Breimandi kettir í verulega kvalafullri vaxmeðferð

Eins og kemur fram í síðustu færslu nennti ég ekki að horfa á Júróvisjón frekar en venjulega og var því ekki viðræðuhæf í gærkvöldi. Fylgdist hins vegar grannt með umræðum á Fésbókinni. Ákvað að gerast meðvirk um stund, tók keppnina upp í endursýningu og kynnti mér það sem helst var til umræðu. Þrennt stendur upp úr.

Búlgarska lagið. "Þegar verst lét hljómuðu þau eins og breimandi kettir í verulega kvalafullri vaxmeðferð" sagði Sigmar um frammistöðu Búlgara á æfingum. Miðað við þetta tók Sigmar síst of djúpt í árinni, enda kurteis maður í hvívetna. Þetta er skelfilegt.

Í athugasemd á bloggi nokkru las ég að þessi keppni væri löngu hætt að snúast um tónlist og væri bara "dragshow" og kjóll Jóhönnu liti út eins og bolluvöndur. Að skoðun lokinni er ég ekki alveg sammála seinni fullyrðingunni og mikið svakalega söng hún fallega.

Svo var það niðurstaðan - sem var það eina sem ég lagði mig eftir að heyra upphaflega. Ég fékk ekki stigagjöf eins og ég hélt - en fólk var greinilega að drepast úr spenningi hér... nema ég.

Auðvitað var svo fjallað um "sigurinn" í tíufréttum RÚV - nema hvað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef aldrei heyrt annað eins breimavæl og í Búlgaríu.

Hvað er?

Góðan daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2009 kl. 08:22

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kíkja á skilaboð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2009 kl. 08:27

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lára Hanna mín þú verður að fyrirgefa en ég bara þoli ekki svona væl, en kannski er ég ekki að gefa þessu tækifæri.
Kannski ég ætti að setjast niður á laugardagskvöldið og semja frið við þetta rugl því auðvitað er svo margt rugl.
Takk fyrir mig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.5.2009 kl. 08:30

4 identicon

Jæja, Lára Hanna þar kom að því að við urðum ósammála. Mér fannst Búlgarska lagið bara ágætis tilbreyting frá Júróklisjunni. Mér leið eins og ég væri í sirkus og fannst þetta t.a.m. miklu meiri skemmtun en nektardansinn frá Armenínu (sem þó komst áfram). Einnig fannst mér kjóll Jóhönnu vera eins bolluvandalegur og hægt var en því er ekki að neita að stúlkan syngur yndislega og það er náttúrlega það sem kom henni áfram í úrslitin :)

Til hamingju Ísland...

Kolbrún (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 09:29

5 identicon

Sæl, Lára Hanna.

Þú færð ekki að sjá neina stigagjöf í undanúrslitunum, því það má ekki gera upp á milli laganna sem komast áfram.  Það er ekki fyrr en í aðalkeppninni sem það er stigagjöf og að henni lokinni er gefið upp hvernig fór í undanúrslitunum. Er s.s. Júrónörd.

Flott keppni í gærkvöldi og betri en oft áður, á samt aldrei þessu vant ekkert uppáhaldslag og Jóhanna kom mér skemmtilega á óvart, hef lítið kunnað að meta lagið hingað til en hún gerði þetta ekkert smá vel.  Nú er bara að bíða næstu keppni og svo verður aðal stuðið á lau..... Jibbý, þetta er orðin heljarinnar veisla fyrir okkur sem erum að fíla Júróvissjón....LOVE IT :D

 P.s. það er algjört möst að það séu lög í keppninn sem fá mann til að gráta af sársauka/hlátri, þessi lög gefa lífinu lit :D

Erna Kristín (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 09:33

6 identicon

Vel gert hjá Jóhönnu, en bakraddirnar þrýstu laginu upp.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 11:40

7 identicon

úffff ég var hér á bar í Hollandi að horfa á þetta með vini mínum frá Ameríku og hann var alveg furðulostinn að sjá hvað það var mikið af arfalélegum, atriðum og hverssu rosalega slappur söngurinn var.  Ég hef nú ekki mikið um okkar lag að segja eða búninginn, en hún stóð uppúr sem besti söngvarinn alveg hreint! 

 Mjög mjög gott. Mæli hinsvegar með þessu

Unnsteinn (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 12:24

8 identicon

Allt þetta júgurvision hefur farið algerlega framhjá mér, þangað til núna.

Ég leit á íslenska innleggið sem þú hefur og mér finnst stelpan hrikalega öflug. Svona rödd er ómetanleg, sama hvar lagið endar á lista. Maður einfaldlega kiknar við hlustun. Hún minnir mann á t.d. Siggu Beinteins og hvað-hún-heitir sem söng með Mannakorni. Einlægni, framkoma stelpunnar og aflið í röddinni eru mikil verðmæti, en þau verðmæti eru gerð að engu með vanhæfum stjórnendum og stúlkan væri fífl.En stelpan hefur aflið.

Ég óska stelpunni góðs lífs eftir þessa júgurvision.

Hvad ved jeg.

nicejerk (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 12:48

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur......

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.5.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband