26.8.2009
Mig setti hljóða...
...þegar ég hlustaði á þetta viðtal í Kastljósi í gærkvöldi. Ég spurði sjálfa mig hvenær röðin kæmi að manni sjálfum. Þvílík meðferð og niðurlæging. Hver hefur hag af að koma svona fram við fólk? Á meðan er ekki snert við stærstu skuldurunum, sjálfum auðmönnunum sem bera ábyrgðina - hvað þá stjórnmálamönnunum.
Guðbjörg Þórðardóttir í Kastljósi 25. ágúst 2009
Mogginn 25. ágúst 2009
Lilja Mósesdóttir í Kastljósi 25. ágúst 2009
Ekki voru allir með há eða óyfirstíganleg bílalán og mánaðargreiðslur voru líklega vel viðráðanlegar hjá flestum. Nú hafa eftirstöðvar lánanna hækkað langt umfram verðmæti bílanna og afborganir óyfirstíganlegar - líka á lágu lánunum. Hvað er nefndin sem á að leysa málið að gera?
Fréttir Stöðvar 2 - 26. ágúst 2009
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spilling og siðferði, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:07 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig er með greiðslumatið sem allir fara í áður en þeir fá lán vegna húsnæðiskaupa? Þar samþykkja allir að standa í skilum með viðkomandi lán að gefnum ákveðnum forsendum. Nú eru allar forsendur brostnar - ætli það séu engin ákvæði um viðbrögð við því í greiðslumatinu?
Veit það einhver?
Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2009 kl. 21:21
Ég tek undir með þér að hluta Lára Hanna. Framkoman við konuna var óafsakanleg og mjög óforskömmuð.
Hins vegar finnst mér eðlilegt með öllu, alveg eins og er með fyrirtæki í greiðslustöðvun, að umsjónaraðila þurfi til til að taka þátt í ákvörðunum um útlát einstaklinga í greiðsluaðlögun. Við greiðslustöðvun fyrirtækjaer búið til andrými fyrir fyrirtækin til þess að endurskipuleggja fjárhaginn sinn, ef mögulegt er. Það sama á við um greiðsluaðlögun fyrir einstaklinga. Hún er hugsuð til þess að gefa fólki andrými. Tilgangur svo stífra reglna og eftirlits í báðum tilfellum er að koma í veg fyrir misnotkun á slíku úrræði.
Ég vill þó taka skýrt fram að ég mun ekki samþykkja greiðsluaðlögunina sem nægjanlegt úrræði fyrir heimilin í landinu, eins og ríkisstjórnin vill fá okkur til að kyngja. Leiðrétting húsnæðislána með þeirri aðferð sem að Borgarahreyfingin setti fram í sinni stefnu, með bakfærslu gengisskráningar vísitölu aftur til janúar 2008, er eina aðferðin sem mætir bæði þörfum þeirra sem þurfa og sækir eins fjármagnið í rétta vasa. Það er til þeirra sem græddu á hruninu.
Baldvin Jónsson, 26.8.2009 kl. 21:48
Og svo eru intrum og bankar að skipuleggja golfmót með öllu hér og þar um landið.
Einhverjir verða að borga brúsann og því ekki skúringafólkið?
Er það ekki siðurinn hér.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 22:03
Heil og Sæl Lára Hanna, Já ég tek heilhugar undir með þér, þetta viðtal vakti kvíða og enn meiri óhug sem var þó ekki á bætandi því ég veit eins og þú, að með öllu óbreyttu þá kemur að okkur hinum líka, og ég held meira að segja þá verði hlutirnir orðnir enn verri þá
Hulda Haraldsdóttir, 26.8.2009 kl. 22:23
Var ekki Sigmundur Ernir einmitt í veislu hjá einum af bönkunum, væntanlega var verið að eyða aurum einhvers skuldarans í þessari veislu ?
Hvenær verðum við vör við að eitthvað gerist , annað en skandalar hjá alþingismönnum ?
JR (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 22:54
Sigmundur Ernir var ekki að sega ósatt þegar hann sagði við Ruv að hann hafi ekki fundið á sér að hann myndi finna á sér í pontu á Alþingi. Þetta er deginum ljósara því að hann er ekki spámannlega vaxinn.
Baldvin Nielse Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 23:09
Við sem þjóð verðum að stöðva svona óréttlæti. Fólk virðist algerlega missa öll mannréttindi þegar það lendir í greiðsluvandamálum sem ofan á allt saman eru síðan til komin vegna fjármálafyrirtækjanna sjálfra. Við verðum að hvetja til þess að tillaga Lilju Mósesdóttur nái fram að ganga varðandi veðrétt og getu þessara fyrirtækja til þess að sækja aur.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.8.2009 kl. 07:36
Greiðsluaðlögun heimilinna er vonlaus..búin að fara í gegnum ferlið ..þ.e.a.s. Ráðgjafarstofu heimilinna og allt það, og það sem er í gangi er skjaldborg í kringum bankanna á meðan heimilunum blæðir út..Þetta er miklu meira en skelfilegt..þetta er ástand sem að fólk á ekki að þurfa að ganga í gegnum með börnin sín..þar sem öllu er kippt undan..og stoðir heimilanna bresta..Þetta er ómannlegt og ömurlegt að vita hvernig er farið með fólkið í landinu eins og ótýnda glæpamenn þó að þetta sama fólk sé nógu gott til þess að borga brúsann. Skammist ykkar ráðamenn þjóðarinnar allir sem einn. Að það sé engin tilbúin að standa upp og segja hingað og ekki lengra..nei það þyrfti ábyggilega ráða sérstaka nefnd í það..Er ekki sorglegt að horfa uppá börn sín vera svöng dag eftir dag og eiga ekki fyrir neinu fyrir skólann? Jú það er ömurlegt..og ekkert er í stöðunni..og svo berast hótanir og rukkanir!! Hvar haldið þið að svona ástand haldist lengi??Hunskist þið til þess að gera eitthvað fyrir fólkið í landinu. Það ætti að vera markmið ykkar og við eigum ekki að þurfa að horfa á það að ekkert sé gert og það er að verða komið ár frá hruni bankanna..
dapur (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.