12.9.2009
Skrúfað fyrir upplýsingar
Ég skrifaði um gagnagrunn Jóns Jósefs Bjarnasonar fyrir nokkrum dögum og birti ótrúlegar myndir sem sýna tengsl nokkura auðjöfra sem hafa kafsiglt efnahagskerfið. DV skrifaði um gagnagrunninn og birti upplýsingar og Kristinn Hrafnsson hjá RÚV gerði frétt um Jón Jósef og upplýsingarnar sem hann hefur safnað og skráð árum saman.
Jón hefur verið að uppfæra grunninn undanfarna daga þar sem hann náði aðeins til 1. ágúst 2007 og ljóst er að margt hefur gerst á þessum tveimur árum sem upp á vantaði. Upplýsingar sem Jón notar eru opinberar, og hann segir að fyrirtækið Creditinfo selji gestum og gangandi víðtækari og persónulegri upplýsingar en gagnagrunnurinn hans geymir. Sjálf þekki ég ekki til upplýsingagjafar Creditinfo, en það gera eflaust aðrir. Persónuvernd hefur haft aðgang að gagnagrunninum í hálft ár og ekki gert neinar athugasemdir við hann.
Nú hefur embætti Ríkisskattstjóra lokað á aðgang Jóns Jósefs að upplýsingum úr fyrirtækjaskrá. Hann segist hafa náð að uppfæra fyrirtækin en í gær, föstudag, var aðgangi hans lokað en þá átti hann eftir að uppfæra upplýsingar um þær persónur sem tengjast þeim. Þetta var gert án þess að láta hann vita þótt hann hafi greitt 180.000 krónur fyrir aðganginn og átti eftir tíma til áramóta. Þar sem hann var í miðri uppfærslu þegar hin óvænta lokun átti sér stað olli þetta talsverðum vandræðum.
Starfsmaður Ríkisskattstjóra sagði Jóni Jósef að yfirmaður þar á bæ hefði gefið þessi fyrirmæli. Ekki er vitað hvar þau eru upprunnin, en einhver vill greinilega ekki að upplýsingar komist inn í gagnagrunninn og beitir valdi til að skrúfa fyrir þær. Þetta getur komið sér afar illa fyrir ýmsa rannsóknaraðila sem nota gagnagrunn Jóns Jósefs, bæði hér heima og erlendis. Svo ekki sé minnst á upplýsingaflæði til almennings sem hafið var með vísan í gagnagrunninn.
Ég reikna fastlega með því að fjölmiðlar taki þetta mál upp á sína arma og grafist fyrir um ástæðu þess að skrúfað var fyrir opinberar upplýsingar sem búið var að greiða fyrir. Þær hafa líka rannsóknargildi og eru stór þáttur í að auka gagnsæi og upplýsingaflæði til almennings. Mig langar að vita hvort þetta sé lögleg aðgerð og nákvæmlega hver fyrirskipaði lokunina.
Fréttir RÚV 12. september 2009
Fréttir RÚV 8. september 2009
DV 8. september 2009 - Smellið þar til læsileg stærð fæst
DV 9. september 2009 - Smellið þar til læsileg stærð fæst
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spilling og siðferði, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:12 | Facebook
Athugasemdir
Hafi opinber stofnun lokað fyrir greidda þjónustu án aðvörunar og án þess að gæta jafnræðis er þetta hér með orðið grímlaust, spillingaröflin leika lausum hala í stjórnsýslu landsins. Það veltur því mikið á að JJB hafi greint frá öllum sínum samskiptum við RSK. Ef hann er að greina rétt frá þá erum við í vondum málu, svo mikið er víst.
sr (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 19:27
Hver er yfirmaður ríkisskattstjóra?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 19:28
Skúli Eggert Þórðarson er yfir RSK skv. skipuriti, áður skattrannsóknarstjóri ef ég man rétt.
sr (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 19:37
Yfirmaður Skúla Eggerts Þórðarssonar ríkisskattsstjóra er Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður VG.
Eftir höfðinu dansa limirnir.
TH (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 19:44
I smell fish . . .
SHS (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 20:31
Yfirmaður Ríkisskattstjóra sjálfur Fjármálaráherrann Steingrímur J.
er ábyrgur fyrir þessu. Steingrímur við erum enn, eftir því sem ég best veit
í Lýðræðisþjóðfélagi og höfnum Sósíaliskum tiburðum þínum.
Hræddur er ég um að kortlagningin sé farin að nálgast Steingrím óþægilega,
eða aðal kostunar aðila VG. Þ.E mútur og fl.
Þessu verður að aflétta strax, maðurinn er búinn að borga fyrir réttinn !
Jón Jósef Bjarnason Kærðu til Ríkislögreglustjóra strax !
Birgir Rúnar Sæmundsson, 12.9.2009 kl. 20:44
Þetta ferli er ógnvekjandi.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 12.9.2009 kl. 20:57
Þetta er hrikalegt, við erum í allt of litlu þjóðfélagi, hér klórar hver öðrum því miður, en sumir þó meira og oftar en aðrir.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2009 kl. 21:02
Þetta á eftir að "backfire" og það mjög fljótt.
2 Rannsóknarblaðamenn í Hollandi og 3 í Bretlandi sem ég þekki
eru komnir á heita slóð. Verður áhugavert að sjá,
það sem þeir eru að koma með í næstu viku !
Það er eins gott fyrir Pólitísku dólgana að fara að pakka niður.
Birgir Rúnar Sæmundsson, 12.9.2009 kl. 21:17
Þetta er grafalvarlegt mál ef rétt er. Jón Jósef verður að láta á rétt sinn til þessara upplýsinga reyna og draga fram í dagsljósið þennan ríkisstarfsmann sem reynir að þagga niður í honum. Svona má ekki viðgangast.
Lína (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 21:17
Vona að það styttist í að siðrofið varði afhjúpað. Það lítur út fyrir að spillingin nái víða í pólitík, stjórnkerfinu og viðskiptalífinu.
HF (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 21:40
Lára Hanna.
Hvers vegna heldur þú að þetta sé gert ?
Jú, þarna er handónýta embættismannaveldið að sýna stjórnmálmönnunum hver ræður !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Er ekkki ástæða til að sýna sprnað og segja þessum handónýtta embættismannni upp ??????????????
JR (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 21:53
Getur Jón Jósef ekki notað aðgang einhvers annars sem er með samskonar aðgang í millitíðinni?
Dísa (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 22:20
Af hverju er ég ekki hissa'
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2009 kl. 22:32
Mig grunar að þetta snúist um hugsanlegt brot á persónuverndarlögum, en í persónuverndarlögum er tekið fram að ekki má safna á skipulegan hátt efni um persónulega hagi einstaklinga án samþykkis þeirra, nema almenningshagsmunir séu í húfi. Í þessu tilfelli er þeim sem hafa einhvern snefil af heilbrigðri skynsemi augljóst að almenningshagsmunir séu í húfi, - en er hægt að sanna það fyrir þeim sem skortir slíka skynsemi og fara þess í stað algjörlega eftir lagatæknilegum bókstöfum?
Hrannar Baldursson, 12.9.2009 kl. 22:48
Lítur út fyrir að maður þurfi áfram að hafa ælupokann við hliðina á kaffibollanum þegar maður er að lesa fréttir frá (bananalýðveldinu) Íslandi...
Iris Erlingsdottir (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 22:50
Kemur ekki á óvart. Var búinn að spá þessu í svari við fyrri færslu þinni. Það þarf engum að koma á óvart að fólk í stjórnsýslunni og ég tali ekki um stjórnmálastéttina vill ekki að verið sé að rekja saman óþægileg tengsl núna í eftirmálum hrunsins.
Kerfið sér um sína, því mun þessi gagnagrunnur ekki verða aðgengilegur pétri og páli.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.9.2009 kl. 22:56
Þetta er ekkert nema helvítís þöggun í Ríkisskattstjóra, sem ætti að athuga vandlega fyrir hvern hann er að vinna hérna á landi. Það má ekki koma í veg fyrir svona, enda eru þessar upplýsingar ómetanlegar og gefa gott yfirlit yfir þær aðfarir sem þjófar Íslands stóðu í þegar þeir þöndu út skuldabóluna yfir íslendinga.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 23:15
Svona er nú bara Ísland í dag og hefur alltaf verið. Lögin eru til þess gerð að vernda "stórlaxana" og halda almenningi í skefjum. Þessir menn verða auðvitað að hafa olnbogarými...... Heldur einhver virkilega að það eigi eitthvað eftir að breytast.....? Til þess þarf því miður byltingu og við erum bara allt of friðsöm þjóð til þess að fara út í þær aðgerðir sem þarf til að koma hér á sanngjörnum leikreglum og því miður yrðum við líklega litlu betur sett og e.t.v. bara verr ef hér yrði bylting...... það virðist nefnilega þrífast spilling í flestum ef ekki öllum pólitískum öflum.....nái þau völdum.... Ef ekki spilling, þá endemis aulaháttur....og það má deila um hvort er verra eða betra....
Ómar Bjarki Smárason, 12.9.2009 kl. 23:31
miðað við það sem á undan er gengið var þetta sennilega bara spurning um tíma
zappa (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 00:30
Hrannar; Þetta er kanski rétt til getið, en svo virðist samt ekki vera því að samkvæmt frétt RÚV í kvöld (ef mig misminnir ekki) var ekki um það að ræða að persónuvernd hefði gert neina athugasemd (var haft eftir Jóni ef ég man rétt). Persónuvernd hefur þó haft málið inni á borði hjá sér lengi.
Benedikt Gunnar Ófeigsson, 13.9.2009 kl. 01:04
Hafa "valdamenn" ekki áhyggjur af því að einn góðan veðurdag..... verði fólki nóg boðið.... hversu mikið rugl er hægt að bjóða einni þjóð upp á?
ASE (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 03:02
Þarna liggur örugglega fiskur undir steini.
, 13.9.2009 kl. 06:27
Og heldur fólk svo í alvöru að það komi eitthvað út úr svokölluðu rannsóknum á svínaríinu,það eru ALLIR embættismenn á kafi í skítnum,dómstólar,fjármálaeftirlit,seðlabankinn,og gerfielítan sem situr við Austurvöll og í stjórnaráðinu,það er allt gert til að hindra að skíturinn komi upp á yfirborðið.
magnús steinar (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 10:40
Óskiljanlegt er með öllu að áhugasamur maður í að kortleggja spillinguna sé stoppaður í að afla sér nánari upplýsinga.
Ef heil brú væri í þessu, ætti Jón Jósef að vera boðin vinna við að greiða götu saksóknara og að fyrr og betur megi ráða þessa gátu hvað olli bankahruninu. Tenging upplýsinga og þar með tensl grunaðra er mjög mikilvæg í opinberri rannsókn.
Ef stjórnvöld telja hættu á að starf Jóns Jósefs kunni að veikja rannsóknina með því að hann setur hana á jafnopinn hátt og gerð, þá bera yfirvöld að segja það berum orðum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.9.2009 kl. 12:39
Augljóslega er elítan og skítugir stjórnmálamenn að stunda þöggun... þetta er að verða daglegur viðburður.
Verðum við ekki að fara í byltingu fljótlega.. ómögulegt að hafa málið svona
DoctorE (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 15:42
Við verðum að fara að hittast kl 15:00 á laugardögum á bak við styttuna af Jóni Sigurðssyni og láta í okkur heyra. Við viljum gegnsæi og að allt sé uppi á borðum! Við eigum ekki að láta hagsmuni útrásarvíkinga og gæðinga þeirra ráða hvað er rétt og hvað er rangt.
Einar Þorbergsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 17:07
Segi eins og Jenný Anna: Af hverju er ég ekki hissa?
Árni Gunnarsson, 13.9.2009 kl. 18:22
Ég ætlast til þess að fjölmiðlar krefjist svara frá ríkisskattstjóra um ástæður þessarar lokunnar. Það er ekki nóg að opna aftur fyrir aðganginn, ég vil fyrir mitt leiti fá að vita hver stendur á bakvið þessa lokun, hvern er verið að verja og hvers hagsmunir ráða.
Spilling þrífst ekki bara meðal pólitíkusa heldur líka embættismanna, við skulum vera minnug þess að þingmönnum getum við skipt út á 4 ára fresti en embættismenn virðast hanga inni áratugum saman. Ætli þættirnir "Já ráðherra" hafi ekki bara hitt naglann á höfuðið.
Guðrún (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 18:39
Nöfn þessara embættismanna strax, og ástæður þess að lokð var fyrir gögnin!
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 19:52
'Atti einhver von á öðru en þessu hér á klakanum þessu landi hefur verið stjórnað af ÞJ'OFAPAKKI og glæpamönnum
síðan við fengum sjálfstæði og mun svo verða þangað til að verður gerð vopnuð bylting og þetta skíta pakk hefur verið
tekið af lifi eða sett inn og lyklinum hent út í hafsaug en hver á að dæma þetta drasl skítapakkið í næsta herbergi
það held ég ekki það verður ekkert gert (ENDA ER ÞAÐ MÍN SKOÐUN AÐ HIÐ SKÍTUGA ALÞINGI SÉ EKKERT NEMA UPPELDISSTOFNUN FYRIR ÞJÓFAPAKK OG AUMINGJA SEM HAFA ENGAN ÁHUGA FYRIR ÞJÓÐINN ÞAÐ EINA SEM ÞEIR GETA HUGSAÐ UM ER AÐ SLEPPA MEÐ SEM AUÐVELDAST FRÁ ÞVÍ AÐ VINNA FYRIR LAUNUNUM SÍNUM ENDA ER ÞEIM ÖLLUM STOLIÐ AF SKATTPENINGUM OKKAR ENDA ER ENGIN MUNUR Á KÚK OG SKÍT)
björn karl þórðarson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 00:37
Hefðu Frakkar getað spúlað drullunni út úr sínu umhverfi með því að berja potta og pönnur á sínum tíma ??
Það stórefast ég um !!!
Stundum þarf öflugri verkfæri, eins og háþrýstidælu eða fallöxi til að hreinsa almennilega til...því miður.
Íslenska stjórnkerfið er svo kasúldið og maðkétið af spillingu að það er ekki möguleiki á réttlátri niðurstöðu úr rannsókn sem keyrð er á regluverki frá stjórnvöldum !!!
Hvað mundu þið gera, gott fólk, ef þið sætuð á hinu hÁA alþingi með stórkostlega pressu frá þjóð ykkar og öðrum þjóðum, pressu um að rannsaka glæpi sem þið (ósannað, en öll gögn benda til) hefðuð tekið sjálf þátt í ??
Með heiðarlegri rannsókn væru þið að setja sjálf ykkur á bekk grunaðra en með því að draga lappirnar þá er möguleiki, smá möguleiki, á því að mögulegar ákærur fjari út að miklu eða öllu leiti.
Hvað heldur fólk að valdi áhugaleysi stjórnvalda annað en þetta og aðeins þetta ???
Það þarf ekki mikla greind eða rökhugsun til að sjá munstrið og hinn "falda" sannleika sem liggur í sporunum frá 6. okt 2008 !!!
Þetta mál er eins augljóst og kristaltært og það mögulega getur verið !!!
runar (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.