009 - Lóa Pind Aldísardóttir - ESB eða ekki ESB
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Leyfi mér að benda á grein Hjörleifs Guttormssonar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.5.2009 kl. 15:23
Vil byðja ykkur að lesa það sem Baldur MacQueen segir á vefsíðu sinn varðandi þetta mál !
Hættið að hafa þetta sem trúarbrögð !
JR (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 15:52
1. Fakkland bað í gær um leyfi til þess að loka landamærum sínum vegna Svínaflensunnar en var synjað um það (of hörð viðbrögð að mínu mati en skiptir ekki máli í þessu ákveðna samhengi). Á sama tíma afsakar Sarkozy sig gagnvart óánægðum fiskimönnum á þeim forsendum að hann ráði ekki nægilega miklu um málefni þeirra þar sem valdið sé í Brussel.
Auðvitað felur aðild að ESB í sér fullveldisskerðingu í öllum hefðbundnum skilningi þess orðs enda þyrfti ekki stjórnarskrárbreytingu til þess að ganga í ESB ef svo væri ekki.
Um hlutdeildina í annarra fullveldi má deila. Ef Malta og Þýskaland deila með sér fullveldi og atkvæðavægið fer eftir fólksfjölda þá hlýtur maður að spyrja sig hvort þau séu í raun að eignast hlutdeild í fullveldi hvors annars.
2. Tími hlýtur að skipta máli ef menn ætla að tala fyrir inngöngu fram sem bráðaaðgerð.
Ég tel að þær forsendur eigi alls ekki heima í þessari umræðu yfirleitt þar sem um ákvörðun til frambúðar er að ræða.
3. Líklega staðreyndavilla hjá JBH. Það stendur a.m.k ekkert um landbúnað í sjálfum aðildarsamningum Svía og Finna. Þyrfti að fá einhvern sérfræðing til þess að taka það út nákvæmlega hvar hinir ýmsu fylgipappírar standa réttarfarslega.
4. Þeir stela ekki af okkur auðlindunum. Hinsvegar erum við ólík ESB ríkjum að því leitinu að við eigum mjög mikið undir náttúruauðlindum og að sú mikilvægasta fellur undir sameiginlega stefnu.
5. Endanleg yfirráð yfir fiskimiðunum verða í Brussel. Það kemur skýrt fram í Lissabonsáttmálanum. Dagleg stjórn verður hinsvegar í Reykjavík.
Til skamms tíma litið merkir þetta ekki mikið í praxis að því frátöldu að ekki yrði lengur heimilt að banna útlendingum að eiga kvóta. Þetta opnar á kvótahopp sem er vandamál innan ESB (kemur skýrt fram í Grænbókinni fra22. apríl s.l.).
Bretar hafa ströngustu reglurnar til varnar kvótahoppi sem staðist hafa fyrir Evrópudómstólnum en missa töluvert mikinn afla úr landi og atvinnuna með.
Bendi einnig á að reglan um hlutfallslegan stöðugleika er ekki bundin í stofnsáttmála heldur einungis samkomulag sem breyta má án einróma samþykkis. Ólíklegt að þetta gerist á næstunni en engu að síður hægt.
6. Þarna teygir JBH staðreyndir. Ýmislegt í sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni nær til allra fiskveiða. Bendi á nýleg ummæli Joe Borg sjávarútvegsstjóra og Olli Rehn stækkunarstjóra í þessu samhengi. Sérlausnir fyrir Ísland þyrftu að rúmast innan sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar.
7. Pass. Veit ekkert um landbúnaðarmál.
8. Evrópusambandið býr við lýðræðishalla, það viðurkenna forkólfar þess fúslega sjálfir. Framkvæmdastjórnin er ekki kosin og ber ekki lýðræðislega ábyrgð gagnvart neinum. Evrópuþingið er kosið en er vanmáttugt, getur ekki haft frumkvæði að lagasetningu í meiriháttar málaflokkum og hefur litla eftirlitsgetu.
Lönd í A-Evrópu hafa vissulega leitað eftir aðild að ESB til þess að festa sig í sessi sem vestræn lýðræðisríki líkt og Spánn og Grikkland. Það hlýtur hinsvegar að vera álitamál að hversu miklu leiti beri að þakka ESB þær lýðræðisumbætur sem þessar þjóðir hafa gert heima hjá sér.
Eins er erfitt að sjá hvernig þetta eigi við í tilfelli Íslands. Landið er rótgróið lýðræðisríki og mjög stjórnafarið lýðræðislegt í samanburði við það sem áður tíðkaðist í þessum löndum. Klíkuskapur og spilling er hinsvegar verlegt vandamál en ég á erfitt með að sjá að ESB myndi gagnast mikið í þeim málum, sbr. t.d Sikiley og Búlgaríu sem eru innan landamæra ESB. Við erum líklega búin að taka upp flest það regluverk sem helst gagnast gegn spillingu nú þegar í gegn um EES.
9. Ísland yrði tæpast einrátt í sambandinu en ætti mikla hagsmuni undir ákvörðunum sem yrðu teknar í Brussel. Erfitt að ræða þetta á almennum nótum heldur þyrfti frekar að skoða dæmi.
10. Ábyrgðir Íslands hvað varðaði Icesave voru ekki beinlínis skýrar en skattgreiðendur þvingaðir til að axla þær samt sem áður. Það að brekir og hollenskir sparifjáreigendur séu líka fórnarlömb breytir því ekki.
11. Það er fullt af fólki óánægt með ESB af ýmsum ástæðum, líkt og fólk er óánægt með ástandið í sínu þjóðríki. Munurinn er sá að möguleikarnir á að hafa áhrfi með lýðræðislegum aðferðum eru minni þegar mál eru komin á forræði ESB.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 16:02
Hjörleifur er haldinn svo mikilli ESB fælni að engin meðferðarúrræði eru til staðar. Ofsakvíði eru höfuðeinkennin.
Finnur Bárðarson, 1.5.2009 kl. 16:42
Siggi. Hjörleifur segir „Við blasir að forræði aðildarríkja ESB yfir náttúruauðlindum tapast eða er stefnt í tvísýnu með aðild þeirra að sambandinu.“
Aldeilis rakalaus málflutningur. sem dæmi ráða bretar sínum olíulindum sjálfir.
Hjörleifur segir einnig „Atvinnuleysistig hefur verið hátt innan Evrópusambandsins sögulega séð, þó misjafnt eftir löndum. Um skeið tókst að ná því niður í 6-7% að meðaltali en síðustu tvö árin hefur það vaxið til muna og er nú að meðaltali 8% í aðildarríkjunum. Verst er ástandið á Spáni með 15.5% atvinnuleysi (mars 2009), í Lettlandi og Litáen um og yfir 14% og á Írlandi 10%. Í Þýskalandi er atvinnuleysi nú 8,6%, tvöfalt meira í landinu austanverðu en í vesturhlutanum.
Alvarlegast er atvinnuleysið hjá ungu fólki á aldrinum 15–24 ára og nemur nú að meðaltali 17,5% á öllu ESB-svæðinu. Verst er ástandið hjá þessum aldurshópi á Spáni um 32%, í Svíþjóð 24% og í Ungverjalandi 22% svo dæmi séu nefnd.“
Ekkert samræmi í tölunum. 8,6% í Þýskalandi og 32% á Spáni. Hvað með löndin sem hann nefnir ekki og hve há er íslenska prósentan? yfir 10% og þó erum við ekki í ESB.
þetta er bara röfl í manninum. maðurinn er fastur í skotgröfinni sinni.
Brjánn Guðjónsson, 1.5.2009 kl. 17:00
hví er meira atvinnuleysi á Íslandi en í þýskalandi, sem er í ESB? það þýðir ekki að draga afstöðu út frá stöðu himintunglanna.
Brjánn Guðjónsson, 1.5.2009 kl. 17:04
Brjánn: Óvenju hátt og viðvarandi atvinnuleysisstig hjá löndum sem eru um margt ólík að öðru leiti en því að þau eru í ESB hlýtur að vekja spurningar.
Annars hefur ESB ekki endanlegt forræði í orkumálum og því ekki við því að búast að sambandið sé að skipta sér af olíulindum Breta. Með gildistöku Lissabonsáttmálans eflist vald Brussel í hinsvegar þeim málaflokki og aldrei að vita hvar þeirri þróun líkur. Samningurinn er mjög opinn hvað það varðar.
Hinsvegar er engum blöðum um það að fletta að ESB er með fiskveiðistefnu og fer með endanlegt foræði í sjávarútvegsmálum aðildarríkja.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 17:12
Ég hreinlega skil ekki þessa ESB umræðu nú hjá þjóðinni. Nær væri að eyða kröftum okkar í að reisa við landið og koma okkur í gang. Að eyða púðri í einhverja ESB umræðu, þegar allt er að fara til fjandans hjá fólki og fyrirtækjum. Ekki aðeins hjá okku hérna á Íslandi, heldur einning hjá ríkjum innan ESB.
Ég held að þegar við erum búin að koma okkur þannig á strik, að við verðum "tæk" í Evrópusambandið eftir nokkur ár, þá verði ekkert samband eftir til að ganga inn í. Ástandið hjá ESB ríkjunum er orðið það slæmt að það er byrjað að hrikta í samstarfinu. Ítalir eru byrjaðir að hóta að ganga úr myntbandalaginu vegna þess að EVRAN hefur leikið þá svo grátt. Sama má segja um Grikkland, Lettland, Spán, Írland og jafn Þýskaland sem var neydd inn í Evrusambandið af Frökkumm.
Fréttir berast af því að samdráttur í Þýskalandi verði á mill 6-8% næstu 2 árin og sömu sögu er að segja um öll stóru lönd sambandsins. Þess vegna held ég að við höfum ekkert þarna inn að gera á þessum tímapunkti og nær væri fyrir Jón Baldur Hannibalsson og hans liðsmenn, leggi orku sína í því að koma með hugmyndir til reisa við íslenskan efnahag og einhverjar hugmyndir gegn skörpum niðurskurði í samfélagsþjónustunni.
Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 17:27
Brjánn, hvers vegna hefur verið viðvarandi fjöldaatvinnuleysi í Þýzkalandi og víðar innan Evrópusambandsins á undanförnum árum, 7-10% en ekki á Íslandi?
Hjörtur J. Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 17:50
Eggert það væri gaman að þið sem viljið eyða umræðu um ESB segið "Nær væri að eyða kröftum okkar í að reisa við landið og koma okkur í gang." Hvað eigum við að gera til þess? Hvernig eigum við að rífa landið upp? ´Nú þá segja menn jú " lækka vexti og gjaldeyrishöft" Gera menn sér grein fyrir hvað það þýðir ef að enginn erlendur banki hefur trú á krónunni? Þetta mundi þýða að við mundum eyða öllum lánum sem við getum fengið frá AGS og vinaþjóðum í að greiða fyrir innflutning og af lánum bankanna. Það mundi þýða að allur gjaldeyrisforðinn yrði búinn eftir kannski 2 ár. Og við fengjum engin lán í staðinn nema á ofurvöxtum.
Svo segja menn:" þá á ekki að kenna krónunni um. Hún sé aðeins mælikvarði á efnahagstöðu okkar" Hvaða erlendu aðila halda menn að hægt væri að plata til að skipta í Íslenskum krónum á næstu árum þegar ljóst er að Ísland skuldi á bilinu 500 til 1200 milljarða.? Halda menn að erlendir aðilar fái trú á Íslensku efnahagslífi ef menn halda áfram að segja að hér verði að styrkja krónuna en gleyma alveg að segja afhverju?
Það er einmitt það sem menn sem vilja aðildaviðræður við ESB eru að segja!:
Það sem esb sinnar vilja er að farið sé í viðræður og niðurstöður lagðar fyrir þjóðina.
Ég auglýsi eftir öðrum raunhæfum tillögum sem koma okkur út úr þessari kreppu. Minni á að allar þjóðir í Evrópu sem hafa lent í lægð eða kreppu hafa sótt um ESB. Meira að segja Noregur þó að þjóðin hafi hafnað samningi sem þeir komu með heim.
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.5.2009 kl. 18:00
Brjánn og aðrir: Ég var bara að benda á grein Hjörleifs en ekki gera skoðanir hans endilega að mínum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.5.2009 kl. 18:09
Magnús: Það er einmitt þetta sem er einkennandi fyrir þessa umræðu. Engin punktur á listanum þínum nema e.t.v sá fjórði og sá síðasti hafa gildi án frekar rökstuðnings eða útskýringa.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 18:09
Ég las annars grein Jóns Baldvins í morgun og í stuttu máli sagt er hún brosleg. Á maðurinn ekki að vita eitthvað um Evrópumálin?? Ef við skoðum bara fyrsta atriðið sem hann nefnir:
Rök Jóns Baldvins fyrir því að ríki Evrópusambandsins séu fullvalda eru þau að annars hefðu Eystrasaltslöndin varla gengið þar inn. Þau hafi gert það til þess að styrkja sjálfstæði sitt eftir að þau losnuðu undan oki Sovétríkjanna. Hvar hefur komið fram að það hafi verið ástæða almennings í þessum ríkjum? Svarið er hvergi þó einhverjir pólitíkusar kunni að hafa sagt eitthvað í þá veru.
Síðan spyr Jón hvort einhverjum detti í hug að t.d. Svíþjóð og Danmörk séu ekki sjálfstæð. Okkur er tamt að hugsa sem svo en það er ekki náttúrulögmál. Það er t.d. stutt síðan leiðari sænska dagblaðsins Göteborgs Posten hvatti Svía til þess að kjósa í kosningunum til Evrópusambandsþingsins 4. júní nk. og ein helztu rökin fyrir því voru þau að það þing hefði svo miklu meira um fjölmörg sænsk málefni að gera en sjálft sænska þingið. Og hvað hafa Svíar marga fulltrúa á Evrópusambandsþinginu? 19 af 785.
Það er sömuleiðis fáein ár síðan danska þingið lét gera ítarlega rannsókn fyrir sig á stöðu þess eftir inngönguna í Evrópusambandið og niðurstaðan var m.a. sú að fullveldi þingsins hefði verið settar þröngar skorður vegna veru Danmerkur í sambandinu.
Raunveruleikinn er sá að ef ríki Evrópusambandsins væru í reynd sjálfstæð væru stofnanir þess nær valdalausar. Þvert á móti eru hafa þessar stofnanir, sem flestar eru sjálfstæðar gagnvart ríkjum sambandsins, gríðarleg völd yfir málefnum ríkjanna. Það er hreinlega leitun að málaflokki innan þeirra í dag sem Evrópusambandið hefur ekki meiri eða minni yfirráð yfir og þeim fækkar stöðugt.
Það er annars fyndið að sjá Jón hallmæla EES-samningnum fyrir að vera fullveldisskerðandi, hann sem telur samninginn gjarnan vera sitt helzta afrek og sagði hann allt fyrir ekkert á sínum tíma. Ekkert? Þess utan hefur það verið hrakið að 2/3 hlutar regluverks Evrópusambandsins hafi fallið undir samninginn m.a. í úttekt skrifstofu EFTA í Brussel 2005. Auk þess sem eitthvert svona hlutfall segir ekkert um vægi einstakra lagagerða. Það af regluverki sambandsins sem heyrir ekki undir EES er ekkert lítið, t.d. tollamál, utanríkismál, milliríkjaviðskipti (t.d. gerð fríverzlunarsamninga og samninga um fiskveiðar), varnarmál, landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál svo aðeins nokkuð af því helzta sé nefnt til sögunnar.
Þetta veit Jón Baldvin auðvitað en það hentar honum hins vegar ekki pólitískt að viðurkenna það.
Hjörtur J. Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 18:10
Hjörtur J Guðmundsson hefur þú farið til Brussel og rætt við einhverja hjá ESB? Hefur þú verið utanríkisráðherra og staðið í samningum m.a. við ESB? Held að það hjápi engum að vera með svona röksemdir! Jón Baldvin er einn reynslu mesti Íslendingur sem við eigum varðandi samskipti við ESB og í öllum atriðum ber honum samnan við þá fræðimenn sem hafa sérhæft sig í Evrópumálum.
Maður þarf ekki endilega að vera sammála honum en óþarfi að vera að mikla sig á hans kosnað. Held að menn hafi ekki efni á því.
Varðandi EES samninginn þá er almennt rætt um að við höfum fengið mun meira tillit tekið til okkar en nokkrun tíma stóð til og meira en nokkur önnur þjóð.
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.5.2009 kl. 19:00
Auðvitað förum við núna i aðildarviðræður. Þ.e ef skynsemin á að ráða.
Málfluntningur And-Sinna er broslegur og fullyrðingar þeirra og heimsendaspár standast ekki lágmarks skoðun. Löngu búið að marghrekja firrurnar úr þeim til Sumarhúsanna uppá Heiðinni. Margbúið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.5.2009 kl. 19:07
Flott framlag hjá þér, ekki það fyrsta.
Það eru örfáir menn sem hægt er að fræðast af á "vitrænan hátt" um ESB og er Jón Baldvin einn af þeim.
Það eru hins vegar til "slatti" af mönnum sem vísvitandi skrumskæla ESB aðild og þeir verða alltaf til. Við verðum að umbera þannig fólk, enda fækkar þeim strax eftir inngöngu.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 20:22
Hvernig hefur okkur gengið, Íslendingum, hingað til að vera sjálfstæðir? Væri nokkuð vitlaust að prófa það um hríð að vera ósjálfstæðir í ljósi þess sem á undan er gengið?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.5.2009 kl. 21:39
Það fer eftir afstöðu manna til ESB hvað þeir kalla firrur og fleipur.
Það sem Jón Baldvin segir um landbúnað í grein sinni eru ekkert annað en firrur og fleipur. Í fyrsta lagi hefur landbúnaður í Svíðþjóð ekki styrkst síðan þeir fóru í ESB og þeir kvarta mikið yfir því að Finnar fengu hagstæðari samninga í landbúnaðrmálum og selja síðan ódýrari vörur yfir til Svíþjóðar. En þetta hefur ekki nægt Finnum. Finnskum bændabýlum hefur fækkað um 30.000 síðan þeir gengu inn í ESB árið 1995. Og sá norðurslóða samningur sem Finnar fengu í landb.málum hefur ekki komið í veg fyrir samdrátt í finnskum landbúnaði og meiri innfluttningi á landb.vörum.
Varðandi WTO samningana. Ég hef sótt bændafundi frá 1998 og þetta hefur alltaf vofað yfir okkur en vegna viðskipta hagsmuna ESB og usa þá nást þessir samningar aldrei. Annað er það að land eins og Ísland gæti aldrei undirgengist samninga um frjálsan markað á landbúnaðarvörum þar sem gæta verður að fæðuöryggi landsins. Nú þegar framleiðum við ekki nema sem nemur tæplega 50% af þeim mat sem neytt er á landinu og erum því í reynd háð innfluttningi og ef lokast fyrir landið þá duga matarbyrgðir okkar ekki nema í um tvo mánuði, fer eftir árstíma.
Allir samningar um opna markaði skerða fæðuöryggi okkar enn frekar og það er ekki forsvaranlegt. Eitt helsta hlutverk ríkisstjórna er að husa um velferð þegnanna og er þá fæðuörygi nr. 1. Lýðræði er lítils virði ef maður er svangur. Þetta er lítið rætt en ein helsta ástæða þess að við meigum alls ekki ganga í ESB.
Guðbergur Egill Eyjólfsson, 1.5.2009 kl. 21:44
Sæl Lára Hanna,
Vandinn í umræðunni um ESB er að skotgrafahernaðurinn er í algleymingi. Jón Baldvin er einn af hershöfðingjum í ESB liðinu ásamt Árna Páli yfirhershöfðingja Samfylkingarinnar í ESB stríðinu. Skotgrafahernaður gengur út á það að ef menn hætta sér upp úr þeim þá er þeir sömu skotnir án frekari málalenginga. Jón Baldvin hefur yfirburðarþekkingu á málefninu en málflutningur hans er litaður af því óumdeilanlega að hann hefur þá skoðun, og hefur haft lengi, að Ísland gerist aðili að ESB. Þess vegna þarf að skoða málflutning hans í þessu ljósi. Hann telur rök andstæðinga ESB aðildar firrur og skröksögur. Við sjáum þetta í orðum hans eins og ,,Þetta er skröksaga", ,,Þetta er misskilningur" eða ,,Þetta er ósatt" o.s.frv. Mér fannst Jón Baldvin gera of lítið úr afreksverki sínu sem var að landa samningnum um EES sem hann seldi alþingi (ætlaði að skrifa þjóðinni en svo var ekki því þingmeirihlutinn undir forystu Davíðs og Jóns Baldvins höfnuðu því að bera samninginn undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og frægt er orðið) að þar hafi þjóðin fengið allt fyrir ekki neitt. Mér finnst jafnframt ámælisvert að koma núna fram og segja að samningurinn um EES sæmi varla fullvalda þjóð! Bíðum nú við!
Ég tek það hins vegar fram að þegar Jón Baldvin kemur fram að þá er eftir því tekið enda maðurinn stjórnmálaskörungur. Ég varð fyrir vonbrigðum með grein Jóns Baldvins í Fréttablaðinu sem þú vitnar í Lára Hanna. Hún átti von á málefnalegri greiningu. Það er ljóst á greininni að hann er í ,,trúboði" í þessu máli. Ég efast hins vegar ekki um annað en hann vilji þjóðinni vel og trúi því einlæglega að henni farnist best innan ESB.
Ég held þannig Lára Hanna að leiðsögn þín í þessu máli fari aðeins fram öðrum megin víglínunnar þar sem Jón Baldvin, Benedikt Jóhanneson og fleiri skipa sínu liði í skotgrafirnar af mikilli herkænsku. Miðað við stöðuna núna hafa þeir betur enda hefur sprengjuregnið dunið á andstæðingunum af miklum þunga enda virðist ekki skorta skotsilfrið.
Jón Baldur Lorange, 1.5.2009 kl. 21:57
Ég er ekki að veita leiðsögn, né heldur hef ég tekið aðra afstöðu en þá, að mæla með aðildarviðræðum og leggja síðan samninginn sem út kæmi undir þjóðaratkvæði. Ég er heldur ekki að vitna í grein Jóns Baldvins heldur að vekja athygli á henni. Allir vita afstöðu Jóns Baldvins í málinu svo málflutningur hans ætti ekki að koma neinum á óvart. Sama má segja um grein Hjörleifs sem Sigurður Þór bendir á í aths. nr. 1. Jón Baldvin hefur hins vegar mikla þekkingu á málinu.
Mér finnst umræðan með og á móti ESB hafa verið ómarkviss og frasakennd, full af einhverju "hugsanlega", "mögulega", "hættan er sú að..." og öðrum óákveðnum frösum.
Að mínu mati er kjarni málsins sá, að við vitum ekki fyrir víst hvað aðild hefði í för með sér fyrr en gengið er til samninga. Þá fyrst treysti ég mér til að taka afstöðu til aðildar og velja eða hafna henni. Eins og stendur eru upplýsingar og umræður of frasafullar og jaðra við trúarofstæki til að hægt sé að taka afstöðu - finnst mér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.5.2009 kl. 22:11
Ég hef enn ekki heyrt haldbæra ástæðu fyrir inngöngu í ESB en helling af ótrúverðugum fyrirslætti:
Það má spyrja hvort það sé ekki kominn tími til þess að Íslendingar hætti að tala um aðgang að fjármagni og fari þess í stað að tala um tekjur, þ.e.a.s. að styrkja eignastöðu í stað þess að auka endalaust skuldir.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.5.2009 kl. 22:57
Kjarni málsins er nefnilega sá Lára Hanna að helstu breyturnar í ESB aðild eru þekktar. Það er hins vegar í gangi áróður um það að svo sé ekki og að eina leiðin til að fá fram þessar breytur eða ákvæði um aðild sé að fara í aðildarviðræður. Af hverju segi ég þetta Lára Hanna? Jú, skoðum málin í rólegheitum (og vona að þegar hér er komið sögu að þá hafi ég ekki verið skotin niður). Í fyrsta lagi eru sáttmálar ESB þekktir. Í þeim koma fram grundvallarlög sem lýsa vel hvað aðild felur í sér. Það er ekki hægt að ganga gegn þeim enda hafa öll aðildarríki ESB samþykkt þau. Í öðru lagi eru sameiginlegar stefnu ESB þar sem CFP (sjávarútvegi) og CAP (landbúnaði) er lýst á greinargóðan hátt. Í þriðja lagi eru aðildarsamningar ríkja. Í fjórða lagi eru úrskurðir Evrópudómsstólsins í ákveðnum málum sem dómstólinn hefur úrskurðar um. Allt þetta er hægt að kynna fyrir þjóðinni strax án þess að sækja um aðild og fara í aðildarviðræður í kjölfarið ef ESB samþykktir að hefja samningsferlið.
Það er mikilvægt að stjórnmálamenn segi þjóðinni sannleikann í þessu. Hvers vegna? Jú, vegna þess að það er ókurteisi af okkur að sækja um aðild ef við þegar getum metið út frá því sem ég lýsti hér að ofan að hagsmunum okkar sé ekki borgið innan ESB miðað við grunnregluverk og stefnur þess. Það er tímasóun og það kallast að eltast við tálsýn. En stjórnmálamenn eru góðir í því að láta þjóðina vera upptekna við tilgangslausa leit að glópagulli þannig að hún hafi ekki tíma til að sinna því sem skiptir máli sem er að veita stjórnmálamönnum aðhald. Það leysir enginn vanda okkar nema við sjálf. Því meiri tíma sem við eyðum um að eltast við glópagull því erfiðara verður það að hefja uppbyggingastarfið.
Jón Baldur Lorange, 1.5.2009 kl. 23:03
Mig grunar að stuðningur margra við að hefja aðildarferli sé að hluta vegna þess að fólk vonist til þess að þetta skýrist allt saman, að úr ferlinu komi einhver skýr samningur sem hægt er að lesa á einni kvöldstund.
Þannig er það bara ekki. Aðildarsamning er að vísu hægt að lesa á hálftíma en það stendur ekkert í honum annað en að konungur Belga, forseti Frakklands, drottning Hollands o.s.frv. geri sáttmála þess efnis með lýðveldinu Íslandi að það gerist aðili að... og svo kemur upptalning á sáttmálum og samningum.
M.ö.o Evrópusambandið er óttaleg flækja. Það er aldrei neitt alveg skýrt þegar kemur að þessu blessaða sambandi og breytist ekki þótt að sótt sé um. Ef fólk vill mynda sér upplýsta skoðun á málinu þá er ekki um neitt annað að ræða en að byrja að lesa.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 23:17
Sennilega er líka ágætt að skoða hvernig öðrum litlum ríkjum hefur farnast í ESB.
Eftir stendur líka sú staðreynd að samningsskylirði Íslendinga eru afleit við núverandi aðstæður og að stækkurnarstjórninn hefur sagt að við fáum enga sérsamninga.
Með því að ganga í ESB væri þjóðin að loka fyrir að geta náð sér upp úr þeim aðstæðum sem hún býr við núna. Ég ætla að skrifa um það pistil og senda á Smuguna við tækifæri.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.5.2009 kl. 23:23
Takk fyrir þessa sendingu Lára Hanna. Umfjöllun um Evrópumál er til háborinnar skammar á Íslandi. Sleggjudómar, hræðsluáróður og rangfærslur vaða uppi, þannig að maður skammast sín.
Hverjum dettur í hug að blanda grein Hjörleifs Guttormssonar inní þessa umræðu? Hún er ekki boðleg á 21. öldinni, líklega sótt í ræðu Einars Olgeirssonar gegn aðildar Íslands að EFTA á sínum tíma. Sama málfar, sömu rök (eða rökleysa).
Hjörtur gerir sig enn einu sinni sekan um yfirgripsmikla vanþekkingu á ESB og öfgakennda þjóðerniskennd. Er heimaskítsmát í fullveldismálunum, enda hárrétt hjá Jóni Baldvin og fleirum að benda á að auðvitað eru öll Evrópusambandsríki fullvalda ríki. Hverskonar umræða er þetta eiginlega?? - ætlum við að reyna að segja rótgrónustu lýðræðisríkjum heims, t.d. Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð og öllum hinum, að þetta séu ekki fullvalda ríki?? Svona umræða á náttúrlega ekki að eiga sér stað!
Og hræðsluáróðurinn með atvinnuleysið, einu sinni enn!! Halló?? - höfum við ekki verið fullfær um að búa okkur til atvinnuleysi utan ESB? Þetta eru engin rök. Auk þess má benda á Spán, þar sem atvinnuleysi er hvað mest í ESB um þessar mundir. Eru það rök gegn ESB? - nei, auðvitað ekki, því atvinnuleysi var enn meira fyrir inngöngu Spánverja, hefur svo minnkað aðeins, en einfaldlega verið viðvarandi vandamál þar í landi. Af hverju nefnir Hjörtur ekki Holland? - eitt af stofnríkjum ESB. Þar er atvinnuleysi um 2%, sem sagt hverfandi.
Hjörtur og þið hinir sem óttist útlönd! - þetta eru ekki rök!
Evreka (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 01:14
Jakobína: þú hefur greinilega ekki kynnt þér málin og hefðir betur gert það áður en þú setur svona rangfærslur frá þér.
Ástæður og rök með því að ganga í ESB eru hrópandi á okkur. Rök gegn því eru eingöngu gamaldags þjóðerniskennd, misskilngur á ESB og upphafningur á því að við Íslendingar séum miklu betri en aðrir og þurfum því ekki á neinum öðrum að halda. Þannig er umræðan um ESB á Íslandi og það er mjög miður. Íslendingar virðast yfirhöfuð ekkert vita um ESB og eru fjölmiðlar þar ekki neitt skárri en aðrir.
Ekki veit ég hvaðan þú hefur þessar rangfærslur þínar, en þær eru ævintýralegar. Hræðsluáróður um atvinnuleysi á til dæmis ekki við nein rök að styðjast, það staðfesta allar hagtölur. Við getum heldur ekki afnumið hina heimatilbúnu verðtryggingu sísona á morgun. Hvernig ætlarðu að gera það á einum degi? En það myndi gerast í ESB. Ég nenni ekki að elta ólar við annað, en það er einfaldlega enginn liður í þessari upptalningu þinni sem stenst neina skoðun.
Hvernig væri að kynna sér málin áður en svona er sett fram?
Evreka (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 01:25
Enginn svarar hér máefnasterkum innleggjum Hans Haraldssonar.
Er það af því að EBé-menn geta það ekki?
Kannski þeir geti þá frekar svarað þessu eftir hann:
"Fjórar góðar ástæður fyrir því að hafa ekki áhuga á ESB
1. ESB býr við mikinn lýðræðishalla að mati eigin forkólfa, þ.e stofnunin er mjög ólýðræðisleg. Framkvæmdastjórnin er sterkasta valdið innan stofnunarinnar og er skipuð embættismönnum sem ekki eru kosnir til sinna starfa, hvorki beint né óbeint, og bera enga pólitíska ábyrgð gagnvart neinum. Evrópuþingið er að sama skapi máttvana afgreiðslustofnun sem ekki hefur vald til að hafa frumkvæði að lagasetningu í meiriháttar málaflokkum og hefur auk þess litla getu til að veita aðhald.
Að auki býður reglugerðaverk ESB oft upp á skálkaskjól fyrir huglausa stjórnmálamenn sem ekki þora að standa með ákvörðunum sínum eða vilja helst ekki taka ákvarðanir (þetta kann raunar að útskýra að hluta hvers vegna ónefndum stjórnmálaflokki þykir sambandið heillandi).
Ísland tekur vissulega upp löggjöf Evrópusambandsins úr 20 lagaköflum nú þegar í gegn um EES, en gengi landið í sambandið myndu 13 mikilvægir kaflar bætast við, þ.m.t. lög og reglugerðir um landbúnaðarmál, fiskveiðimál, skattamál, tollamál, orkumál og meira að segja dálítið af hegningarlögum, ekki mikið að vísu en mjór er mikils vísir, eins og þeir segja. Auk þess yrði sú grundvallarbreyting á tilhögun mála að lög og reglugerðir ESB gengju í gildi sjálfkrafa. Með EES er þó alltaf til sá möguleiki að taka ekki við því sem berst frá Brussel, þyki það ótækt, og segja samningnum upp ef í nauð rekur. Úr ESB er ekki hægt að komast nema í gegn um langt úrsagnarferli (ekki til núna en verður til með Lissabonsáttmálanum) sem tæpast er framkvæmanlegt í raun.
2. Innan ESB væri Ísland aðili að tollabandalaginu, allir fríverslunarsamningar Íslands við önnur ríki féllu úr gildi og samningsrétturinn færðist til Brussel.
Við fyrstu sýn kann þetta ekki að virðast svo slæmt. Evrópusambandið verslar við flestöll ríki heims og er með marga fríverslunarsamninga. Auk þess kann stærð sambandsins að virðast styrkur við gerð slíkra samninga og af því gætu sumir ályktað að þeir hljóti að vera betri.
Hinsvegar er útflutningur Íslands mjög ólíkur útflutningi stóru Evrópusambandsríkjanna. Við flytjum t.d ekki út bíla og flugvélar heldur er okkar mikilvægasta útflutningsvara sjávarafurðir sem Evrópuríki flytja ekki út í verulegu magni. Fríverslunarsamningar ESB miðast því við aðra útflutningshagsmuni. Til viðbótar leitast ESB við að verja heimamarkað greina sem ekki eru til svo heitið geti á Íslandi, s.s textíliðnaðar. Stærðarþátturinn skiptir svo einfaldlega ekki svo miklu máli. Báðir viðskiptaðilar hagnast á milliríkjaverslun. Stærð ESB felur það vissulega í sér að gulrótin verður stærri en flækjustigið verður líka þeim mun meira.
3. Íslendingar skilja ekki ESB.
Þetta kemur hvað gleggst fram í röksemdum á borð við "Ef ekkert væri á því að græða að taka upp evru, hvað væru þá 16 (og örríkin að auki) ríki að gera með hana?"
Auðvitað hafa ríki hugsað sér að bæta stöðu sína með því að taka þátt í Evrópusamrunanum - bara ekki endilega efnahagslega. Má t.d. nefna í þessu samhengi að Þýskaland féllst á að taka þátt í myntsamstarfinu að kröfu Frakka sem settu það sem skilyrði fyrir því að samþykkja endursameiningu Þýskalands. Aðalástæðan er sú að milliríkjadeilur á milli landa sem deila með sér mynt geta ekki komist lengra en á visst stig. Þau geta ekki unnið hvort öðru mein án þess að skaðast sjálf frekar en síamstvíburar.
Evrópusamruninn snýst nefnilega ekki fyrst og fremst um peninga.
Flestir íbúar meginlandsins sem undirritaður þekkir líta á ESB sem óumflýjanlega nauðsyn. Fyrir sumum er það ljúf nauðsyn, fyrir öðrum óljúf. Flestir vildu gjarnan hafa sambandið einhvernveginn öðruvísi - oft mikið öðruvísi - en fáir vilja vera án Evrópusambands af einhverjum toga. Viðhorfin líkjast að því leyti viðhorfunum sem flestir hafa til þjóðríkisins.
Bretar gengu hinsvegar inn í ESB í kreppu og í þeirri von að bæta efnahaginn. Þeir eru þar sífellt til vandræða; vilja ekki taka upp evruna, vilja ekki taka þátt í Schengensamstarfinu og þvælast fyrir á leiðtogafundum. Þeir vilja m.ö.o. ekki vera í ESB heldur í efnahagsbandalagi og skoðanakannanir sýna að meirihluti Beta kysi frekar að Bretland stæði utan ESB en í fríverslunarsamstarfi við sambandið.
Svíar með sína löngu hlutleysissögu fóru inn í sambandið 1991 vegna efnahagskreppu. Þeir hafa viljandi gætt þess að uppfylla ekki Maastricht-stöðugleikaskilyrðin til þess að komast hjá því að taka upp evru og ýmislegt bendir til þess að þeir muni verða annað Bretland.
4. Þátttaka í Evrópusamrunanum er óútfylltur tékki.
Gangi Ísland inn í Evrópusambandið verður landið til frambúðar og verður enn aðili þegar efnahagskreppunni lýkur. Ríki Evrópusambandsins gerðust aðilar ýmist að Kola- og stálbandalaginu, Efnahagsbandagi Evrópu eða Evrópusambandinu. Þau munu öll verða aðilar að því sem kemur næst.
Land sem er í Evrópusambandinu er bundið Evrópu til framtíðar. Þótt hún verði gömul og grá, þótt nýir og spennandi möguleikar bjóðist annarsstaðar og hvernig svo sem hún kann að þróast, er aðildarþjóð skuldbundin Evrópu.
Ég bendi sérstaklega á það að ekkert hér fyrir ofan veltur á niðurstöðum úr umsóknarferli."
Tilvitnun lýkur.
Svo ber á það að benda, að Jón Baldur Lorange á frábær innlegg hér fyrir ofan.
Ertu nokkuð hætt umræðunni, Lára Hanna?
Jón Valur Jensson, 2.5.2009 kl. 01:25
Athugasemdir Hans Haraldssonar eru svo fráleitar að það nennir enginn að eyða púðri í þær. Hann sýnir af sér yfirgripsmikla vanþekkingu á Evrópusambandinu.
Reyndar viðurkennir hann, þarna í lið númer 3, að Íslendingar skilji ekki ESB. Það er því miður alveg rétt hjá honum og skýrir hina landlægu andúð Íslendinga á útlöndum, þar með talið Evrópusambandinu.
Hans er sem sagt að segja okkur að hann botni ekkert í Evrópusambandinu og þessvegna sé hann á móti því að vera með þeim pakka. Við svo búið er ekki að undra að fáir nenni að svara honum...
Evreka (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 02:11
Annars var alveg sérstaklega óheppilegt fyrir Hans, að hann skyldi birta sína grein á sama degi og Jón Baldvin.
Þessi fjórir liðir hans Hans :) eru ýmist órökstuddir (lýðræðismálin) eða eru þeir einfaldlega mjög góð rök með því að ganga í ESB (liður nr. 3).
En á sama degi kemur sá gamli og stelur senunni. Kemur með 11 liða pakka, mjög skýran og kláran. Hingað til hefur enginn náð að skjóta svo mikið sem eitt atriði frá Jóni Baldvin í kaf.
Það segir nú talsvert...
Evreka (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 02:16
Reyndu, Evreka, frekar að glíma við þetta með kryfjandi rökum, þar sem þú sýnir t.d. fram á, að eitthvað standist ekki í forsendum Hans eða ályktunum. Þetta er allt of almennt orðað svar hjá þér, týpiskt raunar fyrir hraðsoðin svör, sem máttlaus eru í rökum, en eindregin í viljayfirlýsingum. Og reyndu ekki að telja neinum trú um, að JBH sé óskeikull á þessu sviði fremur en öðrum. Svo hefðirðu að lokum meira vægi, ef þú þyrðir að koma úr felum og birta hér þitt rétta nafn.
Jón Valur Jensson, 2.5.2009 kl. 03:07
Það er tvennt sem mig langar að leggja inn í þessa annars ágætu umræðu:
1. Ef lagasetningu á Alþingi Íslendinga undanfarin ár er skoðuð, telja menn að allt sem þar hefur farið í gegn sé til fyrirmyndar. Er útilokað að í samstarf við stóran hóp þjóða t.d. ESB náist e.t.v fram gáfulegri niðurstaða, reynsluheimur fólks er jú býsna keimlíkur hvar svo sem menn búa. Hvaða lagasetning innan ESB eða afsal á fullveldi er það sem andstæðingar aðildar eru svona hræddir við? Hér er ég ekki að tala um sjávarútvegsmál.
2. Mikið er gert úr atvinnuleysi í ESB og að sambandið sé að hruni komið. Ég fylgist vel með málum í Kína og Bandaríkjunum og á þar málglaða vini sem teljast nokkuð fróðir um efnahagsmál. Niðurstaðan mín af þeim samtölum er sú að samskonar vandamál og sama atvinnuleysi er að finna í þessum löndum og Evrópu. í Bandaríkjunum og Kína er eðli málsins samkvæmt mjög misskipt atvinnu og tækifærum eftir landssvæðum, allt frá nánast engu atvinnuleysi upp í nærri 100%. Munurinn á Bandaríkjunum og Kína og svo ESB löndum er hins vegar sá að þrátt fyrir allt tal um hið mikla miðstýringarbákn í Brussel þá eru lönd Evrópu sjálfstæð og bera ábyrgð á eigin vanda. Engin miðstjórn mætir á staðinn og eys inn peningum í dauðvona fyrirtæki líkt og gerist nú í bílaiðnaðinum í Bandaríkjunum. Er þetta gott eða slæmt, dæmi nú hver fyrir sig.
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 11:43
Jóhann:
1) Lagasetning ESB er ekki beinlínis unnin í samvinnu við stóran hóp þjóða. Margar þjóðir hafa vitaskuld aðkomu að reglugerðasmíði en frumkvæði er allt í höndum 27 (brátt 18) manna framkvæmdastjórnar í Brussel og vinnuferlið allt mjög ógagnsætt og torskilið.
Fyrir mér er þetta rangt - einfaldlega galli út af fyrir sig. Í lýðræðisríki á fólk að geta haft meiri áhrif og í það minnsta að geta fylgst með ferlinu og skilið það (mér þykja það ekki þung rök í þessu samhengi að úr því að við sitjum í öskunni getum við allt eins stokkið í eldinn).
Ég bendi annars sérstaklega á að hið ógagnsæja ferli býður upp á að fyrirtækjasamsteypur geti haft óeðlilega mikil áhrif.
Síðan er það annað atriði að tilskipanir frá Brussel munu aldrei taka mið af séríslenskum aðstæðum (en þær koma nú stundum upp) né íslensku gildismati (t.d leggja íslendingar meira upp úr fullri atvinnu en flestar Evrópuþjóðir).
2) Já það er mikið atvinnuleysi í Bandaríkjunum núna (Kínverska hagkerfið er svo gjörólíkt að það á varla við að draga það inn í þessa umræðu). Munurinn er sá að það er ekki krónískt, hefur ekki verið viðvarandi áratugum saman. Það hversu hætt Evrópusambandslöndum virðist við krónísku atvinnuleysi hlýtur að vekja spurningar.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 13:23
Set þetta hérna inn aftu því svona er ástandið í austantjaldslöndunum og svona gæti þetta orðið hér líka ef við
Ég fékk þetta af bloggsíðu Halldóru Hjaltadóttir
Heillar mig Eistland?
Eistland er lítið land í N-Evrópu sem margir kannast eflaust við úr umræðunni um Evrópumál. Mikill fjöldi Íslendinga hefur einnig sótt landið heim, jafnvel í árshátíðarferðum.
Þá er förinni yfirleitt heitið til Tallinn höfuðborgar Eistlands, gist á fínum hótelum, farið í skoðunar og verslunarferðir og almennt njóta Íslendingar þess að skoða athyglisverðar byggingar í fallegu veðri.
Aðal atvinnugrein Eista er einmitt ferðaþjónusta en fast á hæla hennar koma vændi og dópsala. Landbúnaðurinn á undir högg að sækja.
Eistland gekk í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið árið 2004 og höfðu íbúar landsins ákveðnar væntingar og vissu um jákvæðar breytingar í kjölfar aðildar. Menn bundu vonir sínar á að skipaflotinn myndi endurnýjast og fiskveiðar aukast.
Mörgum manninum var brugðið þegar ekkert gerðist, engin endurnýjun varð í skipaflotanum og fiskveiðar lögðust að mestu af.
Atvinnuleysi jókst í kjölfarið, vændi varð umfangsmeira, fíkniefnasala blómstraði og svartamarkaðsbrask er mjög algengt.
Sumir hverjir sem ekki njóta þess að vera á meðal 40% þjóðarinnar sem rétt hefur ofan í sig og á, ganga svo langt að óska þess að vera ennþá undir oki Sovétríkjanna sálugu en Þá gátu Eistar selt sinn fisk til Rússlands og haft út úr því a.m.k. einhverjar tekjur.
Atvinnuleysi í Eistlandi var 9% árið 2004, en sú prósenta hefur undið upp á sig á síðustu misserum og þrátt fyrir alla uppsveifluna í efnahag þjóðanna.
Hagstofa Evrópu EUROSTAT getur birt tölur um atvinnuleysi sem ekki standast ,til að mynda mældist atvinnuleysi í Eistlandi 5,9% árið 2006 og 4,7% árið 2007.
Nú er atvinnuleysi komið upp í 15 % og er mikið áhyggjuefni af þróun atvinnumála.
Það má með sanni taka það skýrt fram að þessar tölur eru langt frá raunveruleikanum, þar sem kerfið er meingallað. Maður sem missir vinnuna sína getur farið á atvinnuleysisbætur sem eru yfirleitt 50% af fyrri launum í 6 mánuði, en eftir þann tíma dettur sá hinn sami maður af bótum og af skrá. Raunverulegt atvinnuleysi gæti því verið nærri 30% í Eistlandi.
Skólakerfið er einnig gallað, þar sem 70 % nema þurfa að greiða að fullu sinn námskostnað, en um 30 % fær fullan styrk frá ríkinu. Unga fólkið leggur mikið að sjálfsögðu mikið á sig til þess að vera hluti af þeim sem fá nám sitt ríkisstyrkt.
Unga fólkið sem nær ekki settu marki varðandi námið, nýtur ekki tækifæris til þess að mennta sig, fær ekki vinnu og hefur ekki hug á að selja líkama sinn eða fíkniefni flyst úr landi.
Ungur maður býr hér á Íslandi. Hann telur að Íslendingar hafi ekki hugmynd um hvernig ástandið er almennt í Eystrasalts löndunum.
Að hans sögn er gott að búa á Íslandi, þrátt fyrir mikla erfiðleika sem fylgja hruni bankanna.
Hann getur núna kostað mjólkina sem amma hans vill fá á hjúkrunarheimilinu í Eistlandi, en öll umfram mjólk getur kostað aukalega þar í landi.
Hann elskar landið sitt og óskar þess að geta búið þar, en hann hefur enga vinnu og engin tækifæri.
,,Þið vitið ekki hvað þið hafið það gott " Sagði hann af mikilli einlægni.förum í ESB
Marteinn Unnar Heiðarsson, 2.5.2009 kl. 13:56
Það yfirsést öllum aðalatriðið í þessu máli. Atriði sem er verulega skuggalegt.
Nefnilega það að aðaltilgangur ESB er ekki að stela fiski og orku frá íslendingum heldur að fá aðgang að íslendingum og nota þá í ESB herinn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.5.2009 kl. 13:57
Ég þakka Eureka fyrir málefnalegt innlegg.
Evrópuumræðan þarf að komast á það stig að ekki sé eingöngu horft til þess hvað Evrópuaðild hafi í för með sér heldur þarf einnig að setja fókusinnn á aðrar lausnir og það hverju við fórnum með inngöngu í ESB.
Það sem ég óttast mest hvað þessa umræðu varðar er að ekki bara valdhafar heldur almenningur fari að líta á þessar aðildarviðræður sem lausnina og einhvers konar framtak í baráttunni við ástandið hér og dragi þar með athyglina frá aðgerðum sem þurfa að vera í brennidepli.
Ég hef enn ekki sé nein rök fyrir því að Evrópuaðild myndi á nokkurn hátt leysa þann vanda sem við stöndum frammi fyrir nú.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.5.2009 kl. 14:59
@Jakobína.
Ég er þér sammála í því að aðild að ESB myndi ekki leysa allan vanda sem við stöndum frammi fyrir. Eftir að hafa kynnt mér málið tel ég engu að síður að slík aðild myndi hjálpa mikið til. Vil ég hér taka nokkur dæmi.
Í fyrsta lagi má nefna vel þekkt dæmi frá Spáni og Portúgal. Þegar Spánverjar og Portúgalir lýstu því yfir að þeir hygðust taka þátt í Evru samstarfinu bjuggu bæði löndin við mjög háa vexti og veika gjaldmiðla (svipað og hrjáir okkur núna). Við þessa yfirlýsingu kættust erlendir fjárfestar mjög - þetta þýddi í raun að þeir gætu fjárfest í löndunum á veika genginu og grætt á því að fá háu vextina á fjármuni sína. Þetta gerðu þeir í þeirri vissu að eftir fáein ár yrðu öllum pesetum og escudos í hinar traustu evrur. Þessar miklu fjárfestingar styrktu gengi gjaldmiðlanna og lækkuðu vexti.
Ég velti fyrir mér hvort það sama sé ekki einmitt mjö líklegt til að gerast hér. Við það eitt að fá vissu fyrir því að Íslendingar stefndu að evruaðild myndu útlendir fjárfestar vera mun viljugri til fjárfestinga á Íslandi - og hvað sem okkur finnst um ESB aðild, þá held ég að flestir séu nú sammála um að erlendar fjárfestingar væru mjög af hinu góða núna.
Í öðru lagi (og í beinu framhaldi af fyrsta punktinum) má benda á mikilvægi trausts á íslenskum efnahag. Hvaða íslenska fyrirtæki sem maður spyr, svörin eru öll á einn veg: íslensk fyrirtæki njóta í dag einskis trausts úti í hinu alþjóðlega samfélagi. Maður þarf ekki að vera eðlisfræðingur til að sjá að slíkt mun ekki ganga til langs tíma. Viðskipti byggja á trausti. Ástæðan fyrir því að íslenskir bankar gátu fengið svona mikið lánað í útlendum bönkum var að hluta til sú að þeir komu frá Íslandi. Þeir mættu einfaldlega jakkafataklæddir til banka í Frankfurt, sögðust vera frá Íslandi, Ísland hefði alltaf staðið í skilum og ef illa færi myndi íslenska ríkið bjarga bönkunum. Nú fór illa - og íslenska ríkið kom sko ekki til bjargar. Afleiðingarnar eru þær að íslensk fyrirtæki eru rúin trausti. Í Evrópusambandsaðild fælust mjög öflug skilaboð um að við ætluðum að taka okkur á, við ætluðum núna að byggja efnahag okkar á traustri Evrópusamvinnu, með stóran bakhjarl. Þetta yrði stórt skref í átt að því að byggja upp traust - en engan veginn það eina.
Í þriðja lagi má nefna allt hitt sem við fengjum við Evrópusambandsaðild - allt þetta litla sem skiptir venjulegt fólk samt svo ótrúlega miklu máli. Besta dæmið er að íslenskir nemar þyrftu að borga 70% lægri skólagjöld í Bretlandi - þeir hefðu kannski loksins efni á því, blessaðir! Þá myndi matvælaverð lækka (góður ágóði þar fyrir fjölskyldurnar), vextir myndu lækka hefðum við evruna (280 milljarðar á ári til íslenskra fjölskyldna ef við greiddum Evru-vexti í stað krónu vaxta) og þannig má lengi telja.
Ekki líta á þetta sem einhverja píslargöngu í Evrópusambandið. Við hefðum átt að vera gengin í Evrópusambandið fyrir löngu.
Jónas (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 15:32
Er það réttur tíma fyrir verslunarmann að selja rekstur sinn strax eftir eldsvoða, áður en tryggingamat fæst ?
Er það réttur rími fyrir Íslendinga að ganga til samninga í miðju hruni þegar afleiðingarnar liggja ekki fyrir
Vei þeim þjóðníðingum sem vilja þvinga fram niðurstöðu í krafti allsherjarneyðar og óvissu. Burséð frá einstöku efniskvabbi þá er framkoma ykkar til skammar. Við semjum hvorki eitt né neitt undir þessum kringumstæðum
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 15:42
Það má vel vera að við vitum fyrirfram hvað er í boði hjá ESB og að það sé hægt að taka afstöðu til þess núna. So What? Við erum margir sem viljum fá leyfi til að KJÓSA um aðila. Aðildarviðræður er hlutur af ferlinum og Þess vegna viljum við fara í hana. Er það svo flókið?
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 15:47
Jón Frímann, er það ekki merkilegt, að stjórnarskrá Evrópubandalagsins var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í tveimur af gömlu kjarnaríkjunum, Hollandi og Frakklandi?
Og er það ekki yndislegt, að einungis EIN af þjóðunum 27 fekk að kjósa um Lissabon-sáttmálann í þjóðaratkvæðagreiðslu og hafnaði honum? (Írar).
Þú hlýtur að vera upp með þér af þeim árangri Evrópubandalagsins að láta þetta ekkert á sig fá, heldur þrýsta bara áfram á Írana, þangað til þeir gefa sig og hlýða.
Þú segist blása á "bullið" í mér. Já, þér fer það mjög vel að blása. Blástu meir
Jón Valur Jensson, 2.5.2009 kl. 16:15
Jónas: Þótt að krónurnar okkar myndu einhvern tímann breytast í evrur myndi ekkert fé streyma til Íslands eða tolla betur við þessar aðstæður. Ástæðurnar eru:
1) Það er alþjóðleg fjármálakreppa.
2) Ríkið er á barmi greiðsluþrots.
3) Ísland hefur aldrei uppfyllt öll Maastricht-stöðugleikaskilyrðin (þ.e fyrstu fjögur) í einu og er ekki beinlínis komið nær því núna. Þetta ætti reyndar að vekja menn til umhugsunar um það hvort evra sé endilega heppileg fyrir Ísland.
Aðgangur Íslendinga að erlendu lánsfé var of mikill fyrir hrun. Það ætti að vera orðið ljóst.
Matvælaverðsútreikningar Bifrastar eru frá því að gengi krónunnar var yfirskráð.
Hvað varðar skólagjöld og slíkt þá er það ekki inni í myndinni að Ísland komi út sem nettó styrkþegi úr Evrópusambandsþátttöku. Ef við viljum styrkja námsmenn frekar til náms erlendis þá gerum við það bara. Eins getum við styrkt bændur í Búlgaríu ef við viljum. Það þarf ekkert Evrópusamband til þess.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 16:42
Jón Frímann þú átt ekki að vera svona dónalegur við Jón Val þótt þú sért ekki sammála honum.
Ég vil vekja athygli á einum meinbug í málflutningi Evrópusinna en hann er að þeir benda sífellt á að við getum gert hitt eða þetta ef við göngum í ESB. Fram að þessu hefur ekkert verið í þessari upptalningu sem við getum ekki gert án þess að ganga í ESB.
Mér finnst málflutningur ESB sinna einatt bera keim af minnimáttarkennd og vandtrú á styrk okkar sem þjóð.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.5.2009 kl. 19:00
Fólk er hrætt við ESB og það ekki af ástæðulausu, skoðið þetta MYNDBAND!
Benedikt Halldórsson, 2.5.2009 kl. 19:48
Jón Frímann var EKKI dónalegur við mig ...
Þið ættuð þá að sjá til hans þegar hann er dónalegur.
Ég kallaði ekki Lissabon-sáttmálann stjórnarskrá hér (þótt hann líkist fyrri stjórnarskrártillögu). En stjórnarskrá(r-tillaga) var hitt, sem Hollendingar og Frakkar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nafni minn Frímann vék sér undan því að svara, af hverju Hollendingar og Frakkar hafi hafnað stjórnarskránni.
Hann er ennfremur tapsár yfir þvi, að Írar létu ekki blekkjast af brusselskum áróðri og þó að jafnvel maddama frú Merkel hafi gert sér ferð til Dyflinnar að segja þeim, hve yndislegur sáttmáli þetta væri. Hótanir fransks ráðherra fóru líka fyrir brjóstið á Írunum, en sennilega er það vel falið leyndarmál hjá Jóni Frímanni.
Umræðan hefur oft verið um þetta ólukku-EBé í Sjálfstæðisfokknum, m.a. á landsfundum, og mjög veruleg í vetur, miklu ýtarlegri en í Sambræðslufylkingunni, sem hefur skirrzt við að segja þjóðinni, hver séu skilyrði sín fyrir s.k. aðildarsamningi (og upplýsti ekki um þau, þótt hennar eigin maður, Stefán Jóhann Stefánsson, hafi knúið á um þetta í Mbl.grein 23/12 sl.).
En af hverju kallar nafni minn Lissabon "Lisbon" upp á ensku? (borgin heitir Lisboa á portúgölsku).
Jón Valur Jensson, 2.5.2009 kl. 21:18
Það er ákveðin misskilningur fólgin í því að það sé kostur að fjárfestar fá krónum breitt í evrur með EMRII.
Sá misskilningur liggur í því að Krónubréfin sem nú eru um 500Gkr eru í íslenskum krónum sem íslenska ríkið getur gefið út að vild. Ef allir krónbréfaeigendur vilja út Þegar öllum höftum er létt mun krónan sennilega falla tímabundið um tugi prósenta og tjón þeirra verður því verulegt, en við, íslenska þjóðin þurfum því að greiða færri $ úr gjaldeyrisvarasjóðnum okkar fyrir þau. þarna getur verið um að ræða hundruð Gkr. Ef við erum hinsvegar Kominn í EMRII mun Evrópubankinn verja fast gengi ISK með því að lána okkur evrur á umsömdu gengi (oft talað um 140 kr evran). Þessa peninga fáum við bara að láni og verðum að greiða til baka aftur. Þetta þýðir í raun að Íslenska þjóðin ber kostnað af krónubréfum í evrum ef EMRII leiðin er farin og það setur Ísenska ríkið í miklu verri stöðu en það nú er í. Þetta geri það að verkum að lánshæfi Íslenska ríkisins gæti alt eins lækkað en ekki hækkað eins og margir talsmenn ESB og evru hafa haldið fram. Því greiðslugeta ríkisins í framtíðinni ræðst augljóslega að miklum hluta af því hve ódýrt við sleppum frá eldri skuldbindingum.
Guðmundur Jónsson, 2.5.2009 kl. 21:35
Ég þakka Hans Haraldssyni fyrir svör.
Það má segja að nýtt blogg Láru með greinum Njarðar P setji lýðræðismálin í áhugavert ljós. Ef það er svo að 27 manna (18) framkvæmdastjórn ráði öllu í ESB og Evrópuþingið engu, eru Íslendingar þá ekki bara í svipaðri stöðu. Hér eru 14 ráðuneyti en 12 (10) ráðherrar. Þessir ráðherrar koma sögulega séð úr 2 stjórnmálaflokkum sem oftar en ekki eru studdir minnihluta kjósenda á Íslandi. Margrætt er um lýðræðishalla á Íslandi þar sem Alþingi sé ekkert annað en afgreiðslustofnun fyrir ráðherraræðið. Í ljósi þess mætti alveg segja að einsleitni á Íslandi sé algjör og sérhagsmunir og vald sterkra þrýstihópa eigi greiðari leið að fyrirgreiðslu en eðlilegt geti talist. Mín skoðun er sú að áður en við förum að gagnrýna lélegt stjórnarfar í ESB og telja upp gallana þá ættum við að taka til í eigin ranni.
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 11:16
Guðmundur; ERM-II er eitt af Maastricht skilyrðunum fyrir upptöku evru. Þar inni er engin viðlíka þjónusta og þú ert að velta fyrir þér.
Ólafur Eiríksson, 3.5.2009 kl. 11:24
Jóhann: Einmitt! Tökum til í eigin ranni. Það er vel hægt á meðan að valdið er hérna heima og ef við nennum að hafa fyrir því. Það er ekki hægt ef valdið er komið til Brussel.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 11:51
Já já. Málið er nefnilega að ef boið er saman framkvæmd lagasetninga á Ísalandi og ESB - þá er íslenska framkvæmdin bara barbarísk.
Í ESB þá er það codecision procedure sem blívur.
http://en.wikipedia.org/wiki/Codecision_procedure
Mun aukast þegar Umbótasáttmálinn kemur í gildi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.5.2009 kl. 12:04
Afsakið stafaruglið. ERM II átti það að vera
Hvað er ERM II
Í ERM II samstarfi um gjaldmiðil skulbyndur seðlabanki gjalmiðilsins og ECB bankinn sig til að styðja ákveðin vikmörk á gengi gjaldmiðils við evru mest 15% með því að lána eða útvega ríkinu sem á gjaldmiðilinn gjaldeyri til kaupa á honum. Það þýðir að ef við erum í þessu samstarfi með 500Gkr á bakinu breytast allar þær krónur í evrur með 15% vikmörkum, hvort sem við skuldum þær sem evrur til ECB eða dollar til IMF.
Guðmundur Jónsson, 3.5.2009 kl. 12:11
Guðmundur; Inn í þetta samstarf fer enginn sem ekki uppfyllir Maastricht skilyrðin, eða er alveg við að uppfylla þau. Pólland hyggst reyna við prófið á næstunni og leggur upp í eldskírnina vopnað u.þ.b $20 milljarða lánalínu frá IMF til að hafa nægilegan gjaldeyrisvarasjóð. Búlgaría hefur t.d enn ekki fengið að reyna við þetta próf. Allar hugmyndir um að þetta sé tækið til að hjálpa okkur eru byggðar á misskilningi.
Ólafur Eiríksson, 3.5.2009 kl. 12:49
Já já, Ólafur ég er samála því að það er misskilningur að þetta hjálpi okkur. Það er einmitt það sem ég var að reyna að segja.
Það er nefnilega mjög vont að penigar sem við skuldum núna í krónum "ónýtum gjaldmiðli eins og sumir segja" breytist í evrur.
Guðmundur Jónsson, 3.5.2009 kl. 13:01
Þætti okkur hið bezta mál, ef íslenzka þjóðin ætti o,4 þingmenn á Alþingi í stað 63, en Evrópubandalagsríkin ættu hina 62,6?
Og værum við sátt við að eiga sem svarar til 0,1 ráðherra sem fulltrúa okkar í 12 manna ríkisstjórn?
Vitaskuld ekki. En hér er nákvæmlega verið að sýna, hvert hlutfall okkar yrði í löggjafarstörfum þar, ef það yrði hið sama og gilda myndi um þingmannafjölda okkar á Evrópuþinginu (sem yrði í mesta lagi 5 þingmenn af 790 eða 0,63%) og í ráðherraráði Evrópubandalagsins (þar sem við hefðum þrjá ráðherra af 348 eða o,86%).
Jóhann F. Kristjánsson (hér á undan, kl. 11:16 í dag) er EBé-sinni og er þarna fljótur að bregðast við því upplýsingaratriði, "að 27 manna (18 [eftir breytingar fram undan, jvj]) framkvæmdastjórn ráði öllu í ESB og Evrópuþingið engu," og hann svarar: "eru Íslendingar þá ekki bara í svipaðri stöðu. Hér eru 14 ráðuneyti en 12 (10) ráðherrar. Þessir ráðherrar koma sögulega séð úr 2 stjórnmálaflokkum sem oftar en ekki eru studdir minnihluta kjósenda á Íslandi. Margrætt er um lýðræðishalla á Íslandi þar sem Alþingi sé ekkert annað en afgreiðslustofnun fyrir ráðherraræðið" o.s.frv.
Þetta er ekkert annað en léttúðugur réttlætingarvaðall fyrir hans eigin vali: að við látum innlimast í Evrópubandalagið, þar sem áhrifavald okkar yrði sama sem ekkert. Og það yrði svo til frambúðar. Ekki myndi það batna, hvorki við fjölgun meðlimaþjóðanna né þegar það ákvæði Lissabon-sáttmálans kæmi til framkvæmda, að einstök ríki missi sitt neitunarvald (t.d. við endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar á 10 ára fresti eða við inntöku nýrra ríkja, svo sem Tyrklands).
Fulltrúalýðræðið hefur ýmsa ókosti, líka hér hjá okkur, en það er þó það bezta sem við höfum. Við höfum ekki efni á því að selja æðsta ákvörðunarvald yfir löggjöf um okkar málefni, okkar lífshagsmunamál, í hendur erlendu stórríki.*
Það er t.d. komið í ljós, að reglan um hlutfallslega sama stöðugleika í afla(sókn) hvers ríkis er ekki meiri hornsteinn í sáttmálum EBé en svo, að unnt er að skófla henni út fyrir aðrar reglur, t.d. frjálst framsal fiskveiðiréttinda milli landa, eins og í ljós er komið í nýútkominni Grænbók EBé. (Sjá HÉR!) Þess vegna er fráleitt fyrir Sambræðslufylkingarfólk að vísa framar í regluna um hlutfallslegan stöðugleika sem tryggingu fyrir því, að við Íslendingar héldum alltaf sama aflamagni innan bandalagsins eins og því sem við höfum haft utan þess. Og við höfum EKKI efni á því að láta skerða (hvað þá stórminnka) gjaldeyristekjurnar af okkar helzta útflutninga-atvinnuvegi. Við hefðum ekki roð við því að keppa við stórlega ríkisstyrktar útgerðir Spánverja, ef þeim yrði hleypt hingað inn með veiðar, m.a. í krafti kvótahopps, uppkaupa á aflaheimildum og niðurfellingar fyrrnefndrar stöðugleikareglu.
* "Wir wollen Großmacht werden" við viljum verða stórveldi! – orð Jacques Delors, forseta framkvæmdastjórnar EBé á 10. áratug 20. aldar).
Jón Valur Jensson, 3.5.2009 kl. 14:01
And-Sinnar eru að misskilja hvað grænbók segir um hlutfallslegann stöðugleika regluna og reyndar heilt yfir hvað grænbók er og hvað hún er að segja (líklega misskilja þeir viljandi)
Það vita allir sem vilja vita að grundvallaratriðum í hlutfallslega stöðugleikareglunni verður eigi breytt um fyrirsjáanlega framtíð.
Það merkilega í rauninni við grænbók eru atriði sem vísa til að færa stjórnun heim í hérað. Íslendingar ættu að prófa að fara fram með að íslandsmið yrðu sérstakt stjórnsýslusvæði. Skoða hvernig tekið yrði í það til að byja með, þ.e þegar við förum í aðildarviðræðurnar núna í sumar. Það er ekkert möst mál svo sem því sameiginlega sjávarútvegsstefna esb hentar íslandi ágætlega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.5.2009 kl. 14:34
Ómar skrifar: „Það vita allir sem vilja vita að grundvallaratriðum í hlutfallslega stöðugleikareglunni verður eigi breytt um fyrirsjáanlega framtíð.“
Manni léttir stórum við að lesa þetta. Við þurfum þá ekki að hafa frekari áhyggjur...
En segið mér hvenær endar „fyrirsjáanleg framtíð“?
Guðmundur Guðmundsson, 3.5.2009 kl. 15:14
"Það vita allir sem vilja vita ..." o.s.frv., segir Ómar Bjarki, en veit sjálfur ekki neitt um það og þaðana af síður illa uppfræddir Íslendingar. Ég efast um, að 10% íslendinga hafi heyrt eða muni eftir þessum fréttum af Grænbókinni, og ekki bætir þessi Ómar Bjarki úr skák með því að kasta ryki í augu lesenda sinna.
Jón Valur Jensson, 3.5.2009 kl. 15:21
Fyrirsjáanleg framtíð þýði eins langt og hægt er að byggja einhverjar raunverulegar umræður á.
Allt sem handan fyrirsjáanlegrar framtíðar eru bara fabúleringar byggðar á engum rökum - svona framtíðarskáldsögur.
En þannig vilja einmitt sumir ræða ESB. Í framtíðarskáldsögustíl. Eg hef sagt að ef menn vilja ræða ESB útfrá svoleiðis forsendum, þá gætum við alveg eins farið að ræða hvað gerist á Íslandi ef ekkert er ESB í sama stíl.T.d. gæti verið ákveðið á Íslandi að selja allan kvótan til spænsks fyrirtækis. Gæti alveg gerst í framtíðinni.
Aðalatriðið við regluna um hlutfalslegann stöðugleika er að hún nýtur víðtæks stuðnings og sérstaklega þeirra ríkja sem málið best varða. Þ.a.l. eru engar líkur á að henni verði breytt í grundvallaratriðum um fyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki spekúleringar. Þetta er staðreynd.
Til að breyta reglunni þarf víðtækt samkomulag að eiga sér stað og allar draugasögur um að henni geti verið breytt eins og hendi sé veifað af fámennum hóp er bara draugasaga.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.5.2009 kl. 15:36
Þetta tal Ómars Bjarka um "fyrirsjáanlega framtíð" er bara smjörklípa hans til að draga athyglina frá því, að komið er í ljós, að reglan um hlutfallslegan stöguleika er EKKI stöðug í sessi. Ef ábyrg stofnun hjá EBé getur lagt til, að reglunni verði skipt út og önnur gerólík sett inn í staðinn, þá sýnir það ekki aðeins, að þetta er HUGSANLEGT og MÖGULEGT, heldur líka FRAMKVÆMANLEGT. Ómar Bjarki vill, að við TREYSTUM því, að svo verði ekki, en sú afstaða er farin að minna á boðun trúarbragða – eða á ég kannski frekar að líkja þessu við fjárhættuspil?
Treystum ekki Evrópubandalaginu!
Jón Valur Jensson, 3.5.2009 kl. 15:53
Embættismenn ESB velta upp þeim möguleika að endurskoða kerfið og afnema regluna þótt svo að slíkar hugmyndir standist engan veginn og samræmist ekki staðreyndum um fyrirsjáanlega framtíð. Þeir þurfa líklegast að fara á námskeið hjá Ómari Bjarka í staðreyndum um ESB.
Annars kom það líka fram í Grænbókinni að reglan um hlutfallslegan stöðugleika veitir ekki tryggingu í raun gegn kvótahoppi.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 15:58
Það dettur engum í hug að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verði breytt „eins og hendi sé veifað“ (Ómar kl. 15:36), en ESB hefur boðað endurskoðun á fiskveiðistefnu sinni og hvers vegna ætti endurskoðunin ekki að ná til þessarar reglu?Evrópusambandið stendur frammi fyrir því að fiskveiðistefna þess hefur skilað herfilegum árangri. Áttatíu og átta prósent fiskistofna eru ofnýttir og af þeim eru 30% svo illa farnir að óvíst er að þeir geti nokkurn tímann náð sér. (Það verður gaman að leggja okkar fiskistofna í púkkið.)Endurskoðun á fiskveiðistefnu ESB mun taka langan tíma en Grænbókinni er ætlað að verða umræðugrundvöllur. Í bókinni segir um hlutfallslegan stöðugleika: „Það virðist sanngjarnt að álykta sem svo að reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggi ekki lengur að fiskveiðiheimildir haldist innan fiskveiðisamfélaga.“ Þetta þýðir að reglan hefur ekki hindrað að fiskveiðiþjóðir missi frá sér fiskveiðiheimildir. Enn fremur segir í bókinni að reglan takmarki sveigjanleika í fiskveiðistjórnunarkerfinu með a.m.k. þrennum hætti:1. Reglan takmarki möguleika sjávarútvegsins á að nýta auðlindina sem best.2. Reglan sé ein aðalástæðan fyrir því að aðildarríki einblíni á heildarafla á kostnað langtímahagsmuna. Reglan valdi því að þrýst sé á um aukinn heildarafla því aðeins þannig geti aðildarríki aukið sinn skerf.3. Reglan auki brottkast vegna þess að heildaraflanum fyrir hverja tegund er deilt á margar þjóðir. Þótt ein þjóð hafi ekki klárað sinn kvóta fyrir tiltekna tegund gæti önnur þjóð, sem er búin með kvótann, neyðst til þess að henda afla af þessari sömu tegund.Þessir ágallar á reglunni um hlutfallslegan stöðugleika eru augljóslega svo alvarlegir að reglan sjálf hlýtur að vera undir þegar fiskveiðistefnan verður endurskoðuð. Ef ekki, hvernig á þá sambandið að leiðrétta kúrsinn?
Fullyrðingar Ómars (kl. 15:36) um að „engar líkur (séu) á að (reglunni) verði breytt í grundvallaratriðum um fyrirsjáanlega framtíð“ eru ótrúverðugar svo ekki sé meira sagt.
Guðmundur Guðmundsson, 3.5.2009 kl. 17:22
Allt rangt hjá ykkur And-Sinnum. Þeir eru ekki að tala um að afnema heldur velta upp þeirri spurningu til umræðu í Evrópusamfélaginu, hvort hugsanlega sé hægt að lagfæra eitthvað þarna eða gera hana sveigjanlegri. (en auðvitað eru íslendingar óvanir umræðustjórnmálahefð evrópu og skilja þetta ekki lmennilega. Halda að það sé bara sjallastíllinn eins og á íslandi. Frummvarp dregið uppúr rassvasanum og svo á alþingi bara að stimpla)
Í annan stað er ekki sagt að HS reglan sé í uppnámi vegna kvótahopps (eins og LÍÚ túlkaði það) það er einfaldlega sagt að vegna flókinna kvótaskipta á mill ríkja og "flagging" þurfi úthlutaður kvóti ekki endilega alltaf að hagnast ríkinu sem kvótanum er úthlutað til.
Fólk verður sko að hafa í huga að erlendis sumstaðar er allt annað fyrirkomulag hjá ríkjum við að úthluta kvótanum en hér.
Ennfremur þetta tal And-Sinna um að Grænbók segi að það eigi að taka upp 12 mílna fiskveiðilögsögu - eg er að rannsaka það mál. Kemur allt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.5.2009 kl. 17:22
Nei Guðmundur þú snýrð þessu öllu á haus. Það er ekki verið að tala um HS í grunninn, þe. veiðireynsluna og kvóta úthlutað samkvæmt því.
Það er talað um ýmsa agnúa og hvort hugsanlega sé hægt að sníða af ýmsa agnúa sem samt sem áður koma veiðireynslureglunni ekkert við í grunninn.
td. í sambandi við heildarkvótann, Þarna er talað um sameiginlega stofna sjáðu. Að eina leiðin til að hækka á einum stað er að hækka heildarkvótann heilt yfir á öllum.
Það endar með að eg verð að peista grænbókinni hérna inn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.5.2009 kl. 17:43
"Í annan stað er ekki sagt að HS reglan sé í uppnámi vegna kvótahopps (eins og LÍÚ túlkaði það) það er einfaldlega sagt að vegna flókinna kvótaskipta á mill ríkja og "flagging" þurfi úthlutaður kvóti ekki endilega alltaf að hagnast ríkinu sem kvótanum er úthlutað til".
Það er kvótahopp.
Annars er það rétt að reglan er ekki í uppnámi sem stendur, bara ekki trygging fyrir því að kvótinn nýtist þar sem hann á að nýtast.
Þessar vangaveltur eiga hinsvegar að vera okkur áminning um að reglan er langt því frá trygg um alla fyrirsjáanlega framtíð.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 17:56
Jú, alveg trygg í grunninn um fyrirsjáanlega framtíð. Það er verið að gera svo mikið úr þessari grænbók að það er ekki heilbrigt. Eins og maður nokkur benti á hjá ruv, maður sem starfað hafði lengihjá Brussel, að hann hefði séð margar hvítar bækur og margar grænar bækur. Líklegast væri að nánast ekkert gerðist þessu viðvíkjandi. Einhverjar lagfæringar reyndar o.s.frv.
Sko, þessir punktar koma þeir td. með í lok kaflans um HS í grænbók:
"How could relative stability be shaped to better contribute to the objectives of the CFP? Should it be dismantled or if not should it become more flexible and if so, how? How could such alternatives be set up?
Should access to the 12 nm zone be reserved for small-scale fishing vessels?
http://ec.europa.eu/fisheries/reform/docs/greenpaper_en.pdf
Svarið verður: Höldum HS. Meiri sveigjanleiki: Skulum ræða það. Hvernig: Skulum ræða það lengi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.5.2009 kl. 18:10
Ómar segir: „Eins og maður nokkur benti á hjá ruv, maður sem starfað hafði lengihjá Brussel, að hann hefði séð margar hvítar bækur og margar grænar bækur. Líklegast væri að nánast ekkert gerðist þessu viðvíkjandi. Einhverjar lagfæringar reyndar o.s.frv.“
Þetta hljómar eins og lýsing á skrifræðisbákni. Getur það verið?
Guðmundur Guðmundsson, 3.5.2009 kl. 19:39
"Það er kvótahopp"
Að hluta til já en þetta er ekkrt stórmál eins og LÍÚ gefur í skyn.
Aðalmálið náttúrulega varðandi fiskivandamálið í ESB er að afkastageta fiskiskipaflotans er svo mikil að ekki fæst við neitt ráðið.
En nú er þáttur á RUV um efnið. Vonandi standa þeir sig nú hj´ruv og hleypa ekki LÍÚ inn með einhverj þvælu - hvað sé eg. Styrmir Gunnarsson !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.5.2009 kl. 19:54
Sæl Lára,
Sá einmitt þessa grein hjá Jóni Baldvin og geri tilraun til að fjalla um hana málefnalega, lið fyrir lið hér á blogginu mínu. Töluverðar umræður hafa spunnist í framhaldinu margt mjög fróðlegt.
Pistillinn er hér.
Frosti Sigurjónsson, 3.5.2009 kl. 20:41
Ómar: Það verður auðvitað hver að meta það fyrir sig hvað þeir kalla stórmál en Bretar eru að missa rúm 20% af sínum afla úr landi.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:17
Þeir hefðu nú alveg eins getað sleppt þessari umfjöllun á ruv. Hvorki fugl né fiskur.
Málið með bretlander að það er sérstakt dæmi. Reglur þar voru allt öðruvísi fyrr á tíð en víða annarsstðaðar og svo er þetta allt spursmál. Missa úr landi. Það er mikill fiskur sem við missum úr landi hérna. Fer óunninn út alveg framhjá þannig séð hagkerfinu. Þetta er ekki einfalt nefnilega og margt í mörgu.
Skil ekki í sambandi við þssi mál afhverju er ekki td. talað um Danmörku. Hvernig er staðan þar. Allt vaðandi í kvótahoppi hægri vinstri sjálfsagt. Spænsk og bresk ryksuguskip uppí kálgörðum. Alveg hroðalegt ástand býst eg við.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.5.2009 kl. 21:46
Það er helst litið til Bretlands þar sem þeirra reglur til varnar kvótahoppi eru þær ströngustu sem hafa staðist fyrir Evrópudómstólnum.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:51
Já, enþað er svo sem margt og mikið búið að segja um kvótahopp í bretlandi og ber ekki öllum þar saman um alla hluti.
Sá enhversstaðar skýrslu um þetta (Finn hana nú ekki í augnablikinu) þar sem sagði að eftir að lögin voru samþykkt hafi ekki svo mikið nýkvótahopp komið.
Ástæðan er að fyrr á tíð voru reglurnar þannig að þær buðu uppá þetta. Erlent skip gat einfaldlega skráð sig í bretlandi og fengið úthlutað kvóta.
Það er nefnilega hægt að setja ýmsar reglur sem koma í veg fyrir eða allavega torvelda margumrætt kvótahopp.
Hérna td yrðu erlendir líklega að kaupa sig inní útgerðirnar. En svo sem er mér alveg sama hvort einhver útgeðamaður heitir Pétur eða Pabló.
Að lokum: Eitt er alveg klárt. Samkvæmt reglum ESB hefði enginn aðili veiðirétt á Íslandsmiðum samkvæmt HS reglunni. Alveg klárt. Eins og kom vel fram hjá Norðmönnum í samningnum 1994 þar sem gagnkvæm veiðiréttindi héldust nánast óbreytt frá fyrri stöðu. Enda er meir að segja LÍÚ hlttir að reyna í alvöru að halda því fram. Tala aðallega um erlendar fjárfestingar og nú það nýjasta hjá þeim að ESB muni í framtíðinni BANNA fiskveiðar !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.5.2009 kl. 22:14
Það hefur aldrei öðru verið haldið fram en að engum yrði úthlutað kvóta á Íslandsmiðum öðrum en Íslendingum. Vandmálið er að tryggja að hann skili atvinnu og útflutningstekjum á landinu sjálfu.
Annars finnst mér það ekki fjarstæðukennt að ESB kynni einn daginn að draga mikið úr kvóta á N-Atlantshafi. Sambandið hefði valdið til þess.
Ég veit svo sem ekki hvað eru margir harðir umhverfisverndarsinnar í Evrópu en þeir eru a.m.k fleiri en 320.000.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:22
Fín innlegg frá Guðmundi Guðmundssyni hér, sérstaklega þetta kl. 17.22.
Vaðall Ómars Bjarka um "fyrirsjáanlega framtíð" er gersamlega innantómur. Almennt talað er nú framtíðin EKKI fyrirsjáanleg. Og aldrei hélt ég því fram, að reglan um hlutfallsl. stöðugleika yrði lögð niður á einni nóttu eða örskömmum tíma. Samt eru komin fram eindregin teikn þess, að hún er völt í sessi.
Og ég spyr: Hversu traust er þá sú "trygging", sem Samfylkingarliðið hefur margauglýst, að við Íslendingar getum reitt okkur á, þ.e. að halda áfram óbreyttri hlutdeild eða öllu heldur einokun okkar á Íslandsmiðum? Sú trygging nefnist hlutfallsl. stöðugleiki og er EKKI trygg! Hvernig getur fullvissa SF-liðsins verið MEIRI en sú fallvalta "trygging" sem þeir tala um?
Og þar fyrir utan hefur kvótahopp átt sér stað í stórum stíl í Englandi og Skotlandi ÞRÁTT FYRIR regluna um hlutfallsl. stöðugleika!
PS. Fyrir hverja vinnur annars þessi Ómar Bjarki? Og hefur hann þegið boðsferð til Brussel?
Jón Valur Jensson, 3.5.2009 kl. 22:27
Hvaða rugl er að nota sem rök gegn ESB-aðild að landbúnaður Svía og Finna eigi í vök að verjast? Þýðir það nokkuð annað en að landbúnaður annarra ESB-ríkja er að standa sig betur í samkeppninni og Svíar og Finnar verða undir í baráttunni á markaðnum?
Eða eru það aðallega menn sem vilja haftabúskap í sovéskum stíl sem eru á móti ESB?
Theódór Norðkvist, 4.5.2009 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.