Ráðherrasamviskan og ábyrgðin

Ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn virðast aldrei hafa neitt slæmt á samviskunni. Jafnvel þótt sýnt sé og sannað að samviska þeirra ætti að vera kolsvört. Þeir vita sem er, að pólitísk og siðferðileg ábyrgð tíðkast ekki á Íslandi og þeir eru ósnertanlegir - líka þótt þeir brjóti lög. Í krafti þeirrar vitneskju axla stjórnmálamenn aldrei ábyrgð á gjörðum sínum, sama hve fáránlegar, glannalegar, heimskulegar, hrokafullar og afdrifaríkar þær eru fyrir þjóðina. Þeir fara sínu fram hvað sem tautar og raular. Þessi staðreynd er stór hluti af vanda íslensks samfélags.

Geir H. Haarde var í viðtalsþætti í gærkvöldi sem sýndur var bæði í norska og sænska sjónvarpinu. Hann var með hreina samvisku. Illugi skrifaði kjarnyrtan pistil um málið og ég hef engu við hann að bæta.

Geir H. Haarde hjá Skavlan 18. september 2009

 Birgir Hermannssonum pólitíska ábyrgð í Silfrinu 7. desember 2008

Stutt umfjöllun RÚV um ábyrgð frá 29. desember 2008

Hér er frægt dæmi um alls konar framferði eins ráðherra frá í mars 2008. Augljóst var um hvað málið snerist og hvernig var staðið að því. Ráðherrann reif bara kjaft og sat sem fastast. Neðst í færslunni er viðfest hljóðskrá af Spegilsviðtali við Gunnar Helga Kristinsson, prófessor, þar sem hann segir framkomu ráðherra og aðdróttanir gagnvart Umboðsmanni Alþingis fordæmislausa. Ekkert var aðhafst og gjörningurinn stóð óhagganlegur.

Fréttir Stöðvar 2 og RÚV 27. og 28. mars 2008

Geir H. Haarde var gestaritstjóri (editor) í útvarpsþætti hjá BBC 18. ágúst sl. Það var fróðlegt, en jafnframt svolítið hrollvekjandi að hlusta á hann. Í sama þætti var stutt viðtal við Öldu Sigmundsdóttur, sem bloggar á ensku á Iceland Weather Report vegna einnar bloggfærslu hennar. Hljóðskrá úr þættinum viðfest neðst í færslunni.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

nei...áttirðu von á öðru?

Hólmdís Hjartardóttir, 19.9.2009 kl. 16:50

2 identicon

Það er gott að fá að segja álit sitt á "þessu pakki" útfrá grein þinni. 

Þessi "góði drengur",  eins og sumir hafa kallað Geir, hefur opinberað sinn innri mann enn og aftur, siðspilltur hrokagikkur með frosið glott á vörum og lifir sjálfur í þeirri trú að hann sé með hreina samvisku.  Þannig er nú einfaldlega mitt álit á honum Geir í dag og reyndar gæti ég talið upp marga aðra sem ég tel á svipuðu "þroskastigi" og Geir og í þeim hópi eru ekki bara "útrásarvíkingar".  Því miður eru margir menn af þessari "tegund" starfandi í "stjórnunarstörfum" hér á landi og verða sennilega ætíð.  Of mörgum af þessari tegund manna hefur tekist að fela sig á bak við "merkilegar háskólagráður", en reynast svo þegar á hólminn er komið minna virði en "ómenntaður róninn á götunni" og í raun mun "veikari".  Ég bið "rónann á götunni" að afsaka samanburðinn og ég veit að hann hefur þroska til þess.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 17:11

3 identicon

Íslenskir stjórnmálamenn eru án samvisku og ábyrgðar, þeir geta gert hvað sem er og skammast sín aldrei og biðja heldur ekki afsökunar eftir sem þeir trúa að þeir geti og meigi gera hvað sem er. Kúlulánadrottningin rífur kjaft en hún skilur ekki að eingin hlustar á hana lengur, Geir mun ekki viðurkenna að hann hafi gert mistök í starfi og ekki heldur félagi hanns DO...

Jóhannes (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 17:57

4 identicon

Hvers vegna komast stjórnmálamenn upp með að vera án samvisku og ábyrgðar ?

Jú, það er fólk hér í þessu landi sem vill að stjórnmálamenn hagi sér svona !

Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðin stærstur !

Eigum við von um eitthvað betra  ?

JR (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 20:26

5 identicon

Maðurinn er viðbjóðslegur drullusokkur

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 21:52

6 identicon

Netgurú Lára Hanna. Afsprengi netheima. Lærimeistari sem rannsakar og vitnar í  sjónvarpsmiðla á nýjan og eftirminnilegan hátt. Eins manns netveita sem opnar gáttir á ótrúlega skemmtilegan hátt.  Innlit hjá Skavlan opinberar gaman og alvöruna sem felst í nágranaeftirliti. Hej, lille Island. Þegar spurður um ábyrgð stjórnvalda og fyrsta vinnudag eftir jólafrí. Vísar Geir á ESB regluverkið.....Stór fellibylur gekk yfir Ísland. Skavlan: Peningakreppur eru ekki náttúrufyrirbæri. Þú ert hagfræðingur. Ekki óbrotinn verkamaður. Hefur verið fjármálráðherra þegar bankarnir voru einkavæddir.  Það er eins og Skalvan sé að blanda sér í fjölskyldumál, þar sem vandamálið er of viðkvæmt til að fjölskyldumeðlimir geti tjá sig. Því miður geta Norðmenn ekki hjálpað okkur. Við verðum að standa nágranavörsluna. 

Sigurður Rafn (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 21:53

7 identicon

Við förum alltaf eins langt og við komumst, það er mannlegt eðli,, einn af óæðri og ógöfugri hlutum þess.

Ef afleiðingar eru aldrei neinar við afglöpum okkar eða mistökum, þá er ekki von til þess að við breytum nokkuð hegðun okkar.

Svo lengi sem við sem samfélag leyfum slík afglöp, krefjumst ekki afsagnar (nema heima við eldhúsborðið eða á bloggheimum, í hálfan dag eða svo!) og kjósum svo sama fólkið aftur og aftur, þá verður þetta alltaf svona.

En dómur götunnar lifir, mannorð þessa fólks er alvarlega skaðað og verður aldrei samt. Þeir verða  líka að eiga við samvisku sína, frá henni verður ekki komist.

Þegar fólk fer svo að dæmast í fangelsi eitt af öðru (held í vonina!), þyrfti að bæta í dóminn 12 spora vinnu, neyða það til að horfa í spegil, finna örlitla auðmýkt og ábyrgð á eigin gjörðum.

Segi fyrir mig. Skammist ykkar! Hunskist til þess.

Landa (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 22:01

8 identicon

Þorri þjóðarinnar vill greinilega hafa þetta svona. Finnst allt í lagi að bukta sig og beygja enn og aftur svo blágrænu auðvaldsherrarnir eigi alltaf greiðan aðgang að þjóðarafturendanum. Það mun greinilega þurfa nokkrar kynslóðir til viðbótar til að úrkynja úr Íslendingum þrælslundina og hjarðarháttinn.

Meðan fólk á fyrir bjórkippu og sjónvarpið (og internetið) virkar er ekki ástæða til að gera of mikið veður út af hlutunum. Byltingin má bíða - tala nú ekki um ef visakortið er enn opið og útsölur eru í tuskubúllum útrásarbúranna...

iris erlingsdottir (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 00:27

9 identicon

Vonandi fáum við Davíð Oddson í embætti Ritstjóra Moggans

Það væri til að kóróna geðveiki íhaldsins á meðal okkar.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 02:06

10 identicon

Vonandi verður DO ekki ritstjóri moggans því þá verður trúlega lokað á þessa bloggsíðu.

Jóhannes (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband