Spámenn í föðurlandi?

Ég var að grúska í safninu og rakst á Kastljós frá 23. júní í fyrra. Þar ræða efnahagsmálin þeir Gylfi Magnússon, þá dósent við HÍ og nú viðskiptaráðherra, og Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við HÍ og nú þjóðþekktur baráttumaður. Það er fróðlegt að hlusta á þá félaga ræða málin rúmum þremur mánuðum fyrir hrun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Minni Íslendinga virðist oft vera ansið stutt. Þess vegna er gott þegar einhver rifjar svona upp. Mætti jafnvel vera meira af því.

Ketill Sigurjónsson, 10.8.2009 kl. 23:08

2 identicon

Ja hérna hér. Magnað viðtal. Báðir góðir. Eftir situr skýr mynd af Frankenstein og skrímslinu sem hann skapaði. Og hætti að ráða við.

Solveig (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 00:07

3 identicon

Gylfi alltaf jafn samkvæmur sjálfum sér.

alla (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 00:59

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

JÁ ÍSLENDINGAR VIRÐAST HAFA KUPI FISKA MINNI, ÞESS VEGNA ER ÞETTA INNLEGG HJÁ ÞÉR LÁRA HANNA GÍFURLEGA MIKILVÆGT ÞVÍ SVO SANNARLEGA ÞARF AÐ MINNA OKKUR Á OG HALDA UMRÆÐUNNI VAKANDI

ÞAKKA FYRIR MIG

Hulda Haraldsdóttir, 11.8.2009 kl. 03:55

5 identicon

Er að velta fyrir mér hvort Davíð verði sóttur til saka, eða hvort hans verður bara minnst sem síðasta fáráðsins í Seðlabankanum. Það væri óskandi að hætt yrði að ráða aflóga pólitíkusa í toppstöður í þjóðfélaginu. Það er á hinn bóginn áhugavert að sjá hvernig hann hefur reynt að þvo hendur sínar af öllu ruglinu. Ísland er kannski of lítið til að hýsa starfhæft lýðræði?

Ragnheidur Olafsdottir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 07:05

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mikið má þjóðin þakka Seðlabankanum og Davið fyrir að hafa ekki steypt bankanum (og þar með ríkissjóði) í stórfelldar erlendar lántökur á árinu 2008, til að ausa í bankana, eins og þeir voru þá orðnir.  Á þessum tíma voru bankarnir búnir að taka lán í útlöndum, sem námu 10-12 faldri landsframleiðslu og sem betur fer fyrir þjóðina, sá Seðlabankinn hvert stefndi með þá og að ekkert gæti komið í veg fyrir hrun þeirra.

Hefði Seðlabankinn  verið búinn að taka þúsundir milljarða í erlendum lánum á þessum tíma, eins og Sigurður Einarsson og aðrir bankamógúlar predikuðu, væri Icesave ruglið bara smámunir í samanburði við það, sem þá hefði orðið.

Í viðtalinu virtist Vilhjálmur vera á þeirri skoðun, að Seðlabankinn ætti ekki að reyna að bakka bankana upp, en Gylfi ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 11.8.2009 kl. 11:20

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Axel Jóhann...  Ríkisstjórnini og Seðlabankinn reyndu hvað þeir gátu að fá erlend lán - en enginn vildi lána. Það var málið. Ertu búinn að gleyma þessu?

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.8.2009 kl. 11:24

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nei, en það var ekkert í líkingu við það sem bankamógúlarnir vildu að gert yrði í lántökumálum Seðlabankans, til styrkingar á gjaldeyrisvarasjóðnum, sem síðan átti að bakka upp bankana.

Eru menn búnir að gleyma hörðum árásum, t.d. Sigurðar Einarssonar, á Seðlabankann vegna þessa?

Axel Jóhann Axelsson, 11.8.2009 kl. 11:52

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þeir fengu engin lán enda gjörsamlega fallít og því var farið í Icesave fjársvikin til að freista þess að ljúga sig áfram um stund. Eignir mafíunnar í seðlabankanum og ríkisstjórn hliðruðu til fyrir eigendum sínum í þessu sambandi og annar opinber óþjóðalýður hjálpaði líka til við að koma svikunum í kring. Reikninga þessa óhuggalega mafíuræðis siðvillinga eigum við skattgreiðendur síðan að greiða.

Baldur Fjölnisson, 11.8.2009 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband