Er að leita að frétt í vikunni þar sem segir að þeir sem tóku lán til hlutabréfakaupa í bönkunum ( t.d. Starfsmenn Kaupþings þurfi ekki að greiða lánin tilbaka og heldur ekki greiða skatt af þeim !!! Finn ekki. Félagsmálaráðhera sagði þetta. Samfylkingin heldur áfram að nota pappírstætarana ! Veit að þú finnur! . Það eru svo margir hlutir í gangi, maður hefur ekki undan að fylgjast með og held að hvitbok.vg hafi varla undan heldur , hvað þá þú , kæra kona sem ættir að fá fálkaorðuna fyrir dugnaðinn ! Veit að líklega myndir þú ekki þiggja hana því þú vilt spara eins og fjallkonan, fyrir skuldum og salti í grautinn eða vöxtunum í IceSave ruglið eða hvað ?
Takk !
skuldari
(IP-tala skráð)
24.6.2009 kl. 01:44
5
Gangasta´s paradise er frábært lag og þetta hljóðblandaða lag er æðislegt. Hryllingurinn í íslenska textanum er svo sannur.
Já, það er gott að taka sér hlé, næra sálina, fara út í sólina (sem vonandi kemur) meðan þú tekur þér hlé gerðu þá eitthvað skemmtilegt bara fyrir þig, þú átt það skilið, eigðu góðan dag.
Ps. ég er eitthvað að misskilja þetta, sá ekki að þetta væri myndband fyrr en núna, læt þetta fyrir ofan standa, ef þú ert að fara í hlé frá blogginu það getur verið erfitt að vera ég
félagsmálaráðherra sagði ekkert í líkingu við það að "starfsmenn Kaupþings þurfi ekki að greiða láning til baka og heldur ekki greiða skatt af þeim."
Haft er eftir félagsmálaráðherra að verið sé að ganga frá reglugerð sem auðveldar bönkunum að taka ákvarðanir um niðurfellingu skulda hjá almennum viðskiptavinum sínum (mér og þér og öllum hinum skuldurunum). Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að mál sem einfalt er að leysa tefjist of lengi í kerfinu, til að mæta þörfum illa staddra einstaklinga fyrir skjóta málsmeðferð og til að koma í veg fyrir að niðurfelling skulda hjá almennum skuldurm sé skattskyld.
Reglugerðinni er að sjálfsögðu ekki ætlað að bæta réttastöðu yfirmanna gamla Kaupþingsbanka sem fengu niðurfelldar skuldir vegna hlutafjárkaupa. Annars sjáum við örugglega efni reglugerðarinnar fljótlega og getum þá gert athugasemdir byggðar á gögnum en ekki orðrómi.
Elfur Logadóttir: Félagsmálaráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær 23.júní, að fella eigi niður tekjuskatt af afskrifuðum skuldum í bankakerfinu, til að auðvelda bönkunum að afgreiða niðurfellingu skulda.
Þetta hljómar ágætlega en þeir einu sem fá niðurfellingu skulda eru bankamenn og innherjar sem tóku að sér að kaupa í bönkunum til að ljúga upp virði þeirra.
Almenningur fær ekki niðurfellingu skulda og það stendur ekki til. Þetta er til þess gert, að Kaupþingsstarfsmenn, sem fengu niðurfelldar ábyrgðir sínar, þurfi ekki að greiða skatt. Líklega auðveldar þetta líka niðurfellingu á skuldum fyrirtækja.
En af hverju er látið í veðri vaka að þetta eigi við um almenning?
Ég skora á fólk að gefa sig fram sem hefur fengið niðurfellingu skulda hjá bönkunum! Það hefur ekki heyrst um eitt einasta tilfelli.
Lára Hanna tær snilld. Já það veitir ekki af að minna fólk á fortíðina. "Guð blessi Ísland" og "Þeir lengi lifi húrra, húrra.........", já það veitir sko ekki af. Alveg furðulegt hvað fólk er lengi að gleyma. Ég hef engu gleymt, er sjálf atvinnulaus og sonur minn öryrki.
Bíð nú spennt eftir Agli, þér Lára Hanna og Spaugstofunni. Nú vantar fyrir alvörunni almennilega þjóðfélagskrítík.
Margrét, ég er sammála þér þar að ekki hefur verið mikið um niðurfellingar skulda almennings hingað til en það er nákvæmlega það sem þessi reglugerð á að bæta úr ... að gera bönkunum auðveldara með ákvörðun um niðurfellingu.
Ég er þess fullviss að tilgangur félags- og tryggingamálaráðherra er EKKI að auka þægindi hlutabréfabraskara, bankamanna eða annarra innherja með þessu, heldur einmitt þess fólks sem er í lægri enda launaskalans, almennu launafólki með þunga greiðslu- og skuldabyrði.
Tilgangurinn með reglugerðinni er að greiða fyrir skuldurum sem hafa þörf fyrir greiðsluaðlögunarúrræði. Þegar þú ert með allar þínar skuldir á einum stað, hjá þínum viðskiptabanka, þá áttu ekki að þurfa að fara í almenna greiðsluaðlögun í gegnum héraðsdóm með þeim óþægindum sem því fylgja (þ.á m. innköllun í Lögbirtingablaði), heldur mun það duga þér að leita beint til bankans þíns og ganga frá ígildi greiðsluaðlögunarsamnings þar, með niðurfellingum skulda og öðru því sem talið er nauðsynlegt til þess að þú komist í gegnum ólgusjó náinnar framtíðar.
Reglugerðin hefur ekki enn verið birt, en ég skal vera fyrst til þess að senda ráðherranum skammarbréf (og berja í búsáhöld um allan bæ) ef vottur af texta reynist í reglugerðinni sem gerir hlutabréfabröskurum og stórlaunabankafólki að fá siðlaus fríðindin sín skattfrjáls ofaná allt annað. Öndum rólega þar til hún birtist og trúum því að hann sé að vinna að hagsmunum okkar, ekki þeirra ríku - þar til annað kemur í ljós.
Ég vil óska þér til hamingju Eflur hvað þú ert dugleg að taka þátt í málefnalegri umræðu þótt um gagnrýni á Samfylkinguna sé að ræða. Það mættu fleiri flokksmenn þínir taka það til fyrirmyndar. Manni hefur þótt Samfylkingarmenn vilja ekki heyra raddir fólksins. Ég tek dæmi að hann Hrannar B. Arnarsson aðstoðamaður Jóhönnu er með opna síðu á Facebook. Ég hef nokkrum sinnum sent honum fyrirspurnir eða reynt að taka þátt í umræðu á síðunni hans en hann eyðir öllum innleggum frá mér jafnóðum út. Ótrúlegur dónaskapur. Hér er eitt innlegg sem að hann eyddi fyrir mánuði síðan og mér sýnist að sé nú að verða að veruleika: Ég veit ekki hvort að ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir hvað fólkið í landinu er orðið reitt. Ég óttast að þetta endi með alsherjar greiðsluverkfalli þúsunda einstaklinga verði fasteignalánin ekki leiðrétt mjög fljótlega.
Við eigum ekkert annað í stöðunni en að reyna að hjálpa þjóðinni við að halda sönsum. Svara lýðskrumurum með málefnalegri röksemdarfærslu og reyna að halda fólki á jörðinni. Lágmarka tortryggnina við það sem raunhæft er að tortryggja o.sv.frv. (og hér erum "við" hinn almenni borgari þessa lands, hvort sem hann styður stjórnmálaflokk A, B eða C). Það er það sem ég hef reynt að gera, taka þátt í umræðunni og halda henni á málefnalegum nótum ... þó mér hafi að sjálfsögðu ekki alltaf tekist það.
Ólíkt þér þá held ég að ríkisstjórnin geri sér fullkomna grein fyrir því hversu reitt fólkið er. Það bylur á þeim pósturinn og skilaboðin á hverjum degi. Ég tel að vandinn sé hins vegar svo ógnarstór og heimsendaboðun ákveðinna afla í landinu svo sterk að það geri alla glímu ríkisstjórnarinnar við reiðina eins erfiða og raun ber vitni.
Ég veit hins vegar að verið er að vinna að úrbótum og vona að sú vinna taki ekki allt of langan tíma og skili ætluðum árangri.
Takk fyrir þetta Lára Hanna og njóttu fríisins, komdu svo hress og kát til baka við þörfnumst þín og margra annara, við verðum að standa saman sem einn maður á þessum erfiðu tímum, burt með pólitík og daglegt þras, nú gildir að lifa af.
Jú jú. Vona að þú liggir í leti og gerir ekki handtak svo lengi sem þú vilt. Mér finnst þú líka miklu betri en þeir sem horfa aðgerðarlausir á óréttlæti.
Takk fyrir að gera okkur viðvart um að hér verður gert hlé í bili og minna okkur á alvarleikann í stöðunni í leiðinni! Ég á eftir að sakna þín en skil mætavel að þú þurfir að taka þér frí. Njóttu þess!
Til þess að tryggja samfellu set ég hér inn tengil á reglugerð fjármálaráðherra vegna niðurfellingar skattskyldu á eftirgjöf skulda. Eins og ég var sannfærð um hefur reglugerðin verið samin með þeim hætti að hún á einungis við þegar einstaklingar utan atvinnurekstrar fá skuldir niðurfelldar í tengslum við greiðsluaðlögun.
1. gr. reglugerðarinnar er eftirfarandi:
"Til skattskyldra tekna manna telst ekki eftirgjöf skulda þegar svo háttar sem kveðið er á um í reglugerð þessari, sbr. 3. tölul. 28. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Eftirgjöf skulda í tengslum við nauðasamninga, eða sem mælt er fyrir um í nauðasamningi til greiðsluaðlögunar, samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, með áorðnum breytingum, telst ekki til skattskyldra tekna þess sem niðurfellingar nýtur. Skiptir ekki máli í því sambandi þótt eignir skuldara eða eignaauki myndist við slíka samninga, eða að ráðstöfunartekjur muni aukast með þeim." (leturbr. mín)
Sérstaklega er síðan tekið á því í 4. gr. reglugerðarinnar að eftirgjöf skulda sem stofnað var til sem hluta af ráðningarkjörum (eins og þegar Kaupþingsstarfsmenn fengu lán til að kaupa hlutabréf í bankanum) verði aldrei undanþegin skattskyldu:
"Hafi lánveiting verið liður í ráðningarkjörum og/eða byggst á starfssambandi launþega og lánveitanda að öðru leyti, telst eftirgjöf slíkrar skuldar ætíð til skattskyldra tekna launþegans sbr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, enda séu ekki uppfyllt skilyrði 2. mgr. 1. gr. og 3. gr. Sama á við um eftirgjöf skuldar eða niðurfellingu ábyrgðar vegna láns sem upphaflega var veitt einstaklingi utan atvinnurekstrar en síðar skuldskeytt á þann hátt að það hefur verið flutt frá einstaklingnum til lögaðila í eigu skuldara eða aðila honum tengdum. Með eftirgjöf skulda í þeim tilvikum þegar lán hefur verið veitt milli aðila sem tengdir eru fjárhagslega og/eða stjórnunarlega fer á sama hátt, eftir því sem kveðið er á um í II. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt."
Hér er sem sagt lokað fyrir að Kristján Arason og aðrir starfsmenn gamla Kaupþings geti fengið sínar skuldir niðurfelldar án skattskyldu, svo við tökum alþekkt dæmi. Fréttir hafa verið færðar af því að Kristján hafi flutt allt sitt yfir í félag snemma árs 2008 og reglugerðin tiltekur sérstaklega að ekki sé ætlunin að fella niður skattskyldu vegna skuldaeftirgjafar hjá slíkum aðilum.
Hvernig væri nú að "skuldari" og Margrét Sigurðardóttir ætu ofan í sig bullið hér fyrir ofan?
HT
(IP-tala skráð)
25.6.2009 kl. 13:22
40
Það er engin ástæða til þess, HT. Vantraust á stjórnvöld er afar skiljanlegt við þær aðstæður sem hér hafa verið skapaðar og það tekur tíma að læra að ekki falli allir undir sama hatt í þeim efnum. Þess vegna þurfum við öll að vinna saman í að stuðla að jarðtengingu og auknu trausti til aðila - en alltaf að sjálfsögðu að því gefnu að aðilarnir standi undir því.
Þess vegna byrjaði ég á að telja að óhætt væri að treysta, en beið samt með endanlega fulyrðingu um traust þar til ég var komin með staðfestinguna í hendurnar.
Verum skeptísk og veitum aðhaldið en bíðum með dómana þar til gögnin styðja eða fella okkar skeptík.
Mjög gott! Sýnir glæpahyskið í réttu ljósi. Gangstas Paradise sem heitir upphaflega Pasttime Paradise og er með Stevie Wonder frá árinu 1976 að mig minnir. Báðir titlar eiga vel við í þessu tilviki. Hafðu þökk.
Flott hjá þér Lára Hanna en heldur finnst mér þú einskorða sökuna við Davíð og hirðskáld hans Hannes. Vona að þú takir annað myndband saman um stjórnmálaelítuna á Íslandi og hvernig hún hefur leikið okkur Íslendinga grátt á undanförnum árum. Ég minni þig t.d. á að það var ekki bara Hannes Hólmsteinn sem dreymdi um alþjóðlega fjármálamiðstöð á Íslandi sbr. bloggskrif fyrrverandi varaformanns Samfylkingarinnar. Svo minni ég á Borgarnesræðuna hennar Ingibjargar Sólrúnar. Svona skrifaði Ágúst Ólafur, varaformaður Samfylkingarinnar þann 9. ágúst á síðasta ári, en ég birti pistil hans allan, enda góður vitnisburður um Ísland í gær (feitletrun er mín, nema í fyrirsögnum). Ágúst varpar hér ágætu ljósi á náið samstarf stjórnmálamanna og viðskiptalífsins, sem í dag er einkunnarorð Samfylkingarinnar:
Flestir kannast við slagorðið „Ísland sem alþjóðleg fjármálamiðstöð“. Það hljómar vel en enn sem komið er það einungis framtíðarsýn. Fjölmargt þarf að gera ef takast á að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð.
Við þurfum að bæta löggjöfina enn frekar og gera fjármálafyrirtækjum kleift að sameinast sem og sparisjóðunum, einfalda regluverk, liðka fyrir erlendum fjárfestingum, auka kennslu í skattarétti og eignaumsýslu og setja á fót formlegan samstarfsvettvang milli stjórnvalda og fjármálageirans svo eitthvað sé nefnt.
Tryggja þarf að sambærilegar reglur gildi í viðskiptalífinu hér á landi og gilda erlendis. Það er lykilatriði að fjárfestar og fyrirtæki geti gengið að sama viðskiptaumhverfinu vísu. Sérstaða í þessum efnum er ekki góð. Fyrirtæki eru að mörgu leyti eins og börn sem þurfa festu og öryggi en samhliða því sveigjanleika. Með aðild Íslands að Evrópusambandinu yrðum við hluti af stærstu viðskiptablokk heims sem allir þekkja ásamt því að hafa gjaldgengan gjaldmiðil.
Þetta snýst ekki bara um skattana Undanfarin ár hefur áherslan verið á lága skattprósentu fyrirtækja. Það er að sönnu æskilegt markmið en það er ýmislegt annað sem skiptir fyrirtækin máli. Eitt af því eru samskipti fyrirtækja við eftirlitsstofnanir.
Vegna smæðar okkar höfum við einstakt tækifæri til að vera fremst í flokki þegar kemur að málshraða, minna skrifræði og skilvirkri stjórnsýslu. Til að ná þessu markmiði þarf að gera enn betur við viðkomandi eftirlitsstofnanir. Staðan hér á landi er talsvert betri en víðast annars staðar en ég er sannfærður að unnt er að gera enn betur.
Aftur örlítið um tvítyngda stjórnsýslu Fyrir nokkrum mánuðum tók ég í blaðagrein undir þá hugmynd að við ættum að stefna að því að gera íslensku stjórnsýsluna tvítyngda sem lið í því að gera Ísland meira aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta. Viðbrögðin voru nokkur og ýmsir gengur svo langt að ætla mér það að gera Ísland tvítyngt. Var jafnvel talað um aðför að íslenskri tungu, menningu og þjóð.
Hugmyndin byggir á því að vanþekking á íslenskum markaði komi í veg fyrir að mörg erlend fyrirtæki komi hingað. Hluti þess vanda sem íslensk fyrirtæki glíma nú við, sem margir hafa nefnt ímyndarvanda, stafar að ég held af vanþekkingu og ónægum upplýsingum um stöðu íslensks viðskiptalífs.
Hér á ég því við það eitt að sá hluti stjórnsýslunnar sem snýr að erlendum fjárfestum verði einnig aðgengilegur á enskri tungu. Eftirlitsstofnanir verði jafnframt í stakk búnar til að svara erindum á ensku og birti niðurstöður sínar einnig á því tungumáli. Þetta er leið sem fjölmargar þjóðir hafa farið með góðum árangri.
Ástæða er til að árétta það sérstaklega að með þessari hugmynd er ekki verið að leggja til að tungumál ríkisins verði í framtíðinni tvö eða að enska og íslenska verði jafnrétthá sem stjórnsýslumál. Því fer víðsfjarri og markmiðið með þessu væri aðeins að auðvelda erlendum aðilum aðgengi að grundvallarupplýsingum um íslenskt viðskiptalíf og að íslenskum eftirlitsstofnunum.
Verk stjórnarflokkanna Unnið hefur verið að því af fullum þunga að sníða viðskiptalöggjöf að þörfum atvinnulífsins í vetur. Sett hefur verið sérstök löggjöf um sérvarin skuldabréf. Lögum um atvinnuréttindi útlendinga hefur verið breytt á þann hátt að auðveldara verður að fá erlenda sérfræðinga til landsins. Þá verður skattprósenta fyrirtækja lækkuð niður í 15% og sparisjóðum hefur verið veitt heimild til að kaupa bankaútibú án þess að þurfa að breyta sér í hlutafélag en það var skilyrði eldri laga.
Viðskiptanefnd Alþingis hefur einnig afgreitt ný heildarlög um verðbréfaviðskipti og kauphallir þegar hin svokallaða MiFID-tilskipun var innleidd í íslenskan rétt. Frumvarp er varðar uppgjör innlends hlutafjár sem er skráð í erlendri mynt varð sömuleiðis að lögum í vetur. Fjárframlög til Fjármálaeftirlitsins hækkuðu um 50% á milli ára og fjárframlög til Samkeppniseftirlitsins um 60% á tveimur árum. Loks var afnumin skattskylda vegna söluhagnaðar hlutabréfa.
Tækifærið er til staðar Tækifærin fyrir litla þjóð á að verða að alþjóðlegri fjármálamiðstöð, sem byggist á vel menntuðu og launuðu fólki, eru ótrúleg. Í því sambandi má benda á Lúxemborg og Írland, en það var sannarlega ekki augljóst á sínum tíma að þessar þjóðir yrðu slíkar miðstöðvar. Þótt við búum á eyju, ætti markmiðið að vera það að forðast að vera eyland í í fjármálum og viðskiptum.
Já, við hefðum kannski komið í veg fyrir hrunið ef enska hefði verið gerð að öðru tungumáli Íslendinga að kröfu viðskiptalífsins? Hver veit! Og næsti draumur ,,elítunnar" er að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Ætti það ekki að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum?
Nei, JBL, engum viðvörunnarbjöllum og það er ekkert í þessari grein ÁÓÁ sem er gagnrýnivert, aðeins umfjöllun um hvernig fjármálastarfsemi getur þrifist í fram´tíðinni og með SETTUM LEIKREGLUM! Þær hefur algjörlega skort og það á þjóðin B og D og þeim eingöngu að þakka!
og ekki orð um það meir!
En mikið var að frí var tekið, löngu komin tími á það hjá afrekskonunni!
Mikil er trú þín Magnús Geir! Þú myndir ganga í gegnum eld og brennistein bara ef flokkurinn þinn segði þér að gera það. Gott hjá þér en ég var að vona að þessi tími væri liðinn enda þjóðin ,,gjaldþrota" vegna eitraðrar blöndu stjórnmála, stjórnsýslu og viðskipta. Þið sem eruð innmúraðir í flokkapólitíkina spyrjið bara flokksforingja gagnrýnilaust: Hver er dagsskipunin!
Ég vek athygli á nokkrum málsgreinum í pistli fyrrverandi varaformanns þíns, sem þú segir að sé ekkert gagnrýnisvert við, og skrifar greinilega upp á:
Hluti þess vanda sem íslensk fyrirtæki glíma nú við, sem margir hafa nefnt ímyndarvanda, stafar að ég held af vanþekkingu og ónægum upplýsingum um stöðu íslensks viðskiptalífs.
Fyrirtæki eru að mörgu leyti eins og börn sem þurfa festu og öryggi en samhliða því sveigjanleika.
Loks var afnumin skattskylda vegna söluhagnaðar hlutabréfa.
Hluti þess vanda sem íslensk fyrirtæki glíma nú við, sem margir hafa nefnt ímyndarvanda, stafar að ég held af vanþekkingu og ónægum upplýsingum um stöðu íslensks viðskiptalífs(enda fóru ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í kostnaðarsama ímyndunarherferð til útlanda til að bæta þessa ímynd (innskot JBL)).
Unnið hefur verið að því af fullum þunga að sníða viðskiptalöggjöf að þörfum atvinnulífsins í vetur. (Já, ekki vantaði upp á þjónkunina við fjármálageirann eins og almenningur fær að finna fyrir í dag - innskot JBL).
Hafið þið flokkshestarnir ekkert lært? Ef svo er ekki þá segi ég: Guð hjálpi Íslandi!
Fráááábært myndband ! Algjör snilld! Hafðu það sem allra, allra best í fríinu Lára Hanna, ég hlakka til þess að heyra frá þér hressri og kátri þegar þú kemur til baka.
Einnig vil ég benda á mjög athyglisverðar athugasemdir frá Elfi Logadóttur, hér fyrir ofan. Og langar mig til að þakka Elfi fyrir þær upplýsingar sem hún skrifar um hér fyrir ofan, og einnig fyrir afar málefnalega röksemdarfærslu, í skrifum sínum.
Ég vil endilega leiðrétta misskilning sem er alfarið mér að kenna. Ég gerði ekki tónlistina sjálf og veit raunar ekki hver höfundurinn er.
Seinnipart nóvember fékk ég tölvupóst með þessari snilld. Sendandinn sagði að vinur sinn hefði sett þetta saman undir áhrifum frá myndböndum sem ég hafði klippt saman í október og nóvember og birt hér á bloggsíðunni minni og á youtube. Sendandinn vildi ekki láta nafns síns getið og nefndi ekki nafn vinarins.
Sendingunni fylgdi leyfi til að gera það sem ég vildi við hljóðskrána og til stóð að myndskreyta hana. Aldrei varð af því sökum anna, enda yrði það mikil og tímafrek vinna.
Þar sem komið hefur æ betur í ljós hvers konar "Gangsta's Paradise" við höfum búið í og gerum enn, fannst mér upplagt að nota lagið núna - það er sígilt. Ég var að flýta mér að komast í burtu og steingleymdi að setja lokakredit á myndbandið - en hef bætt úr því og sett inn nýja útgáfu. Satt að segja er ég nú ekki svo flink og hef ekki nógu góð forrit til að búa til svona snilldarverk. Kannski seinna þegar ég hef lært meira og hef tíma til að fikta og prófa mig áfram.
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 24.6.2009 kl. 01:28
Hanna Lára! Þú ERT galdrakerling!!!
Ég horfði á stillimynd og sá hryllingsmynd... "based on a true story" !
Eygló, 24.6.2009 kl. 01:31
ææææææææ >>>>> LÁRA HANNA (þetta var afspyrnu slæmt, en umsögnin var um "þessa" konu > Láru Hönnu
Ömurlegt þegar maður ávarpar með röngu nafni.
Eygló, 24.6.2009 kl. 01:33
Takk
Þetta er semsagt enn ekki draumur ? eða martröð ?
Er að leita að frétt í vikunni þar sem segir að þeir sem tóku lán til hlutabréfakaupa í bönkunum ( t.d. Starfsmenn Kaupþings þurfi ekki að greiða lánin tilbaka og heldur ekki greiða skatt af þeim !!! Finn ekki. Félagsmálaráðhera sagði þetta. Samfylkingin heldur áfram að nota pappírstætarana ! Veit að þú finnur! . Það eru svo margir hlutir í gangi, maður hefur ekki undan að fylgjast með og held að hvitbok.vg hafi varla undan heldur , hvað þá þú , kæra kona sem ættir að fá fálkaorðuna fyrir dugnaðinn ! Veit að líklega myndir þú ekki þiggja hana því þú vilt spara eins og fjallkonan, fyrir skuldum og salti í grautinn eða vöxtunum í IceSave ruglið eða hvað ?
Takk !
skuldari (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 01:44
Gangasta´s paradise er frábært lag og þetta hljóðblandaða lag er æðislegt. Hryllingurinn í íslenska textanum er svo sannur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.6.2009 kl. 01:49
Þetta er nú bara snilld mín kæra.
Karl Löve, 24.6.2009 kl. 01:50
Já, það er gott að taka sér hlé, næra sálina, fara út í sólina (sem vonandi kemur) meðan þú tekur þér hlé gerðu þá eitthvað skemmtilegt bara fyrir þig, þú átt það skilið, eigðu góðan dag.
Ps. ég er eitthvað að misskilja þetta, sá ekki að þetta væri myndband fyrr en núna, læt þetta fyrir ofan standa, ef þú ert að fara í hlé frá blogginu það getur verið erfitt að vera ég
Sigurveig Eysteins, 24.6.2009 kl. 02:10
skuldari,
félagsmálaráðherra sagði ekkert í líkingu við það að "starfsmenn Kaupþings þurfi ekki að greiða láning til baka og heldur ekki greiða skatt af þeim."
Haft er eftir félagsmálaráðherra að verið sé að ganga frá reglugerð sem auðveldar bönkunum að taka ákvarðanir um niðurfellingu skulda hjá almennum viðskiptavinum sínum (mér og þér og öllum hinum skuldurunum). Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að mál sem einfalt er að leysa tefjist of lengi í kerfinu, til að mæta þörfum illa staddra einstaklinga fyrir skjóta málsmeðferð og til að koma í veg fyrir að niðurfelling skulda hjá almennum skuldurm sé skattskyld.
Reglugerðinni er að sjálfsögðu ekki ætlað að bæta réttastöðu yfirmanna gamla Kaupþingsbanka sem fengu niðurfelldar skuldir vegna hlutafjárkaupa. Annars sjáum við örugglega efni reglugerðarinnar fljótlega og getum þá gert athugasemdir byggðar á gögnum en ekki orðrómi.
Elfur Logadóttir, 24.6.2009 kl. 02:17
ÞETTA er hin margumtalaða tæra snilld!
Magnús Jónsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 02:28
Svona er Ísland í dag
Sævar Einarsson, 24.6.2009 kl. 02:42
ughhh, manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds...
Lára Hanna er Samviska þjóðarinnar...
iris erlingsdottir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 03:43
Óska þér góðs og uppbyggilegs hlés, vonandi í fjalla sal með fuglasöng, birkilykt og góðum félagsskap.
Með kærri þökk fyrir "seasonið".
Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.6.2009 kl. 03:52
Elfur Logadóttir: Félagsmálaráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær 23.júní, að fella eigi niður tekjuskatt af afskrifuðum skuldum í bankakerfinu, til að auðvelda bönkunum að afgreiða niðurfellingu skulda.
Þetta hljómar ágætlega en þeir einu sem fá niðurfellingu skulda eru bankamenn og innherjar sem tóku að sér að kaupa í bönkunum til að ljúga upp virði þeirra.
Almenningur fær ekki niðurfellingu skulda og það stendur ekki til. Þetta er til þess gert, að Kaupþingsstarfsmenn, sem fengu niðurfelldar ábyrgðir sínar, þurfi ekki að greiða skatt. Líklega auðveldar þetta líka niðurfellingu á skuldum fyrirtækja.
En af hverju er látið í veðri vaka að þetta eigi við um almenning?
Ég skora á fólk að gefa sig fram sem hefur fengið niðurfellingu skulda hjá bönkunum!
Það hefur ekki heyrst um eitt einasta tilfelli.
Margrét Sigurðardóttir, 24.6.2009 kl. 06:50
Góður! Njóttu sumarsins!
GRÆNA LOPPAN, 24.6.2009 kl. 07:09
Það er ávallt gaman og fróðlegt að fylgjast með blogginu þínu, sem á sér enga samsvörun hér á landi.
Sigurður G. Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 07:43
Mjög vel gert, bloggvinkona!
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 07:46
Tvö atriði? Flott dramatískt myndband og líka tilkynning um að þú sért hætt í bili?
Nú reyndi nefnilega bæði á lesskilning minn og hlustunarskilning
Dúa, 24.6.2009 kl. 09:38
Lára Hanna tær snilld. Já það veitir ekki af að minna fólk á fortíðina. "Guð blessi Ísland" og "Þeir lengi lifi húrra, húrra.........", já það veitir sko ekki af. Alveg furðulegt hvað fólk er lengi að gleyma. Ég hef engu gleymt, er sjálf atvinnulaus og sonur minn öryrki.
Bíð nú spennt eftir Agli, þér Lára Hanna og Spaugstofunni. Nú vantar fyrir alvörunni almennilega þjóðfélagskrítík.
En hafðu það gott í fríinu.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 10:21
Alveg furðulegt hvað fólk er fljótt að gleyma, átti þetta að sjálfsögðu að vera.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 10:30
Margrét, ég er sammála þér þar að ekki hefur verið mikið um niðurfellingar skulda almennings hingað til en það er nákvæmlega það sem þessi reglugerð á að bæta úr ... að gera bönkunum auðveldara með ákvörðun um niðurfellingu.
Ég er þess fullviss að tilgangur félags- og tryggingamálaráðherra er EKKI að auka þægindi hlutabréfabraskara, bankamanna eða annarra innherja með þessu, heldur einmitt þess fólks sem er í lægri enda launaskalans, almennu launafólki með þunga greiðslu- og skuldabyrði.
Tilgangurinn með reglugerðinni er að greiða fyrir skuldurum sem hafa þörf fyrir greiðsluaðlögunarúrræði. Þegar þú ert með allar þínar skuldir á einum stað, hjá þínum viðskiptabanka, þá áttu ekki að þurfa að fara í almenna greiðsluaðlögun í gegnum héraðsdóm með þeim óþægindum sem því fylgja (þ.á m. innköllun í Lögbirtingablaði), heldur mun það duga þér að leita beint til bankans þíns og ganga frá ígildi greiðsluaðlögunarsamnings þar, með niðurfellingum skulda og öðru því sem talið er nauðsynlegt til þess að þú komist í gegnum ólgusjó náinnar framtíðar.
Reglugerðin hefur ekki enn verið birt, en ég skal vera fyrst til þess að senda ráðherranum skammarbréf (og berja í búsáhöld um allan bæ) ef vottur af texta reynist í reglugerðinni sem gerir hlutabréfabröskurum og stórlaunabankafólki að fá siðlaus fríðindin sín skattfrjáls ofaná allt annað. Öndum rólega þar til hún birtist og trúum því að hann sé að vinna að hagsmunum okkar, ekki þeirra ríku - þar til annað kemur í ljós.
Elfur Logadóttir, 24.6.2009 kl. 10:50
Ég vil óska þér til hamingju Eflur hvað þú ert dugleg að taka þátt í málefnalegri umræðu þótt um gagnrýni á Samfylkinguna sé að ræða. Það mættu fleiri flokksmenn þínir taka það til fyrirmyndar. Manni hefur þótt Samfylkingarmenn vilja ekki heyra raddir fólksins. Ég tek dæmi að hann Hrannar B. Arnarsson aðstoðamaður Jóhönnu er með opna síðu á Facebook. Ég hef nokkrum sinnum sent honum fyrirspurnir eða reynt að taka þátt í umræðu á síðunni hans en hann eyðir öllum innleggum frá mér jafnóðum út. Ótrúlegur dónaskapur. Hér er eitt innlegg sem að hann eyddi fyrir mánuði síðan og mér sýnist að sé nú að verða að veruleika: Ég veit ekki hvort að ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir hvað fólkið í landinu er orðið reitt. Ég óttast að þetta endi með alsherjar greiðsluverkfalli þúsunda einstaklinga verði fasteignalánin ekki leiðrétt mjög fljótlega.
Anna Margrét Bjarnadóttir, 24.6.2009 kl. 11:21
Lára Hanna, þetta er ótrúlega flott hjá þér. Þú ert nú meiri snillingurinn!
Anna Margrét Bjarnadóttir, 24.6.2009 kl. 11:23
flott en i raun bara sorglegt.
SM, 24.6.2009 kl. 12:51
Brilliant!
Haukur Nikulásson, 24.6.2009 kl. 13:23
Anna Margrét,
Við eigum ekkert annað í stöðunni en að reyna að hjálpa þjóðinni við að halda sönsum. Svara lýðskrumurum með málefnalegri röksemdarfærslu og reyna að halda fólki á jörðinni. Lágmarka tortryggnina við það sem raunhæft er að tortryggja o.sv.frv. (og hér erum "við" hinn almenni borgari þessa lands, hvort sem hann styður stjórnmálaflokk A, B eða C). Það er það sem ég hef reynt að gera, taka þátt í umræðunni og halda henni á málefnalegum nótum ... þó mér hafi að sjálfsögðu ekki alltaf tekist það.
Ólíkt þér þá held ég að ríkisstjórnin geri sér fullkomna grein fyrir því hversu reitt fólkið er. Það bylur á þeim pósturinn og skilaboðin á hverjum degi. Ég tel að vandinn sé hins vegar svo ógnarstór og heimsendaboðun ákveðinna afla í landinu svo sterk að það geri alla glímu ríkisstjórnarinnar við reiðina eins erfiða og raun ber vitni.
Ég veit hins vegar að verið er að vinna að úrbótum og vona að sú vinna taki ekki allt of langan tíma og skili ætluðum árangri.
Elfur Logadóttir, 24.6.2009 kl. 14:24
Takk fyrir þetta Lára Hanna og njóttu fríisins, komdu svo hress og kát til baka við þörfnumst þín og margra annara, við verðum að standa saman sem einn maður á þessum erfiðu tímum, burt með pólitík og daglegt þras, nú gildir að lifa af.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2009 kl. 14:57
Frábært hjá þér Lára Hanna, eins og flest annað sem frá þér kemur! Til hamingju og njóttu frísins!
ps. Elfur - þú stendur þig líka vel!
Veiðifélagið, 24.6.2009 kl. 15:06
Ekki faaara!
Jú jú. Vona að þú liggir í leti og gerir ekki handtak svo lengi sem þú vilt. Mér finnst þú líka miklu betri en þeir sem horfa aðgerðarlausir á óréttlæti.
Rómverji (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 15:13
Eigðu ljúfa daga vinkona.
Anna Einarsdóttir, 24.6.2009 kl. 15:58
Snillld Lára Hanna. Ef þú ert að fara í sumarfrí þá njóttu þess.
Arinbjörn Kúld, 24.6.2009 kl. 16:03
Takk fyrir að gera okkur viðvart um að hér verður gert hlé í bili og minna okkur á alvarleikann í stöðunni í leiðinni! Ég á eftir að sakna þín en skil mætavel að þú þurfir að taka þér frí. Njóttu þess!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.6.2009 kl. 17:30
Hafðu gott hlé
Hrönn Sigurðardóttir, 24.6.2009 kl. 18:33
Hinn eini sanni útfararsálmur 1. íslenska lýðveldisins, 1944-2008.
Hvíli það í friði að lokum - á meðan við reisum 2. íslenska lýðveldið.
Allir saman nú!
Ísak Harðarson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 20:57
Tær snild, þakkir fyrir !
Njóttu ferðar þinnar um landið !
JR (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 22:54
Njóttu vel og komdu sterk til baka
Kolla (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 00:08
Takk fyrir þetta.
Billi bilaði, 25.6.2009 kl. 00:55
veistu. þú er snillingur Lára Hanna. segi ég og skrifa.
frábær samsetning
Brjánn Guðjónsson, 25.6.2009 kl. 02:13
Margrét og fleiri,
Til þess að tryggja samfellu set ég hér inn tengil á reglugerð fjármálaráðherra vegna niðurfellingar skattskyldu á eftirgjöf skulda. Eins og ég var sannfærð um hefur reglugerðin verið samin með þeim hætti að hún á einungis við þegar einstaklingar utan atvinnurekstrar fá skuldir niðurfelldar í tengslum við greiðsluaðlögun.
1. gr. reglugerðarinnar er eftirfarandi:
"Til skattskyldra tekna manna telst ekki eftirgjöf skulda þegar svo háttar sem kveðið er á um í reglugerð þessari, sbr. 3. tölul. 28. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Eftirgjöf skulda í tengslum við nauðasamninga, eða sem mælt er fyrir um í nauðasamningi til greiðsluaðlögunar, samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, með áorðnum breytingum, telst ekki til skattskyldra tekna þess sem niðurfellingar nýtur. Skiptir ekki máli í því sambandi þótt eignir skuldara eða eignaauki myndist við slíka samninga, eða að ráðstöfunartekjur muni aukast með þeim." (leturbr. mín)
Sérstaklega er síðan tekið á því í 4. gr. reglugerðarinnar að eftirgjöf skulda sem stofnað var til sem hluta af ráðningarkjörum (eins og þegar Kaupþingsstarfsmenn fengu lán til að kaupa hlutabréf í bankanum) verði aldrei undanþegin skattskyldu:
"Hafi lánveiting verið liður í ráðningarkjörum og/eða byggst á starfssambandi launþega og lánveitanda að öðru leyti, telst eftirgjöf slíkrar skuldar ætíð til skattskyldra tekna launþegans sbr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, enda séu ekki uppfyllt skilyrði 2. mgr. 1. gr. og 3. gr. Sama á við um eftirgjöf skuldar eða niðurfellingu ábyrgðar vegna láns sem upphaflega var veitt einstaklingi utan atvinnurekstrar en síðar skuldskeytt á þann hátt að það hefur verið flutt frá einstaklingnum til lögaðila í eigu skuldara eða aðila honum tengdum. Með eftirgjöf skulda í þeim tilvikum þegar lán hefur verið veitt milli aðila sem tengdir eru fjárhagslega og/eða stjórnunarlega fer á sama hátt, eftir því sem kveðið er á um í II. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt."
Hér er sem sagt lokað fyrir að Kristján Arason og aðrir starfsmenn gamla Kaupþings geti fengið sínar skuldir niðurfelldar án skattskyldu, svo við tökum alþekkt dæmi. Fréttir hafa verið færðar af því að Kristján hafi flutt allt sitt yfir í félag snemma árs 2008 og reglugerðin tiltekur sérstaklega að ekki sé ætlunin að fella niður skattskyldu vegna skuldaeftirgjafar hjá slíkum aðilum.
Elfur Logadóttir, 25.6.2009 kl. 10:51
Hvernig væri nú að "skuldari" og Margrét Sigurðardóttir ætu ofan í sig bullið hér fyrir ofan?
HT (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 13:22
Það er engin ástæða til þess, HT. Vantraust á stjórnvöld er afar skiljanlegt við þær aðstæður sem hér hafa verið skapaðar og það tekur tíma að læra að ekki falli allir undir sama hatt í þeim efnum. Þess vegna þurfum við öll að vinna saman í að stuðla að jarðtengingu og auknu trausti til aðila - en alltaf að sjálfsögðu að því gefnu að aðilarnir standi undir því.
Þess vegna byrjaði ég á að telja að óhætt væri að treysta, en beið samt með endanlega fulyrðingu um traust þar til ég var komin með staðfestinguna í hendurnar.
Verum skeptísk og veitum aðhaldið en bíðum með dómana þar til gögnin styðja eða fella okkar skeptík.
Elfur Logadóttir, 25.6.2009 kl. 13:57
Þetta er bara magnað. Tell me why are we so blind to see / That the ones we hurt are you and me
Langar að benda á hreinskilna grein þar sem græðgin er lofuð upp í hástert. Útaf fyrir sig virðingarvert að standa við sitt en mæ ó mæ...
http://www.frjalshyggja.is/?gluggi=pistill&id=1638
Að græða, að græða á, græðgi. Eitthvað held ég að hafi skolast til á milli þessara hugtaka. Með sjánlegum afleiðingum.
Solveig (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 00:18
Frábært, þetta samansull gæti vel orðið smellur mánaðarins.
Úrsúla Jünemann, 26.6.2009 kl. 10:10
Mjög gott! Sýnir glæpahyskið í réttu ljósi. Gangstas Paradise sem heitir upphaflega Pasttime Paradise og er með Stevie Wonder frá árinu 1976 að mig minnir. Báðir titlar eiga vel við í þessu tilviki. Hafðu þökk.
Hallur Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 11:45
Flott hjá þér Lára Hanna en heldur finnst mér þú einskorða sökuna við Davíð og hirðskáld hans Hannes. Vona að þú takir annað myndband saman um stjórnmálaelítuna á Íslandi og hvernig hún hefur leikið okkur Íslendinga grátt á undanförnum árum. Ég minni þig t.d. á að það var ekki bara Hannes Hólmsteinn sem dreymdi um alþjóðlega fjármálamiðstöð á Íslandi sbr. bloggskrif fyrrverandi varaformanns Samfylkingarinnar. Svo minni ég á Borgarnesræðuna hennar Ingibjargar Sólrúnar. Svona skrifaði Ágúst Ólafur, varaformaður Samfylkingarinnar þann 9. ágúst á síðasta ári, en ég birti pistil hans allan, enda góður vitnisburður um Ísland í gær (feitletrun er mín, nema í fyrirsögnum). Ágúst varpar hér ágætu ljósi á náið samstarf stjórnmálamanna og viðskiptalífsins, sem í dag er einkunnarorð Samfylkingarinnar:
Já, við hefðum kannski komið í veg fyrir hrunið ef enska hefði verið gerð að öðru tungumáli Íslendinga að kröfu viðskiptalífsins? Hver veit! Og næsti draumur ,,elítunnar" er að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Ætti það ekki að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum?
Jón Baldur Lorange, 27.6.2009 kl. 19:46
Nei, JBL, engum viðvörunnarbjöllum og það er ekkert í þessari grein ÁÓÁ sem er gagnrýnivert, aðeins umfjöllun um hvernig fjármálastarfsemi getur þrifist í fram´tíðinni og með SETTUM LEIKREGLUM! Þær hefur algjörlega skort og það á þjóðin B og D og þeim eingöngu að þakka!
og ekki orð um það meir!
En mikið var að frí var tekið, löngu komin tími á það hjá afrekskonunni!
Magnús Geir Guðmundsson, 27.6.2009 kl. 22:14
Mikil er trú þín Magnús Geir! Þú myndir ganga í gegnum eld og brennistein bara ef flokkurinn þinn segði þér að gera það. Gott hjá þér en ég var að vona að þessi tími væri liðinn enda þjóðin ,,gjaldþrota" vegna eitraðrar blöndu stjórnmála, stjórnsýslu og viðskipta. Þið sem eruð innmúraðir í flokkapólitíkina spyrjið bara flokksforingja gagnrýnilaust: Hver er dagsskipunin!
Ég vek athygli á nokkrum málsgreinum í pistli fyrrverandi varaformanns þíns, sem þú segir að sé ekkert gagnrýnisvert við, og skrifar greinilega upp á:
Hafið þið flokkshestarnir ekkert lært? Ef svo er ekki þá segi ég: Guð hjálpi Íslandi!
Jón Baldur Lorange, 27.6.2009 kl. 23:43
hallelúja-ið hans Gunnars Krossfara, í laginu, er óborganælegt. orðið snilld nær ekki að lýsa því.
Brjánn Guðjónsson, 28.6.2009 kl. 03:56
Fráááábært myndband ! Algjör snilld! Hafðu það sem allra, allra best í fríinu Lára Hanna, ég hlakka til þess að heyra frá þér hressri og kátri þegar þú kemur til baka.
Einnig vil ég benda á mjög athyglisverðar athugasemdir frá Elfi Logadóttur, hér fyrir ofan. Og langar mig til að þakka Elfi fyrir þær upplýsingar sem hún skrifar um hér fyrir ofan, og einnig fyrir afar málefnalega röksemdarfærslu, í skrifum sínum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2009 kl. 02:22
Sæl verið þið öll,
Ég vil endilega leiðrétta misskilning sem er alfarið mér að kenna. Ég gerði ekki tónlistina sjálf og veit raunar ekki hver höfundurinn er.
Seinnipart nóvember fékk ég tölvupóst með þessari snilld. Sendandinn sagði að vinur sinn hefði sett þetta saman undir áhrifum frá myndböndum sem ég hafði klippt saman í október og nóvember og birt hér á bloggsíðunni minni og á youtube. Sendandinn vildi ekki láta nafns síns getið og nefndi ekki nafn vinarins.
Sendingunni fylgdi leyfi til að gera það sem ég vildi við hljóðskrána og til stóð að myndskreyta hana. Aldrei varð af því sökum anna, enda yrði það mikil og tímafrek vinna.
Þar sem komið hefur æ betur í ljós hvers konar "Gangsta's Paradise" við höfum búið í og gerum enn, fannst mér upplagt að nota lagið núna - það er sígilt. Ég var að flýta mér að komast í burtu og steingleymdi að setja lokakredit á myndbandið - en hef bætt úr því og sett inn nýja útgáfu. Satt að segja er ég nú ekki svo flink og hef ekki nógu góð forrit til að búa til svona snilldarverk. Kannski seinna þegar ég hef lært meira og hef tíma til að fikta og prófa mig áfram.
Lára Hanna Einarsdóttir, 3.7.2009 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.