VR-fjölskyldan illa tekin í bólinu

Kraftaverk gerðist í vetur - stjórn VR var velt af stóli. Ég þekki svolítið til frá því á árum áður, nefndi þetta í pistli í desember, og veit að þetta var kraftaverk. Kom enda öllum á óvart, líka sigurvegurum kosninganna. Ragnar Þór Ingólfsson hefur verið ötull við að upplýsa fólk um sannleikann.

Fréttin sem birtist af samsæri í stéttarfélaginu er með ólíkindum. "Eigendur" stéttarfélagsins með Gunnar Pál Pálsson í fararbroddi, sem töpuðu kosningunum geta ekki sætt sig við það. En þar virðist búa meira að baki en bara tap í kosningum til stjórnar í stéttarfélagi.

Talað er um "að viðhalda VR-fjölskyldunni", "að vera illa tekin í bólinu", "láta þau hafa fyrir því" og það sem stakk einna mest í augu og eyru: "Þetta er félagið okkar og okkar hagsmunir eru undir því komnir." Svona talar eða skrifar fólk sem missti meirihlutavald í stærsta stéttarfélagi landins. Hverjir eru þessir "við"? Hvaða hagsmuni er hér um að ræða? Varla hagsmuni fjöldans - þ.e. félagsmanna. Eru einhverjir sérhagsmunir þarna á ferð sem fólk vill ríghalda í á kostnað almennra félagsmanna? Maður spyr sig...

Undanfarin ár - kannski áratugi - hefur mikið verið talað um hve stéttarfélög eru orðin máttlaus. Að þau séu lítið annað en sumarbústaðaleigur eða eitthvað álíka léttvægt. Stéttarfélög hafa, með heiðarlegum undantekningum, ekki virkað sem skyldi sem hagsmunaafl fyrir félagsmenn sína. Svo mikið er víst. En í kreppunni reynir kannski meira á þau en í uppgangi undanfarið og mikilvægt að hinn almenni félagi fylgist vel með og taki þátt í starfinu. Einnig er mikilvægt að í forsvari sé heiðarlegt fólk án hagsmunatengsla við gömlu bankana og aðrar spillingarstofnanir. Vaknið, VR-félagar!

 
Yfirlýsing stjórnar VR - mbl.is - 29.5.09

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

"Þetta er félagið okkar og okkar hagsmunir eru undir því komnir."

Er ekki alveg að ná þessu ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.5.2009 kl. 03:24

2 identicon

Þar sem ég er ekki í VR langar mig að vita,  Þessi ,,VR fjölskyldla" !

Hvað er það ?

Er það sjlaftæðsi..  

JR (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 03:26

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

VR hefur alltaf verið sjálfstæðismannavígi.. go figure JR.

Óskar Þorkelsson, 31.5.2009 kl. 08:34

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Minni á skotgrafarhernað....

Haraldur Baldursson, 31.5.2009 kl. 11:06

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er nú svo saklaus í hjarta, einföld í sinni og hrekklaus að mér datt ekki flokkapólitíkin í hug í sambandi við stéttarfélögin.    En eflaust kemur hún þar við sögu eins og víðar... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.5.2009 kl. 14:09

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

VR er helblátt og hefur greinilega ástundað sömu vinnubrögð og móðurflokkurinn.

Mér finnst þetta skelfilegt.

En eins og allir vita þá eru stéttarfélög vinsæl sem valdabatterí.

Andskotinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2009 kl. 15:07

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Birgir!!! Eru nýir stjórnarmeðlimirnir ekki félagsmenn?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 31.5.2009 kl. 20:15

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

,,Ég á þessa setningu: ,,"Þetta er félagið okkar og okkar hagsmunir eru undir því komnir." Hér er ég að leggja áherslu á að hagsmunir okkar félagsmana eru undir því komnir að við (virkir félagsmenn) spyrnum við og veitum hinni nýju stjórn nauðsynlegs aðhalds. Ég velti fyrir mér Birgir hvort að það sé ekki einmitt það sem er að að þið ætluðuð að halda áfram einhverju sem var í gangi og viljið ekki missa, ég meina er þetta ekki líðræðislegt félag hjá ykkur þú veist kosningar annað slagið og sonna og þeir sem tapa bretta bara upp  ermarnar og reyna að vinna næst.

Ég skil þessa aðferð reyndar ekki að einhverjir bjóði sig Fram og standa svo í einhverskonar stríði til að ná og ekki síður til að halda völdum, félagsmenn eiga allir að vera í framboði og félagsmenn eiga svo að kjósa og sá sem fær flest prikin á svo að sitja í valdastól, mér finnst alltaf eins og menn sem ekki vilja fara frá völdum hafi eitthvað að fela og óttist að nýtt fólk komist í skúffurnar. En ég vil reyndar hafa þessa aðferð á sem flestum stöðum eins og í sveitastjórnakosningum og ekki síst í Alþingiskosningum.

Svona er lífið Birgir, einn táradalur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 31.5.2009 kl. 21:18

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér Högni.  Spillingin er vonandi horfinn úr VR.. og vonandi fæ ég allann minn lífeyrir frá þeim auma sjóði fyrr en síðar..

Óskar Þorkelsson, 31.5.2009 kl. 21:21

10 identicon

Hmm, áhugavert.

Kári (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 21:23

11 identicon

Sæl Hanna Lára.

Ekki átti ég von á að þú gleyptir við þessu.

Finnst þér ekki vera barnalegt að halda að það fólk sem unnið hefur í tugi ára í sjálfboðavinnu fyrir félagið sitt fari bara í fýlu og hætti að starfa? Er samsæri að við sem félagsmenn biðjum um félagsfund til að fá upplýsingar eins og lög félagsins segja til um að við höfum rétt á? Við hvað eru þau hrædd? Það eru kosningar aftur um áramótin og þá verður kosið um hinn helming stjórnar og aftur í trúnaðarráð. Það geta allir VR félagar gefið kost á sér þá eins og áður.

Hver var spilling þeirra sem voru í fráfarandi stjórn? Ég hef enn ekki fengið staf um að það hafi verið viðhöfð spilling hjá VR. Samt er stjórnin búina að funda á þessum 3 mánuðum eins og hálft árið í fyrra. Ekki hefur mikið borist til okkar félagsmanna hvað sé verið að ræða eða ákveða þrátt fyrir loforð um gegnsæi og að fundargerðir yrðu birta á netinu. Þau eru kannski enn að leita að spillingunni?

Við höfum enn ekki fengið að vita hvað formaður vor fær í laun! Það er meiri áhugi á að skipta sér af hvað starfsmenn LV hafa í laun. Það sem mér finnst alvarlegast af þessu öllu og skil ekki afhverju þið veltið því ekki fyrir ykkur með þá yfirlýsingu sem formaður VR las á aðalfundi LV sem hann sagði að hefði verið samþykkt fyrr um daginn á stjórnarfundi, en þegar til kom þá kannast enginn stjórnarmaður við að þessi tillaga hafi verið rædd á umræddum fundi!?

Ég hef gert athugasemd við þetta og mun fylgja þessu máli fastar eftir því yfirlýsing sem nú er á forsíðu heimasíðu VR tekur ekki á þessu aðeins að setningin um að skoða eigi laun almennra starfsmanna LV verði tekin út og viðeigendum beðið afsökunar. Alvarleiki málsins finnst mér að formaður VR skuli ljúga að tillaga sem hann les upp sé samþykkt af stjórn sem hún var alls ekki. Finnst þér þetta vera í lagi? Er þetta traustvekjandi fyrir formann stæðsta verkalýðsfélags landsins? Eigum við að bera traust til hans?

Allan þann tíma sem ég hef tekið þátt í félagsstarfi hjá VR (og ég kom ein og óstudd þar til starfa) hef ég aldrei orðið vör við að félagsmenn væru þar á pólitískum nótum. Mér kemur ekkert við hvað hver er í pólitík og tel pólitík ekki hafa neitt að gera í stéttarfélagi. Mér svíður sárt að vera kölluð handbendi íhaldsins!

Er bara ekki gleðilegt að enn skuli vera til fólk sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að vinna að hag verkalýðsfélags síns? Í lýðræði þá eru ekki allir sammála hvaða leið eigi að fara og fólk tekst þá á um það. En í guðanna bænum reynum að vera málefnaleg og dettum ekki í skítkast. Nóg er komið af mannorðsmorðum.

Hildur Mósesdóttir VR félagsmaður

Hildur Mósesdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 22:23

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hildur... Í fyrsta lagi heiti ég Lára Hanna, ekki Hanna Lára... 

Í öðru lagi gleypi ég ekki við neinu. Ég þekki ekki innanhúsmál VR af eigin raun og veit lítið um þau annað en það sem ég hef lesið í blöðum, á bloggum og séð í fjölmiðlum. Erjur og átök í smáum sem stórum félagasamtökum eru örugglega frekar regla en undantekning. Mestu máli skiptir þegar slíkt á sér stað UM HVAÐ verið er að deila. Oftast eru það peningar og völd.

Og alltaf eru a.m.k. tvær hliðar á hverju máli og mér sýnist að þið Birgir hafið komið ykkar hlið á framfæri - a.m.k. hér - sem er hið besta mál.

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.5.2009 kl. 23:08

13 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Jæja þá er maður loksins komin við tölvuna....

Ég vil byrja á því að þakka Láru Hönnu fyrir góðan pistil og þar sem ég hef lesið yfir títtnefnda tölvupósta þá langar mér að benda hinum ágætu Birgi og Hildi á nokkrar staðreyndir.

Mér finnst persónulega ekkert óeðlilegt að þeir sem ekki hlutu kosningu veiti núverandi stjórn tilheyrandi aðhald og nauðsynlega gagnrýni til að halda okkur við efnið. Ég tek undir með Birgi og Hildi að ekkert sé athugavert við að þeir sem töpuðu í kosningunum haldi hópin og reyni að ná fyrri stöðu.

Mergur málsins er sá og það alvarlegasta að núverandi stjórnarmenn og starfsmenn eru tengdir inn í hóp af fóli sem kallar sig "Skuggi" eða "Skuggaráð" þar fara fremstar í flokki Rannveig Sigurðar, Hildur Móses og formaður ráðsins Gunnar Böðvarsson. ráðið hittist síðasta miðvikudag einu sinni í mánuði í rúgbrauðsgerðinni og sér kokkur VR (starfsmaður) um að slá húsaskjóli yfir þennan hóp. Á póstlistanum má finna nokkra starfsmenn VR og Alla stjórnarmenn sem eiga seinna árið sitt eftir eða þann helming sem ekki var skipt út síðast. Það er grafalvarlegt ef núverandi stjórnarmenn og nokkrir starfsmenn séu að grafa undan vilja félagsmanna sem sýndu með svo afgerandi hætti að þeir vildi breytingar.  Að við nýja fólkið árttum ekki að fá tækifæri frá degi eitt til að sanna okkur í starfi hlýtur aðgefa til kynna að þessir aðilar vinna gegn hagsmunum félagsins.

Ég mun fara með málið sem slíkt fyrir félagsfund og leggja til að ákveðnum aðilum verði vísað úr félaginu.

Fráfarandi stjórn kaus að standa og falla með sínum formanni og studdi hann fram í rauðan dauðan þrátt fyrir gjörninga hans hjá lánanenfd kaupþings. Félagsmönnum blöskraði umburðalindið gagnvart slíkri fjárglæframennsku sem þar var viðhöfð og felldu dóm sem fráfarandi stjórn á afar erfitt með að sætta sig við. 

Hér má lesa póst frá Stefaníu Magnúsdóttur sem er starfsmaður VR og var Varaformaður félagsins þegar hún ritaði þetta.Þetta var daginn eftir að ný stjórn tók við.

Dæmi nú hver fyrir sig:

----- Áframsent skeyti -----
Frá: "Stefania Magnusdottir" <stefania_magnusdottir@hotmail.com>
Til: gunnarb@aknet.is, jong@flugger.is, rannveigsig@internet.is, benvil@simnet.is, "thorl johanns" <thorl.johanns@simnet.is>, bauninn28@hotmail.com, "gunnar pall palsson" <gunnar.pall.palsson@hotmail.com>, rannveig@lag.is, steinarj@husasmidjan.is, "eyrun ingvaldsdottir" <eyrun.ingvaldsdottir@olgerdin.is>, "Sigurður Sigfússon" <sigurdur@n1.is>, bettyogbolli@simnet.is, jm@hekla.is, valurv@mmedia.is, johannas68@hotmail.com, "margret sverrisdottir" <margret.sverrisdottir@nyherji.is>, "Birgir Már Guðmundsson" <birgir.gudmundsson@sorpa.is>, "Bjarndís Lárusdóttir" <bjarndis.larusdottir@fis.is>, "Einar M Nikulásson" <einar@vr.is>, "Hildur Mósesdóttir" <hildur@bros.is>, "Judy Wesley" <jaw2508@gmail.com>, valva@simnet.is, arni@vr.is, benvill@simnet.is, bjarnas@visir.is, bv@falkinn.is, elsaunnur@simnet.is, eyrun@olgerdin.is, eyrun@danol.is, gik@simnet.is, gpetursson@gmail.com, gretrun@simnet.is, gudrunj@icepharma.is, "gunnar helgi" <gunnar.helgi@internet.is>, ingjaj@husa.is, joho@mmedia.is, johanna@bl.is, jong@flugger.com, kristin@boksala.is, olfusborgir@islandia.is, olianna@simnet.is, oskar@vis.is, pragnap@internet.is, "ragnar gunndis" <ragnar.gunndis@isl.is>, rjos@emax.is, runai@simnet.is, unnur@velaver.is
Sent: Föstudagur, 3. apríl, 2009 23:00:44 GMT +00:00 Casablanca / Monrovia
Efni: RE: Hittingur hjá Skuggum ???

Sæl öllsömul og takk fyrir síðast og eins vil ég þakka öllum fráfarandi stjórnar- og trúnaðarráðsmönnum frábært samstarf með von um að við eigum eftir að starfa aftur saman að ári - a.m.k. mörg okkar :-)

Það hefði auðvitað verið við hæfi að þakka í gærkvöldi - hátt og snjallt - en mér fannst salurinn svo niðurdrepandi að ég ákvað að sitja á mér.

Hugmyndin um að hittast yfir kaffibolla síðasta miðvikudag í mánuði finnst mér mjög góð - það er um að gera að setja það inn í dagatalaið eða sem áminningu í símann - því það er svo erfitt að muna allt ! Það þarf líka að hugsa fyrir stað sem auðvelt er að komast að og hann þarf að vera nokkuð rúmgóður. Mér dettur í hug kaffiterían í Perlunni en þið hafið kannski hugmyndir um betri stað og þá er um að gera að nefna hann og úmfram allt að ákveða stað og stund. Ég er líka með hugmynd um málefnahóp sem færi í þá vinnu að endurskoða lögin þannig að svona slys gerist aldrei aftur. Fyrst þurfum við að fá inn heilt og almennilegt trúnaðarráð en á næsta aðalfundi verður að breyta lögunum -- en þá verðum við búin að fá "okkar" fólk inn -- þótt það kosti aðrar allsherjarkosningar.

Vanti einhvern á þennan netfangalista vona ég að þið sendið þetta áfram á þau og setjið mig gjarnan í cc svo ég geti uppfært llistann hjá mér.

Með VR kveðju
Níní


> From: gunnarb@aknet.is
> To: stefania_magnusdottir@hotmail.com; jong@flugger.is
> Subject: Fw: Hittingur hjá Skuggum ???
> Date: Fri, 3 Apr 2009 20:54:59 +0000
>
>
> ----- Original Message -----
> From: "Gunnar Böðvarsson" <gunnarb@aknet.is>
> To: <rannveigsig@internet.is>; <benvil@simnet.is>;
> <thorl.johanns@simnet.is>; <bauninn28@hotmail.com>
> Cc: <gunnar.pall.palsson@hotmail.com>; <jong@flugger.is>; "Rannveig
> Sigurðardóttir" <rannveig@lag.is>; <steinarj@husasmidjan.is>;
> <eyrun.ingvaldsdottir@olgerdin.is>; <sigurdur@n1.is>;
> <bettyogbolli@simnet.is>; <stefnania_magnusdottir@hotmail.com>;
> <jm@hekla.is>; <valurv@mmedia.is>; "Jóhanna Rúnarsdóttir"
> <johannas68@hotmail.com>; "Margrét Sverrisdóttir"
> <Margret.Sverrisdottir@nyherji.is>
> Sent: Friday, April 03, 2009 8:49 PM
> Subject: Hittingur hjá Skuggum ???
>
>
> > Sæl öll og takk fyrir síðast.
> >
> >
> > Jæja, þá er dælan farin að slá hægar ! ...en það er komin fram
> > frábær hugmynd um að "viðhalda VRfjölskyldunni" -og ekki síst
> > vinskapnum og samheldninni.
> >
> > Væri ekki sniðugt til að halda hópinn og hittast t.d. einu sinni í
> > mánuði eftir vinnu og fá okkur saman kaffibolla á einhverju kaffihúsi miðsvæðis.
> > Auðvitað komast ekki allir en þeir sem eru lausir koma kannski.
> >
> > Þetta mætti vera t.d. síðasti miðvikudagur í hverjum mánuði...til að
> > koma með hugmynd.
> >
> > Svona kaffihittingur er ekki hugsað til fá uppl. um nyja formanninn
> > eða stjórn ( nema menn vilji skemmta okkur !!) (grín).
> >
> >
> > Vinsaml. takið eftir að Benni er komin með heima-email.
> > jong@flugger.is gengur illa að komast í gegn og emailið hjá Stefaníu
> > líka.
> >
> > Ég var að reyna að "plata" Jóhönnu til að búa til svona hópa í
> > tölvunni hjá sér. Ég kann það ekki. Stjórn ( einn hópur) Trúnaðarráð
> > (einn hópur) .
> > Kannski einh.fleiri hugmyndir.
> >
> >
> > ......væri gaman að heyra frá ykkur með kaffihitting . Svo förum við
> > að fara rólega af stað. 12 mán. til stefnu að næstu kosningu !!!
> >
> >
> > kveðja
> > Gunnar B
> >
>



Get news, entertainment and everything you care about at Live.com. Check it out!

Ragnar Þór Ingólfsson, 1.6.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband