27.8.2009
Stórslys í uppsiglingu á Suðurnesjum
Grein eftir Öldu Sigmundsdóttur í Fréttablaðinu í dag. Ég hvet alla til að lesa bloggpistlana hennar - og ekki síður athugasemdirnar sem eru margar hverjar afar fróðlegar og sumar sláandi eins og hún nefnir dæmi um hér. (Smellið þar til læsileg stærð fæst.)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spilling og siðferði, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Maður fær í magan af tilhugsuninni einni. Traustið á Íslenskum stjórnvöldum er ekkert og áhuginn fyrir því að búa hér á landi fer minkandi með hverri ákvörðun/aðgerðaleysi þessarar hræðilegu ríkisstjórnar!
kv.Biggi
Biggi (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 11:02
Staðreynd málsins er sú að - það á að halda áfram – því enn er von fyrir græðgisöflin að mata krókinn - og sem fyrr er stutt í innlenda landráðamenn sem leggja hönd á plóginn - gegn góðri þóknun, reyndar.
Módellið – líkanið sem var keyrt hér árum saman er enn í notkun.
Sömu aðalleikendur sitja kringum borðið og forsetinn Ólafur Ragnar samur við sig; nú með heimboð á Bessastaði fyrir bjargvættinn, íslandsvininn og verndara lítilmagnans Ross Beaty.
En þessi drengur er í raun sendi- og skósveinn erlendra arðræningja. Sjálfsvirðing þessa manns og þeirra nafnlausu gungna sem að baki honum standa rís ekki hátt. Ekki á að leggja fram fé nema að hluta. Nota á kúlu-láns-snilldina úr íslenska módellinu - enn og aftur; því þessir menn eiga ekki bót fyrir boruna á sér.
Nú, ástæðan þessa alls er sú að enn eru fjármunir í augsýn, þó að búið sé að tæma alla sjóði hér. Nefninlega auðlindir Íslands.
Á þeim grunni heimsækir Ross Beaty forstjóri arðránsfyrirtæksins “Magma Energy” Ísland heim.
Þennan mann á að bera upp í næstu einshreyfilsflugvél og taka stefuna á strendur Kanada.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 11:22
Sjálfstæðisflokkurinn með Árna bæjarstjóra eru búnir að koma Reykjanesbæ í skuldasúpu svo nú þarf að selja meira !
Það sér ekki fyrir endan á gjörðum sjálfstæðisflokksins !
JR (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.