Með stein í maga og verk í hjarta

Ég er með óþægilega, óttablandna ónotatilfinningu. Níðþungan stein í maganum og nístandi verk í hjartanu. Og ég er reið. Öskureið. Nú á að skrifa upp á himinháa skuldaviðurkenningu vegna Icesave. Sex hundruð og fimmtíu þúsund milljónir - 650 milljarða - með ótrúlega háum vöxtum miðað við t.d. það sem kemur fram hér. Bara vextirnir á ári eru 35 milljarðar. Hækkunin á tóbaki, áfengi, eldsneyti og bifreiðagjöldum fyrir rúmri viku skilar ríkissjóði 2,5 milljörðum á ári. Bara vextirnir af Icesave-skuldinni eru fjórtánföld sú upphæð. Sársaukafullur niðurskurður alls staðar í þjóðfélaginu nægir varla fyrir vöxtunum einum saman. Meintar eignir og útlánasöfn eiga að ganga upp í skuldina - en enginn veit með vissu hvers virði eignirnar og útlánasöfnin eru. Kannski einskis virði. Þetta er náttúrulega bara bilun.

IcesaveFyrir hrun vissi ég ekki að Icesave væri til og skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það. Ég fylgdist ekki mjög náið með því sem var að gerast í bankastarfsemi. En nú á ég að borga þessa endemis vitleysu - og börnin mín og barnabörnin líka. Kannski barnabarnabörnin. Ég er ekki sátt, lái mér hver sem vill. Ég vil ekki borga þetta - ég neita að borga skuldir sem ég ber enga ábyrgð á. Ég segi NEI!

Ég leit á þingpalla í dag og varð vitni að sirkusnum þar. Sá sirkus fólst aðallega í því að horfa upp á þingmenn flokkanna sem bera höfuðábyrgð á þeirri aðstöðu sem við erum í skammast út af upplýsingaskorti, leynd, fjarveru ráðherra og þingmanna stjórnarflokka... og Icesave-samningum. Þó var það á þeirra vakt sem Icesave og margt fleira varð til. Það voru þeir sem gáfu bankana fyrir lítið og afnumdu regluverkið. Það voru þeir sem flutu sofandi að feigðarósi. Þeir sáu um að skuldbinda þjóðina til að borga Icesave-sukkið. Þeir beittu nákvæmlega sömu leynd um allt milli himins og jarðar. Beittu ráðherravaldi, hunsuðu löggjafarþingið, gáfu skít í almenning í landinu. Þeim ferst að tala, hugsaði ég með mér - og fór. Þó hvarflar ekki að mér að samþykkja þennan Icesave-samning því ég hef engar forsendur til þess. Ég hef ekki fengið neinar þær upplýsingar sem gera mér kleift að meta málið. Þetta er nefnilega trúnaðarmál. Leyndó. Má ekki segja-mál. Enda "bara" um 650 milljarða að ræða. Síðast þegar ég vissi var þjóðarframleiðslan 1.500 milljarðar á ári. Við getum þetta ekki, svo einfalt er það.

Djöfull sem mig langar að segja "Helvítis fokking fokk", en ég er kurteis og vel upp alin og blóta því helst aldrei, a.m.k. ekki opinberlega.

Ég var að grufla og fann þessa umfjöllun úr Fréttablaðinu frá 16. júní 2005 - fyrir fjórum árum. Tveimur og hálfu ári eftir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn færðu vinum sínum bankana á silfurfati. Þarna hafði Seðlabankinn nýlega hækkað stýrivexti í 9,5% til að hemja verðbólguna. Ég fann þá tölu í fróðlegu yfirliti Fjármálaráðuneytisins yfir árið 2005.

Frá sama mánuði, júní 2005, fann ég tvær greinar eftir Þorvald Gylfason sem voru athyglisverð lesning, svo ekki sé meira sagt. Sú fyrri er hér og seinni hér. Segið svo að enginn hafi varað við!

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var sagt að Hannes Smárason væri að selja íbúð sína í London fyrir 1,5 milljarða. Líklega er það þessi íbúð. Á Hvítbókinni er sagt frá glæsivillu sem hann ku eiga í Ameríku - sjá hér. Hann á líka tvö glæsihús í Reykjavík. Mér er í fersku minni þegar sagt var frá íbúðinni sem Sigurður Einarsson keypti sér rétt fyrir hrun fyrir 2 milljarða - sjá t.d. hér. Og hér er sagt frá óðalssetri Jóns Ásgeirs í Washington. Margir muna eftir þessari bloggfærslu Kjartans Péturs frá 14. október með loftmyndum af sveitasetrum banka- og auðmanna á Íslandi. Hvítbókin kíkti líka í heimsókn til þeirra fyrir skömmu - sjá hér. Svo er það Björgólfur Thor. Hann er ekki á flæðiskeri staddur, enda ætlar hann að láta okkur borga skuldirnar sínar eins og hinir auðjöfrarnir. Hann var myndaður með ríka og fræga fólkinu í Cannes nýverið - sjá hér. Og hann á snekkju, einkaþotu og kannski fleiri milljarðaleikföng. Við borgum. Björgólfur Thor á líka Nova-símafyrirtækið og ég bendi á að allir sem skipta við Nova eru að borga fyrir lifnaðinn og verðlauna Björgólf Thor fyrir að fara svona með íslensku þjóðina. Vinsamlegast bendið fólki á það.

Sem fyrr er gróðinn einkavæddur en tapið og skuldirnar þjóðnýtt.

Frétt Stöðvar 2 um íbúðasölu Hannesar Smárasonar í London.

 

Icesave var rætt í Kastljósi í kvöld. Ég tek undir með Þór Saari sem vill að við fáum Bretana til að leita uppi hina seku auðjöfra, leggja hald á eigur þeirra, finna leynireikningana þeirra í skattaskúmaskotum heimsins og hirða allt heila klabbið. Einhverjir milljarðar ættu að fást fyrir það. Og enn spyr ég eins og svo ótalmargir aðrir: "Hvað varð um alla þessa hundruð milljarða sem lagðir voru inn í Icesave, Kaupþing Edge og hvað þetta allt heitir?"

Kastljós 5. júní 2009

 

Ef einhver vogar sér að segja að ég sé öfundsjúk fær sá hinn sami rækilega á kjaftinn. Líðan mín stjórnast ekki af öfund frekar en flestra annarra. Ég er aftur á móti reið. Öskureið.

Viðbót: Ég held að ástæða sé til að minna á orð Michaels Hudson í Silfri Egils 5. apríl sl. Hann sagði að við ættum ekki að borga. Að við gætum það ekki. Ég minni líka á spurningar og svör Hudsons hér á síðunni í beinni 5. maí - íslensk þýðing hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þakka þér fyrir að skrifa það sem maður hugsar Lára Hanna..  í alvöru talað þá er mér morð í hug.. Hannes Smárason.. Jón Ásgeir og allt þetta pakk..

Óskar Þorkelsson, 5.6.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Góður pistill. Ég neita líka að taka ábyrgð á Icesave. Mér finnst þessi netbanki Íslenskra fjárglæframanna eins mikið á minni ábyrgð eins og  nígeríusvikamyllur í tölvupósti eru á ábyrgð almennings í Nígeríu. Reyndar held ég að við förum að breytast í Nígeríu norðursins. Ég  sá í myndinni sem sýnd var áðan á Rúv að í Nígeríu búa 80% landsmanna við fátækt jafnvel þótt landið sé ríkt olíuland. 

Það er svoleiðis framtíðarsýn sem íslenska ríkisstjórnin hefur fyrir Ísland þegar hún semur við gömlu misskiptingarherraþjóðina þar sem stjórnvöld kunna ekkert annað en ala á misskiptingu.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.6.2009 kl. 23:33

3 identicon

"bankastarfsemi"?

Kæra Lára Hanna, hér var ekki um bankastarfsemi að ræða heldur svikamyllu
óreiðumanna úr íslenskum stjórnmálum og þekktra fjárglæframanna úr vinahópi
þeirra. 

Það sem Steingrímur J. Sigfússon (Etirlauna-Grímur) og Jóhanna
Sigurðardóttir hyggjast skrifa undir - til að breiða yfir eigin mistök - er
ekkert minna en glæpur gegn þjóðinni. Þeim finnst það sannarlega
tilvinnandi.



Rómverji (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 23:36

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Kannski hið sárgrætilegasta af öllu sé að eigendur Landsbankans voru eiginlega ekki Íslendingar, heldur alþjóðlegir kapítalistar með heimilisfesti ekki síst í Englandi, sá yngri bjó þar hreinlega og sá eldri lék sér þar með fótboltalið o.s.frv. Þetta eru eiginlega Englendingar!

Ég spyr eins og aðrir: Hvar eru innlánin í Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi og víðar? Í hvað voru þessir peningar notaðir? Hve mikið fór í útlán og hve mikið í fjárfestingar? Væri ekki "gaman" að þjóðin fengi skýrslu um nákvæmlega þetta!

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.6.2009 kl. 23:50

5 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Það er betra að segja " við borgum ekki" og takast á við þær afleiðingarnar en að hafa verk í maganum og skuldirnar á næstu kynslóð.

Sigurbjörn Svavarsson, 5.6.2009 kl. 23:56

6 identicon

Var að horfa á IceSave-Kastljós. Þór Saari er himnasending á Alþingi.

Álfheiður Ingadóttir á sannarlega heima í Vg. Svavar Gestsson hefði ekki gert þetta lakar. skilgetið afkvæmi íslenska flokkakerfisins.

Rómverji (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 00:00

7 Smámynd: Halla Rut

Vandaður pistill hjá þér að vanda.

Halla Rut , 6.6.2009 kl. 00:06

8 identicon

Takk Lára Hann fyrir að orða hugsnir og tilfinningar mínar svona vel.

Kveðja Ásta

Ásta B (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 00:10

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk...ég ber enga ábyrgð á Icesave

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 6.6.2009 kl. 00:12

10 identicon

VIÐ töpuðum fyrir þessum...  !

Heiður (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 00:22

11 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Ég verð einfaldlega að hafna þessum fullyrðingum þínum: "...að horfa upp á þingmenn flokkanna sem bera höfuðábyrgð á þeirri aðstöðu sem við erum í skammast út af upplýsingaskorti, leynd, fjarveru ráðherra og þingmanna stjórnarflokka... og Icesave-samningum."

Við berum ekki ábyrgð á Icesave samningnum, en það gerir Samfylkingin og því miður virðast Vinstri Grænir ætla að axla þá ábyrgð með þeim.  Til upprifjunar fyrir þá sem reynt hafa mikið til að gleyma hlut Samfylkingarinnar mæli ég eindregið með pistli á síðunni hjá mér sem heitir: Hvernig svíkur maður þjóð?

Ef ég sem nýr þingmaður á að axla ábyrgð af einkavæðingu bankanna þá hlýt ég að gera þá kröfu að þingmenn og núverandi og fyrrverandi ráðherrar Samfylkingarinnar axli sína pólitisku ábyrgð á Icesave hneykslinu og þeim skuldaklafa sem þeir eru að koma íslenskri þjóð í.

Eygló Harðardóttir 

PS. Og það veitir enga syndaaflausn að segja af sér tveim dögum áður en ríkisstjórn fellur.

Eygló Þóra Harðardóttir, 6.6.2009 kl. 00:31

12 identicon

Takk fyrir pistilinn þinn eins og talað út frá mínu hjarta, nú er nóg komið, ekki meiri byrðar á heimilin í landinu.

Steinar Immanúel Sörensson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 00:36

13 Smámynd: Billi bilaði

Góður pistill.

Álfheiður kom ekki vel út úr Kastljóssviðtalinu. Hún verndaði leyndina. Okkur kemur þetta ekki við!

Og Eygló? Þú vilt sem sagt ekki bera ábyrgð nema einhver annar beri ábyrgð fyrst? Dæmigert. Sandkassaleikur. Drekur ekki virðingu alþingis hátt yfir þrettán prósentin.

ES: Af hverju sendir ríkisstjórnin alltaf hámenntað fólk í allt öðru en hagfræði til þess að mæta hagfræðingum stjórnarandstöðunnar í umræðum um hagfræðileg málefni?

Þjóðfræðingurinn Ólína Þorvarðardóttir var tekin í nefið af Sigmundi og Tryggva í aðdraganda kosninganna, og nú er líffræðingurinn Álfheiður send á móti Sigmundi og Þór Saari, og stóð hún sig næstum jafn illa. Persónulega móðgast, alveg eins og Ólína, og þykist vita allt betur. Málefni eru aldrei til umræðu. Svei.

Billi bilaði, 6.6.2009 kl. 00:47

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Eygló... þú getur hafnað ábyrgð flokksins þíns þangað til þú verður blá í framan - en það þýðir ekki nokkurn skapaðan hlut. Flokkurinn þinn - og ég var að vísa til flokkanna, ekki einstaklinganna, - ber fulla ábyrgð á hruninu og jafnvel gott betur. Eigum við að ræða það eitthvað frekar?

Og ég vil benda þér góðfúslega á að þessi pistill er ekki varnarræða fyrir núverandi ríkisstjórn, síður en svo. Ég mun aldrei fyrirgefa henni fyrir að skuldbinda íslenskan almenning með þessum Icesave-samningi. Aldrei.

Ekki frekar en að ég muni fyrirgefa Sjálfstæðisflokki og Framsókn fyrir aðdraganda hrunsins og ástæður þess. Aldrei.

Þú ert ekki nýr þingmaður, þú ert nýlegur þingmaður. Meira að segja þingmaður sem lofaði góðu til að byrja með. Þú varst þokkalega málefnaleg og virtist bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti. En þú hefur valdið mér gríðarlegum vonbrigðum með ómálefnalegri umræðu á þingi. Viðhefur gífuryrði og tuðar í frasakenndum, galtómum stíl sem er ekki beint það sem þjóðin þarf á að halda núna. Situr glottandi í stólnum þínum í þingsal og hæðist að þjóðinni. Ég á það á myndbandi og get sýnt þér ef þú vilt. Því miður eru nefndarfundir ekki sendir út í beinni svo ég sé ekki frammistöðu þína á þeim - né heldur annarra þingmanna.

En eitt máttu vita sem þingmaður, þjónn og starfsmaður íslensks almennings - það er fylgst með þér. Hverju orði sem hrýtur af vörum þínum og hverju verki sem þú kemur í framkvæmd - eða ekki. Og þú verður vegin og metin samkvæmt því. Gættu að þér og því sem þú segir og gerir.

Sem þingmaður Framsóknarflokksins átt þú þinn þátt í að hafa svikið þjóð þína. Svo mikið er víst. Jafnvel þótt þú hafir ekki setið á þingi þá. Þú varst alltént varaþingmaður og likast til áhrifamikil í flokknum í aðdraganda hrunsins. Gleymdu því aldrei. Aldrei.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.6.2009 kl. 00:47

15 identicon

Í kvöld kláraði ég að lesa fróðlega bók Guðna Th. Jóhannessonar um bankahrunið. á bls. 311 er vitnað beint til Ögmundar Jónassonar frá 20. janúar sl þegar hann var enn í stjórnarandstöðu. Þá sagði hann " að ríkisstjórnin væri í einhverju leynimakki hvað varðar samninga við erlend lönd, hvað varðar Icesave reikninga og þess háttar"

Nú er Ögmundur í ríkisstjórn og ekkert hefur breyst. Sama leynimakkið er í boði.

Guðrún (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 00:48

16 identicon

Rannsaka þarf verk Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins liðna tvo áratugi. Eygló Harðardóttir, þingmaður þess fyrrnefnda, getur ekki birtst á Alþingi eins og hvítskúraður engill og þóttst ekki bera ábyrgð á þeirri ógæfu sem flokkurinn  kallaði yfir íslenska þjóð. Til þess hefði hún þurft að klóra sig inn á þing eftir öðrum leiðum.

Rómverji (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 00:50

17 identicon

ÉG SKORA Á STUÐNINGSMENN vinstri grænna að hafa samband við sitt fólk í þinginu og hvetja það til þess að taka ekki þátt í að undirrita þetta samkomulag! Það má ekki gerast að það verði undirritað!  Vilja vinstri grænir virkilega láta minnast sín fyrir að hafa borið ábyrgð á að setja þessar skuldbindingar formlega á okkar herðar ??? Steingrímur, vakna! Ungliðar vinstri grænna! VAKNA!! Grasrótin vakna!!! (samfylkingin getur bara hypjað sig til brussel, ætla ekki einu sinni að reyna að biðla til ykkar) hyski, pakk og landráðamenn.  

SJ (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 00:51

18 identicon

Hvort var stjórnarandstaðan að skammast yfir leynd eða yfir því að forsætisráðherra segði frá?

hh (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 00:58

19 Smámynd: Pétur

Takk fyrir þetta Lára, eins og talað úr mínu hjarta.

Því miður þá voru það Davíð og Geir sem komu okkur í þessa aðstöðu, með bulli sínu um að við ætluðum að tryggja allar innlendar innistæður en ekki að tryggja erlendar innistæður bankanna.  Hvar eru þessir menn núna, eru þeir ekki til í að borga fyrir mistök sín ?

Við Eygló verð ég að fá að segja það að þó þú sért ný á þingi þá ber flokkurinn sem þú ert meðlimur í mjög mikla ábyrgð á hruni íslensk efnahagslífs og þeim aðstæðum sem við búum við í dag, það er óumdeilanlegt.  Því getur þú ekki reynt að firra þig ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er í þjóðfélaginu með bulli og málþófi á alþingi, heldur átt þú að sýna hlutleysi og vinna með okkur öllum að því að koma hér á stöðugleika í efnahagslífinu og endurreisn.  Það er orðið fullreynt að stöðugleiki næst ekki með Krónunni og verðtryggingu á húsnæðislánum landsmanna.

Pétur, 6.6.2009 kl. 01:00

20 identicon

Mér fannst Álfheiður standa sig mjög vel en stjórnarandastaðan ekkert vita hvers hún krefðist, skammast bæði yfir öllu sem upplýst væri og yfir því sem beðið væri með þar til samningur lægi fyrir.

Þá get ég ekki séð annað en verið sé að þrífa upp eftir hrunið og allir æpi á hreingerningafólkið en ekki þá sem lögðu allt í rúst.

- Jafnvel að liðið úr partíinu skammist hæst í hreingerningafólkinu.

hh (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 01:03

21 identicon

Sæl, dáist að faglegum vinnubrögðum þínum á netinu. Það er tvennt í tengslum við nefnda sparireikninga sem þarf að mínu mati að hafa í huga, annars vegar er hvergi í heiminum utan Íslands hægt að narra sparifé út úr fólki og komast upp með það, slíkt er einfaldlega ekki gert, sparnaður er heilagur, skiljanlega höfum við takmarkaðan skilning á þessu. Hins vegar eru skilin á þessum reikningum aðgangseyrir okkar að alþjóðlegu samfélagi, kemur ESB ekkert sérstaklega við en varðar viðskiptavild okkar um allan heim. Ef við borgum ekki getum við sennilega slakað talsvert á áhyggjum okkar vegna fiskveiðikvóta umfram innanlandsneyslu. Þetta er vísbending um alvarleika glæpsins sem þetta fólk framdi. kmk

Kristofer Kristinsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 01:04

22 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir þennan pistil Lára Hanna, líðan mín er svipuð líðan þinni. - Ég er skelfingu lostin!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.6.2009 kl. 01:06

23 identicon

Þá er að byrja að búa til götuvígi úr glæsibílunum, villunum og sumarbústöðunum, svo hægt verði að taka á móti Bretunum þegar 100,000 kr/haus í ársvexti skiila sér ekki... (Það má líka nota grjótið úr þessari handónýtu stofnun við Austurvöll.)

Karl Aspelund (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 01:21

24 identicon

Góð grein hjá þér. Ég vildi bara benda þér á ákveðna villu er viðkemur þjóðarframleiðslunni. Hún er frekar 1560 milljarðar á ári en ekki 156 milljarðar. Það er tífaldur munur.

Þorvaldur Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 01:21

25 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég leyfi mér að þakka Láru Hönnu fyrir frábæran pistil og ég get bara ekki sagt annað en það að mér líður alveg eins og flestum sem hafa tjáð sig hér. Ég er reiður yfir þeirri stöðu sem Ísland er komið í. Ég er hræddur um að ef allt fer á versta veg verði okkur ofviða að rísa undir þessari byrði. Ég er ósáttur við að við þurfum að axla skuldbindingu vegna þessa máls.

Talað er um að við eigum ekki að gera þetta samkomulag. Fyrir því eru tvær veigamiklar ástæður: Við tekjum okkur ekki bera ábyrgð á Icesave og við sjáum ekki að við getum nokkurn tímann borgað þetta.

Í framhaldi af þessu brenna á mér spurningar: Hvað a kosti eigum við í stöðunni? Hvað þýðir það fyrir okkur ef við göngum ekki til samninga um Icesave? Getur verið að samkvæmt alþjóðlegum skildbindingum og reglum þá berum við ábyrgð á Icesave sem þjóð? Hvaða kosti eigum við í stöðunni?

Jón Halldór Guðmundsson, 6.6.2009 kl. 01:23

26 identicon

Upphaf icesave hremminganna má rekja til oktober 2006/. Þá hét viðskiptaráðherrann Jón Sigurðsson, þáverandi formaður framsóknarflokksins. Honum var í lófa lagið að setja takmarkanir við starfseminni, og hefði ekki brotið neina EES samninga hefði hann gert það, - en hann kaus af einjhverjum ástæðum að gera þeð ekki. Því er furðulegt að heyra framsóknarmenn bera af sér sök í þessu máli.

sigurvin (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 01:26

27 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Alveg hárrétt hjá þér, Þorvaldur. Takk fyrir leiðréttinguna. Breytti í 1.500 til að rúnna af.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.6.2009 kl. 01:28

28 identicon

Merkileg ábnding um frétt hjá Sigurvin:

Viðskipti | mbl.is | 10.10.2006 | 07:04

Landsbankinn kynnir nýja sparnaðarleið í Bretlandi

Landsbankinn kynnti í dag nýja sparnaðarleið í Bretlandi sem er markaðssett undir heitinu „Icesave". Um er að ræða sérsniðna sparnaðarleið fyrir breskan markað sem eingöngu er boðið upp á netinu, samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Á næstu misserum verður vöruframboð Landsbankans undir heitinu Icesave aukið enn frekar.

hh (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 01:34

29 identicon

Og hvað ætlið þið að gera í málinu sem skrifið hér? Að sjálfsögðu EKKERT - þið NENNIÐ ÞVÍ EKKI!!!!

Hanna Lára, afhverju ert þú ekki að mótmæla við Alþingi?

Fatta ekki alveg að fólk sem "segist" vera svona rosalega reitt GERI ALDREI NEITT ANNAÐ EN RÖFLA Í BLOGGI??????

Dettur ykkur í hug eina einustu mínútu að þið hafið einhver árhrif með röfli?

Dóra (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 01:38

30 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

 icesave_6_30_trongt_832174.jpgÞetta er það sem Landsbankinn lofaði Bretum með okkar ábyrgð:

Helgi Jóhann Hauksson, 6.6.2009 kl. 01:42

31 identicon

Góður pistill. Ég neita líka að taka ábyrgð á Icesave hvernig er hægt að finna svona marga misvitra aðila til að vera ráðamenn þjóðar sem hafa ekki neitt peningavit eina lausnin hjá þeim er að fresta hlutunum þar til eftir næstu kosningar og þá þurfa aðrir að leisa öll vandamálinn sem eru núna

það á að setja svona stóra ákvörðun í þjóðar atkvæði

guð blessi Ísland

Siggi (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 01:46

32 identicon

Salvör. Ég var að koma frá Nígeríu í ..gær. Yfirmaður  á plani hótelsins var mikill boss og fékk að keyra limmann þegar sækja þurfti tigna gesti. Strákurinn var sonur borgarstjórans. Ísland eða Nígería, - Kano eða Kópavogur (?)

sigurvin (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 01:47

33 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Dóra...

Í fyrsta lagi heiti ég EKKI Hanna Lára - ég heiti Lára Hanna. Ef þú vilt ávarpa mig skaltu hafa nafnið á hreinu.

Ef þú hefur lesið pistilinn sérðu að ég fór niður á Alþingi í dag. Ég mótmælti með nærveru minni.
Ég mætti á alla mótmælafundi í vetur og alla borgarafundi.

Ég mætti á mótmælafund Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir hálfum mánuði.

Ég mótmæli öllu óréttlæti - bæði hér og annars staðar. Ég átti minn litla þátt í byltingunni - en þú?

En þú? Hefur þú "nennt að mæta"?

Ég hef gert gott betur en að röfla á bloggi - en þú?

Ég veit fyrir víst að margir af þeim sem hér hafa skrifað áttu jafnmikinn þátt í mótmælunum og ég í vetur - en þú?

Farðu varlega í dómhörkunni, Dóra. Ofurvarlega.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.6.2009 kl. 01:58

34 identicon

@Dóra  1:38

Alveg er ég hjartanlega sammála þér.  Hér er talað um stein í maga og verk í hjarta og fleira hjartnæmt. 

VILJIÐ ÞIÐ SEM BLOGGIÐ HÉRNA OG ÚT UM ALLT OG LÍÐUR ILLA MEÐ ÞENNAN SAMNING  - A F   H V E R J U  Þ I Р GERIР E K K E R T

Í MÁLINU??????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????'' 

Bjarni (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 02:02

35 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er deginum ljósara að fólk er farið að ganga um með krepta hnefana og vill læti.  Ég varð vör við það í vinnunni minni í kvöld, það var talað um að drepa "ákveðið fólk" gera það burtrækt frá Íslandi og annað í svipuðum dúr.  Ég er tilbúin að fara út á Austurvöll með látum núna ef það er það sem þarf.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.6.2009 kl. 02:06

36 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Íhaldið talar um að „drepa fólk“ Jóna Kolbrún, við hin um að berja á potta og pönnur og banka á glugga.

Helgi Jóhann Hauksson, 6.6.2009 kl. 02:12

37 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það var útaf þessu sem við vorum svona reið í vetur, við vissum að með einhverjum hætti lenti þetta á okkur, það eru engar fréttir.

Nú er verið að taka til eftir partíð sem Framsókn og Sjálfstæðsiflokkur buðu til og þeir sem létu verst í partýinu gera hróp að ræstingafólkinu sem er að þrífa skítinn eftir þá.

Helgi Jóhann Hauksson, 6.6.2009 kl. 02:17

38 identicon

LÁRA HANNA

Að segjast mótmæla með nærveru þinni á pöllum Alþingis er nú hálf asnalegt. Þarna er alls konar fólk - fólk sem er með, á móti, blaðamenn og margir sem eru þarna til að mynda sér skoðanir.

Varla viltu meina að ALLIR sem eru á pöllum alþingis séu ALLTAF að mótmæla ÖLLU? Nei varla.

Það vill nú bara svo til að ég bý ekki í Reykjavík en kom oft með flugi til að mótmæla á Austurvelli í vetur.

Þú segir "Farðu varlega í dómhörkunni, Dóra. Ofurvarlega." ........ eða hvað???

Dóra (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 02:17

39 identicon

Stjórnvöld skrifuðu uppá víxilinn fyrir okkar hönd og höfðu til þess fullt umboð. Ef ÞÚ skrifar uppá fyrir MIG og ég neita að borga, þá hjólar bankinn í ÞIG og þú kemst ekki hjá því að borga. Þú getur hinsvegar farið í mál við mig og ef þú veist að ég á fullt af peningum og eignum, þá mundir þú gera það strax, áður en ég færi eignirnar á aðra og kem peningunum í skjól. Hversvegna hefur ekki verið farið í mál við óreiðumennina sem stofnuðu til skuldanna? (og geyma peningana á leynireikningum á aflandseyjum)

Annað atriði er neyðarlögin. Við erum hluti af alþjóðlegu samfélagi og getum þess vegna ekki leyft okkur að mismuna eftir þjóðerni. Sú gerð kallaði yfir okkur þessi örlög.

Auðvitað eigum VIÐ ekki að borga þessa skuld, það eiga þeir að gera sem stofnuðu til þeirra. Hversvegna er (var) ekki ráðist að þeim af fullri hörku?

sigurvin (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 02:19

40 identicon

Sæl, Lára, þér tekst að koma líðan minni í orð.

Síðustu klukkustundir hef ég ráfað um bloggheima til að átta mig á því hvað fólk hefur að segja um það sem ríkisstjórnin hefur í hyggju að gera og ég kalla landráð. Mér sýnist að flestum líði eins og þér: fólk er öskureitt!

Vonandi hristir fólk ekki af sér reiðina heldur beinir henni af fullum þunga gegn þeim sem núna eru að stíga síðustu skrefin í að selja þjóðina í áratuga ánauð.

Það er ekki bara verið að selja þjóðina í ánauð því um leið eru lögð drögin að því að hægt sé að taka frá henni landið upp í ógreiddar skuldir.

Það hefur hent skynsamasta fólk að missa vitið og tapa raunveruleikaskyninu. Ég sé ekki betur en að það hafi hent þá sem halda því fram að það sé möguleiki fyrir Íslendinga að borga fyrirhugaðan samning við Breta (lesist ESB og AGS).

Framreiknaðir vextir til 7 ára (þegar fyrsta afborgunin fellur í gjalddaga) eru liðlega 900 milljarðar ISK. Miðað við að helmingur þjóðarinnar séu á vinnualdri og að allir hafi vinnu þá eru það 6 milljónir/einstakling. Hendi það sama Íslendinga og henti Færeyinga að fimmtungur þjóðarinnar flytji til útlanda þá eru þetta 7,5 milljón/einstakling.

Að hver fullorðinn Íslendingur borgi 6 milljónir til 7,5 milljón kalla stjórnvöld viðunandi. Slík veruleikafirring er næg ástæða til að fólk segi af sér.

Að láta sér detta í hug að þjóðin borgi útlendingum 6 -7,5 milljón/einstakling í erlendum gjaldeyri í kreppu og atvinnuleysi ætti að vera nægur rökstuðningur fyrir því sem ég sagði hér að framan að það kemur fyrir fólk að missa vitið og raunveruleikaskynið.

Ég reyni ekki lengur að skilja þingmenn Samfylkingarinnar - hef gefið þau öll upp á bátinn. En hvað er að gerast með vinstrigræn?

Micheal Hudson sagði að Íslendingar ættu að segja að þeir geti ekki borgað. Aðspurður um hvort þjóðin missti ekki lánstraust ef hún gerði það sagði hann: "Nei" og bætti við að ef þjóðin reyndi að borga skuldir óreiðumanna þá myndi hún missa lánstraustið vegna þess að þá fyrst vissu allir að hún gæti ekki endurgreitt lán. Ég er viss um að þú átt þetta myndband, Lára, og að þú ert til í að lána ríkisstjórninni það ef hún vill hlusta.

Mér finnst líklegt að Jóhanna og Steingrímur eigi 6 -7,5 milljón aukalega - enda hafa þau lengi verið í þeirri aðstöðu að geta sent Alþingi kostnaðarreikninga fyrir símanotkun, ferðalögum, bensíni o.fl. sem sum okkar hinna borga með matarpeningunum.

Það eina rétta er að fara að ráðum Hudson og segja við útlenda kröfuhafa að þjóðin geti ekki axlað ábyrgð á skuldum einkabanka og annarra einkafyrirtækja. Mér skilst að þetta sé kallað greiðslufall og þeir sem þekkja til segja að afleiðingar af greiðslufalli þjóðar vari í um 3 ár. Eftir þann tíma muni þjóðin aftur verða þjóð meðal þjóða.

Innflutningur yrði lítill, aðeins flutt inn það allra nauðsynlegasta. Rétt að minna á að í haust sagði norskur ráðherra að Norðmenn myndu ekki láta okkur svelta þótt þeir vildu ekki lána okkur nema við færum inn í prógramm hjá AGS.

Fyrir tilstuðlan Framsóknarflokksins (sem er ábyrgur fyrir ástandinu eins og þú rekur vel hér að ofan), Sjálfstæðisflokksins (sem á stóran þátt í spillingu hvert sem litið er) og Samfylkingarinnar (sem myndi selja ömmu sína fyrir ESB-aðild) þá er íslenska þjóðin orðin eins og bónbjargarmaður: Horfumst í augu við það, sættum okkur við það og krefjumst þess að ríkisstjórnin (a.m.k. VG) viðurkenni þetta líka.

Stöðum ríkisstjórnina í að láta eins og við séum upprétt með fulla sjóði fjár.

Við eigum ekki annan kost en að biðja þolendur Björgólfs Thors (eins mesta glæpamanns Íslands) og pabba hans um að sýna okkur skilning.

Við getum valið að draga saman seglin, snúið okkur að því að vera sem mest sjálfbær, lifað spart...

eða...

við getum látið Samfylkinguna og þá sem vilja fylgja henni koma okkur í þá aðstöðu að við eigum okkur ekki viðreisnar von næstu hálfa öldina hið minnsta.

"Verið reið. Það er rétt að vera reið. Það er hollt" öskraði bandaríska skáldkonan Maya Angelou þegar hryðjuverkin voru fram í New York þann 11. september 2001.

Það er ósk mín að íslenska þjóðin geri orð Angelou að sínum. Verum reið og beinum reiðinni að þeim sem núna ætla að eyðileggja framtíð okkar og næstu kynslóða. Stöðum hryðjuverkin sem Perkins og Hudson bentu á að hefðu verið framin gegn okkur að utan með því að dæla lánsfé inn í hagkerfið svo hægt væri að komast yfir auðlindir landsins okkar.

Helga (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 02:30

41 identicon

@Helga

Það er búið að skrifa undir - því miður.

Dóra (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 02:41

42 identicon

Dóra, þá skaltu setja lappir upp í loft ef það er það sem þú vilt og kýst.

En...

láttu vera að draga kjarkinn úr öðru fólki!

Helga (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 02:57

43 Smámynd: Egill M. Friðriksson

Ég eins og flestir aðrir Íslendingar er ekki hrifinn af þessu Icesave máli en skoðum aðeins málið. Landsbankinn fékk leyfi til að stofna útibú í Bretlandi - væntanlega þá frá íslenska og breska fjármálaeftirlitinu. Landsbankinn auglýsir reikninga með þeim hætti að 20.887 evrur séu alltaf tryggðar út frá tryggingasjóði innistæðueigenda. Bankinn fellur. Ísland ákveður að tryggja að fullu innistæður allra Íslendinga en ekki í erlendum útibúm og þar með hefur Ísland brotið EES samninginn. Einhver þarf að tryggja þessar 20.887 evrur og það er nokkuð augljóst að tryggingasjóður innistæðueigenda hefur ekki bolmagn í það. Hvernig er það eiginlega sanngjarnara að skattgreiðendur Breta eigi að taka á sig fallið? Flestallir eru fórnarlömb hérna - mér finnst bara Íslendingar skoða þetta eins og þeir séu langstærstu fórnarlömbin. Það er auðvitað hundfúlt að staðan skuli vera orðin svona - en finnst í alvörunni öllum að Ísland þurfi ekki að taka neina ábyrgð? Fólk verður að átta sig á að þeir sem stýrðu bönkunum störfuðu með leyfi Seðlabankans og FME. Enn sem komið er hafa amk. engin verklagsbrot fundist. Ég er ekki að segja að þessi lausn sem hefur fundist sé sú sanngjarnasta - en hvaða skoðun hefur fólk almennt? Að Bretar taki á sig allt fallið, að hluta til eða deili kostnaði með Íslandi?

Egill M. Friðriksson, 6.6.2009 kl. 03:25

44 identicon

Ég er búinn að vera utan landssteinanna í lengri tíð og aðeins kominn úr sambandi við krónuna og verðlag á Íslandi. Til að reyna að ná utan um þessar tölur fór ég í fjárlögin fyrir 2009. Höfuðstólinn ræður hugurinn á mér ekki við, svo ég ákvað að taka á 35 milljarða ársvöxtunum. Hvað þýðir þessi tala?

Stoppaði hér:

02-201 Háskóli Íslands
Almennur rekstur (m. kr.):
1.01 Háskóli Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11.760,8
1.13 Háskólasjóður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .116,7
Almennur rekstur samtals . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11.877,5
Viðhaldsverkefni:
5.50 Fasteignir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .40,0
Stofnkostnaður:
6.50 Byggingarframkvæmdir og tækjakaup . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .375,0
Gjöld samtals . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12.292,5

Sértekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . -2.334,2
Gjöld umfram tekjur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9.958,3

Að ég bendi á hið augljósa: Vextirnir af þessu eru semsagt í grennd við þriggja ára fjárþörf H.Í.  til almenns rekstrar miðað við 2009.

 ...

Úr því ég var kominn af stað á annað borð, lagði ég þá saman áætluð útgjöld á fjárlögum 2009 til allra háskóla og háskólatengdra sjóða o.s.frv.  (Sjö háskólar + stofnanir, en ekki bókasafnið, þetta eru liðir 02-201 til 02-299 á fjárlögum 2009.) 

Samtals:18.781,00 milljónir

Jasvo: 35 milljarðar eru tvöföld áætluð útgjöld ríkissjóðs til allrar háskólastarfsemi á Íslandi fyrir árið 2009. Þetta eru vextirnir.

 ---

Fjárlögin má finna hér

http://www.althingi.is/altext/136/s/pdf/0481.pdf

 

Karl Aspelund (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 03:41

45 identicon

Friðrik, í guðanna bænum reyndu að fara með rétt mál!

..."þar með hefur Ísland brotið EES samninginn". Nei, Friðrik. Lestu skrif Stefáns Más Stefánssonar, lagaprófessors og Lárusar Blöndals hæstaréttarlögmanns. Kynntu þér síðan það sem Björg Thorarensen
lagaprófessor hefur um málið að segja.

..."það er nokkuð ljóst að tryggingasjóður innistæðueigenda hefur ekki bolmagn"... Innstæður voru tryggðar með því sem var í tryggingasjóðnum. Það stendur hvergi að þjóðin eigi að taka við þar sem tryggingasjóðnum sleppir.

..."mér finnst bara Íslendingar skoða þetta eins og þeir séu langstærstu fórnarlömbin". Friðrik, þeir eru það. Íslensku þjóðinni er fórnað til að ESB þurfi ekki að viðurkenna að regluverk sambandsins stenst ekki þegar allt bankakerfi þjóðar og að auki efnahagskerfi þjóðar hrynur.

"Enn sem komið er hafa amk engin verklagsbrot fundist." Er það virkilega svo, Friðrik? Lestu fjölmiðla síðustu átta mánuði.

..."hvaða skoðun hefur fólk almennt." Tala bara fyrir mig. Skoðun mín er sú að ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar átti að fara dómstólaleiðina og fá það viðurkennt með dómi að regluverk ESB stenst ekki þegar bankakerfi og efnahagskerfi hrynur. Það átti að mótmæla af krafti alþjóðlega en ekki með nöldri innanlands að breskra stjórnin rýðri allverulega eigur með því að beita hryðjuverkalögunum.

Núverandi ríkisstjórn á að gera það sem Þór Saari benti á í Kastljósi í kvöld og fyrr í vetur benti Andrés Magnússon á þetta sama, þ.e. að láta Bretum eftir allar eigur bankans í Bretlandi, láta þeim í té allar upplýsingar svo hægt sé að ná í eigur þeirra sem skulda þessar upphæðir (og það er ekki íslenska þjóðin), fá Breta í samstarf svo hægt sé að elta uppi eigur þeirra í skattaparadísum sem eru eyjur sem margar ef ekki allar lúta breskri stjórnsýslu.

Það á að nýta sér sterka samningsstöðu Íslands, eins og Sigmundur benti á í Kastljósi í kvöld. Stjórnvöld áttu að vinna með Indefence-hópnum.

Þetta ætti að nægja til að svara spurningu þinni.

Helga (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 03:47

46 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Er fólk nokkuð búið að gleyma forsögu þessa máls????? 

Viðskipti | mbl.is | 8.10.2008  

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði við breska ríkisútvarpið BBC í morgun, að bresk stjórnvöld muni leita réttar síns gagnvart Íslandi, standi íslenska ríkið ekki við skuldbindingar sínar gagnvart breskum sparifjáreigendum sem lögðu fé á reikninga hjá Icesave, netbanka Landsbankans.

Íslenska ríkisstjórnin tilkynnti mér í gær, hvort sem þið trúið því eða ekki, að hún ætlaði ekki að standa við skuldbindingar sínar hér," sagði Darling við BBC. „Vegna þess að þetta er útibú erlends banka þarf íslenski tryggingarsjóðurinn að tryggja fyrsta hlutann af innistæðunum en mér sýnist sá sjóður vera tómur," sagði Darling.

Davíð Oddsson útskýrir hversvegna hann vill ekki borga hér; http://www.youtube.com/watch?v=26irOb_RxhU

14. nóvember 2008

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að íslenska ríkið ábyrgist greiðslu upp að 20.887 evrum til eigenda erlendra innistæðureikninga í íslenskum bönkum.

Heildarskuldbindingin er talin nema allt að 600 milljörðum króna. Endanleg upphæð mun ráðast af því verði sem fæst fyrir erlendar eignir bankanna.

Að langmestu leyti er hér um að ræða innistæður á Icesave-reikningum Landsbankans. Miðað við margítrekaðar yfirlýsingar forsvarsmanna Landsbankans ættu þær eignir að gera meira en duga fyrir öllum innistæðum. Þingflokkur Samfylkingarinnar samþykkti ábyrgðina á miðvikudag.

Sama dag áréttaði þingflokkur sjálfstæðismanna að Geir H. Haarde forsætisráðherra hefði óskorað umboð til að afgreiða málið.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins liggur fyrir að Íslendingar semji með þessum hætti um lyktir málsins þótt það hafi ekki verið gert með formlega.

Að fenginni þessari niðurstöðu munu Bretar aflétta ákvæðum hryðjuverkalaga og þar með fá Íslendingar umráð yfir eignum Landsbankans og geta notað andvirði þeirra til að greiða út innistæðurnar.

Þá munu Íslendingar losna úr þeirri blindgötu sem þeir hafa verið í við öflun erlends lánsfjár vegna óvissu um ábyrgð á Icesave-reikningunum.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var það mat ríkisstjórnarinnar að fullljóst væri orðið að Íslendingar þyrftu að takast þessa ábyrgð á hendur til þess að eiga nokkurn kost á lánveitingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, öðrum Norðurlöndum eða löndum Evrópusambandsins.

Alþjóðasamfélagið hafi einfaldlega hafnað þeim ásetningi Íslendinga að hafa fyrirvara á því hvað í alþjóðlegum skuldbindingum um innistæðutryggingar fælist. Bent er á að bankar frá um 100 þjóðríkjum séu starfandi í Bretlandi. Bretar hafi af þeim sökum talið að aðferð Íslendinga skapaði hættulegt fordæmi fyrir fjármálastarfsemi í því landi.

Einnig var talið auka óvissu við núverandi aðstæður á fjármálamörkuðum, þar sem traust er ekki fyrir hendi, að efna til alþjóðlegra málaferla um gildi innistæðutrygginga.

28. nóvember  2008   breskra stjórnvöld beita hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum og færa starfsemi dótturfyrirtækja Landsbankans og Kaupþings í Bretlandi undir breska fjármálaeftirlitið. Ástæðan; Miklir milliflutningar á fé frá reikningum Icesave og Kaupþings í bland við misvísandi yfirlýsingar stjórnvalda.

 mbl.is | 14.11.2008

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður framsóknarflokks, segir það grundvallaratriði að samkomulag sem tengist lausn Icesave-deilna, komi til umfjöllunar á Alþingi áður en það verður undirritað. Í bókun sem Siv lagði fram á fundi utanríkismálanefndar í morgun, segir að um sé að ræða svo stórt hagsmunamál fyrir þjóðina að þingið verði að fá málið til umfjöllunar.

 5. júní, 2009

Samkomulag samninganefnda Íslands og Bretlands vegna Icesave skuldbindinganna gerir ráð fyrir að engar greiðslur verði af hálfu Íslands í sjö ár, hvorki af höfuðstól né vaxtagreiðslur. Því er rangt sem komið hefur fram í fjölmiðlum fyrr í dag, m.a. tilvísun Eyjunnar í mbl.is, að greiða þurfi vexti fyrstu sjö árin.

Þetta fulyrðir einn stjórnarþingmaður í samtali við Eyjuna. Hann segir að lánið verði til 15 ára, afborgunarlaust að fullu til 2016.

Hann segir óánægju stjórnarandstöðunnar á Alþingi að vissu leyti skiljanlega, en þó verði hún að hafa í huga að samninganefndir landanna verði enn að störfum fram eftir degi og af þeim sökum er ekki tímabært að fara með drög að samningi inn í þingsal. Þá telur hann samninginn mjög góðan fyrir Íslands hönd.

“Miðað við upphafleg drög fyrr í vor, sem gerðu ráð fyrir þriggja ára bið á greiðslu, jafnvel með vaxtagreiðslum fyrstu þrjú árin, þá er þetta eins hagfellt og við gátum hugsað okkur. Við verðum að ná einhverri niðurstöðu í málinu og þessi er betri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Þannig hefur samningurinn engin áhrif á greiðsluflæði ríkissjóðs næstu sjö árin og við höfum allar forsendur til að ætla að um 90% af þessum 650 milljörðum náist til baka innan þess tíma,” sagði þingmaðurinn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2009 kl. 04:22

47 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ein meginástæða þess að ég flutti frá Íslandi var sá möguleiki að skuldir sem ég átti engan þátt í að skapa myndu hellast yfir börnin mín og gera þau að þrælum 21. aldarinnar. Það er fáránlegt að rætt hafi verið að allir Íslendingar skyldu borga tap þessara einkafyrirtækja, og að slík ákvörðun geti hvílt á fólki sem fer með völd á landinu í fjögur ár.

Þeir sem fara með völd í landinu til fjögurra ára eiga ekki að geta gert skuldbindingar umfram þann tíma.

Hrannar Baldursson, 6.6.2009 kl. 04:26

48 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú ert algjör himnasending Lára Hanna Takk fyrir þennan geðlosandi pistil! Ég er svo sannarlega ánægð með Þór hvernig hann setur hlutina í samhengi og lausnin sem hann bendir á er algjör snilld!!!

Ég er hrædd um að þeir verði margir sem missi af sínum strætisvagni með þessum hörmungum!!! (útúrsnúningur út úr einum helstu rökum ÁI við því að það er sé ekki hægt að fara aðrar leiðir)

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.6.2009 kl. 04:26

49 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Fyrir mig kemur eiginlega bara tvennt til greina. Að fá ríkisstjórnina ofan af þessari vitleysu eða flytja burt. Ég ætla ekki að búa hér við sult og seyru til að borga undir rassgatið á þjófapakkinu.

Þakkir fyrir góðan pistil eins og vanalega Lára Hanna, þú berð af eins og vanalega.

Baldvin Björgvinsson, 6.6.2009 kl. 07:18

50 Smámynd: Einar Solheim

@45 (Helga) : Jú Helga, við brutum EES samninginn. Það má vissulega deila um hvort ríkissjóður beri ábyrgð á innistæðum umfram stöðu bótasjóðs, en með því að tryggja innistæður íslendinga að fullu þá erum við að mismuna á grundvelli þjóðernis eða landafræðilegrar staðsetningar - sem er brot á EES samningnum. Bretar hefðu því getað farið fram á að í ljósi þessarar mismununar skyldu íslenska ríkið ábyrgjast allar innistæður - líka það sem væri umfram tuttugu þúsund evrurnar. Þannig að því miður var samnningsstaða okkar eins sterk og margir halda.

Einar Solheim, 6.6.2009 kl. 07:47

51 identicon

Minnir mig á hina alræmdu versalasamninga í Þýskalandi 1919  .Þá reis ungur Austurískur hermaður Adolphus að nafni upp og mótmælti og fékk marga í lið með sér.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 08:23

52 identicon

Það er sama ömurlega rassgatið undir öllum þessum "atvinnustjórnmálamönnum" sem eru búnir að vera allt allt allt allt of lengi viðriðnir íslensk stjórnmál.  Ókei, reynsla er góð en svo er hægt að vera of lengi.

Afhverju heldur Steingrímur til dæmis að hann hafi fengið þessa glæsilegu kosningu til Alþingis þann 25. apríl síðastliðinn??

Jú það er til dæmis vegna þessara skoðana og yfirlýsinga:

Morgunblaðið 24. janúar 2009, þar sem hann gagnrýnir þáverandi ríkisstjórn fyrir vinnubrögð í kringum IceSave:

„Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa gegn. Stjórnarseta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er því að reynast þjóðinni dýrkeypt, í þessu sem öðru. En þessari vöru fæst ekki skilað, eins og sagt er, heldur virðist ríkisstjórnin ætla að sitja áfram, án þess að boða til kosninga, þar til það er orðið endanlegt og óafturkræft að skuldir vegna þessarar fjárglæfrastarfsemi lendi á þjóðinni og komandi kynslóðum.“

HVAÐ HEFUR BREYST FRÁ ÞVÍ AÐ STEINGRÍMUR SAGÐI ÞETTA???  JÚ, HANN ER KOMINN MEÐ STÆRRI SKRIFSTOFU.

Sjá hér:

http://www.amx.is/stjornmal/7628/

Gunnar Aron Ólason (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 08:55

53 identicon

Eftirfarandi (1) er heimfærsla upp á 86. gr. almennra hegningarlaga. Á eftir (2) fylgir greinin í heild. Ég er ekki dómari en ættum við ekki að biðja þær gungur og druslur sem sitja á Alþingi og í ríkisstjórn að meta gjörðir sínar í þessu máli út frá þessu landráðaákvæði?

(1) Verknaður sem miðar að því með nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið (ESB-ásökun Þórs Saari) eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess (fjárhagslegt forræði / efnahagslegt sjálfstæði vegna Icesave), kveður á um fangelsun þeirra sem um véla.

(2) 86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 09:52

54 Smámynd: Einar Indriðason

HELVÍTIS FOKKING FOKK!

Ég vil... að LANDRÁÐAMENN (flettið orðinu upp - geta kallast Quislingar líka), úr D listanum, og B listanum, já og SF og VG og bankabesefar og fyrrverandi seðlabankastjóri og útrásarræningjar og kvótakóngar...  Ég vil að þessu fólki verði stillt upp við vegg, og það NEYTT til að horfa í augun á okkur. 

Síðan vil ég að þetta LANDRÁÐA...PAKK!!! verði.. HÚÐFLETT!  Húðinni flett af!  Ég vil að HELVÍTIS hálsbindin þeirra verði hert.  Og hert.  Og hert........  

<RITSKOÐAÐ, INNIHELDUR LJÓTT ORÐALAG, RITSKOÐAÐ, RITSKOÐAÐ, RITSKOÐAÐ>

Hvernig væri að að kanna hverjir af þessum 30-40 aðilum, sem hafa verið tengdir við "útrás" (ásamt þeirra fylgifiskum í pólitíkinni) ... verði settir undir smásjá, og kannað hvort þeir flokkist sem landráðamenn?  Það skiptir samt ekki máli, því hverjir sjá um að skoða hvort um landráð er að ræða eða ekki?  Þeir .. sjálfir.  Á þinginu!

<RITSKOÐAÐ, RITSKOÐAÐ, RITSKOÐAÐ, RITSKOÐAÐ, RITSKOÐAÐ>

Einar Indriðason, 6.6.2009 kl. 10:16

55 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Einn thingmadur ritar inn athugasemd her ad ofan, Eyglo Hardardottir.  Eg verd ad segja ad tad skelfir mig ad sja skrif theirra sem eiga ad vinna fyrir okkur.  Thingmadurinn virdist alls ekki skilja ad i dag verdur ad leita lausna fyrir thjodina sjalfa - en ekki politiskt karp.

I gudanna baenum Eyglo Hardardottir, ef thu hefur einhverja thekkingu sem thingmenn aettu ad hafa, ta aettirdu ad kalla eftir lausn i thessu mali sem er stadreynd en ekki malefni i raedukeppni.

Islenska thjodin tarf ekki a tvi ad halda nu.  En kannski ertu bara ekkert islenska thjodin.

Vid eigum ekki ad greida skuldir otindra thjofa eins og stjornenda Landsbanka.  Hvar eru allir fjarmunirnir sem folk greiddi inn a Icesave.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 6.6.2009 kl. 10:29

56 identicon

Þakka þér fyrir frábæran pistil og alla þá vinnu sem að þú leggur í hann, sem minnir mann rækilega á kaldar staðreyndir.

Þessi staða er ömurleg og sú ríkisstjórn sem maður kaus til að standa fyrir sínum loforðum og maður treysti á að taka sanngjarnar ákvarðanir fyrir okkur og komandi kynslóð, er búin að drulla uppá bak. Einhvers staðar stendur ef þú vilt sjá hvaða persónu maður hefur að geyma, gefðu honum þá vald og hana nú, greinilega eitthvað að marka þetta.

Dísa (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 10:39

57 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Lára, góður pistill. Ég er líka reiður og mjög vonsvikinn. Kópavogsfundurinn 1662 endurtekur sig núna. Ég tek undir með fleirum að sennilega er best að flytja héðan. Ef við gerum það öll mun enginn veiða hval og Steingrímur getur unað glaður við það. Jóhanna verður líka mjög happy því þá er Íslendingar komnir í Evrópusambandið-þeir fluttu bara þangað. Síðan verða útsýnisferðir á mannlausa eyju norður í hafi, eyju þar sem fólk hélt að stjórnmálamenn hefðu sama skilning á lýðræði og það sjálft.

Gunnar Skúli Ármannsson, 6.6.2009 kl. 10:47

58 identicon

Ég kom úr sveitasælunni í gær, alsæl eftir að hafa verið ótengd við internet og sjónvarp í heila viku.

Settist fyrir framan tölvu og las fréttirnar um Icesave og fékk sjokk... algjört sjokk!

Ég er bara ekki að trúa þessu. Hvar er kjarkurinn í þjóðinni?

Það er ljóst að ef við neitum að borga þessa háu upphæð og skjótum máli okkar til dómstóla þá eigum við á hættu að allar lánalínur til okkar verði frystar. Ein kona úr VG sagði við mig í gær, ég vil ekki að börnin mín svelti.

Svelti? Á Íslandi? VIð með allt þetta lambakjöt, heita og kalda vatn og fullt af ónýttu svæði til að rækta, að ég tali nú ekki um allan fiskin í sjónum. Sko við sveltum ekki, svo mikið er víst.

En það er augljóst að þessi samningur um Icesave er aðeins gerður til þess að hirða megi svo af okkur allar auðlindir seinna þegar það mun koma í ljós að við getum ekki borgað, sem við svo sannarlega ekki getum.

Þetta hefur IMF gert í öllum þeim löndum sem þeir hafa komið nálægt og almenningur fær að blæða. Það eru aðeins þær þjóðir þar sem almenningur hefur risið upp gegn þessu sem hafa komist í gegnum kreppu og haldið auðlindum sínum.

Þið verðið að átta ykkur á því að þegar erlendu stórfyrirtækin eiga auðlindirnar þá er öll framleiðsla og hagnaður tekin úr landi og þá er ekkert eftir... hvorki peningur fyrir okkur til að kaupa inn til landsins eitt né neitt og við eigum heldur ekki lengur matinn í landinu.

Kannast einhver við þessa lýsingu? Svona bjuggum við undir Danmörku í aldaraðir.... þetta er ekki bara einhver hræðsluáróður.. þetta er blákaldur veruleiki sem blasir okkur við.

ÞAÐ HEFUR ALDREI VERIÐ MIKILVÆGARA FYRIR ÞJÓÐ EN EINMITT NÚ AÐ RÍSA UPP GEGN ALHEIMSAUÐVALDINU OG SEGJA; NEI VIÐ BORGUM EKKI !!

STÖNDUM SAMAN, MÆTUM Á AUSTURVÖLL, HÆTTUM AÐ BORGA, VIÐ ERUM FRJÁLS 

Björg F (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 10:49

59 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Björg mig langar aðeins að gera smá athugasemd við þeta sem þú segir. Ekki það að ég sé mikið á móti málflutningnum heldur það að í honum kom fram sú ranghugmynd margra íslendinga að við getum bara gefið skít í allt og alla í kringum okkur og bara prjónað lopapeysur og veitt fisk og nagað lambabein.

Svelti? Á Íslandi? VIð með allt þetta lambakjöt, heita og kalda vatn og fullt af ónýttu svæði til að rækta, að ég tali nú ekki um allan fiskin í sjónum. Sko við sveltum ekki, svo mikið er víst.

Til þess að veiða fiskinn í sjónum þarftu olíu og veiðarfæri.. að maður tali nú ekki um stál og vélar og allt sem því fylgir..  hvert og eitt einasta af þessu er flutt inn.. já flutt inn fyrir erlendan gjaldeyrir!

blessuð lömbin, jú jú ef við ætlum að brauðfæða þjóðina á lambakjöti þá þarf að auka stofnin talsvert því lambakjöt er bara orðin lítil prósenta af heildarpakkanaum sem við étum hér á landi.. til að framleiða lambakjöt og koma því á markað þarf.. Olíu, rafmagn, vélar, húsakost .. þótt megnið af þessu sé til í landinu þá þarf að halda draslinu við svoe fvið skellum okkur í þennan pakka að lifa af landinu eingöngu.. þarf að fjölga bændum og stækka búin. og heyja án olíu og traktora því við eigum ekki fyrir olíu mannstu því við ætlum ekki að borga neitt,,

Við förum aftur til 1910 sirka.. land án vélakosts.. skemmtileg tilhugsun ekki satt ?

En að öllu gamni slepptu þá sleppur ísland ekki við að borga þessa skuld sem ráðamenn þjóðarinnar leyfðu örfáum vitleysingjum og siðleysingjum undir öruggri forystu Davíðs Oddsonar að ræna og rupla frá öðrum þjóðum.. 

en eigið annars góða sjómannadagshelgi.

Óskar Þorkelsson, 6.6.2009 kl. 10:57

60 Smámynd: AK-72

Ég játa að maður er með óbragð í munninum, reiði og sorg í hjarta sem fyllt er af raunsæu vonleysi yfir því að hópur manna skuli hafa koimið okkur í þá stöðu, að nær því engar leiðir virðast vera út úr þessu.En hvaða leiðir eru færar aðrar, maður er ráðvilltur, maður sér engar snöggar góðar leiðir, maður sér að nágrannaríkin hafa stillt okkur upp við vegg vegna siðblindrar græðgi bankamanna, heimsku stjórnmálamanna og firringu fyrrum leiðtoga sem menn trúðu á með ofstækisfullri blindni.

Óbragðið verður því meira heldur en maður bjóst við, þegar maður sér að auðmennirnir sitja enn í góðum gír með eigur sínar upp á milljarða hér og þar, Björgúflur Thor segist ætla að kaupa Ísland upp á bruna-útsölu og hefur stofnað Fönix-sjóð til uppkaupa. Ætlar semsé að græða feitt á landinu sem hann átti sinn þátt í að keyra í þrot.

Svo verður óbragðið enn meira þegar maður veit að enn starfa þeir sem bera ábyrgð á IceSave innan Landsbankans og sumir hverjir jafnvel yfir eignarhaldsfélögum þeirra. Hversvegna sitja þeir þar enn? Hversvegna fá allar klíkurnar þar að sitja áfram, fólkið sem braskaði, svindlaði og svívirti heila þjóð sér til ábata og ánægju?

Kannski maður sendi Ásmundi Stefáns línu og spyrji hann, hversvegna hann haldi hlifisskildi yfir efnahagslegum hryðjuverkamönnum.

AK-72, 6.6.2009 kl. 11:07

61 identicon

Sá aðili, fyrir utan bankamennina sjálfa, á mesta þátt í að gera Icesave mögulegan og á ábyrgð okkar, var Davíð Oddsson.

Korter í hrun, þegar hann vissi að allt væri að fara á versta veg, að eigin sögn, AFNAM hann bindiskyldu á innistæður íslenskra banka erlendis. Þessi gjörningur var sérstaklega gerður fyrir Landsbankann sem var að komast í þrot með handbært fé.

Í tryggingasjóðnum voru feitar upphæðir, sem þeir vildu koma sínum gráðugu fingrum í en gátu ekki vegna laganna um bindiskyldu.

Því var leitað til vinar þeirra, Davíðs Oddssonar, með málið og AFNAM HANN SNARLEGA bindiskylduna fyrir þá og MEÐ ÞEIM GJÖRNINGI voru tryggingasjóðirnir tæmdir.

Og nota bene - Bjöggarnir hafa EKKI ENN GREITT AÐ FULLU FYRIR LANDSBANKANN !!!!

Dóra (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 11:44

62 Smámynd: Egill M. Friðriksson

"Friðrik, í guðanna bænum reyndu að fara með rétt mál!

..."þar með hefur Ísland brotið EES samninginn". Nei, Friðrik. Lestu skrif Stefáns Más Stefánssonar, lagaprófessors og Lárusar Blöndals hæstaréttarlögmanns. Kynntu þér síðan það sem Björg Thorarensen
lagaprófessor hefur um málið að segja."

Ég heiti reyndar Egill, ekki Friðrik. Af því sem ég hef lesið um EES samninginn þá lítur út fyrir að EES samningurinn var brotinn. Það var enginn munur á icesave útibúi í Bretlandi og útibúi Landsbankans á Íslandi. Með því að tryggja innistæðurnar að fullu hér heima en ekki í Bretlandi þá er verið að mismuna eftir þjóðerni og er það eitt af því sem ekki má gera samkvæmt EES samningnum. Þetta er samt líklega umdeilt í kjölfar svona bankakreppu og því eru skiptar skoðanir á þessu máli. Þú getur fundið lögfræðina sem eru sammála þessu atriði en þú getur líka fundið lögfræðinga sem eru ósammála. En þó að Björg, Stefán og Lárus komi fram með álit sem fellur að þínum skoðunum þá er það ekki sjálfkrafa rétt álit - það er ekkert öruggt í lögfræðinni.

"Innstæður voru tryggðar með því sem var í tryggingasjóðnum. Það stendur hvergi að þjóðin eigi að taka við þar sem tryggingasjóðnum sleppir."

Ef þú ert að tala um að innistæður hér heima hafi verið tryggðar með tryggingasjóðnum þá vitum við bæði að svo er ekki, hann hafði einungis brot af því sem hann átti að tryggja. Það er aftur á móti umdeilanlegt hvort hann eigi að taka lán á kostnað ríkisins til að tryggja lágmarkstryggingu á hverjum reikningi í Bretlandi. Þetta er ekki mál sem er öruggt fyrir Ísland enda er það túlkað á misjafnan hátt.

"Friðrik, þeir eru það. Íslensku þjóðinni er fórnað til að ESB þurfi ekki að viðurkenna að regluverk sambandsins stenst ekki þegar allt bankakerfi þjóðar og að auki efnahagskerfi þjóðar hrynur."

Hérna get ég verið sammála þér með að regluverk ESB var augljóslega ekki að fúnkera eins og það átti að gera. T.d. var erfitt fyrir breska fjármálaeftirlitið að fylgjast með öllum útibúum í sínu landi. Hvort að íslensku þjóðinni sé eitthvað sérstaklega fórnað er svo annað mál. Það er ekki eins og Bretar sjálfir séu í sérstaklega góðum málum. London var fjármálaborg Evrópu og margir bankar þar hafa fengið ríkisaðstoð. Sumir tala jafnvel um að Bretar gætu hugsanlega komið verr út úr þessari kreppu en Ísland. Þess vegna finnst mér rökin að vegna þess að Bretar séu svo margir að þá séu þessir 650 milljarðar lítil upphæð fyrir þá. 

"Er það virkilega svo, Friðrik? Lestu fjölmiðla síðustu átta mánuði." Eru semsagt fjölmiðlar orðin heimild fyrir því að lög hafi verið brotin? Það hafa engir dómar verið felldir og ég hef ekki heyrt FME tala um að Landsbankinn hafi brotið neinar reglur með stofnun icesave útibúa sinna. Hefur þú lesið um það einhversstaðar? 

"Tala bara fyrir mig. Skoðun mín er sú að ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar átti að fara dómstólaleiðina og fá það viðurkennt með dómi að regluverk ESB stenst ekki þegar bankakerfi og efnahagskerfi hrynur. Það átti að mótmæla af krafti alþjóðlega en ekki með nöldri innanlands að breskra stjórnin rýðri allverulega eigur með því að beita hryðjuverkalögunum."

Hérna getum við aftur verið sammála. En samkvæmt þeim þá var þessi leið könnuð og að mati lögmanna þá var hún líklegri til að skila verri stöðu fyrir Íslendinga heldur en betri. Svona dómsmál tæki einhver ár og ef að niðurstaðan yrði ekki hliðholl Íslandi þá er spurning hvaða samningum við gætum náð um icesave eftir slíkt dómsmál. Hugsanlega yrði það mun verra heldur en það sem var samið um í gær. Mér finnst svolítið eins og fólk haldi að það sé bara eitt rétt lögfræðiálit og það séu þau sem koma frá íslenskum lögfræðingum. Svo er einfaldlega ekki. Ég býst við að fyrri og núverandi ríkisstjórn hafi meiri upplýsingar um þetta mál sem veldur því að þeir fara ekki dómstólaleiðina. Eðlilegast væri að fá þær upplýsingar upp á yfirborðið. 

"Núverandi ríkisstjórn á að gera það sem Þór Saari benti á í Kastljósi í kvöld og fyrr í vetur benti Andrés Magnússon á þetta sama, þ.e. að láta Bretum eftir allar eigur bankans í Bretlandi, láta þeim í té allar upplýsingar svo hægt sé að ná í eigur þeirra sem skulda þessar upphæðir (og það er ekki íslenska þjóðin), fá Breta í samstarf svo hægt sé að elta uppi eigur þeirra í skattaparadísum sem eru eyjur sem margar ef ekki allar lúta breskri stjórnsýslu."

Ertu þá að tala um að gera eigur Björgólsfeðga upptækar? Það hefur nú komið fram m.a. hjá Evu Joly að ólíklegt sé að fjármagn náist hjá þeim sem hafa komið því út úr landi. Það yrði bara brotabrot. Annars finnst mér þú soldið vera bara vísa þessu yfir á Breta eins og Ísland hafi ekkert með þetta mál að gera.  Og síðast en ekki síst - þú gerir ekki eigur upptækar hjá mönnum nema þeir hafa gerst brotlegir. Enn og aftur - það hefur enginn eftirlitsaðili komið fram og sagt: Landsbankinn braut lög með icesave. Ég er ekki að segja að mér finnist sanngjarnt hvernig kom fyrir - en við getum ekki allt í einu skrifað einhver lög sem eru bara afturvirk vegna þess að það hentar okkur. Að auki tel ég að við munum ná miklu meira með því að endurselja þessar eignir á næstu árum en að fara eltast við skattaparadísir.

Að lokum þá trúi ég því nú að stjórnvöld séu að reyna gera sitt besta til að lenda þessu máli á sem farsælasta hátt. Hvort sem það eru núverandi eða fyrrverandi stjórnvöld. Við verðum líka að reyna að setja okkur í þau spor þar sem við ætlum að neita borga. Fengjum við þá einhver lán? Myndu Bretar fara í mál við okkur á þeim grundvelli að EES samningurinn hafi verið brotinn? Væri EES samningnum sagt upp? Væru gjaldeyrishöft hérna í mörg mörg ár? Ég held að því miður verðum við að taka einhverja ábyrgð á okkur þó að mér finnist persónulega að Bretar eigi að deila kostnaðinum á þessu hruni. En ég er þó bjartsýnn að á næstu árum munu þessar eignir skila sér upp í skuldirnar og þá er ekki víst að þetta muni enda á svo slæman hátt.

Egill M. Friðriksson, 6.6.2009 kl. 11:50

63 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sammála þér Lára Hanna að þetta IceSave mál er hörmulegt fyrir alla. Boðskapurinn í dag á að vera að sameina þjóðina í að finna ásættanlega lausn en ekki að ala á úlfúð. Við erum öll sama báti og það gagnast okkur ekkert núna að eyða orkunni í fortíðina og gera lítið úr stjórnarandstöðunni því þar með erum við að stilla okkur upp með ranglætinu í þessu máli. Auðvitað eiga margir sök í þessu máli og það þarf að láta þá sem bera þá ábyrgð bera hana. En að skjóta sendiboðana, sem eru þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem eru að koma nýir inn á þing, skilar okkur engu núna.

Nú er að standa saman, finna það sem sameinar okkur og grípa til aðgerða sem duga. Liður í lausninni er að mynda hér þjóðstjórn og fjölga ópólitískum ráðherrum.

Jón Baldur Lorange, 6.6.2009 kl. 11:59

64 Smámynd: Héðinn Björnsson

Undirskrift þessa samnings jafngilda stríðsyfirlýsingu og ef þetta fer í gegnum þingið verður friðrof á Íslandi.

Héðinn Björnsson, 6.6.2009 kl. 12:08

65 identicon

Í lögum um landráð segir:

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.

Þessi lög braut Davíð og við skulum bara vona að maðurinn fái að gjalda fyrir gjörðir sínar með 16 ára fangelsi.

Dóra (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 12:22

66 identicon

Mér finnst athugasemdir Egils M. Friðrikssonar (6.6.2009 kl. 03:25 og síðar) þess virði að velta aðeins fyrir sér.  Eins og allir er ég ekki beint sátt við Icesave málið en ég er ekki sammála því að við berum enga ábyrgð á Icesave sem þjóð.  Við byggðum um alþjóðlegt fjármálakerfi (og vorum mjög stolt af því) en við gleymdum að lesa smáa letrið um þá ábyrgð sem við vorum að taka á okkur. 

Við eigum vissulega ekki að samþykkja MEIRI ábyrgð en okkur ber, en eigum við rétt á að bera MINNI ábyrgð en okkur ber?  Ef við berum ekki okkar ábyrgð þá verður einhver annar að axla hana fyrir okkur, er það sanngjarnt?  Getum við það ef við viljum halda sjálfsvirðingu okkar og stöðu í samfélagi þjóðanna?

ASE (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 12:25

67 identicon

Egill, (fyrirgefðu að ég fór rangt með nafnið þitt hér að ofan, það var ekki ætlunin)! Milli skoðanna þinna og minna er himinn og haf og ég sé ekki að það skili árangri að eyða tíma í að svara seinna innleggi þínu lið fyrir lið. En lítill maður finnst mér þú vera með því að láta eins og þau Lárus, Stefán og Björg séu ekki þungvitarmenn í faggrein sinni, lögfræðinni.

Til ykkar hinna sem skilja hvað er að gerast, þ.e.a.s. að í dag undirritaði fjármálaráðherra skjal sem hneppir íslensku þjóðina í ánauð næstu 50 ár hið minnsta og mun tryggja að erlendir lánardrottnar geti tekið af þeim landið þegar skuldir falla í gjalddaga og að hið ánauðuga fólk getur ekki borgað.

Þið, sem kjósið að hafa augun opin og hugsa út fyrir rammann, kíkið á þessa síðu hér og ef þið eruð sammála takið þátt í að skrifa undir.

http://www.facebook.com/group.php?gid=113280451146&ref=mf

Helga (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 13:14

68 identicon

West Ham, Actavis, Nova - Er þetta ekki allt á blússandi siglingu ???

Heiður (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 13:21

69 Smámynd: Egill M. Friðriksson

"En lítill maður finnst mér þú vera með því að láta eins og þau Lárus, Stefán og Björg séu ekki þungvitarmenn í faggrein sinni, lögfræðinni."

Ég sé hvergi í skrifum mínum að ég sé að gera lítið úr þeirra stöðum og menntun - þarna ertu nú einfaldlega að gera mér upp skoðanir. Það eina sem ég er að gera er að benda á að ef að þetta mál væri svona svart/hvítt eins og þú lýsir því þá væru lögfræðingar væntanlega almennt sammála um þetta mál. Þeir eru það ekki og þú ert að gefa þér það að álit þessara þriggja manna séu réttari heldur en álit annarra lögfróðra manna. Ég er ekki lögfræðingur en ég kann að lesa og það er nokkuð ljóst að þetta er umdeilanlegt mál. Þess vegna eru fleiri en ein skoðun og sú sem þú aðhyllist er ekki endilega sú rétta.

Egill M. Friðriksson, 6.6.2009 kl. 13:47

70 identicon

Landið er að fara norður og niður og verður kannski ekkert skárra en Kúba eða Nigería innan skamms.  Það er ofbeldi gegn okkur að pína okkur í hundraða milljarða skuldir fyrir þjófa.  Við getum ekki og munum aldrei geta sætt okkur við að vera hlunnfarin þannig og pínd með valdi til að borga þjófnaðinn.  Góð lýsing  í no. 14 af henni GLOTTANDI GÍFURYRÐU í Framsókn.  Hafði akkúrat kvartað við Forseta Alþingis yfir að leyfa gífuryrðin í okkar Alþingi og fyrir framan alþjóð, ef ekki alheim.

EE elle (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 14:29

71 identicon

Og vil líka segja að þó við ættum ekki að þurfa að borga fyrir þjófa, brutu ísl. yfirvöld stórlega gegn erlendum sparifjáreigendum þegar þau í neyðarlögunum tryggðu allt sparifé landsmanna.  Sparifé útlendinga er jafnheilagt og okkar landsmanna.  Ólýsanleg skömm. 

EE elle (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 14:44

72 identicon

EKki hefur lengi verið brýnna fyrir okkur að koma okkur burtu úr OKUR- OG RÁNA- LANDINU.  Tek undir með Gunnari i no. 58. 

Og getur ekki Dóra hætt að draga fólk niður?  Það er líka vinna að skrifa og ættir að prófa það. 

Líka var það EKKI hugmynd Þórs Saari  sem kom fram í Kastljósi í gær um að fá hjálp Breta við að elta uppi þjófana.  Andrés Magnússon geðlæknir sagði það sl. vetur og Halldór Jónsson skrifaði um það í gær í pistli sem hann kallar: "Ég vil ekki borga þetta": http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/891002/

Almennur borgari (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 16:05

73 identicon

Og enn skrifar Dóra þó hún hafi kastað fólki út í ystu myrkur fyrir að gera ekkert og skrifa bara!  Ha?

Almennur borgari (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 16:30

74 identicon

"Við byggðum um alþjóðlegt fjármálakerfi (og vorum mjög stolt af því) en við gleymdum að lesa smáa letrið um þá ábyrgð sem við vorum að taka á okkur. "

Hver var stoltur af því ASE?  EKKi ég.  Talaðu fyrir þig sjálfa(n).  

Lisa (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 16:43

75 identicon

"En lítill maður finnst mér þú vera með því að láta eins og þau Lárus, Stefán og Björg séu ekki þungvitarmenn í faggrein sinni, lögfræðinni."

Helga, þetta var lágt.  Það var ekkert í orðum Egils sem lýsti því að hann væri að gera lítið úr skoðunum þessara lögfræðinga.  Það var ekki erfitt að skilja að hann var að segja að lögmenn væru oft ósammála um lagatúlkanir.   Sem þeir eru oft.

Lisa (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 16:49

76 Smámynd: Haraldur Baldursson

630 milljarðrar á 5,5% vöxtum í 7 ár eru 916 milljarðar

Haraldur Baldursson, 6.6.2009 kl. 17:57

77 Smámynd: Árni þór

Ég er á móti því að þjóðin borgi þetta, þeir sem stóðu fyrir þessu eiga að bera ábyrgðina sjálfir.

ef þjóðin borgar þá er þetta er dýr aðgöngumiði inn í ESB, ESB nei takk, að þjóðin borgi nei takk.

Árni þór, 6.6.2009 kl. 18:44

78 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ef þjóðin borgar þá er þetta er dýr aðgöngumiði inn í ESB, ESB nei takk, að þjóðin borgi nei takk.

mikið er ég leiður á svona bulli.. það er vaðandi um alla bloggheima svona djöfuls steypa.

Óskar Þorkelsson, 6.6.2009 kl. 19:13

79 identicon

Lísa, lestu setningarnar og efnisgreinarnar í samhengi. Orð Egils túlka það sem fyrrnefndir, virtir lögmenn hafa sagt að standist mjög líklega ekki og að þess vegna sé mikilvægt að fá dómsniðurstöðu.

Helga (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 19:30

80 Smámynd: DanTh

Lára, þú ert ekki sú eina sem ert reið, ég held almenningur sé búinn að fá sig upp í kok af þeim vesaldómi sem loðir við þetta samfélag og okkar ráðamenn.  Þvílíkir djöfulsins aumingjar sem allt þetta fólk er, og við líklega líka ef við gerum ekki neitt.  Ég hef allavega fengið nóg af því rugli að það sé á okkar herðum að bera ábyrgð á því hvernig auðmenn þessa lands keyrðu allt hér í þrot.  Við eigum með kröftugum mótmælum að hafna því að ríkisstjórnin geti kvittað upp á það að skuldasúpa Björgólfsfeðga verði send inn á heimilin og fyrirtækin í landinu. 

Ég tel að í stað þess að drekka þann beiska kaleik sem Icesave reikningarnir eru,  þá hefðu VG og Samfylkingin átt að leysa ríkisstjórnina upp þar sem þau augljóslega ráða ekki við þetta mál.  Ég vona svo innilega að inná Alþingi myndist samstaða um að troða þessum samning upp í óæðri endann á þessu liði.  Menn verða að hafa kjark til að hafna þessari þvælu og þeim aumingjaskap sem núverandi ríkisstjórn hefur berað sig að.     

Af hverju er það ekki dregið fram og kynnt alþjóða samfélaginu að uppgangur bankanna, kaup og sala fyrirtækja, ofurbónusar og kaupréttarsamningar, hafi verið ein allsherjar svikamylla sem saug raunverulegt fjármagn samfélagsins til sín, og eftir stóðu einungis tölur á blaði og nánast gjaldþrota þjóð?  Þeir sem þarna drógu vagninn eiga ekki að geta farið um sem frjálsir menn.  Þeir sitja enn í dag samanlagt á hundruðum miljarða sem þeir eignuðust með glæpsamlegum hætti.  Þetta eru allt glæpamenn, sama hvað hver segir, og það á að ná af þeim hverri einustu krónu sem þeir véluðu út úr samfélaginu. 

Munum svo að það voru Geir, Ingibjörg og náhjörðin í kringum þau sem neituðu að benda á þessa menn.  Fyrir þvergirðingshátt þeirra, og líklega samsekt líka, var öll þjóðin sett á sakamannabekk.  

Við eigum ekki að taka því þegjandi og hljóðalaust að yfir okkur verði dengt skuldafjötrum vegna óhæfuverka fégírugra fjármálamanna og spilltra pólitíkusa.  Við eigum sem þjóð að rísa upp, neita að taka á okkur þær álögur sem stjórnvöld eru að setja á okkur nú. 

Ég fullyrði að hvorki Jóhanna né Steingrímur eru að hugsa um heimilin og þau fyrirtæki sem enn standa.  Þau tala eitt en gera annað í þeim efnum.  Samkvæmt aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, mun ég t.d. á endanum ekki getað staðið undir mínum skuldbindingum, því brauðstrit mitt verður eyrnamerkt ríkissjóði við uppgreiðslu skulda sem elítan stofnaði til.  Eins og þessi ríkisstjórn tekur til hendinni, er í raun ekkert framundan fyrir þúsundir heimila annað en gjaldþrot, gjaldþrot heimila sem að öllu jöfnu hefðu átt að geta staðið undir sínum skuldbindingum.          

Hvar eru svo samtök launþega og atvinnurekenda, hvar er bara almenningur almennt í þessu máli?  Ætlar fólk virkilega að leifa stjórnvöldum að fara út í aðgerðir sem knésetja tugþúsundir heimila og kirkja stóran hluta atvinnulífsins?  Upp úr haustinu og þegar líður á árið verður líklegast ekki búandi hér á landi vegna kreppu sem markvist er keyrð hér inn af misvitrum stjórnmálamönnum.   

Lára, eins drífandi, réttlát og heiðarleg sem þú ert, rísum upp gegn stjórnvöldum.   Höfnum því að við séum gerð skuldug upp fyrir haus vegna glæpalýðs sem fékk að vaða hér uppi í skjóli yfirvalda.     

DanTh, 6.6.2009 kl. 21:09

81 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl  Lára Hanna takk fyrir innihaldsríkan pistil. Get tekið undir flest með þér. Hins vegar sjáum við orsakir bankahrunsins á örlítið mismunandi hátt. Í því sambandi get ég ómögulega gefið Samfylkingunni syndaaflausn og reyndar heldur ekki VG. Það er alveg ljóst að eitt af því sem brást í þessu ástandi var regluverk og eftirlit, og bera þeir stjórnarflokkar sem við völd vor Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og að sjálfsögðu Samfylking einnig. ESS samningurinn varð til ekki síst fyrir baráttu Jóns Baldvins Hannibalssonar, og fram að þeim tíma sem verulegir ágallar komu á þeim samningi varðandi bankamálinn, taldi Samfylkinginn þann samning fallega rós í sínu hnappagati. Þeir sem gagnrýna Icesave reikningana gætu lagt höfuðáherslu á þennan veikleika, og sagt hann ástæðu fyrir stöðu okkar vegna Icesave. 

Annar þáttur sem brást, var aðhald fjölmiðla. Ég kynnti mér fjölmiðlalögin allnokkuð þegar þau voru til umfjöllunar á Alþingi. Reifaði þau mál m.a. með áhrifafólki úr öllum stjórnmálaflokkunum. Mér fannst aðalandstaða bæði Samfylkingar og þó sérstaklega VG vera til þess að vera í pólitískum hanaslag við Davíð Oddsson. Aðhaldsleysi fjölmiðlanna gagnvart útrásarvíkiningunum mótast talsvert af eignarhaldi þeirra.

Einkavæðing bankanna hefur verið gagnrýnd, og má gagnrýna, en það að halda að einkavæðing þeirra hafi verið mistök, hafa einfaldlega rangt fyrir sér. Vandamálið var umgjörðin og regluverkið. Steingrímur Sigfússon sagði nýlega á INNTV að að sjálfsögðu stæði til þess að selja bankana aftur. Þeir ættu ekki að vera í ríkiseigu.

Sumir sjá markaðskerfið sem vandamál, en flestir vilja búa við blandað hagkerfi. Ég sé það t.d. sem góðan kost ef allir leiðsögumenn verði ríkisstarfsmenn. Hjá Ferðaskrifstofu ríkisins.

Sigurður Þorsteinsson, 6.6.2009 kl. 21:17

82 identicon

Takk fyrir þetta Lára Hanna. Þú virðist vera sagnfræðingur, rannsóknarblaðamaður og samviska, ég segi nú ekki þjóðarinnar, alla vega okkar bloggaranna, í einni og sömu manneskunni. Frábært.

Sigurður Ingólfsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 21:32

83 identicon

Sammála Sigurði Ingólfssyni. Þó vantar eitthvað úr því sem komið er.Er ekki alveg að að átta mig á hvað það er.

Sá veldur miklu sem upphafinu veldur. Þú ert sá penni sem ég persónulega ber mesta virðingu fyrir hér á mbl blogginu. Eldklár kona. En gefur ekki kost á þér þar sem við þurfum mest á að halda.....Langbrókin..?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 22:53

84 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

HELVÍTIS FOKKING FOKK!

Þórður Björn Sigurðsson, 6.6.2009 kl. 23:22

85 identicon

Valið stendur á milli þess að flýja land eða tala þátt í byltingunni í haust.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 23:37

86 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ég er sammála þér þetta er hrikalegt. Hvað getum við gert til að opna augu stjórnvalda fyrir þessu hrikalega óréttlæti. Ég er ekki alveg tilbúin til að gefast upp. Það hlýtur að vera hægt að koma vitinu fyrir þingið . Látum ekki deigan síga.

Helga Þórðardóttir, 6.6.2009 kl. 23:58

87 identicon

Helvítis fokking fokk.  Auðvita eigum við ekki að borga þetta.

En þegar allt er skoðað er líklegast ekkert annað í stöðunni sem SjálfstæðisFramsóknin koma okkur í á síðustu árum.  Við verðum að standa okkar plíkt ef við eigum að fá aðgang að mörkuðum með okkar vit og vörur. 

Hér fór Landsbankinn í víkingaferð undir stjórn SjálfstæðisFramsóknarflokkanna enn eina ferðina enn.  Svo verðum við hina að þrauka og vera kölluð tryggar eignir bankanna.  Það er skuldirnar okkar.  Ekki afsláttur gefin þar.  Nei nei ekki frekar en fyrri daginn.  Þetta hefur verkalýðsbarátta undanfarna áratugi snúist um.  En upp úr 1967-74 voru gerðir samningar sem leiddu til að allir verkamenn landsins urðu að  tryggum eignum bankanna með samningum um átak um byggingar verkamannahúsa. Þá eignuðust bankarnir okkur öll og kapitalið vann.  Bankamenn fá að halda áfram sinni iðju óáreittir brosandi glaðir í laxinum.

Þetta gengur ekki upp að láta þetta gerast.  Jóhanna --  djöfulinn ertu að gera manneska  ?  Ertu að gera samning sem þú sérð að ekki er hægt að standa við.  Viljandi  ?

 Þetta flokkast á við gjafakvótann og innrásina.

Þetta getur ekki gerst.

Rúnar Vernharðsson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 00:18

88 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Kæru Alþingismenn

Hafnið ríkisábyrgð á þennan Icesave samning og þjóðin mun vaða eld og brennistein með ykkur með gleði í hjarta.

Því þá er von

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 7.6.2009 kl. 02:16

89 identicon

Afhverju skrifa hér allir og tala eins það sé ný frétt að ICESAVE myndi falla á okkur? - Og að ekkert komi á móti ef eignum Landsbankans? - Það sem er nýtt er að Bretar taka sjálfir á sig hærri upphæð en við þ.e. þeir borga breskum sparifjareigendum ICESAVE allt sem er umfram þessar 20 þúsund evrur af hverjum reikningi og sú upphæð er hærri en okkar hlutur, þar með erum við samt laus við að teljast mismuna sparifjáreigendum með því að borga Íslendingum allt sitt. - Það er líka nýtt að ef eignir Landsbankans sem við fáum 7-15 ár til að innheimta (útlán) og bera hærri vexti en 5,5%, reynast meiri en að duga fyrir okkar hluta af ICESAVE skuldinni fá Bretar og Hollendingar samt ekkert ef því uppí sinn hluta (það sem er umfram trygginguna). Bretar taka því á sig stærri upphæð en við brúttó og við ein fáum eignir Landsbankans uppí eða til að greiða að fullu. - Það er leyndarmálið sem má ekki upplýsa um fyrr en Bretar og Hollendingar hafa staðfest samninginn.

hh (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 03:57

90 identicon

"Afhverju skrifa hér allir og tala eins það sé ný frétt að ICESAVE myndi falla á okkur?"-

Ekkert nýtt hh.  Ertu að meina að allir í 92 athugasemdum hafi haldið það? Megum við ekki vera ósátt og vonsvikin þó þetta sé ekkert nýtt?

Almennur borgari (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 18:41

91 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Tveimur dögum (nenni ekki að fletta upp en nálægt lagi) eftir að hryðjuverkalögin voru sett á Íslendinga mættu allir stærstu leiðtogar heims á ráðstefnu til að ræða viðbrögð við fjármálakreppunni. Niðurstöður ráðstefnunnar ollu reyndar viðsnúningi í kreppunni. Ein af niðurstöðum ráðstefnunnar var að ekkert ríki mætti gera neitt sem ylli því að kreppan myndi dýpka í öðru landi og kepptust allir þessir miklu menn við að segja það þ.á.m. að ég held sá brúnaþungi frá bretlandi. Beiting hryðjuverkalaganna olli svo um munar dýpkun á kreppunni hér á landi. Menn meina jafnvel að Kaupþing hefði ekki átt að falla, en hann var stærsti banki Íslands.

Menn skulu átta sig á því að allt bankakerfi í heiminum var að hruni komið þegar Glitnir féll. Um það leiti sem Glitnir féll höfðu bankarnir hér í Danmörku frjármögnun til eins dags i senn og það þrátt fyrir þennan sterka evrópubanka Millibankavextir voru hæðstir þegar Glitnir féll en féllu mikið eftir þessar niðurstöður frá ráðstefnunni og voru búnir að stabilera sig þegar lánið féll á Glitnir (ca 20 dögum eftir að bankinn fór í þrot).

Mér finnst það með einsdæmum að stjórnmálamenn og þeir sem stjórna þessu landi, hafi ekki lagt meiri áheyrslu á að fá þessum lögum aflétt. Ekki hefur verið leitað eftir stuðningi frá frændþjóðum eða á annan hátt reynt að kynna þessa misbeitingu valds enda er raunin sú að fæstir í heiminum vita um þessa beitingu valdsins. Þetta hefur ekkert að gera með Icesave eða ekki. Við verðum einfaldlega að koma á framfæri því að svona leysum við ekki málin á meðal siðmenntaðra þjóða. Þá hef ég ekki vitað til þess að Íslendingar hafi hlaupið frá skuldbindingum sínum á liðnum árum. Ekkert getur því réttlætt þessa misbeitingu valds "vina okkar".

Undirlægjuhátturinn er með einsdæmum. Það var verið að íhuga andrýmisflug breta fram á seinasta dag, á sama tíma og undirlægjurnar bukka sig á meðal "vina sinna". Þá hafa menn beygt höfuðið í sandinn fyrir "vinum" okkar í nato og ekki hefur verið íhugað að slíta sambandinu við breta, en íslenskur fiskur veitir mörgum vinnu í bretlandi. Ég verð að viðurkenna að þegar ég telst vera hryðjuverkamaður af alþjóðasamfélaginu get ég alveg eins gengið úr því, þar sem ég get ekki átt neitt sameiginlegt með því. 

Það sem verra er, er að með því að fara í þessar viðræður um Icesave án þess að fá þessum lögum aflétt, eru Íslenskir ráðamenn að viðurkenna að við séum hryðjuverkamenn sem eigum að standa fyrir utan alþjóðasamfélagið samanber fyrsta hluta þessara greinar. Enda Íslendingar vanir að hlaupa frá sínum skuldbindingum.

Mér er einungis sorg í huga þegar ég hugsa um þessar undirlægjur, og að ég hafi verið seldur fyrir þau réttindi að fá aðgang að alþjóðasamfélaginu og ekki vera skilgreindur hryðjuverkamaður. Þessir menn eru í raun og veru verri en útrásarvíkingarnir. Útrásarvíkingarnir seldu efnisleg gæði þessir aumingjar seldu okkur.

Hörður Valdimarsson, 8.6.2009 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband