Ekstrablaðið 2006 - umfjöllun um íslenska auðjöfra - 1

Ég birti myndbönd eftir Arnar Steinþórsson 28. nóvember. Kíkið á þau og rifjið upp. Þarna spjallar Arnar við blaðamann sem stýrði rannsóknarhópi sem fór ofan í saumana á viðskiptum nokkurra íslenskra útrásarauðjöfra og spáir í hvaðan fjármagnið kemur. Blaðið var danska Ekstrablaðið og það hlaut bágt fyrir hjá íslenskum banka- og stjórnmálamönnum. Og íslenskum fjölmiðlum sem á annað borð minntust á málið. Prófið að gúgla: +Ekstrablaðið +2006 og sjáið hvað þið finnið. Allir að íhuga að lögsækja Ekstrablaðið. Mikið fjör.

Ég er sannfærð um að margir muna eftir þessu og alveg jafnsannfærð um að flestir geta lesið og skilið dönsku. Það sem ég á af þessari umfjöllun nær yfir 4 daga - frá 29. október til 1. nóvember 2006. Hér er dagur númer 1 - 29. október 2006. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Dagur 1 - forsíða

Dagur 1 - bls. 14

Dagur 1 - bls. 15

Dagur 1 - bls. 16

Dagur 1 - bls. 17

Dagur 1 - bls. 18

Dagur 1 - bls. 19


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man þegar ég las þessar fréttir að ég hugsaði "Er nú ekki verið að gera aðeins of mikið úr hlutunum hérna, ha. Þetta er nú engir glæpamenn, ha"

Já mikið var barnið lengi að þroskast...

Björg F (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 03:09

2 identicon

Enn og aftur kemur þú með stórkostlega  - og þarfa - upprifjun! Ég tilheyri þeim fámenna hópi sem var farinn að sjá spillinguna, sukkið, svindlið og svínaríið á þessum tíma, þessvegna man ég vel eftir þessu. Man líka að vissir stjórnmálamenn eins og aðilar úr viðskiptalífinu tóku þetta óstinnt upp, voru alveg fjúríus.

Hvaðan kom allt það fé sem kom "Islands störste bank...vokset ind i den eksklusive kreds af de 100 magtigste bank i verden". Það mátti enginn minnast á rússnesku mafíuna í því sambandi.

En ég er ekki alveg sammála þessu: "Fra den forbleste klappeö i Atlante har de 300.000 islendinga abenbart faet den tanke, at de kan overtage de meste af verden". Er ekki 4 núllum ofaukið?

Mögnuð samantekt sem ég vona að sem flestir lesi. En, eins og bretinn sagði "at the end of the day" þá þurfum VIÐ að borga reikninginn fyrir allt gullátið.

sigurvin (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 03:30

3 identicon

Ég vil líka fá að bæta því við að það er ömurlegt hvað íslenskir fjölmiðlar stóðu sig illa í því að upplýsa almenning um þessa hluti. Og það er ömurlegt að fylgjast með því að þessir sömu fjölmiðar eru ENN við sama heygarðshornið bara sýnu verri ef eitthvað er. Og það var ömurlegt að horfa upp á fréttflutning Stöðvar 2 á icesave málinu í kvöld, þar sem Heimir Már innmúraður Samfylkingarmaður fer með stjórnun á öllum pólitískum fréttaflutningi stöðvarinnar.

Það voru veik rökin sem dregin voru upp sem mæltu á móti samningnum en með samningunum voru viðtöl tekinn við fræðimenn sem mæltu honum bót. Ekkert talað um þau gífurlegu sterku rök sem mæla gegn þessu mesta glapræði sem nokkurn ríkisstjórn hefur gert fyrr né síðar.

Það er svo sárt að horfa upp á þetta að það er eiginlega ekki hægt að lýsa því... maður verður hálf örmagna.

Það skal alltaf ala þessa þjóð á lygi og blekkingum og því skal haldið áfram, sama hvað.

Það hefur aldrei verið jafn nauðsynlegt og nú að þjóð standi saman og mótmæli þessum gjörningi.

Við látum ekki binda okkur í eilífðar ánauð stórveldana fyrir glæpi sem fámenn klíka stóð að. Við megum ekki láta kúga okkur frekar.

Mætum öll á Austurvöll á morgun. Saman skulum við standa. Saman skulum við sigra

Björg F (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 03:45

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er smá reality check, sem ég pikkaði upp:

"Ein prósents fall í gengi krónunnar hækkar Icesave skuldina um 6400 milljónir króna. Því mun ríkið verja krónuna út í eitt, en vissan um það lætur spekúlantana græða á niðurgreiddum gjaldeyri þar til gjaldeyrisvarasjóðurinn klárast."

Það skyldi þó ekki vilja svo ólíklega til að krónan sé í fallhættu? Við ættum svo að vona að spekúlantarnir taki sér frí í svona 15 ár.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 04:37

5 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Jón Steinar,

Þetta er langur tími sem þú notar í spekulation. Engar afborganir fara fram á fyrstu 7 árunum þannig að 6400 eins og er, er bara blaðareikningur. Þá eru einhver pund til, þ.a. pund kemur á móti pundi sem væntanlega mun lækka þessa upphæð. KANNSKI er icesave staðan slæm en það er nú líka óþarfi að gera hana verri en hún verst getur verið. Þessir peningar sem liggja á bankareikningum eru alla vega til.

Hörður Valdimarsson, 8.6.2009 kl. 07:21

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Já Það var hlegið og Danir sagðir öfundsjúkir. Þvílík fífl sem við getum verið. jísús

hilmar jónsson, 8.6.2009 kl. 12:26

7 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Október 2006. Og hér sátum við almenningur og VILDUM ekki trúa Dönum. 

Eins og Hilmar segir, jísús.

Æðislegt að þú sért með þetta Lára Hanna, því ég held að það sé búið að banna birtingu á þessu, eftir að viðkomandi fóru í mál við blaðið.

Og ekkert var gert hér. Ekkert.

Lilja Skaftadóttir, 8.6.2009 kl. 12:53

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Við ættum að gerast áskrifendur að dönsku blöðunum aftur: ) Þetta er þó aðeins hressilegra en Familens Journal.

Gísli Ingvarsson, 8.6.2009 kl. 13:40

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála Hilmari, þessari þjóð er ekki viðbjargandi.

Finnur Bárðarson, 8.6.2009 kl. 17:08

10 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Takk Lára,

á að vísu eftir að lesa en ég leitaði mikið að þessu á netinu í vetur. Hafði ekki vit til að finna.

Kristjana Bjarnadóttir, 8.6.2009 kl. 21:26

11 identicon

Takk Lára  Hanna fyrir samantektina,en ég vek athygli á að fyrstir til að segja frá Rússlandsævintýrunum var Guðmundur Ólafsson í þætti  hjá Sigurði T. á útvarp Sögu,en hlaut ekki mikla athygli.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 19:07

12 identicon

Sæll Finnur!

Eg er sammála þér að íslensku þjóðinni er ekki bjargandi. Það er verst að þurfa að trúa því þar sem það eru börn í spilinu. Þar einhver sem hefur kjark að hringja í 112 og tilkynna þetta til barnaverndaryfirvalda  sem eru vítt og breitt á landinu? Börnin eru í hættu að svelta hugsið ykkur

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband