22.7.2009
Geðveiki gróðærisins
Ég sá aldrei þessa þætti en frétti af nokkrum, meðal annars þessum. Þessi talsmáti, hugsunarháttur og lífsstíll virðist hafa verið ríkjandi meðal hóps fólks í gróðærinu. Mér finnst þetta jaðra við geðveiki.
22.7.2009
Ég sá aldrei þessa þætti en frétti af nokkrum, meðal annars þessum. Þessi talsmáti, hugsunarháttur og lífsstíll virðist hafa verið ríkjandi meðal hóps fólks í gróðærinu. Mér finnst þetta jaðra við geðveiki.
Athugasemdir
algjört ógeð....
Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2009 kl. 23:27
he he þessir þættir eru.. og voru algert 2007.
Óskar Þorkelsson, 22.7.2009 kl. 23:29
Talsmátinn, viðhorfið, lífstílinn - ÓGEÐ.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2009 kl. 23:33
...en hefur þetta eitthvað breyst?
Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2009 kl. 23:36
Þetta var nú gagnrýnt þegar það var sent út.Margir sem mótmæltu þessu viðhorfi.
Einar Guðjónsson, 22.7.2009 kl. 23:42
Hvernig er þetta annars með (illa) dulda auglýsingu fyrir fyrirtækið sem seldi honum innréttinguna. Fékk hann allt ókeypis til að auglýsa ? Má gera svona ? Ég hef oft verið að furða mig á þessum (illa) duldu auglýsingum.
Lilja Skaftadóttir, 23.7.2009 kl. 00:04
Sammála því sem Lilja bendir hér á. Það er kannski núna kominn rétti tíðarandinn til að spyrja: Hverjir kostuðu þessa þætti? Hvað varð um þau fyrirtæki? Hverjir áttu fyrirtækin sem kostuðu þættina?
Helga (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 00:33
Þessi þáttur vakti hörð viðbrögð á sínum tíma, sem betur fer.
Ég veit ekki hvort Byko hafi gefið allt en ég veit það af eigin reynslu að þetta lið reynir hvað það getur að sníkja út bæði vörur og vinnu. Svo er það undir hælinn lagt hvort það er minnst á gefendur í þáttunum. Í þetta skipti fór þáttur Byko ekki framhjá neinum.
Þóra Guðmundsdóttir, 23.7.2009 kl. 00:40
Því miður tröllríður "kostun" ísl. fjölmiðlum. Þarf varla að tíunda hvaða þráðbeinu áhrif það fyrirbæri getur haft á dagskrárgerð...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 23.7.2009 kl. 01:00
O,hvað ég sakna þessa tíma,þegar maður fékk að sjá veruleikafirrtar manneskjur í sjónvarpi ræða saman og skipuleggja:-((( Annars, eigum við BYKO núna?
Konráð Ragnarsson, 23.7.2009 kl. 01:21
mikið hvað íbúðin virðist orðin eitthvað "geld" eftir breytinguna,kunni betur við "fyrir" lookið, virtist hafa sál og hefur sennilega verið valin innrétting fyrir meðaljóninn,sem hefur ætlað að búa í henni....
zappa (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 02:12
Það liggur við að ég segi: Guði sé lof fyrir hrunið!
Kama Sutra, 23.7.2009 kl. 02:28
Sumir tóku meiri þátt í "gróðærinu" en aðrir.
2009 er þessi þáttur tragíkómískur. Hann hefði aldrei orðið svona skemmtilegur nema út á persónurnar sem eru ótrúlega sjálfhverfar. Skyldu þeir hlægja dátt með okkur núna?
Haukur Nikulásson, 23.7.2009 kl. 08:37
Það er sem sagt "viðbjóður" að hafa heimilislegt í kringum sig. Baðherbergið fyrir breytingar fannst mér nú bara fínt, en ég hef kannski ekki nógu góðan smekk.
Það, að þáttastjórnandinn skyldi sífellt vera að tala um að baðherbergi og eldhús væri ógeðslegt, fannst mér með endemum.
Hvað hafa þáttastjórnendur hjá Stöð 2 (vinnur Ásgeir annars ekki þar?) eiginlega í laun, eða var það Byko sem að borgaði brúsann í heild.
Ef að eitthvað var ógeðslegt þarna var það talsmáti þeirra tveggja sem að komu þarna fram, en ég óska jafnframt konunni sem að fékk þessa fínu ókeypis eldhúsinnréttingu til hamingju. Hún hefur fínan smekk.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 08:49
Mér fannst ég vera að horfa á þátt Tvíhöfða eða Fóstbræðra, að gera grín að "auðrónum". Já, þeir töluðu eins og lélegir leikarar í vonlausri tilraun til að vera fyndnir.
Orðið "ógeðslegt" er endurtekið sí og æ en Það sem mér sjálfum finnst ógeðslegt þarna er klæðnaðurinn og fasið hjá þessum Ásgeiri Kolbeinssyni, sem ég veit ekkert hver er, og stólarnir eftir breytingu. Fyrir utan sóunina, að henda dýrum og óslitnum innréttingum (að eldhúsinnréttingunni frátaldri) á haugana.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 09:18
Það var gaman að sjá þennan fígúruskap, ég hafði bara heyrt af þessu. En hvar eru bækurnar á þessu fína heimili?
Emil Hannes Valgeirsson, 23.7.2009 kl. 11:18
Auðrónar, frábært nafn. Það væri nær að kalla útrásarvíkingana ,,auðróna“
Valsól (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 11:26
Ég var löngu hætt að horfa á þessa þætti,einstaka "endurvinnsla"var þó í eldri þáttunum.Þennan þá sá ég í 5-10 endursýningu eða þar um bil.Varð svo forvitin eftir þetta mikla umtal sem þátturinn fékk.
SEitthvað svo viðbjóðslegt og sorglegt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 12:20
Fara til Nepal og lesa bókina -Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn.- Þarna var talað um það að einhver hefði kastað upp vegna "ógeðslegra gluggatjalda". Ég er enn með ulluna í hálsinum eftir þetta klipp.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 13:18
Ógeðslega viðbjóðslega góð heimild um tvo 007
Rómverji (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 13:25
Við sjáum auðrónana ennþá, í umferðinni, á dýru bílunum, með farsímana við eyrað, virða engar umferðareglur, og gefa ekki stefnuljjós á hringtorgum og virða ekki hraðareglur. Við horfum á þá og þeir halda að við séum að dást að þeim. Gera sér ekki grein fyrir að við erum að hneykslast á þeim.
Ég ferðast á hjóli eða gangandi og stari á þessa vitleysinga í forundran og þeir halda að ég sé að dást að þeim. Dæmigerðir "sjálfglaðir naivistar".
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 13:40
Greinilega ekki kona sem býr þarna og valdi þessar breytingar. Eldhúsið hverfur og hornbaðkar takmarkar aðgang að þvottavélinni! Það er heldur ekkert fyrir bókum og myndum af vinum og fjölskyldu fyrir að fara hjá þessum kappa. Magnað að sjá hvað notagildi hafði ekkert að segja á þessum tíma. Allt snerist um "lýsingu" og "opið rými" og fleira í þeim dúr. Hver man ekki eftir Völu Matt úr áramótaskaupinu heimsækja Árna á Hraunið (sem hann gisti reyndar aldrei), skoða klefann hans og tala um "skemmtilega lausn á þessu rými"
En umrætt myndband: Þetta er sorglegt en ég gat samt ekki annað en hlegið. Þetta er dæmi um "manninn á götunni" sem var að spila sig stórann eins og útrásarglæponarnir. Aumingja BYKO að vera aðalsprautan í þessum ömurlega (og ógeðslega) þætti!
Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 23.7.2009 kl. 15:22
Mér finnst þessir gæjar einstaklega hlægilegir, satt að segja. Fyrir utan hvað þeir eru ósmekklegir ...
alla (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 15:28
Ég sé akkúrat ekkert að því að fólk vilji hafa hlutina eftir eigin höfði á heimili sínu, jafnvel þó það kosti mikla peninga. Eins finnst mér ekkert að því þó BYKO hafi borgað eitthvað fyrir auglýsinguna í þættinum. Hins vegar finnst mér þetta "ógeðslega" tal í þeim frekar hallærislegt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.7.2009 kl. 16:24
ærandi viðbjóður... og ekki má gleyma að þessu var markvisst haldið að fólki gegnum alla fjölmiðla, ekki síst fréttirnar sem innihéldu amk árin 2006-2008 meira af upptalningum á gróðabraski viðskiptajöfra heldur en upplýsingar um gang annarra mála.
Gráhildur (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 16:56
Gunnar ég vil þá spyrja : Eru ekki til nein lög um duldar auglýsingar ?
Lilja Skaftadóttir, 23.7.2009 kl. 18:12
Það er engin dulin auglýsing þarna... hún er meira að segja MJÖG augljós
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.7.2009 kl. 18:18
ætli þeir séu ekki að slagast undan myntkörfulánum í dag??
SM, 23.7.2009 kl. 18:25
Snýst ekki öll pólitíkin í landinu um að endurreisa 2007. Mér sýnist það. Ráðherrar eru í blóðspreng að einkavæða, og það eina sem kemst að er meiri einkavæðing á gjaldþrota fyrirtækjum og stofnunum. Það er einsog samfélagsleg eign sé stjórnmálamönnum álíka fjarlæg og Merkúr, og álíka lífvænleg í þeirra augum. Einsog maðurinn sagði, maður má þekka fyrir að hún selur ekki undan manni. Í tilefni af því að konan seldi húsnæði fjölskyldunnar!
Eina vonin er, að endurreisnin verði kapítalismanum að fjörtjóni! Að lækningin drepi sjúklinginn! Svo það megi, þó ekki meira en bara að hugsa um einhverskonar öðru vísi þjóðfélag, en það neyslusjúka vitleysingaþjóðfélag sem hér var. En allt virðist reynt til að vekja það upp!
Auðun Gíslason, 23.7.2009 kl. 18:39
Dulin auglýsing er þegar ekki er tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Sá sem horfir á þáttinn veit ekki betur en hinn ágæti íbúðareigandi telji að best sé að versla í umtalaðri verslun, hún sé bara sú besta. Svona er bannað í því landi sem ég hef búið undanfarin ár.
Þess vegna spyr ég hvort til séu reglur um svona auglýsingar, hver borgar hverjum hvað, og er borgaður skattur af þessu ? Ég man eftir að hafa séð frægan kokk í kokkaþætti sínum, sem talaði stanslaust um það hvar hann keypti vörurnar sem hann notaði. Það fer/fór alveg hræðilega í taugarnar á mér. Nema það komi greinilega fram að um auglýsingu sé að ræða og að sá sem auglýsir fái þá borgað.
Fyrirgefðu Lára Hanna, ég vona að þér sé sama þó ég sé svona þrá, en ég er ekki að þrasa, ég er forvitin.
Lilja Skaftadóttir, 23.7.2009 kl. 18:41
Allt í stíl. Hann Ásgeir blessaður hefur leynt því í mörg ár að hann er rauðhærður. Svo er talað um að það séu fleiri leyndarmál sem hann situr á.
Alma (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 19:22
Er þessi íbúð nokkuð til sölu ? Nei annars hef ekki áhuga, þyrfti að byrja að henda öllu út ...
já og hvar voru allar bækurnar ? já og ruslpósturinn ? ...eða gluggapósturinn ?
HG (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 01:28
Persónulega finnst mér það ógeðslegt að fara í baðkar og liggja í skíttnum sem blandast vattninu í baðkarinu,
mikið betra að fara í sturtu. Svo var þetta ógeðslega gott dæmi um bruðlið sem var stundað á Íslandi fyrir
banka-hrunið. Það var ekkert að þessari íbúð fanst mér og konan sem fékk eldhusskápana var heppin...
Sýndarmenskan á fróni er ótrúleg, metingur um hver á flottasta bílinn og flottustu græjurnar og stærsta húsið
o.s.frv.....
Jóhannes (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 13:01
Stjarnfræðilegir plebbar. Örugglega ólæsir og slefandi í þokkabót.
Eiki S. (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 14:39
Þessi þáttur er sýnishorn af hjarðmenningu „auðrónanna“ (gott nýyrði), þar sem þú þurftir innanhússarkitekt til að segja þér hvernig heimili þú vildir skapa þér. Stílhrein heimili án sálar og notagildis en sem koma vel út á mynd fyrir hina í hjörðinni.
Finnst að það eigi að varðveita þennan þátt á Þjóðminjasafninu og sýna árlega á RÚV.
Orðfæri uppanna segir svo allt sem segja má um plebbísku 2007 hjarðarinnar.
Ævar Rafn Kjartansson, 25.7.2009 kl. 21:52
Æææjjji þetta er gamalt en veistu þetta eru bara litlir strákar með lítil tippi sem halda þeir séu að taka þátt í einhverju góðæri sem var aldrei, og þeir vita ekki hvað er að gerast og eru núna að drulla uppá bak vegna lántöku vegna framkvæmda við steypuna í kringum sig
Helena (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 02:57
Ég verð bara orðlaus. Og svo koma þessir gaukar í sjónvarp og finnst þeir vera rosalega flottir. Sjáfhverfan og drambið gjörsamlega ómælt. Að vísu get ég ekki betur heyrt en að Alþingi Íslendinga sé fullt af svona drengjum (og stúlkum) líka. Fólki sem kemur í pontu og bara bullar en finnst sjálfu að það sé ómissandi og ofsalega klárt.
Guðl. Gauti Jónsson, 26.7.2009 kl. 16:12
Auglýsendur hafa sínar eigin siðareglur um hvernig má auglýsa (Siðareglur SÍA).
Þátturinn virðist klárt brot á þeim. En virðing okkar fyrir lögum og siðareglum fauk út í veður og vind 2007.
Þátturinn er góð heimild um hugsunarhátt og viðskiptasiðferði liðinna ára. Nú þurfum við að hugsa öðruvísi. Byrja á að endurheimta grunngildi samfélagsins. Aðhaldssemi, heiðarleika og virðingu fyrir gömlum gildum og húsgögnum.
Sigmar Þormar, 26.7.2009 kl. 22:42
Æi ég tek nú undir með honum Gunnari hérna ofar, það er ekkert hægt að gagnrýna fólk fyrir þann stíl sem það velur sér á sínu heimili. Þeir voru bara að búa til flotta piparsveinaíbúð og gerðu það sem þeim þótti flott. Orðaval þeirra og talsmáti er og var hins vegar gagnrýniverður og gott fólk, það kom afsökunarbeiðni frá þeim.
Steini Thorst, 27.7.2009 kl. 11:19
Hahaha gaman að sjá þetta aftur!
Stórir strákar með lítið *blíp* að spila sig important! Og Steini; Þeim fannst þetta ekki nógu athugunarvert fyrr en það var allt orðið "kreisí" út af orðbragðinu... þá báðu þeir afsökunar.
En guð hvað þetta er hallærislegt!
Muniði eftir þættinum hans Audda, "Tekinn"... þar sem Ásgeir Kolbeins fór "á kostum"
ARG... ég væri til í að horfa aftur á það! ..og aftur og aftur
Heiða B. Heiðars, 27.7.2009 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.