10.8.2009
Spámenn í föðurlandi?
Ég var að grúska í safninu og rakst á Kastljós frá 23. júní í fyrra. Þar ræða efnahagsmálin þeir Gylfi Magnússon, þá dósent við HÍ og nú viðskiptaráðherra, og Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við HÍ og nú þjóðþekktur baráttumaður. Það er fróðlegt að hlusta á þá félaga ræða málin rúmum þremur mánuðum fyrir hrun.
Athugasemdir
Minni Íslendinga virðist oft vera ansið stutt. Þess vegna er gott þegar einhver rifjar svona upp. Mætti jafnvel vera meira af því.
Ketill Sigurjónsson, 10.8.2009 kl. 23:08
Ja hérna hér. Magnað viðtal. Báðir góðir. Eftir situr skýr mynd af Frankenstein og skrímslinu sem hann skapaði. Og hætti að ráða við.
Solveig (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 00:07
Gylfi alltaf jafn samkvæmur sjálfum sér.
alla (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 00:59
JÁ ÍSLENDINGAR VIRÐAST HAFA KUPI FISKA MINNI, ÞESS VEGNA ER ÞETTA INNLEGG HJÁ ÞÉR LÁRA HANNA GÍFURLEGA MIKILVÆGT ÞVÍ SVO SANNARLEGA ÞARF AÐ MINNA OKKUR Á OG HALDA UMRÆÐUNNI VAKANDI
ÞAKKA FYRIR MIG
Hulda Haraldsdóttir, 11.8.2009 kl. 03:55
Er að velta fyrir mér hvort Davíð verði sóttur til saka, eða hvort hans verður bara minnst sem síðasta fáráðsins í Seðlabankanum. Það væri óskandi að hætt yrði að ráða aflóga pólitíkusa í toppstöður í þjóðfélaginu. Það er á hinn bóginn áhugavert að sjá hvernig hann hefur reynt að þvo hendur sínar af öllu ruglinu. Ísland er kannski of lítið til að hýsa starfhæft lýðræði?
Ragnheidur Olafsdottir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 07:05
Mikið má þjóðin þakka Seðlabankanum og Davið fyrir að hafa ekki steypt bankanum (og þar með ríkissjóði) í stórfelldar erlendar lántökur á árinu 2008, til að ausa í bankana, eins og þeir voru þá orðnir. Á þessum tíma voru bankarnir búnir að taka lán í útlöndum, sem námu 10-12 faldri landsframleiðslu og sem betur fer fyrir þjóðina, sá Seðlabankinn hvert stefndi með þá og að ekkert gæti komið í veg fyrir hrun þeirra.
Hefði Seðlabankinn verið búinn að taka þúsundir milljarða í erlendum lánum á þessum tíma, eins og Sigurður Einarsson og aðrir bankamógúlar predikuðu, væri Icesave ruglið bara smámunir í samanburði við það, sem þá hefði orðið.
Í viðtalinu virtist Vilhjálmur vera á þeirri skoðun, að Seðlabankinn ætti ekki að reyna að bakka bankana upp, en Gylfi ekki.
Axel Jóhann Axelsson, 11.8.2009 kl. 11:20
Axel Jóhann... Ríkisstjórnini og Seðlabankinn reyndu hvað þeir gátu að fá erlend lán - en enginn vildi lána. Það var málið. Ertu búinn að gleyma þessu?
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.8.2009 kl. 11:24
Nei, en það var ekkert í líkingu við það sem bankamógúlarnir vildu að gert yrði í lántökumálum Seðlabankans, til styrkingar á gjaldeyrisvarasjóðnum, sem síðan átti að bakka upp bankana.
Eru menn búnir að gleyma hörðum árásum, t.d. Sigurðar Einarssonar, á Seðlabankann vegna þessa?
Axel Jóhann Axelsson, 11.8.2009 kl. 11:52
Þeir fengu engin lán enda gjörsamlega fallít og því var farið í Icesave fjársvikin til að freista þess að ljúga sig áfram um stund. Eignir mafíunnar í seðlabankanum og ríkisstjórn hliðruðu til fyrir eigendum sínum í þessu sambandi og annar opinber óþjóðalýður hjálpaði líka til við að koma svikunum í kring. Reikninga þessa óhuggalega mafíuræðis siðvillinga eigum við skattgreiðendur síðan að greiða.
Baldur Fjölnisson, 11.8.2009 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.