Rökstuddur grunur um glæpi?

Kompássmaðurinn Kristinn Hrafnsson byrjaði sumarafleysinguna með trukki á RÚV í kvöld. Hann fjallaði um myrkraverkin sem framin voru hjá Kaupþingi dagana áður en bankinn var yfirtekinn - og þau eru vægast sagt svakaleg. Kristinn boðaði framhald næstu kvöld og vísaði í síðuna WikiLeaks.

Fjallað var um lán Landsbankans til fyrirtækja sem tengd eru eigendum hans hér og hér. Nú var það Kaupþing - og sukkið... maður minn! Þetta er það sem við erum að borga fyrir - og þetta líka. Og fleira og fleira.

Fréttir RÚV - Kristinn Hrafnsson - 31. júlí 2009

Kristinn segir í fréttinni að lán Kaupþings til 11 fyrirtækja í Existu-hópnum, að Skiptum meðtöldum, séu upp á rúmlega 300 milljarða króna að núvirði. Bara þau lán eru tæpur helmingur af Icesave-skuldinni. Sjáið þetta bara. Upphæðir eru í milljónum evra og gengið er rétt um 180 krónur.

Lánabók Kaupþings - Exista

Í glæruskjalinu sem fjallað er um og kallað er "Meeting of the Board of Directors - Annual Large Exposure Reporting" er bara fjallað um lán frá 45 milljónum evra, sem mér reiknast til að séu 8,1 milljarður króna. Þetta er ótrúlegt skjal og þar kennir ýmissa grasa. Ég hengi það hér neðst í færsluna ef fólk vill taka þátt í að rjúfa þá vernd sem bankaleynd veitir þessum mönnum. Ég skora á alla bloggara og netmiðla að birta þetta - þá hafa þeir nóg að gera í lögsóknunum, blessaðir.

Skoðið þetta vandlega með reiknivél við hönd til að fá íslensku upphæðirnar. Hvað varð um alla þessa peninga? Hvernig stendur á að ekki er búið að frysta, kyrrsetja, haldleggja... hvað sem við köllum þann gjörning að hirða af þeim það sem þeir stálu og ætla að láta okkur borga. Í lögum nr. 88/2008 - gr. 68 og 88 - er fjallað um slíkt og þar er vísað í lög nr. 31/1990 sem beinlínis fjalla um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Hér er tilvitnun í gr. 68 og 88 í fyrrnefndu lögunum:

Lög nr. 88/2008 - gr. 88

Hrunstjórnin gerði ekkert í þessum málum í haust - EKKERT. Hugsið ykkur ef sú stjórn hefði haft döngun í sér til að frysta allt strax og hindra öll stór viðskipti. Værum við í annarri stöðu í dag? Hefði þessu fólki tekist að mjólka bankana og fjárhirslur þjóðarinnar eins og raun virðist bera vitni? Munið þið eftir þegar Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra "til nokkurra daga" rétt áður en bankinn féll? Það eru 90 milljarðar íslenskra króna á núvirði. Einn sjöundi hluti Icesave. Hvað varð um þá peninga í ljósi þessara Kaupþingslána og meintra undanskota stærstu eigenda í skattaskúmaskot?

Er ekki kominn tími á gjalddaga?

Stöð 2 og RÚV 28. júlí 2009


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vá... enn og aftur kemuru með eitthvað sem fær mig til að fá gæsahúð !!

Óskar Þorkelsson, 31.7.2009 kl. 22:39

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://wikileaks.org/wiki/Financial_collapse:_Confidential_exposure_analysis_of_205_companies_each_owing_above_%E2%82%AC45M_to_Icelandic_bank_Kaupthing%2C_26_Sep_2008

Óskar Þorkelsson, 31.7.2009 kl. 22:47

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hózd, ég talaði um haglabyzzur & heykvízlar í fyrra.

Þið hin Werri grænni bara 'zamfóðuð' í ~hyggeríinu~.

Glæzilegt.

Steingrímur Helgason, 31.7.2009 kl. 22:54

4 identicon

Ef ekkert fer að gerast í þessum málum þá sé ég ekki annað í stöðunni en að við fólkið verðum að ná í víkingahjálmana okkar og gera þetta sjálf, það er nokkuð ljóst. 

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 23:04

5 identicon

"Saknæm vanræksla"

Á þeim grundvelli - að minnsta kosti - þarf að lögsækja íslenska stjórnmálamenn og embættismenn. Bæði í sambandi við Kaupþing og icesave. 

Frysta eigur grunaðra fjárglæframanna - þær sem eftir eru - strax. 

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 23:06

6 identicon

Athuga þarf vandlega hvort skilanefnd Kaupþings hafi verið að hylma yfir glæpi.

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 23:15

7 identicon

Það er meira en ótrúlegt að þessir menn skuli ekki vera í gæsluvarðhaldi á meðan málið er rannsakað.

Svo finnst mér merkileg lagagrein sem að Kaupþingsmenn vísa í þegar þeir eru að reyna að sannfæra Wikileaks um að taka niður færsluna sína. Þar vísa þeir í grein um bankaleynd sem endar svo:

> ...Furthermore, knowingly supplying false or misleading information

> on the financial position of a financial undertaking or other

> information on the undertaking, publicly or to the Financial

> Supervisory Authority, other official bodies or clients, is subject

> to the same sanctions.]

 Þá spyr maður sig: Voru þessi lög brotin þegar forsætisráðherra og utanríkisráðherra fóru í kynningarherferð um heiminn til að telja öllum trú um að íslenska fjármálakerfið stæði á traustum fótum, vitandi frá seðlabankastjóra og öðrum að bankarnir væru meira en lítið ótraustir. Hversu lengi er löglegt að tala upp veikburða bankakerfi?

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 23:21

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Krafa um lögbann og lögsókn er furðu örvæntngarfull tilraun til þöggunar sem bara gerir stöðu þeirra verri. Þeir sem verða fyrir ákæru af hendi bankans eða skilanefndar munu standa uppi sem þjóðhetjur og hafa ekkert að óttast. Spurningin er frekar verður gert áhlaup á Kaupþing. Ég er viðdkiptavinur Kaupþings og fer nú að hugsa ráð mitt.

Gísli Ingvarsson, 31.7.2009 kl. 23:30

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Miklir djöfuls aumingjar erum við að láta þetta viðgangast..

Eg skal smíða gapastokkinn og setja hann upp á Austurvelli

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.7.2009 kl. 23:48

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gapastokk.. þú meinar höggstokk geri ég ráð fyrir..

Óskar Þorkelsson, 31.7.2009 kl. 23:51

11 identicon

Hvernig í ósköpunum getur svona fáment land með bara ca 300 000 sálir alið svo

marga fjársvikara  (þjófa) spyr einn búsettur erlendis síðan 20 ár ?  

Hvar er löggan og til hvers að hafa lögreglu þegar þeir gera ekki neitt....

Jóhannes (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 23:54

12 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þá er bara eftir að fá leka á lánabókum glitnis og landsbankans.

Arinbjörn Kúld, 1.8.2009 kl. 00:06

13 identicon

þaðr verður að fara að taka náhirðin og bankarónana og koma þeim fyrir landrétt eða eitthvað svipað.  Þessir sérstökuransóknarlasarónar gera ekkert og því síður lögreglan. 

það á að banna stafssemi Sjálfstæðisflokksins,  Framsóknarflokksins og Samfylkingarinar strax.  Þetta eru allt landráðamenn sem komu þjóðinni í svaðið á öllum sviðum.  Ekkert stendur upp úr nema þeir vilja að við borgum fyrir þá áfram.

Samfylkingin er í hópnum með Sjölfræðisrónum og Framsóknarrónum vegna þess að þeir gerðu ekkert í Hrunastjórninni hjá Haarde nema að misbjóða frumhugsun jafnaðarmanna með gjörðum sínum.

Annars standur Jóhanna og Steingrímur sig vel.  Annað en Engeyjarpeiinn og Kögunarunginn gera. Eins og lofthana báðir tveir.

Eini Sjallaglæpamaðurinn sem hægt er að hlusta á er Þorsteinn gamli Pálsson.  Hinir eru allir eru málpipur LÍÚ hirðarinnar.

Djöfull er þetta súrt að husga um hvað þessi náhirð hefur gert landinu MÍNU.

Rúnar (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 00:12

14 identicon

Mig langar til að taka undir með Rúnari in principal (segi það af því hann kannski ekki endilega sammála öllu sem ég segi ;-)..... en ég hef alltaf litið á mig sem Krata en ekki fundið hljómgrunn með Samfylkingunni upp á síðkastið þ.a. síðast kaus VG og sé ekki eftir því.  Aðalástæðan var þó persóna - ég kaus VG út af því að trúði að Steingrímur myndi standa með sinni sannfæringu, eins og mér sýnist hann hafa gert.  Og áður en allir æpa - þá getur vel verið að hann hafi skipt um skoðun í einhverjum málum eftir að hafa komist í þá aðstöðu að hafa betri yfirsýn yfir heildarstöðuna en það finnst mér þroskamerki!!!  Ég hins vegar hafði, og hef, trú á Jóhönnu, en gat ekki hugsað mér að kjósa Samfylkinguna fyrir að A. "fljóta sofandi að feigðarósi"..... í stjórn þegar hrunið var og B. að horfast ekki í augu við sína ábyrgð og iðrast (frekar en aðrir flokkar, X-D og X-B, gerðu ennnnn það breytir því ekki að við ætlust til meira af vinstri flokkum...... þannig er það bara!!!) 

Það er gott, og slæmt, fólk innan allra flokka, og er sammála Rúnari að einn af þeim (fáu ,-) Sjálfstæðismönnum sem vert að hlusta á er Þorsteinn Pálsson.  Því miður get ég ekki bent á einn einasta mann, né konu, innan Framsóknarflokksins, sem tel þess virði að eyða orðum, eða tíma á.  Sá flokkur hreint og beint hræðir mig, málflutningur þeirra ereins og ofsa..... flokkur / trúarbrögð.  Þá er eftir Borgarahreyfingin sem vissulega gæti skilað meiri tengslum við almenning en er gjörsamlega að "flippa á því". 

AS (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 00:35

15 identicon

Tek undir með Doktore og ef maður talar mannamál og segir hlutina eins og þeir eru þá er manni bannað að setja sthugasemdir á viðkomandi síður. Ég hef verið bannaður á eyjunni fyrir komment um að Sjálfstæðisflokkurinn sé sérhagsmunabandalag glæpamanna og að þessi flokkur hefði átt að sjá sóma sinni í því að leggja sjálfan sig niður eftir hrunið síðastliðið haust. Þessi flokkur er ekki stærri en þjóðin, en því miður hefur þessi flokkur svo dygga fylgjendur sem hika ekki við að verja óheiðarleika ef út í það er farið og ég get fært sönnur á það. Ef maður talar umbúðalaust þá skjálfa fylgjendur flokksins og ef maður talar um óheiðarleika þá verða þeir öskureiðir, enda hafa þessir aðilar vondan málstað að verja. Það er ömurlegt að ritstjóri eyjunnar skuli láta þessa ránfugla stjórna sér með þessum hætti. Ég hef bloggað á moggablogginu hátt í tvö ár og hef aldrei lent í því að vera aðvaraður eða neitt þvíumlíkt svo kem ég á eyjuna og er bannaður af því einhverjir Sjálfstæðismenn inn á kommentakerfi eyjunnar líkar ekki við það sem ég hef að segja. Málið er að ég er ekki sá eini, annar aðili sem kallar sig Dúddi Bei hefur einnig verið bannaður. En pælið í því, hann var bannaður fyrir það eitt að vera fyndinn á kosstnað Sjálfstæðismanna. Sorglegt að einn besti fréttavefur landsins skuli vera orðin spilltur ritskoðunarsnepill að hætti Sjálfstæðismanna. Það muna allir hvernig DV var stjórnað á sínum tíma af helbláum ritstjóra, enda fór það á hausinn og skyldi eftir sig skuld upp á 700 miljónir, reikningur sem sendur var almenningi, en Bjöggarnir fengu niðurfellingu á verði Landsbankanns upp á 700 miljónir sem var skuld DV við Landsbankann.

Bið þig afsökunar Hanna Lára að ég skuli vera setja komment inn sem ef til vill á ekki heima í þessari umræðu akkúrat hérna, en mig langaði að sem flestir fái að vita af því hvernig eyjunni er stjórnað leynt og ljóst af fólki sem er tilbúið að drepa niður gagnrýni. Ég er ekki klár á því hver er ritstjóri eyjunnar, en það eru svona tvær vikur síðan ég var útilokaður frá kommentakerfinu á eyjunni. Ég veit að Guðmundur Magnússon var ritstjóri og ég hef heyrt að Hallur Magnússon Framsóknarmaður og moggabloggari hafi tekið við af honum um svipað leiti og ég var bannaður, en ég ætla ekki að fullyrða það. Ömurlegt er það engu að síður. 

 Kveðja Valsól

Valsól (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 00:40

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvernig er komið fyrir landinu okkar?   Það er sótt að okkur úr öllum áttum, vegna fjárglæfra nokkurra tuga manna.  Samsekir eru stjórnmálamenn, embættismenn og bankamenn.  Það styttist í uppgjör, þá er ég ekki að meina AGS og IceSlave!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.8.2009 kl. 00:54

17 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

http://www.heimilin.is/varnarthing/spurtsvaradgreidsluverkfall

Þórður Björn Sigurðsson, 1.8.2009 kl. 01:01

18 identicon

hve langan tíma ætli að taki að þetta "líði hjá" ? og bankaleynd er hún til að hilma yfir þjófnað og spillingu ? hvenær ætla íslensk stjórnvöld fari að spyrja sig "hvað varð um aurinn." við þurfum fólk eins og þig Lára Hanna í rannsóknarnefndirnar, ekki sýslumenn bara vana sauðaþjófum.

zappa (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 01:12

19 identicon

   Er flökurt...Takk fyrir að standa vaktina fyrir okkur. Og takk fyrir Kristinn og þið öll hin sem ætla ekki að láta krimmana komast upp myrkraverkin.

Solveig (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 01:25

20 identicon

Mikið finnst mér sorglegt hvernig komið er fyrir þeim banka sem ég vann í fyrir 20 árum.  Nú er svo komið að ég íhuga í alvöru að skipta við annan banka en hvert á að fara.  Það virðist vera sami skíturinn í þeim öllum.  Það er eins og í öllum bönkum á Íslandi hafi verið saman komnir mestu þjófar alheimsins svo mikið var sukkið og spillingin.  Við þurfum fólk eins og Láru Hönnu í rannsóknarvinnu um hrunið.

kristin (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 01:29

21 identicon

Takk fyrir Lára Hanna.

Takk fyrir Kristinn Hrafnsson.

Takk fyrir heiðarlegir blaðamenn sem margir af veikum mætti reyna að komast að hinu sanna.

Þúsund þakkir þið þarna úti sem "lekið" upplýsingum sem þjóðin á rétt á að vita.  

Nú má vel vera að þessar upplýsingar komi ekki frá Íslendingum heldur einhverjum öðrum en ef einhver veit hver þetta er sem kom þessu á framfæri þá bið ég fyrir kæru þakklæti.

Þið sem eitthvað vitið segið frá.

Skömm stjórnvalda , embættiskerfis, skilanefnda (sem í dag sögðu frá stórfelldum niðurfellingum lána til valinna einstaklinga) og annara sem vinna gegn almenningi á Íslandi sé þeim ævarandi.

Ásta B (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 01:38

22 identicon

Bíðum við, það er ekkert um þetta á Moggavefnum, er þetta örugglega satt?

Og ef þetta er satt, ættu menn þá ekki aðeins að  hugsa sinn gang - svona um stjórnmálaflokka og svoleiðis??????

Viðar Hreinsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 03:13

23 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Kræst !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.8.2009 kl. 03:41

24 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk...Lára og gaman að sjá skíra hugsun "Doktors E!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.8.2009 kl. 04:10

25 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

*Orðlaus*

Ef EINHVER var fylgjandi að gangast undir hníf Samfylkingarinnar og samþykkja Iceslave, þá breytir þetta því ! Þvílíkt sem Stjórn þessa lands ætla að hampa peningarmönnunum ! 

Maður bara er virkilega reiður !

Birgir Örn Guðjónsson, 1.8.2009 kl. 06:48

26 identicon

Já, maður veltir líka fyrir sér hvað þurfi eiginlega að gerast til þess að ráðherraábyrgðalögunum verði beitt ... t.d. 10. gr.

10. gr. Loks verður ráðherra sekur eftir lögum þessum:
   a. ef hann misbeitir stórlega valdi sínu, enda þótt hann hafi ekki beinlínis farið út fyrir embættistakmörk sín;
   
.ef hann lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrirb. ef hann framkvæmir nokkuð eða veldur því, að framkvæmt sé nokkuð, er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þess sérstaklega bönnuð í lögum, svo og

Kári (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 08:19

27 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kærar þakkir fyrir góða pistla Lára Hanna.

Ágúst H Bjarnason, 1.8.2009 kl. 08:26

28 identicon

Sæl Lára Hanna. Þú ættir að fá fálkaorðuna, en ég spyr hvar er BÚSÁHALDA,, hersveitin núna ?? ég held að nú sé komið að allsherjar uppgjöri. Þessir menn hvaða nafni sem þeyr nefnast eru svo ósvífnir að það á sér ekki hliðstæðu, af hverju eru þessir menn ekki settir inn eins og fjórmenningarnir sem sviku nokkra tugi miljóna út úr Íbúðalánasjóði, við erum að tala um hunruði miljarða. Látum þessa fugla borga ICESAVE............

Þorleifur H. Óskarsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 11:52

29 identicon

Takið eftir að það eru aðeins 2 ástæður fyrir því að mál hafa æxlast svona
1 Þeir sem stjórna eru vanvitar (Ég tel að ég megi segja vanvitar um stjórnamálamenn, samkvæmt Árna Matt)
2 Þeir sem stjórna eru tengdir inn í spillinguna

Veljið nú.... persónulega tel ég að það sé sambland af þessum 2

Og takið líka eftir að engin lausn mun koma með núverandi stjórnmálaflokkum/mönnum... hér þarf mun meira að koma til... mafíurnar eru í fullu fjöri.. við erum eins og kindur á fjalli sem verða leiddar til slátrunar í haust.....

DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 12:01

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott mál að fá þetta upp á borð, þó það hafi ekki verið borð ríkisstjórnarinnar heldur eitthvað óskilt borð.  Hvað maður getur orðið reiður og um leið vonlítill.  Nú er tíminn til að bretta upp ermarnar og láta í sér heyra.  Burt með AGS burt með ESB og burt með spillinguna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2009 kl. 12:17

31 identicon

Við erum að tala um að maðurinn á götunni er kominn á bakvið lás og slá fyrir að stela pulsupakka.... þeir sem ræna öllu af heillri þjóð ganga allir lausir og handbendi þeirra eru innvinklaðir í skilanefndir og stjórnmál.... þeir eru faktískt að gera upp eigin glæpi... og við stöndum hjá jarmandi eins og sauðir... á meðan sumir skála í kampavíni öruggir með allt þýfið sitt... reikningurinn er settur á okkur og afkomendur okkar.
Til hamingju ísland, loksins er komin titill á okkur sem er sannur og réttur: Ísland spilltasta land í heimi..
Nú er bara spurningin hvort við ætlum að reyna að ná titlinum sem aumingjalegasta og heimskasta þjóð í heimi.
Og plís ekki hlaupa eftir fagurgala þeirra sem eru í stjórnarandstöðu... það er sami rass undir öllu þessu liði.

DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 12:44

32 identicon

Ef það væri ekki fyrir netið, þá væru þöggunin alger. Annars hvet ég fólk til að vanda orðalag. Í sjálfu sér (ennþá) ekkert komið fram í þessu máli sem er ólöglegt. Nú er ég alls ekki að verja fyrrverandi eigendur Kaupþings en áleitin er spurningin: Máttu þeir ekki lána og afskrifa að vild? Er það ekki hin kalda staðreynd. Vona að menn urrist ekki yfir þessu sjónarhorni. Skýri þetta betur á bloggi mínu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 13:10

33 identicon

Gísli Baldursson:Máttu þeir ekki lána og afskrifa að vild? 

Samkvæmt því hvað Landsbankinn(til dæmis) var að lána félögum tengdum helstu eigendum hans þá fór það langt fram yfir það hámark sem leyflegt er!!!! Þetta hefur marg oft komið fram í fjölmiðlum. Hvað var Kaupþing banki að lána félögum sem tend voru eigendum hans??? Þetta er ólöglegt en ég er ekki lögfróður og veit ekki hver refsiramminn er í þessum málum.  Vandamálið er að við íslendingar erum(og höfum verið með) allt og ófullkomið regluverk í kringum fjármálastarfsemi. Ég get ekki séð að mikil bragarbót hafi verið gerð á þeim málum síðan hrunið varð(talað um að byrgja brunninn.......).  Flest félög sem voru á íslenska verðbréfamarkaðinum voru sek um að fegra stöðu sína á verðbréfamarkaðinum. Eru ekki menn í rúmlega 20 ára fangelsi í USA sem staðnir voru af svipuðum glæpum eins og þessi félög voru að gera á íslenskum verðbréfamarkaði. Hefur einhver verið settur inn fyrir það hér á landi??? Því miður ekki.

Varðandi Iceslave þá erum við íslendingar því miður komnir í þá stöðu að við bara verðum að borga allt saman og ég veit að við erum tæplega færir um það en við erum bara komnir upp að vegg hjá alþjóðasamfélaginu. Hversu lengi ætlum við að þverskallast við þessu. Mig langar ekkert að borga þessar fj.. skuldir en ég er nógu greindur til að sjá að ef við gerum það ekki þá verða afleiðingarnar jafnvel enn verri en að borga þær. Mér óar við því hversu sundurleitur hópur er á alþingi. Það fæst ekkert gert þar fyrr en menn átta sig á því að það verður að vinna SAMAN að lausn vandamálsins í stað þess að rífast endalaust um það bara til að vera á móti hinum.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 13:31

34 identicon

Þetta finnst mér lýsa íslandi ágætlega.... meeee meeee
HOTLINKED vegna þess að ég er ekki með bloggið mitt og myndefnið :)

DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 13:41

35 identicon

Þakka þér fyrir Lára Hanna góða umfjöllun eins og alltaf. - Guði sé lof að það skuli vera til er fólk sem selur ekki sál sína í hendur ótta, valdníðslu, þöggunar og afskiptaleysis. Kveðja HB

Helga Björk Magnúsar Grétudóttirs (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 14:17

36 identicon

Að það sé ekki hægt að koma lögum yfir þessa menn sem hafa hagað sér svona, segir bara það að það hafa lifað tvær stéttir í okkar samfélagi. Eftirfarandi er haft eftir Ólafi Ragnari Grímssyni:

,,Áratugum saman hafði klíkuþjóðfélagið grafið um sig og skapað forréttindastétt þar sem ófust saman helstu peninga- og auðlindahagsmunir þjóðarinnar og yfirráð á vettvangi stjórnmálanna. Þessi forréttindastétt hafði að lokum búið svo um hnútana upp úr aldamótunum síðustu að hún hafði framkvæmdavaldið, löggjafarvaldið og hálft dómsvaldið í höndum sér. Hún gat lifað í refsileysi við hlið réttarríkisins og bjó sig undir að ná undirtökunum á fjórða valdinu, fjölmiðlunum" (Jóhann Hauksson á DV, 2009).

Við viljum nýtt ísland, þar sem fólk getur óhrætt tjáð sig og það eigi ekki á hættu að því sé sett stóllinn fyrir dyrnar ef það gegnrýnir eitthvað. Við eigum ekki að sætta okkur við að álika þöggun verði í þjóðfélaginu og t.d. þegar Kárahnjúkavirkjun var á teikniborðinu. Þá var gerð heimildarmynd um verkefnið og kom það kvikmyndagerðamönnum á óvart hvað það voru margir sem ekki þorðu að tjá hug sinn. Vísindamenn sem leitað var til sögðu að þair vildu ekki setja atvinnu sína í hættu með því að koma fram í myndinni. Allir voru hræddir. En við hvað? Ég held því fram að það hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn. Sjíð bara hvernig það er í þessum blessaða flokki, það þorir engin að gagnrýna og allir eru með sömu skoðun. Benidikt Jóhannsson fékk verðlaun fyrir að tala á móti forystunni. Hugsið ykkur, hann fékk verðlaun fyrir að ÞORA. Þvílíkur flokkur. Davíð tók menn á teppið og hótaði þeim atvinnumissi ef þeir væru ekki þægir. Framið var mannorðsmorð á Jóni Ólafssyni vegna þess að hann vildi ekki ráða forstjóra á Stöð2 sem Sjálfstæðisflokkurinn fann fyrir stöðina til að halda utan um fréttir, svo þær væru hliðhollar flokknum. Hugisð ykkur alla hina fjölmiðlana, hvað með þá eigendur, þorðu þeir að segja nei eions og Jón Ólafsson? Við gott fólk eigum að viðurkenna það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gegnsýkt þjóðfélagið með klíkuskap og fjölskyldutengslum. Þeir hafa ráðið yfir allri stjórnsýslunni og ákveðnar fjölskyldur hafa passað upp á valdatengsl sín við flokkinn. Við hrunið síðastliðið haust átti forysta Sjálfstæðisflokksins að sjá sóma sinn í því að leggja þennan siðspillta flokk niður, eða er flokkurinn stærri en þjóðin og meira virði?

Nú hef ég verið bannaður á athugasemdakerfi eyjunnar fyrir komment sem eru eitthvað í líkingu við það sem ég skrifaði hér að ofan. Einstaklingur sem kallar sig Dúddi Bei, hefur einnig þurft að sæta því að lokað hefur verið á hann. Ekki var það fyrir þær sakir að hann væri orðljótur eða með meiðandi ummæli, heldur var það vegna þess að einhverjum fannst hann ekki tala á þeim nótum sem væru Sjálfstæðisflokknum til framdráttar. Dúddi Bei gerði það nefnilega að þykjast vera Sjálfstæðismaður og talaði eins og þeir hugsa. Einn Sjálfstæðismaðurinn sagði í athugasemd við Dúdda að hann ætti að hætta þessum skrifum vegna þess að þetta væri að skaða FLokkinn.,,þetta væri ekki flokknum til framdráttar" hét það. 

Hafa Sjálfstæðismenn virkilega svona mikil völd inn í fjölmiðla að þeir geti með kvörtunum sínum ráðið því hverir fá að tjá sig og hverjir ekki? Eru þeir líka með ritstjóra eyjunnar í vasanum?

Lára Hanna þú ættir svo sannarlega að vera á launum við þessi skrif þín, þessi miðlun upplýsinga þar sem talað er umbúðalaust er mjög mikilvæg. Takk Lára Hanna.

Valsól (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 15:13

37 identicon

Lára hefur mikilvægu hlutverki að gegna í uppbyggingu íslands... NEI ég er ekki að tala um Láru spámiðil hér... ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 18:45

38 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jæja , það má búast við lögbanni á Láru hönnu innan skamms...

Óskar Þorkelsson, 1.8.2009 kl. 19:39

39 identicon

Það er viðbúið..... það má ekki særa sætu góðu elítuna, sannleikurinn er óvinsælasta og skammarlegasta efni á íslandi í dag....
Sannleikanum verður hver sárreiðastur.. við megum ekki særa tilfinningar einstaklinga, bara stórra hópa...því stærri sem hópur fórnarlamba er, því meira verður að ljúga... fórnarlömbin gætu bara orðið sár og fúl, best að halda öllu misjöfnu frá dagsljósinu svo fólk verði nú ekki óeðlilega spælt g sárt

DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 19:43

40 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lára Hanna, ég tók áskorun þinni um að gera Kaupþingsskýrsluna aðgengilega sem víðast og skrifaði um það bloggfærslu. Ég bætti líka um betur, sendi tölvupóst til forstöðumanns lögfræðisviðs Kaupþings og mótmælabréf til Sýslumannsins í Reykjavík. Að sjálfsögðu fylgdi eintak af skýrslunni með sem viðhengi!

Til fróðleiks fyrir þá sem kynnu að vilja mótmæla með sama hætti þá eru hérna upplýsingar um viðkomandi tengiliði:

Koma svo... setja póstþjónana þeirra á hliðina! (ekki gleyma viðhenginu)

Guðmundur Ásgeirsson, 2.8.2009 kl. 00:13

41 identicon

Takk fyrir enn eina fína bloggfærslu Lára Hanna.

Aðeins varðandi aumingjaganginn varðandi frystingu eigna sem ekki er talin möguleg með núverandi löggjöf. Er ekki merkilegt að hér hafi verið hægt að setja bráðabirgðalög um að þjóðnýta alla banka landsins en mönnum hafi ekki dottið í hug að setja bráðabirgðalög um frystingu eigna í þjóðargjaldþroti?

Jón Baldvin Hannesson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband