22.8.2009
"Þetta snýst allt um auðlindir"
Sagði John Perkins í Silfri Egils 5. apríl. Hann sagði ennfremur að málið snúist um: "...stjórn á íbúunum af því þannig nær maður valdi á auðlindunum. Þegar íbúarnir standa uppi í hárinu á manni, eins og í nokkrum ríkjum rómönsku Ameríku, getur maður ekki lengur ráðið yfir auðlindunum. Þetta snýst því um auðlindirnar. En þetta snýst líka um að stjórna fólkinu svo maður geti nálgast auðlindirnar".
Seinna í viðtalinu segir Perkins: "Þetta [andstaðan] verður að koma frá fólkinu. Þrælahaldi í Bandaríkjunum lauk ekki af því Abraham Lincoln vildi það heldur þjóðin. Við fórum ekki frá Víetnam af því Nixon væri andsnúinn stríði heldur af því þjóðin krafðist þess. Þetta kemur alltaf frá fólkinu. Við getum ekki búist við að leiðtogarnir búi yfir kjarki eða getu til að koma á breytingum nema við, fólkið, krefjumst þess. Hér á Íslandi verða Íslendingar að krefjast þess að þið eigið auðlindirnar. Þetta er landið ykkar. Þið búið í því. Forfeður ykkar hafa verið hér í mörg hundruð ár og hugsað um það. Þið megið ekki selja auðlindirnar til annarra og láta arðræna ykkur svona. En það verður að koma frá ykkur. Þegar upp er staðið verðið þið að krefjast þessa..."
Nú er verið að selja auðlindirnar á Reykjanesi - og það fyrir slikk. Ætlar íslenska þjóðin virkilega að láta það óátalið? Eins og John Perkins segir þá er það undir okkur, fólkinu í landinu komið. Við verðum að beita yfirvöld, ríkisstjórn og sveitastjórnir, slíkum þrýstingi að þau finni aðra lausn. Við verðum að endurheimta hlut Geysis Green Energy í HS Orku og hafna Magma Energy. Svo einfalt er það.
John Perkins í Silfri Egils 5. apríl 2009
John Perkins í Íslandi í dag 7. apríl 2009
John Perkins - fyrirlestur í Háskóla Íslands 6. apríl 2009
fyrri hluti
seinni hluti
John Perkins - The secret history of the American Empire
John Perkins - The Economic Hitman - How to destabilize countries legally
Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds í kvöld þegar ég last bloggið hennar Öldu Sigmundsdóttur sem skrifar Iceland Weather Report. Hún skrifaði pistil á fimmtudaginn um söluna á HS Orku sem hún kallar And while we're looking the other way, our resources are peddled off at bargain prices. Bloggið hennar er lesið víða um heim því það er á ensku. Mjög margar athugasemdir hafa verið skrifaðar og ég hvet alla til að lesa þær. Margar hverjar eru ógnvekjandi og eru skrifaðar af fólki í löndum þar sem meðal annars orkan hefur verið einkavædd.
Athugasemdir
"Þetta [andstaðan] verður að koma frá fólkinu. Þrælahaldi í Bandaríkjunum lauk ekki af því Abraham Lincoln vildi það heldur þjóðin."
Stappíð í ykkur stálinu, börnin mín. Ykkur er betur treystandi en íslenskum stjórnmálamönnum.
www.kjosa.is
Rómverji (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 01:50
Ég held hreinlega að þjóðin sé lömuð, oft hefur verið þörf en nú er það lífsnauðsyn,
að berjast fyrir því að auðlindir séu í eign þjóðarinnar frá A til Ö !
Það verður ekki gott að vakna úr martröð eftir einhver misseri þegar við höfum misst höfuðstólinn þennan eina og sanna.
Hörður Torfason hvar ertu ? S O S, HJÁLP !!!
Heiður (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 02:05
Lára Hanna, þessa grein hennar Öldu Sigmundsdóttur + kommentin verða stjórnarliðar Steingrímur og Co að lesa,
enn sennilega lesa þau bloggið þitt ..........ætla ég rétt að vona !
Heiður (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 02:33
ER ekki talið að í náinni framtíð verði hreint vatn mikilvægara og jafnvel dýrara en olía er í dag? Það er víða alvarlegur vatnsskortur. Drykkjarvatn er víða af skornum skammti. Við verðum að hafa þjóðarauðlindirnar í okkar eigu, alltaf.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.8.2009 kl. 02:59
Einmitt út af þessari hættu var lögum breytt svo nú er bannað að selja orkuauðlindir úr opinberri eigu. Íbúar sveitarfélaganna sem eiga þær orkuauðlindir sem HS Orka nýtir hafa skýlausan eignarétt og réttur þessara íbúa til að semja við orkufyrirtæki í einkaeigu um nýtingu byggt á opinberum virkjana- og nýtingarleyfum er takmarkaður við hámark 65 ár í senn. Veitukerfn eða dreifingin verður að vera í meirihlutaeigu opinberra aðila. Það er aðeins fjármögnun og rekstur framleiðslueiningarinnar sem má vera að meirihluta eða öllu í eigu einkaaðila á grundvelli samninga við eigendur auðlindarinnar.
Ekki rugla saman þeim lagaramma sem í gildi er og ver íslenskar orkuauðlindir og hins vegar hvernig einstök sveitarfélög kjósa að nýta eða semja um nýtingu sinna auðlinda. Aðferðin getur verið allt frá fjármögnun og stofnun eigin opinbera félags um vinnsluna, yfir í félag þar sem einkaaðilar á borð við lífeyrissjóði eða almenningshlutafélag koma að með fjármagn til framkvæmda og uppbygggingar í héraði til sjálfstæðs einkafélags sem samið er við. Þá geta menn tekist á um efnisinnihald einstakra samninga en grundvöllurinn er tryggður með lögum, þ.e. skýlaust íslenskt eignarhald á auðlindinni.
Nú er verið að endurskoða vatnalögin í samræmi við þau lög sem sett voru 2006 um vatnið og afar mikilvægt að þar sem mjög vandað til verka.
Arnar (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 08:01
Eignarhald á auðlindum, sem búið er að selja útlendingum nýtingarrétt á til tuga og jafnvel hundruða ára, er gagnslaus eignarréttur. Hvers virði er að eiga eitthvað en mega ekki nota það? Horfumst í augu við það, að það sem hefur verið að gerast á suðurnesjunum undir stjórn Árna Sigfússonar er í rauninni ekkert annað en sala á auðlind þó núgildandi lagarammi gefi annað í skyn.
Grútur (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 08:31
Ágæta Lára Hanna! Takk fyrir góða pistla og málefnalega. Ég er stoltur að vita að á Íslandi er til færtölukona som þú, ein sem ekki gefur sig og er einatt málefnaleg.
Ég vil benda á skrif mín í sambandi við auðlindaeftirsókn vesturlanda í pistli mínum um SVARTA JÖRÐ. Ég er uggandi yfir þróun og siðleysi heimsins gagnvart þessari arðránsstefnu stórfyrirtækja vesturlanda sem rétt eins og allir aðrir eru að spurja sig hvaðan matur mannkyns eigi að koma eftir um 40 ár?
Ég vil bara vekja athygli á þessu skelfilega fyrirbæri sem ég nefni "Svarta jörð".
Baldur Gautur Baldursson, 22.8.2009 kl. 08:31
Rétt Grútur.
Hversu gagnlegur er t.d. eignarrétturinn á fiskimiðunum? Það er nákvæmlega sami hluturinn sem verið að leggja drög að núna.
TH (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 10:00
Þetta er flottur pistill hjá þér og mjög góð samantekt eins og iðulega hjá þér.
Dagarnir framundan eru gríðarlega mikilvægir í þessu máli, Steingrímur J. sem virðist vera að reyna að gera góða hluti verður að fá stuðning almennings til þess að sjá til þess að auðlindirnar haldist í almanna eign.
Sumir halda að Ísland sé að græða á þessari sölu....! En það getur ekki verið meiri misskilningur!
Spurningin er hvað er hægt að gera til að reyna að hafa sem mest áhrif á gang mála næstu daga? Þetta grafalvarlega mál má ekki bara "gerast" meðan almenningur sefur á vaktinni...
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 10:13
Selja? Það má kalla hlutina ýmsum nöfnum. Magma fær kúlulán hjá Orkuveitunni til að kaupa hlut Orkuveitinnar. Lánið verður með veði í bréfunum sjálfum. Hljómar þetta ekki eitthvað kunnulega?
Tinni (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 11:27
Orð eru til alls fyrst.
Ég tel eðlilegt að borgarar taki sig saman og stofni vinnuhóp sem hefur það að markmiði að stöðva sölu auðlinda úr landi. Það er verkefni sem þarf að nálgast frá ýmsum hliðum. Þetta verður eilífðarverkefni af þeirri einföldu ástæðu að mannskepnan er söm við sig.
Ég er til í svona vinnuhóp.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 12:01
EU “Democracy” Unveiled *
http://www.wiseupjournal.com/?p=355
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4466695/2009/08/17/2/
Úr SCHEINGEN strax
ÚR NAT'O strax
NEI við EU blekkingum!
Kanski sparast aurar til að halda í orkuauðlindir Íslands fyrir Ísland!
Guðbjörg Hrafnsdóttir, 22.8.2009 kl. 12:30
Ég skal glaður skrifa undir allt sem tryggir íslendingum áframhaldandi eign á sínum auðlindum. Að mínu mati mega erlendir aðilar aldrei komast yfir þær og þar af leiðandi má heldur ekki veðsetja þær á nokkurn hátt eins og gert var með fiskikvótann.
Eftir að hafa horft á Zeitgeist Addendum þáttinn sem sýndur var á Rúv í vikunni stend ég fastar á þessarri skoðun minni en nokkru sinni fyrr. (Þáttinn má sjá í heild sinni hér)
Margeir Örn Óskarsson, 22.8.2009 kl. 12:49
mér finnst snilldin í þessari sölu til Magma energy vera sú að , Magma vill fá lán hjá íslendingum til að kaupa auðlindir þjóðarinnar...
Sem styrkir það sem Perkins er að segja... og einnig það sem kom fram í myndinni Zeitgeizt á rúv í fyrrakvöld um hvernig IMF kemur að málum...
Þetta er byrjað hér á landi gott fólk !!
Óskar Þorkelsson, 22.8.2009 kl. 13:05
Baldvin Nielsen ! mér finnst þessi færsla hjá þér mjög góð, en hún passar ekki inn í þennan málaflokk. Ættir að velja réttan málaflokk fyrir svona góða grein. Kv jonni
Jón V Viðarsson, 22.8.2009 kl. 13:21
Við skulum ekki fara alveg yfirum í samsæris kenningum. Mín skoðun, er að það geti alveg verið í fullkomnu lagi, að semja við einkafyrirtæki, um að það setji upp starfsemi, sem nýti auðlindir í eigu sveitarfélaga.
þ.s. er að þeim samningi, sem deilt er um á Suðurnesjum, er sú fáránlega tímalengd, sem nýtingaréttur annarra á að vera takmarkaður.
Þ.e. alveg út í hött, að hafa samninginn til svo margra áratuga. 20 ár, væri alveg þolanlegt, sem dæmi.
Þ.e. alveg óþarfi, að semja nýtingarrétt af sér, til svo langs tíma, í einhverji paník í dag.
Annars grunar mig, að raunveruleg ástæða, sem liggi á bak-við, sé fjárhagleg staða sveitarfélagsins. Það einfaldlega, verði að fá fjármagn, til að standa undir erlendum lánum, því annars geti þau lent í vanskilum.
---------------------------------------------
Þ.e. alveg rétt, að í dag, er hafið kapphlaup um auðlindir, í 3. heiminum, þ.s. rík lönd og rík fyrirtæki, semja við lönd, sem það fer saman fátækt - mikil spilling - og léleg stjórnun, um langvarandi nýtingarrétt, á þeirra helstu auðlind, sem er landið sjálft.
Þ.e. samt góð spurning, hvort þetta er slæmt, fyrir heiminn - þ.e. heildarhagsmuni Jarðarbúa. Þeirra hagsmunir, eru að þ.sé nógur matur.
Víða í 3. heiminum, er jarðnæði mjög ílla nýtt, þ.s. framleiðsla per hektara er ekki nema örlítið brotabrot, af framleiðslu per hektara á Vesturlöndum.
Ef, þ.e. þannig, að það jarðnæði sem tekið er á langtíma leigu, verði beinlínis nýtt með sambærilegum hætti, og þekkist á Vesturlöndum, þ.e. besta tækni verði notuð, og framleiðslan per hektara verði aukinn eitthvað nálægt 100 falt, þá má vera, að í heild verði þetta til góðs.
En, á hinn bóginn, þ.s. þetta eru fátæk og ílla stjórnuð lönd, þá er hættan sú, að óprúttnir aðilar komist að, sem fari ílla með land, skilji það eftir ónothæft fyrir aðra, og fari bara og taki næsta land á leigu.
Mér, skilst að SÞ sé að semja alþjóðlegar reglur, um starfsemi af þessu tagi, til að reyna að vernda landgæði 3. heimsins, svo það verði hreinlega ekki lagt í auðn, af þeim óprúttnu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.8.2009 kl. 13:28
Spurningin er hvort það sé eitthvað víkingablóð eftir í okkur....
Ef við förum í hinn kristna boðskap, sem er hornsteinn íslands að sumra mati... þá eigum við einfaldlega að bjóða hina kinnina... ef einhver biður okkur um eitthvað, þá eigum við að gefa honum meira.
Og svo rúsínan í pylsuendanum: Við eigum að selja allt sem við eigum og gefa fátækum... Englandi og Hollandi í þessu tilfelli... svo eigum við bara að bíða eftir að Guddi fóðri okkur eins og hann fóðrar fuglana.
Svona boðskapur gerir hvaða hardcore víking að pelabarni og ölmusuaula á n´tæm
Peace ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:40
Einar Björn Bjarnason... það er alveg rétt. Menn mega ekki missa sig í samsæriskenningum. Hins vegar verð ég að viðurkenna að þó svo að ekki nema ein setning hafi verið sönn í þessarri tveggja klukkustunda mynd, þá þætti mér það meira en nóg.
Hvað er það annars sem þér þótti svona ósennilegt í þessarri mynd.
Margeir Örn Óskarsson, 22.8.2009 kl. 14:51
Orðið "samsæri" er heldur rangt yfir þetta vegna þess að það þarf ekkert samsæri til að þetta virki svona. Eðli stofnana er að viðhalda sjálfum sér, og eðli fjármálastofnana er að græða. Það er ekki eðli eða tilgangur þeirra að hjálpa einum eða neinum, þetta eru fyrirtæki sem ber skylda að græða peninga fyrir eigendur sína. Þetta er ekki umdeilt af neinum, og því ætti ekkert samsæri að þurfa til þess að stórbankar arðræni þjóðir vegna þess einfaldlega að þeir geti það. Það felst engin samsæriskenning í því að benda manni á að bankanum manns sé sama um mann, né þá að risabönkum sé sama um almenning í hinum og þessum löndum. Það er enginn kvati innan bankageirans til að gera fjöldanum gott, heldur þvert á móti.
Hinsvegar er líka rétt að benda á að ástæðan fyrir því að risabankar eru í þessari stöðu í þessu tilfelli, er vegna blöskrunarlegrar fáfræði og vanhæfni Íslendinga í fjármálum. Grunur margra erlendis um að við værum einfaldlega svona miklir glannar og værum bara á lánafylleríi, reyndist réttur.
Ofan á þetta hefur íslenska þjóðin aldrei og mun aldrei berjast fyrir einu eða neinu sem skiptir raunverulegu máli.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 17:53
Margeir - það væri og langur listi, til að telja upp.
Ég myndi segja, að myndin hafi innihaldið sannleik, og staðreyndir,,,en heildarmyndin, sem hún hafi dregið upp, og ályktanirnar teknar; og einnig margt af því sem var fullyrt til að útbúa þá heildarmynd sem upp var dreginn; hafi verið þ.s. kallað er þvættingur.
Aðalkenningin, hafi verið þvættingur.
Einnig mjög margt af því sem haldið er fram, m.a. fannst mér þessi, svokallaða játning þessa svokallaða böðuls, mjög fishy svo ekki væri meira sagt. Inni á milli, var svo flaggað raunverulegum staðreyndum, til að gefa þessu lauslegt yfirbragð trúverðugleika.
Þeir hafa ekkert fyrir sér í því, að CIA gangi fyrir hagsmunum stórfyrirtækja, þ.e. einfaldlega fullyrðing án sannana og án nokkurra sérstakra vísbendinga.
Ég set hana á bekk, með fullyrðingum, t.d. þeirra sem halda því fram, að það séu til staðar sannanri, um að turnarnir tveir, og 9/11 hryðjuverkin, hafi verið skipulögð af Bandaríkjastjórn.
---------------------------
Hugmyndirnar, sem fram komu, um banka og vexti, er með versta þvættingi, sem ég hef heyrt.
----------------------------
Menn, þurfa að vara sig á, svokölluðum heimildamyndum, sem mjög oft í dag, eru einfaldlega hreinar áróðurs og jafnvel undirróðursmyndir, þ.s. digital myndavélar, og tölvuvinnsla, gera gerð þeirra miklu mun ódýrari en áður, þannig að mjög miklu mikið fleiri aðilar, hafa efni á að búa til slíkar, en áður fyrr.
Þetta skapar, stóraukið úrval, en einnig mikla aukningu misnotkunar þess miðils.
------------------------------------------
Hvað mig varðar, afgreiði ég þessa mynd, sem vel gerðan áróður/undirróður, nokkurs konar, neo marxíska sýn á heiminn.
þarna er verið, að endurvekja gamla frasa frá kalda stríðinu, í reynd. Ég man eftir því, að Komintern dreyfði mjög mikið af svipaðri "mis information" áður fyrr, þ.s. því var haldið fram CIA og Bandaríkin, væru rót alls ílls í heiminum. Að, USSR væri, hið góða afl.
Mér sýnist, að gamlir kommar, hafi aldrei gleymt því sem þeir lærðu þá, og séu að reyna að gefa þeim nýtt líf, því frasarnir eru alveg ótrúlega svipaðir, þ.s. CIA, stórfyrirtæki, Bandaríkin + heimssamsæri, þeirra allra og kapítalisma.
Alveg sama vonda fólkið, og þá.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.8.2009 kl. 19:58
Mér sýnist eina leiðin sem er fær í þessu sé að fara á námskeið hjá Hugo Chavez í Venezúela. Að alþingi setji síðan lög um yfirtöku ríkisins á öllu því sem hefur verið einkavætt undanfarin 26 ár (þ.m.t. fiskveiðikvótann) auk þeirra einkafyrirtækja (les. Alcoa, Alcan, Norðurál) sem hafa fengið niðurgreidda orku. Þá væri ráð að þjóðnýta olíufyrirtæki og tryggingarfyrirtæki því eins og Helgi Hrafn segir hér að ofan þá er eðli fyrirtækja illt. Þau hugsa fyrst og fremst um gróða sem bitnar því á endanum á alþýðu manna. Réttlæti verður því varla til með einkarekstri nema þar sem markaðurinn er nægjanlega stór og fjölbreyttur til að samkeppnin nái að halda græðginni í skefjum. Íslendingar þurfa að byggja upp sósíalískt þjóðfélag í svipuðum stíl og Baldvin Nielsen lýsir hér að ofan. Sósíalismi getur virkað ágætlega ef rétt er haldið á spöðum. Ríki og sveitarfélög reka aragrúa af fyrirtækjum með prýði, t.d. sundlaugar, skólastofnanir og spítala. Það er ekkert sem segir að framleiðsla geti ekki átt sér stað undir merkjum ríkisins.
Ívar Örn Reynisson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:56
Sæl Lára Hanna, þar sem ég hef ekki séð þetta mikið í fjölmiðlum langaði mig til að vekja athygli á þessu í eina raunverulega frjálsa og óháða fjölmiðlinum: blogginu
Vigdís Hauksdóttir bendir á áhugaverðan punkt í ræðu á alþingi. Þetta er atriði sem ég skil ekki hvers vegna hefur ekki verið meira rætt. Samkvæmt því sem Vigdís segir úrskurðaði Evrópudómstóll að þýska ríkið mætti ekki ábyrgjast innistæðutryggingasjóð þar sem það myndi brjóta samkeppnislög. Einnig vitnar hún í franskan dóm að svipuðum toga.
Sjá ræðu Vigdísar:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090821T211814&horfa=1
Fyrir þá sem nenna ekki að horfa á hana alla þá er hægt að færa sig strax yfir á tímapunkt 01:39:35. Þar talar Vigdís um franska dóminn og tekur svo þann þýska.
Hvers vegna er verið að þröngva okkur að brjóta samkeppnislög ESB? Maður hlýtur að spyrja, með þessa dóma til viðmiðunar, mun ESB þá fara í mál við okkur ef IceSave samningurinn verður samþykktur?
Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 22.8.2009 kl. 21:31
Lára Hanna
Þetta innlegg segir allt sem segja þarf um öflin sem við er að etja í Icesave deilunni.
Þjóðin skuldar þér miklar þakkir fyrir umfjöllun þína á netinu undanfarna mánuði og alla þá vinnu sem hlýtur að liggja bak við þitt þarfa og frábæra innlegg.
Manni verður í þessu samhengi hugsað til allra greiðslnanna fyrir þau gagnslausu sérpöntuðu lögfræði- og nefndarálit sem kostað hafa þjóðina milljónir króna til að fá fyrirframgefnar niðurstöður- stundum andstætt Ísenskum hagsmunum.
Okkur vantar alvöru ættjarðarvini eins og þig til að halda málstað þjóðarinnar á lofti og aldrei meir en nú.
Það er sorglegt að sumir stjórnmálamenn eru tilbúnir að láta óskhyggjuna ráða í stað þess að ganga þannig frá málum að TRYGGT sé að hagsmunum þjóðarinnar sé borgið í atlögu AGS og sumra Evrópuþjóða að efnahagslegu sjálfstæði landsins
GunnarS (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.