Styðjið okkur!

Sonur minn sendi mér slóð í dag með einu skemmtilegasta tónlistarmyndbandi sem ég hef séð.

Lagið er flutt af algjörlega óþekktum listamönnum á götum úti víða um heim. Þetta byrjaði með því að grunnurinn, söngur og gítarleikur, var hljóðritaður úti á götu í Santa Monica í Kaliforníu með götusöngvaranum Roger Ridley. Síðan var farið með grunnupptökuna til New Orleans í Louisiana, þar sem Grandpa Elliott (Elliott-afi), blindur söngvari í franska-hverfinu, bætti við söng og munnhörpuleik um leið og hann hlustaði á grunnupptöku Ridleys í heyrnartólum. Washboard Chaz (Þvottabrettis-Chaz) frá sömu borg  bætti við málmáslætti.

Þaðan í frá fór boltinn heldur betur að rúlla. Framleiðendurnir ferðuðust víða um Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku, bættu við nýjum rásum með margvíslegum hljóðfærum og röddum og útkoman er sú sem sjá má í þessu myndbandi. Allt gert með einni fartölvu og nokkrum hljóðnemum. Þetta er hluti af heimildarmynd sem lesa má um og sjá fleiri myndbönd hér.

Roger Ridley segir í upphafi myndbandsins: "Hver sem þú ert og hvert sem þú stefnir þarfnastu stuðnings á einhverju tímabili í lífinu". Það tímabil stendur yfir í tilveru íslensku þjóðarinnar og við þörfnumst stuðnings yfirvalda til að lifa ósköpin af. Smellið á ferninginn - annan frá hægri neðst til hægri - til að stækka myndina, skrúfið í botn og njótið.

Roger Ridley, Grandpa Elliott, Washboard Chaz o.fl. - Stand by me


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, skemmtilegt ferli og flutningur á þessu gamalkunna lagi sem hann Ben E. KIng gerði heimsfrægt fyrir um hálfri öld eða svo.Margur listamaðurinn hefur svo túlkað þetta síðan, t.d. sjálfur John Lennon við miklar vinsældir.

Magnús Geir Guðmundsson, 4.5.2009 kl. 18:22

2 identicon

Ég heyrði þetta lag fyrst í útgáfu Bítlavinafélagsins, eða var það Stuðkomaníið? man ekki alveg. Af hverju hefur enginn reynt að þíða þennan fallega teksta á íslensku? Ég var búinn að sjá þetta hjá einhverjum öðrum bloggara enda ekki að undra að fleiri hafi hrifist af þessu.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 19:04

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hér með tilnefnt sem baráttusöngur Hagsmunasamtaka heimilanna.

Sigurður Þorsteinsson, 4.5.2009 kl. 20:32

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

frábært framlag og flott útkoma

Brjánn Guðjónsson, 4.5.2009 kl. 20:46

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er alveg æðislega flott !!!!  Takk fyrir þetta.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.5.2009 kl. 23:08

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Pétur Guðlaugs, minn gamli bekkjarbróðir og söngvari, segir á Fésbókinni að það séu einhverjir töfrar í þessu. Ég held að Pétur hitti einmitt naglann á höfuðið. Töfrar... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.5.2009 kl. 23:11

7 identicon

Ég veit ekki afhverju, en ég tárast í hvert sinn sem ég hlusta og horfi á þetta myndband.

Takk fyrir að benda mér á þetta, Lára Hanna.

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 11:21

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég var einmitt að horfa á þetta í gærkveldi. Frábært.

Ævar Rafn Kjartansson, 7.5.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband