Skríll?

Maður spyr sig...  

Davíð Oddsson á mótmælafundi á Austurvelli 13. ágúst 2009 - Ljósm.: Einar Geir Friðgeirsson

Mótmælafundur gegn Icesave á Austurvelli 13. ágúst 2009.
Á myndina vantar Björgólfsfeðga, Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson. 
Þeir vildu ekki vera með á myndinni.

*************************************

Hannes Hólmsteinn mótmælir ekki í október 1984

Snillingurinn Helgi Jóhann Hauksson tók þessa mynd af frjálshyggjupostulanum Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni í október 1984 þar sem hann kíkir, að því er virðist hálfskelkaður, á mótmælafund á Austurvelli í verkfalli BSRB. Helgi birti myndina á blogginu sínu og stórfínan texta með henni. Helgi er reyndur og frábær ljósmyndari og tók þúsundir mynda á mótmælafundunum í vetur. Einhverjar þeirra eru á síðunni hans auk fjölda annarra.

Hannes Hólmsteinn fylgist með mótmælum úr fjarlægð - október 1984 - Ljósm.: Helgi J. Hauksson

Anna Einars bloggvinkona minnti á þennan frábæra kveðskap um myndina af Hannesi Hólmsteini í athugasemd við færsluna. Komið hefur í ljós að ljóðið er eftir Jón Örn Marinósson, útvarpsmann og textahöfund m.m. Guðmundur Magnússon benti mér á birtingu þess í Vikublaðinu sáluga 19. apríl 1996. Ljóðið mun hafa verið frumflutt á verkfallsfundi BSRB skömmu eftir að myndin birtist.

Vikublaðið 19. apríl 1996 - Ljóð vikunnar Ljóð vikunnar - Vikublaðið 19. apríl 1996


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Er þetta ekki fótósjoppuð mynd, það er engin stöng á skiltinu????

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.8.2009 kl. 00:59

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Neinei, hún er ekki fótósjoppuð. Þú sérð hann Árna með derhúfu og bláan hálsklút standa þarna fyrir aftan og ríghalda um stöngina á skiltinu. Grá stöng og Árni er með svarta hanska. Skoðaðu nánar. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.8.2009 kl. 01:05

3 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Þessi verður nú að teljast með þeim betri!!!Kallinn í púrandi afneitun.Hann er örugglega að spyrja sig hvers vegna fólkið sé þarna og hvort hann sé að missa af einhverju

Konráð Ragnarsson, 14.8.2009 kl. 01:12

4 Smámynd: Eygló

Mér virðist hann samkvæmur sjálfum sér, sbr. "við borgum ekki skuldir óreiðumanna".

Eygló, 14.8.2009 kl. 01:31

5 identicon

Greinilega heldur Árni á skiltinu. Skrítið að Landsbankaforkólfarnir skuli aldrei vera með á myndinni þegar sá með nefið uppí loft en annarsvegar?!

sigurvin (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 01:34

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta var hreinlega mynd gærdagsins. Sagði meira en þúsund orð um þessa uppákomu. Þarna vantaði bara Hannes að gægjast fyrir hornið. Getur ekki einhver grafið upp þá ógleymanlegu mynd ?

Samt bannað að fótósjóppa, enda slíkt algjör óþarfi í okkar hringleikahúsi.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 01:35

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Fréttamynd ársins, hrunsins, áratugarins, .............. ótrúlega smellið.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.8.2009 kl. 01:45

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Varð snarlega við beiðni þinni, Hildur Helga. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.8.2009 kl. 02:03

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

heh takk fyrir útskýringuna, mér fannst þetta vera enn einn gluggapósturinn.  Sá ekki hendur mannsins á stönginni

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.8.2009 kl. 02:10

10 identicon

Ja hérna hér, bara farið hér 25 ár aftur í tímann.  En væri ekki tilvalið að birta fréttaskot frá yfirlýsingum Steingrims J. um Icesavemálið fyrir og eftir ráðherradóm? Nefni þetta hér þó svo að það komi kannski þessu bloggi ekki við, nema óbeint.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 02:29

11 identicon

Sæl

Ekki gætirðu grafið það upp þegar Steingrímur var að tala um nauðsyn þjóðaratkvæðisgreiðslna í ljósi ólgu í samfélaginu og svo framvegis. Kom hann ekki með eitthvað þannig þegar fjölmiðlafrumvarpið var í gangi?

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 09:31

12 identicon

Man vel eftir þessari mynd af Hannesi. Það náðist kvikmynd af því líka. Hann labbaði nokkur skref fram og kíkti inn um bílglugga og svo til baka að horninu. Það var notað í áramótaskaupi. Í skaupinu var Svavar Gestsson hafður inni í bílnum og urraði á Hannes. :D

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 09:48

13 identicon

Bendi líka á grein fyrrverandi varaformanns stjórnar LÍ í Mbl. í dag. "Það var auðvitað aldrei ætlun Landsbankans með icesave-reikningum í Bretlandi að baka íslenskum almenningi stórkostlegt tjón og því var aldrei haldið fram af honum að neins konar ríkisábyrgð fylgdi störfum hans ..." Stjórnandi icesave-reikninganna í Bretlandi sendi starfsmönnum bankans eftirfarandi: "Like investors with any UK bank, Icesave customers receive full deposit protection of up to £35,000 (£70,000 for joint customers). This deposit protection is provided by the Icelandic compensation scheme and topped up from the UK financial compensation scheme" í febrúar 2008 (sbr. http://blog.eyjan.is/helgavala/files/2009/07/staff_letter_150208_-_final.PDF). Þessu var ákaft haldið að viðskipavinum bankans í Bretlandi og Hollandi, þannig að aðeins kemur þrennt til: (a) Kjartan og co. laug vísvitandi að viðskiptavinunum (og bakaði þeim því tjón vísvitandi); (b) Kjartan og co héldu að innlánatryggingasjóður hefði bolmagn til að standa straum af innlánstryggingunum, sem þýðir að þeir voru fífl sem ekki áttu að koma nálægt bankarekstri; (c) Kjartan og co er að reyna að ljúga sig út úr eigin afglöpum og grafa um leið undan tilraunum stjórnvalda til að hreinsa upp aurinn sem hann og allt hans pólitíska slekti skildi eftir sig. Ég held reyndar að svarið sé einhvers konar fremur ógeðfelldur kokteill af möguleikunum þremur.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 11:22

14 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Vá ég tek undir með Jóhanna Inga. Og hvað í ósköpunum er fólk að gera veður út af því að DO mæti á mótmælafund um Icesave. Hann hefur alltaf verið á móti þessu og já tek undir með nr. 4! Orðið ansi slæmt ástand ef að fólk má ekki standa á sínu og mæta sem almennur borgari á Austurvöll!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 14.8.2009 kl. 11:53

15 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér finnst alltaf leiðinlegt þegar fólk leggur sig í líma við að misskilja hlutina.

Hér er hvergi ýjað að því, hvað þá sagt, að Davíð Oddsson megi ekki mæta á mótmælafund. Auðvitað má hann það, þó það nú væri! Ég spyr hinsvegar - og takið eftir spurningamerkinu - hvort það þýði að hann sé skríll í eigin augum eða annarra. Sjálfur kallaði hann, og flokksmenn hans, mótmælendur í vetur skríl. Þó var fólk að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum sínum og segja skoðanir sínar á ástandinu. Og að Davíð Oddsson hafi mætt á mótmælafund á Austurvelli eru mikil tíðindi, hvert sem tilefnið er. Það hljóta allir að skilja.

Hitt er svo annað mál, að Davíð hélt ævinlega hlífiskildi yfir eigendum og stjórnendum Landsbankans, sem bera ábyrgð á Icesave. Hann hefði getað stöðvað þann gjörning sem Seðlabankastjóri og mikill áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum - en gerði ekki. Hann hafði fulla vitneskju um allt sem þar fór fram, ef ekki sem Seðlabankastjóri þá sem vildarvinur stjórnarmanns bankans, Kjartans Gunnarssonar. Hann ber því einnig sína ábyrgð á Icesave en er nú að mótmæla samningnum.

Finnst engum nema mér mótsögn í þessu?

Fyrir utan þetta allt þykir mér holur hljómur í því, þegar flokkurinn sem ber langmesta ábyrgð á græðgisvæðingunni og hruninu fer nú hamförum yfir lausnunum og reynir hvað hann getur til að sprengja stjórnina - til þess eins að komast sjálfur að aftur. Icesave-samningurinn er skelfilegur og ég er alls ekki að mæla honum bót. Hef aldrei gert og mun aldrei gera þótt mæðgin nokkur hafi gert sitt ýtrasta til að klína því á mig með rógburði og rangfærslum.

En að arkitektar hrunsins séu nú mættir á Austurvöll til að mótmæla mokstri á eigin flór finnst mér grátbroslegt - og í því felst álíka mótsögn og hinu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.8.2009 kl. 12:15

16 identicon

Já fólk vill stundum misskilja allt og það hlustar ekki né (hugsar)

Jú Davíð kallaði okkur skríl sem stóðum á Austurvelli og ég er ekki svo græn að halda að hann sé þarna í samstöðu - heldur er hann að kanna hvernig VIÐ strengjabrúðurnar tökum honum og hann varð ekki einu sinni fyrir áreiti eða hvað?

Davíð veit að það má bjóða OKKUR þjóðinni hvað sem er ... hann er að skoða það ... við röflum en förum svo og KJÓSUM og hugsum ekkert um málin siðferðislega né pólitískt

Það er margt satt og rétt í greinum um ICESAVE en gleymum ekki að hver skrifar út frá sínu fagi - LÖGFRÆÐILEGA mest en hvar er siðfræðin

Það eru bæði bankamenn og pólitíkusar sem bera ábyrgð á því sem við skattborgarar eigum að taka á okkur

Mikið vildi ég að það væri til ENDURMENNTUN fyrir heila þjóð -- því fyrr mun NEI almennings ekki vera tekið sem NEI

Ef stjórnarandstaðan væri að róa sama lífróður og stjórnin þá myndi ég trúa að eitthvað hefði breyst

Regina (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:35

17 identicon

Á þessari mynd er Davíð sá eini sem ég hef séð í sparifötum (Jakkafötum) í mótmælum á austurvelli. Var ég þar þó stundum síðasta vetur (Var að vinna aðra hverja helgi og komst því ekki eins oft og ég vildi) Hann stingur óneitanlega í stúf við aðra mótmælendur. Segir það okkur eitthvað?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:59

18 identicon

Húnbogi, má fók nú ekki einu sinni vera sæmilega til fara á Austurvelli? Er það nú lika orðinn glæpur? Er þetta nú ekki orðið einum of? Væri sem sagt tekið meira mark á mér í mótmælum ef að ég mætti á Austurvöll í rifnum gallabuxum og hettupeysu með hettuna á hausnum svo að ég þekktist varla?

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 13:23

19 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ég held að það sé nokkuð langt seilst að halda að íslenskir stjórnmálamenn hafi getað stoppað bankana í að starfa innan regluverks ESB. Bretat og Hollendingar treystu sé ekki til þess heldur. Þetta held ég að hafi m.a. farið í taugarnar á Davíð, þ.e. að geta ekkert gert til að stoppa vitleysuna....

Ómar Bjarki Smárason, 14.8.2009 kl. 13:52

20 identicon

Þórkatla: Persónulega finnst mér jakkaföt vera einkennisbúningur hallærislegra yfirstéttarbjána. Sjálfur hef ég reynt að klæðast svona fötum og leið illa í þeim. Mér finnst það að vera í jakkafötum ekki að vera sæmilega til fara. Afsakið, við erum bara ekki sammála.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 14:00

21 identicon

Ég á föður sem að er 95 ára og býr á dvalarheimili. Jú hann fer í sinn jakkaföt þegar að svo ber undir, en hann er ekki Sjálfstæðismaður frekar en snigillinn hér úti á túni.

Ja hérna, faðir minn er bara allt í einu orðinn yfirstéttarbjáni í þínum augum, takk kærlega fyrir upplýsingarnar.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 14:10

22 identicon

Tek fram að athugasemd mín hér að ofan er beint til Húnboga, það liggur víst í augum uppi.

Sinn jakkaföt eiga að sjálfsögðu að vera sín jakkaföt, hvað annað?

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 14:15

23 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég opnaði áðan aftur albúmin á blogginu mínu frá mótmælunum í vetur (þrjú albúm á hægri spásíu) og svo er nýtt albúm frá í gær. Það er ýmislegt athyglisvert við samanburðinn. Bæði það sem er líkt og ólíkt. Mér fannst t.d. sviðið sláandi ríkmannlega útbúið í gær miðað við sviðið hans Harðar Torfa og því hljómurinn holari sem því nemur þegar bruðl auðmannanna var gagnrýnt. - Hve það allt sem gerðist í vetur var sjálfsprottið má svo sjá af því að aldrei var kostað til auglýsingaherferðar í vetur eins og fyrir fundinn núna og fulltrúar stjórnmálasamtaka og flokka komu þar hvergi nærri.

Helgi Jóhann Hauksson, 14.8.2009 kl. 14:36

24 identicon

Sæl Hanna mikið væri gaman að þú gætir birt,viðtöl sem voru við fólk í VG fyrir kosningar sem þau sögðu að þau vildu ekki borga Icesave skuldir,en eru nú búin að fara í marga hringi.Alltaf gott að hafa jafnvægi á hlutunum.

Baldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 14:49

25 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Voðalega finnst mér það lélegt hvernig sumir vefritarar velta sér upp úr því hverjir hafi mætt á Austurvöll í gær og hvort þeir eigi þar heima eða ekki.

Svona fólk er bara að tapa sér í smáatriðum þegar stóra fréttin er sú að með skömmum fyrirvara mættu 3000 manns af öllum þjóðfélagsstigum og úr öllum stjórnmálaflokkum á Austurvöll til að mótmæla því að Alþingi samþykki gagnrýnislaust yfir okkur einhverjar þær mestu hörmungar sem þjóðin mun þá hafa upplifað síðan í Öskjugosinu 1875... ef ekki bara síðan í móðuharðindunum.

Sjálfur stóð ég í þvögunni, enda blöskar mér heybrókarháttur ráðamanna og ráðleysi þeirra. Auk þess er ég stórskuldugur launamaður, mun skuldugri í dag en fyrir ári síðan, og sé ekki fram á hvernig ég á að reka heimili mitt með auknum álögum og hækkandi verðlagi. Það breytir því ekki að ég var "með bindið reyrt upp í háls" og tel mig ekki minni mann fyrir það. Mér þykir bara ákveðinn stíll yfir því að ganga með bindi og fer fram á að mega eiga þá sérvizku mína í friði.

Svo held ég að það sé kominn tími til að fólk geri sér grein fyrir því að það er munur á mótmælendum og skríl. Það er réttur okkar að mótmæla og í raun skylda okkar þegar okkur þykir á okkur eða þeim sem að okkur standa brotið. Það er hins vegar skríll sem spillir eignum og friði.

Emil Örn Kristjánsson, 14.8.2009 kl. 16:08

26 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég var staðsettur ekki langt frá þeim stað þar sem Davíð var. Fannst gott hjá Davíð að hann lét sjá sig, ef hann var á móti því að skrifa undir þennan Icesave samning. Skiltaberinn færði sig eflaust til þess að passa í myndefni. Minnist þess ekki að Jóhanna eða Steingrímur hafi verið í mótmælunum. Sennilega hefðu þau viljað að samningurinn yrði samþykktur af Alþingi. Mörgum finnst það eflaust landráðstilraun.

Ég bíð spenntur þeirrar skýrslu sem væntanleg er um bankahrunið. Á ekki von á að Samfylkingin komi þar út sem hvítþvegnir englar. Á von að ábyrgðin verði víða. Davíð verður örugglega talinn bera talsverða ábyrgð, en ég er sannfærður um að talsvert fleiri verða talin hafa gert mistök.

Sigurður Þorsteinsson, 14.8.2009 kl. 16:30

27 identicon

Bönnum jakkaföt á alþingi, menn verða bjálfar ef þeir ganga í þeim daginn inn og daginn út, sannað mál ;)

Hannes minnir óneytanlega á JVJ á þessari mynd...ég alveg sé hann kalla fyrir hornið: Niður með ESB og gleðigöngur.

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 17:05

28 identicon

Þeir lengi lifi HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA !!!!!

http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 17:32

29 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skríll?  Takk fyrir nafngiftina, Lára Hanna. 

Ég sjálf á sjötugsaldrinum, var þarna stödd ásamt móður minni á níræðisaldrinum til þess að mótmæla Iceslave.  Við sjálfar verðum ekki til stórræðanna að greiða Icesave skuldirnar en mótmæltum fyrir hönd barna okkar, barnabarna og í tilfelli móður minnar; barnabarnabarna.

Það var einnig greinilegt að við vorum í fjölmennum og góðum hópi eldra fólks á okkar aldri sem mættu á svæðið í þeim tilgangi að mótmæla fyrir hönd afkomendanna. 

Já, kallaðu okkur bara skríl!

Kolbrún Hilmars, 14.8.2009 kl. 18:06

30 identicon

Myndin er snilld.  Elska lífvörðinn hans Davíðs, þessi með sólgleraugu og staf - væntanlega til að berja lýðinn.

William Tell (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 18:13

31 identicon

Þetta var fræg mynd á sínum tíma, fyrir 25 árum

Guðjón (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 18:23

32 identicon

Í raun og veru getum við þakkað fyrir gaura eins og Davíð þ.e. hann kryddar þetta svo skemmtilega. Hann á samt að vera heima og skrifa bækur, þær getum við keypt í tonnatali svo fremi sem hann kemur aldrei nálægt stjórnsýslu aftur.

Sigthor (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 18:30

33 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Davíð kom einn á Austurvöll og gekk einn þaðan í burtu.  Hann hefur verið þarna í 30 - 40 mínútur.  Ég veit það því hann gekk framhjá mér í bæði skiptin.  Ég sá þarna fólk úr grasrót allra flokka og fólk sem ekki er í flokkum.  Fáir stuðningsmenn Samfylkingarinnar sem ég þekkti á staðnum, en þó.

Nokkrir þingmenn og fyrrverandi þingmenn voru þarna.  Ég sá Birgittu Jónsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Ólínu Þorvarðardóttir, Grétar Mar og fleiri.

Axel Þór Kolbeinsson, 14.8.2009 kl. 19:53

34 identicon

Minnist þess ekki að nokkur maður hafi kallað þáttakendur á mótmæafundum skríl.

Var ekki nafngiftin ætluð þeim sem grýttu lögreglumenn og Alþingishúsið?

Sá engan gera slíkt á þessum fundi.

Ólafur (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 20:29

35 identicon

Til Kolbrúnar Hilmars....

Þú ert augljóslega að misskilja bæði titil og innihald pistilsins... Legg til að þú lesir þetta aftur.  Lára Hanna er EKKI að kalla þig og mömmu þína skríl.  Bara svo það sé á hreinu.

Erna Kristín (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 20:51

36 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir þetta Erna, en hvaða pistil var ég að misskilja?  Pistillinn var varla hægt að misskilja, enda varla annað en fyrirsögnin Skríll - maður spyr sig? með eftiráskýringunni Mótmælafundur á Austurvelli

Ég setti inn þessa athugasemd vegna alhæfingarinnar sem í þessu fólst  og nefndi okkur mæðgur sem dæmi um þann hóp sem alhæfingin náði til.  Sjálfri er mér slétt sama þótt einhver kalli mig skríl, en allt þetta eldra fólk sem þarna var statt á betra skilið.

Kolbrún Hilmars, 14.8.2009 kl. 22:11

37 identicon

Góð mynd :-)

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 22:19

38 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kolbrún Hilmars...  Lestu aftur - og lestu líka athugasemd nr. 16. Íhugaðu um hvað og hvern færslan snýst - að hverju(m) hún beinist. Ef það nægir ekki, lestu þá allt bloggið mitt aftur til byrjunar október. Ef það nægir ekki til að þú áttir þig á að ég er ekki að kalla þig, mömmu þína eða aðra skríl - ja... þá veit ég ekki hvernig ég get útskýrt fyrir þér það sem kallað er "kaldhæðni", "grágletta" eða "háð".

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.8.2009 kl. 22:32

39 identicon

Kolbrún.

Þú ferð rangt með fyrirsögnina.  Hún er svona:

Skríll?
maður spyr sig...

Þetta er mjög saklaus, auðskiljanleg sneið - og engin móðgun við þá sem þarna voru.

Rétt eins og þegar þú sjálf, Kolbrún Hilmars, ritaðir blogg um "búsáhaldamótmælin" með eftirfarandi fyrirsögn:

Dópsalar og innbrotsþjófar leiða nú mótmælaaðgerðir (22.01 2009)

Fyrir þá fyrirsögn varst þú gagnrýnd - og svaraðir:

Jóhann, sýndist þér að ég væri að gera lítið úr mótmælendum, þ.e.  þessum heiðarlegu? 
Mér finnst í góðu lagi að nota "slíkar" fyrirsagnir einmitt til þess að vekja athygli á því að það kunni að leynast rebbi eða tveir í hænsnahúsinu.

Sem sagt.  Fyrirsagnir segja ekki allt, eins og þú hefur sjálf bent á :-)

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 22:44

40 Smámynd: Kama Sutra

Þetta er tvímælalaust ljósmynd áratugarins!   Takk fyrir mig!

Og svakalega gaman hversu fúlir Sjálfstæðismenn eru yfir þessu.   Þeir geta bara sjálfum sér um kennt...

Kama Sutra, 14.8.2009 kl. 22:48

41 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nr. 41 meldar komu sína á Vitleysingahæli Láru Hönnu. Hvað er í matinn? Júbbí, rauðgrautur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.8.2009 kl. 22:54

42 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir svarið Lára Hanna.  Það eru eflaust einhverjar tvöþúsundir fullorðinna sem mættu á fundinn í gær sem yrðu sárir að vera kallaðir skríll, lesa ef til vill ekki bloggið en heyra það utan að frá öðrum.  Fyrirsögn pistilsins hefði mátt vera hnitmiðaðri til þess að koma í veg fyrir svona misskilning.

Baldri þakka ég líka fyrir að nenna að liggja yfir mínum almennt ómerkilegu bloggskrifum marga mánuði aftur í tímann og finna þar eitthvað dæmi sem honum þótti vert að nefna.  Óheppilegt dæmi þó - því það reyndust nefnilega rebbar á kreiki í því tiltekna hænsnahúsi.  

Kolbrún Hilmars, 14.8.2009 kl. 23:53

43 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þessi mynd er alveg óborganleg.

Og ég skil ekki hvernig hægt er að misskilja þennan pistil í allar áttir eins og sumir kommentarar virðast gera.  Takk, Lára Hanna, fyrir alla þá vinnu sem þú hefur lagt á þig fyrir okkur hin.  Og líka takk fyrir ótrúlega þolinmæði gagnvart asnalegum athugasemdum. 

Anna Einarsdóttir, 15.8.2009 kl. 00:35

44 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Við dómkirkjuhornið er dulítið skjól
og dolfallinn maður í skjólinu hjarir
með opið í hálsinn í októbersól,
uppglennta skjáina og titrandi varir,
hrollandi í bitru á helfrosnum tám,
hnýttur af kulda með rennsli úr nefi,
dofinn í krikum og dofinn í hnjám,
djúpt oní vösum er krókloppinn hnefi.

Það gustar um Hannes H. Gissurarson
á gægjum við hornið að snapa eftir fréttum.
Í svip hans er spurning og veikburða von
um Valhallarsigur á Béserrbé-stéttum.
Hann leynist í skugga, hann vokir, hann veit
það er vissast að taka ekki áhættu neina
svo fjarri öllum vinum í frjálshyggjusveit,
þeim Friedman og Hayek og Davíð og Steina.

Úr bókviti malar hans krambúðarkvörn
í kapítalistanna gullpyngjur digrar,
en gott er að hafa af guðshúsi vörn
ef gerast þau ósköp að jafnréttið sigrar.
En Hannes minn Hólmsteinn þótt kenning sé klár
mun Kristur ei taka neitt mark á þeim orðum,
og uppi þú verður jafn einmana og smár
og eitt sinn á dómkirkjuhorninu forðum.

(gúgglaði þessa vísu við myndina af Hannesi)

Anna Einarsdóttir, 15.8.2009 kl. 00:42

45 Smámynd: Kama Sutra

Ég er forvitin, Anna.  Er vitað eftir hvern þessi vísa er?

Kama Sutra, 15.8.2009 kl. 00:51

46 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Takk, Anna - frábært kvæði. Skellti því beint inn í færsluna - þetta bara verður að fylgja myndinni. Eftir því sem ég komst næst er kveðskapurinn eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur eða Jón Örn Marinósson.

Lýsi hér með eftir frekari upplýsingum um höfundinn.

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.8.2009 kl. 01:21

47 identicon

Þar sem að farið er hér að blogga hér í vísuformi má ég til að koma með ljóð eftir Heinrich Heine í frábærri þýðinug Magnúsar Ásgeirssonar:

Kvæðið heitir Heimur versnandi fer:

Ég er hryggur. Hérna fyrrum

hafði veröldin annað snið.

Þá var allt með kyrrum kjörum

og kumpánlegt að eiga við.

Nú er heimur heillasnauður

hverskyns eymd og plága skæð.

Á efsta lofti er Drottinn dauður

og djöfullinn á neðstu hæð.

Nú er ei til neins að vinna,

nú er heimsins forsjón slök.

Og væri ekki ögn af ást að finna

allt væri lífið frágangssök.

Auglýsi síðan aftur eftir fréttaskoti um yfirlýsingar Steingríms J. um Icesavemálið, fyrir og eftir ráðherradóm.

Þórkatla Snæbjörndóttir (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 01:46

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kvæðið um Hannes Hólmstein á horninu birtist í bókinni Verkfallsátök og fjölmiðlafár eftir Baldur og Jón Guðna Kristjánssyni (1984).

Þorsteinn Briem, 15.8.2009 kl. 02:42

49 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það var ólíkt að vera á Austurvelli núna í sólinni,heldur en í oktober. Tekur því varla að bæta við umsögn um skríl. Held að hann eigi við þá örfáu sem gengu of langt.þar sem lögregla þurfti að skakka leikinn. Að sama skapi tel ég að Ingibjörg Sólrún,sem margoft er haft eftir "þið eruð ekki þjóðin",hafi meint "ekki öll þjóðin". Hanna Lára takk fyrir bloggvináttuna, hér er alltaf fullt af fróðleik.

Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2009 kl. 03:44

50 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

flott hjá Önnu að grafa upp kvæðið.

kvæðið er snilld.

Brjánn Guðjónsson, 15.8.2009 kl. 11:05

51 Smámynd: Brattur

Það er talað um það á heimasíðu Harðar Svavarssonar 12.okt. 2008 að ljóðið sé hugsanlega eftir "góðkunnan útvarpsmann"... Jón Örn Marinósson var útvarpsmaður... ég veðja á hann...

Brattur, 15.8.2009 kl. 11:27

52 Smámynd: Auðun Gíslason

Það gleður mig , Lára Hanna, að þér skuli ekki hafa verið bannað að nota þessa víðfrægu mynd af Hannesi á horninu.  Hún hefur sjálfsagt birst svo hundruðum skiftir á netinu.  En sumum er bannað að birta hana af höfundinum, Helga Jóhanni Haukssyni!

Að sjálfsögðu mætti Mr. Oddson á fundinn, enda var hann "Icesave Útihátíð í boði auðvaldsins."

Auðun Gíslason, 15.8.2009 kl. 11:51

53 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þetta var furðulegur fundur. Súper hljóðkerfi, Davíð, viðtal við spindoktora xD í fréttum, sem síðan sáust hlaupa á fundinn.

Ég hef nú alltaf gaman að samsæriskenningum, og er satt að segja farinn að gruna að það eigi að koma þessari stjórn frá, áður en fleiri steinum verður vellt við. (Landsbankinn)

Jón Ragnarsson, 15.8.2009 kl. 13:45

54 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Hannes á horninu er snilld

Brjánn Guðjónsson, 15.8.2009 kl. 13:55

55 identicon

Sæl Lára Hanna

Þessi maður sem er með okkur Davíð á myndinni og hvarf á síðan brott með honum;

Er þetta lífvörður með barefli ? Veist þú hver þetta er ?

Kveðja Árni Hó (frægur róttæklingur).

Á dauða mínum átti ég nú von en að öðlast þetta virðingarheiti.

Árni H Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 15:09

56 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, Árni - ég hef ekki hugmynd um hver þetta er. Lýsi eftir upplýsingum um það hér með.

Og þú mátt vera stoltur af virðingarheitinu. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.8.2009 kl. 15:12

57 identicon

Kæra Lára Hanna. Nóg er sagt og engum snýst lengur hugur sem á bloggsíður skrifar þannig að rökræða er til lítils. Þetta segi ég sem stuðningmaður nauðvarna eins og Icesavesamnings. Ekki ætla ég að fara að deila við neinn um hvað rannsóknarnefnd segir um hrunið í nóvember því að slíkar vangaveltur eru varla skynsamlegar núna. En meginefnið er samt þetta: ÞAKKA ÞÉF FYRIR AÐ BIRTA ÞESSU FRÁBÆRU MYND AF DAVÍÐ MEÐ ÞETTA SKILTI Í BAKGRUNNI.

Gísli Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 16:24

58 identicon

20 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ég held að það sé nokkuð langt seilst að halda að íslenskir stjórnmálamenn hafi getað stoppað bankana í að starfa innan regluverks ESB. Bretat og Hollendingar treystu sé ekki til þess heldur. Þetta held ég að hafi m.a. farið í taugarnar á Davíð, þ.e. að geta ekkert gert til að stoppa vitleysuna....

Ómar Bjarki Smárason, 14.8.2009 kl. 13:52

Víst gátu Ríkistjórninn Seðlabankinn og fjármálaeftirlitið stoppað þessa vitleysu ef vilji var fyrir hendi,Gunnar Tómasson hefur bent á það með rökum.

"Í 13 grein laga um Seðlabankann frá 2001 segir

13. gr.
Seðlabanka Íslands er heimilt að setja lánastofnunum reglur um gjaldeyrisjöfnuð. Í slíkum jöfnuði skal auk gengisbundinna eigna og skulda telja skuldbindingar og kröfur sem tengdar eru erlendum gjaldmiðlum utan efnahags, svo sem framvirka samninga og valréttarsamninga.

Að áliti Gunnars Tómassonar hagfræðings hefði verið hægt að beita 13 greininni þannig.

1. Jákvæður gjaldeyrisjöfnuður bankanna þýðir að erlendar eignir þeirra eru umfram erlendar skuldir þannig að bankarnir gætu, ef svo bæri undir, selt gjaldeyri til Seðlabanka Íslands í skiptum fyrir krónur til nota í innlendum lánaviðskiptum.

2. Ef gjaldeyrisjöfnuður bankanna er í jafnvægi - erlendar skuldir jafnar erlendum eignum - þá er erlend staða þeirra hlutlaus að því er varðar umfang innlendra lánaviðskipta þeirra.

3. Neikvæður gjaldeyrisjöfnuður bankanna er hins vegar til marks um það að bankarnir hafa fjármagnað samsvarandi hluta af innlendum lánaviðskiptum sínum með gjaldeyrissölu til Seðlabanka Íslands.

4. Regla sem kveður á um að gjaldeyrisjöfnuður skuli ekki vera neikvæður kemur þannig í veg fyrir að bankarnir noti nettó erlendar lántökur til að fjármagna innlend lánaviðskipti.

5. Varðandi gengisbundnar eignir og skuldir segir 13. gr. einungis að taka skal tillit til þeirra við reglusetningu um gjaldeyrisjöfnuð - t.d. gæti reglan verið sú að gengisbundnar eignir skuli ekki flokkast undir erlendar eignir bankanna.

6. Í hagtölum SÍ eru gengisbundnar eignir réttilega flokkaðar undir innlendum en ekki erlendum eignum.

7. Skv. hagtölum SÍ námu erlendar eignir innlánsstofnana alls 4.778 milljörðum í árslok 2007 en erlendar skuldir námu alls 6.224 milljörðum - nettó erlend eignastaða var því neikvæð um 1.448 milljarða.

8. Í septemberlok 2008 voru samsvarandi tölur 7.475 milljarðar og 10.317 milljarðar - og nettó erlenda eignastaðan því neikvæð um 2.842 milljarða.

9. Gengisbundnar (innlendar) eignir innlánsstofnana voru 1.558 milljarðar í árslok 2007 og 2.963 milljarðar í septemberlok 2008.

10. Að (ranglega) meðtöldum gengisbundnum (innlendum) eignum þeirra var gjaldeyrisjöfnuður innlánsstofnana jákvæður um 110 milljarða í árslok 2007 og um 121 milljarð í septemberlok 2008.

11. Ef SÍ hefði sett þá reglu að gjaldeyrisjöfnuður innlánsstofnana skyldi ætíð vera í jafnvægi eða jákvæður, þá hefðu innlend lánaumsvif þeirra verið a.m.k. 1.448 milljörðum minni í árslok 2007 og 2.842 milljörðum minni í lok september 2008.

12. Með því að setja slíka reglu hefði SÍ því dregið verulega úr bæði erlendri skuldsetningu og innlendri útlánaþenslu innlánsstofnana.

Einhverra hluta vegna kaus SÍ að beita ekki heimild sinni í 13 gr. Seðlabankalaga til að setja slíka reglu og væri gaman að fá svar frá Seðlabankanum hversvegna það var ekki gert.

Stjórnendur bæði ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans geta ekki falið sig bakvið það að hafa ekki haft tæki til þess að bremsa af hagkerfið. Það hefði verið hægt að hækka skatta og beita gjaldeyrisjöfnuði en hvorugt var gert.

Einnig hefðu stjórnvöld átt að breyta lagasetningu og setja lög sem gátu hindrað þá miklu þenslu sem varð hér undanfarin ár ef reglan um gjaldeyrisjöfnuð hefði ekki dugað.

Ofan á allt það sem er upptalið þá leyfðu stjórnvöld bankakerfinu að stækka þannig að fjármálakerfið varð tólf sinnum stærra en þjóðarframleiðsla Íslands. Stærðin sem varð á íslenska bankakerfinu var einsdæmi í heiminum.

Það sorglega við allt sem gerðist hér er að hægt hefði verið að afstýra hruninu. Það var í raun löngu fyrirséð að hér mundi allt fara á þá leið sem raunin varð. Það sást við að skoða hvernig vöruskiptajöfnuður stighækkaði og skuldir bankanna jukust ár frá ári. Samt var ekkert gert til þess að sporna við þessu og bremsa"

Raunsær (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 17:26

59 identicon

"Raunsær" í athugasemd 60! Rétt er þetta hjá Gunnari og þar með þér. Ríkisvaldið í heild sinni hefði getað hindrað sérstaka íslenska hrunið (ekki það alþjóðlega) að mjög miklu leyti, e.t.v. að mestu leyti. Gunnar ræðir einkum um Seðlabankann í því samhengi. Seðlabankinn hafði meðal annars einn eftirlitsskykdu með Fjármálaeftirlitinu lögum samkvæmt, auk þeirra úrræða sem grípa mátti til og Gunnar bendir á. 

En við Seðlabankann voru 2007-2009 við völd andstæðingar þáverandi ríkisstjórnar og tengsl bankans við ríkistjórnina voru öll í skötulíki. Þáverandi forsætisráherra, Geir Haarde, var jafnframt ráðherra Seðlabankans og þar með eini ráðherrann sem lögum samkvæmt gat haft áhrif á starfsemi bankanna.

Þetta sambandsleysi Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar á mjög stóran þátt í bankahruninu. Bæði þessi stjórnvöld urðu því vanhæf.

Gísli Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 18:54

60 identicon

Smá tilbrigði við stefið Hannes Hólmstein.

Hólmsteins þanka þrotabú
þagnað hefur loksins
jafnvel skepnan skynjar nú
skítlegt eðli Flokksins

 Held að þessi sé eftir Hjálmar

einsi (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 22:23

61 identicon

smá betra sjónarhorn

Ari (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 12:12

62 identicon

Aumingja Davíð...

Voðalega er fleðulegt á honum brosið.... Skrítið, honum virðist vera óhætt þarna í mannfjöldanum.

Hvar eru þeir sem lögðu hann í einelti fyrir nokkrum mánuðum? Jú auðvitað... það var skríllinn!

Fallegt og sannsögulegt skilti sem hann hafði með sér á þennan icesafe 'samstæðufund.'

Hann tekur sig vel út í forgrunninum með rauða? bindið sitt. Eru þetta e.t.v. skilaboð til USA um að hann sé ekki kommi?

Falleg hirð í kringum hann (sérstaklega þessi með mafíósa lúkkið!).

Þeir lengi lifi húrra, húrra,,,,,,,

Áfram með spillinguna!

Ragnheiður (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 15:03

63 identicon

@færsla 64

Ari getu þú útvegað mér þessa mynd í fullri stærð? hef áhuga á að prenta hana út ramma inn og gefa vini mínum sem er mikill sjálfstæðismaður.

Er til í að borga þér fyrir hana.

kv. Daníel (danielsnaer@hotmail.com)

Lára Hanna þú hefur kanski email hjá ljósmyndaranum?

Daniel (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband