24.9.2009
Dulinn vandi og hjálpartraust
Hér eru tvær góðar greinar með svipuðum skilaboðum: Ekkert hefur breyst. Og það sem verra er - það lítur ekki út fyrir að neitt muni breytast. Hvorki réttlæti né bætt siðferði í augsýn sem er kannski einmitt það sem almenningur á Íslandi þráir hvað heitast. Mér finnst einna sárast við þetta að enn skuli fólk hafa geð í sér til að koma svona fram við samborgara sína. Hvað er hægt að gera?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spilling og siðferði, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kerið sér um sína.
Kennari við Háskóla Íslands orðaði það svo að það að sækja um starf hjá ríkinu væri eins og ef íþróttamaður kæmi til keppni í hlaupi sem hann hefði undirbúið sig undir, þá kæmi í ljós að hlaupinu loknu að það hefði „óvart“ átt að keppa í baksundi.
Forsendurnar búnar til eftir á til að tryggja að „réttur“ aðili fengi starfið.
Þessvegna þarf að skipta út öllu kerinu, allt frá leikskólum og upp úr.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 10:55
Thakka thetta Lara Hanna.
En eins og thu segir, ekkert hefur verid gert og ekkert breytst. Thad hefur verid gerd uppreisn i morgun bananalydveldunum fyrir minni sakir.
Islendingur (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 10:55
Þó lítið gagn sé í að segja "ef" og "hefði" þá er tvennt í grein Þorvaldar sem vegur þungt:
- Hefðu íslensk stjórnvöld strax við hrunið snúizt á sveif með fólkinu í landinu gegn eigendum og stjórnendum banka ...
- Hefðu stjórnvöld tekið máli fólksins og stofnað til trúverðugrar rannsóknar á hruninu ...
Betra er seint en aldrei. Þetta er eitthvað sem þarf að gera. Því lengur sem það dregst, því meiri verður skaðinn. Kannski að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, sem kemur út eftir 5-6 vikur, verði til að hreyfa loksins við málum.
Haraldur Hansson, 24.9.2009 kl. 11:10
Kæra Lára Hanna - takk fyrir þennan pistil sem og alla þína vinnu.
Ég er orðin svo þreytt og tætt. Er svo reið eigin þjóð að ég er að missa mig öðru hvoru.
Það er nánast óbærileg tilfinning að elska svo íslenska jörð en hafa jafn mikla fyrirlitningu á íslenskri þjóð að gera ekki neitt.
Í mínum huga er tvennt í stöðunni - annars vegar að loka augunum fyrir þessu öllu eins og við höfum gert hingað til - eða sjá til þess - Íslendingar - að hreinsað verði til í kerfinu. Því eins og ISG sagði ,, en þið eruð ekki þjóðin" þá segi ég við íslenska stjórnmálamenn og embættismenn að ,,þið eruð ekki þjóðin" - ábyrgðin er fyrst og síðust þeirra - að sjá til þess að lögum og reglum sé framfylgt og löggjöf lagfærð.
Útrásarvíkingarnir allir með tölu eru bara ótýndir þjófar og verða alltaf þannig.
Sigurjón Árnason hefur alltaf verið þjófur og verður alltaf ....... eins er með alla hina.
Þjófnaður er lífsstíll t.d. Lilju Pálmadóttur - þjófnaður er líka lífsstíll Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur svo dæmi séu tekin.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 24.9.2009 kl. 11:16
Eitt hefur breyst.
Fólk sér spillinguna og sér í gegnum það hvernig einstaklingar í hinni ráðandi stétt hamast við að klappa hver öðrum á rassinn. Og Íslendingar eru skiljanlega tortryggnir. Þó menn séu ekki á einu máli um hvern beri að tortryggja mest.
Ég er alltaf að heyra raddir sem þykir ástandið " bara verra" eftir að hin undirliggjandi spilling og raunverulegir valdhafar þjóðarinnar fóru að láta glitta í sín réttu andlit.
Ég er ósammála því. Sannleikurinn er vissulega óþægilegur, en hann er sannur. Blekkingarnar settu okkur á hausinn, svo við vitum að þær kunna ekki góðri lukku að stýra. Spillingin er fjarri því nýtilkomin. Við erum bara farin að sjá í toppinn á ísjakanum, núna.
Hlutirnir breytast ekki á einni nóttu, eða einu ári. Og alls ekki leikreglur stéttar hinna "meiriháttar" sem nú veit ekki hvernig hún á að snúa sér. Innan hennar eru allir stjórnmálamenn á Íslandi, sem og allir valdamiklir einstaklingar í ráðandi stofnunum, fjölmiðlum og stórfyrirtækjum. Spillingin á Íslandi snýst ekki endilega um hasmunatengsl, heldur jafnvel bara tengsl. Fólk er ekki ráðið til merkilegra starfa vegna hæfni. Heldur vegna þess að það þekkir rétta fólkið og er ekki líklegt til að rífa kjaft við yfirmanninn (sem er ekki endilega hæfur, jafnvel bara úr réttum flokki) eða vera með vesen. Að vera góður í sleikjuskap er meira virði en prófgráður, gáfur, skynsemi eða vinnusemi.
Nú er þetta að verða hluti af yfirborðinu. Af umræðunni. Það er fyrsta skrefið í átt til breytinga. En leiðin til þeirra er löng og ströng og verður aldrei farin ef menn ætla að gefast upp strax, innan árs eftir hrun, á að reyna að breyta valdastrúktúr sem hefur verið aðmótast í a.m.k. 66 ár, gott ef við öpuðum hann ekki upp eftir Dönum. Þetta verður langhlaup. Og ekki víst að við núlifandi Íslendingar lifum að sjá fyrir endann á því.
Og ég trúi að umbætur verði. Því ég held ekki að þjóðfélagið sofni aftur á verðinum á næstunni.
Þó einhverja sé farið að langa til þess.
Sigga Lára (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 11:43
Er ekki allt gamla liðið í bönkunum á kafi í þessum skilanefndum þeirra og þeim tengdum ? Þetta fólk hafði gott lifibrauð úr hendi þeirra sem mest fóru í útrásinni og skuldasöfnunni. Nú er reynt að ríghalda í að þetta sama fólk eignist og haldi sem mestu úr strandgóssinu. Allt snýst þetta um væntingar þess að sem minnst breytist við stöðu þeirra við kjötkatlana--- eða er það ekki ?
En við getum haft áhrif með samtakamætti- við sýndum það á Austurvelli sl haust og vetur sem náði hámarki sínu í Búsáhaldsbyltingunni...
Sævar Helgason, 24.9.2009 kl. 11:56
Sæl Lára.
Þetta eru áhugaverðar greinar.
Hér (Þjófabæli sem enginn vill koma nálægt) legg ég upp úr þessu sama efni með áherslu á Icesave og þá vinnu sem er í gangi hjá stjórnvöldum.
Engin skemmtilesning ...
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 12:04
Ég veit ekki hvort hlekkur á þessa fréttamynd um kreppuna (Iceland - Hook, Line and Sunk!) hefur komið fram hjá þér en langar til að henda honum hingað inn til öryggis:
http://www.abc.net.au/foreign/content/2009/s2693259.htm
Smellið á Play Video fyrir neðan myndina af Eric Campbell.
Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 24.9.2009 kl. 13:39
Takk, Kolbrún Heiða... þetta er líka hérna.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.9.2009 kl. 15:29
Sæl Lára Hanna
Var búin að lesa grein Þórvaldar og renndi yfir grein Jóhanns. Mér sýnist á grein Jóhanns að þarna séu trúlega á ferðinni stafsmenn með æviráðningu sem muni kosta skildinginn á losna við. En það breytir því ekki að nauðsynlegt er að við almenningur gerum kröfu um hreinsað verði markvisst til í stjórnkerfinu. Hvernig sú krafa skuli sett fram skiptir auðvitað miklu máli, en hana VERÐUR að setja fram.
Jóhann Hauksson virðist hafa skoðað þetta mál mjög vel og hann býr örugglega yfir upplýsingum um þetta mál langt umfram það sem kemur fram í greininni.
Það dugar skammt að gráta á blogginu þó það sé góð byrjun, við verðum að gera eitthvað í málinu. Hagsmunasamtök Heimilanna eru mjög gott dæmi um grasrótarsamtök sem hafa náð töluverðum árangri nú þegar og meiri árangur virðist í sjónmáli.
Uppsagnir á Mogganum og ráðning harðlínufólks þar inn er mikil áskorun til okkar sem viljum aukið lýðræði, burt með spillingu í stjórnkerfinu, jöfnun lífskjara, lausn á vanda heimilanna og svo mætti lengi telja.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.9.2009 kl. 15:44
"[...] ríkisstjórnin neyðist til að styðjast við embættismannahóp sem raunverulega á talsverða sök á bankahruninu [...]."
Það er í skjóli hálfvelgju af þessu tagi sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vg. munu tjasla saman og koma í gang kerfinu sem kom Íslandi í þrot. Halda skal áfram á sömu braut.
Samfylking og Vg. eiga sinn litla hlut í hinu laskaða kerfi og hafa byggt tilveru sína á því. Óraunhæft var að ætla að þessir tveir flokkar gerðu það sem gera þyrfti. Rannsóknin á efnahagshruninu er þar ljósast vitni. Skilanefndirnar. Ráðuneytisstjórarnir.
Það eru ekki bara Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sem þrífast á siðlausri og áráttukendri flokkshollustu.
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 16:08
Svona á að hreinsa til í ráðuneytunum:
http://www.visir.is/article/20090924/FRETTIR01/892358812
Rómverji (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 16:15
áttum að versla við Kalnishnikoff. nú er það of seint. sjoppan farin á kausinn
Brjánn Guðjónsson, 24.9.2009 kl. 22:01
Nú vitið þið hvernig tusku líður þegar hundar rífast um hana.. eitt höfum við þó framyfir tuskuna, við getum hætt að vera tuska og hrakið hundana á brott, lokað þá í búrum.
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:26
Takk fyrir að birta þessar greinar. Ég hafði ekki séð grein Jóhanns sem er góð, en missir dálítið marks þar sem núverandi ríkisstjórn er að nota alveg sömu vinnubrögð við að skipa í ráð og stjórnir og sú fyrri. Allt er pólitík alls staðar.
Stöður í ráð og stjórnir ríkisstofnanna og fyrirtækja eru ekki auglýstar nú frekar en áður fyrr. Hvers vegna?
Eitt stærsta verkefnið sem bíður hér á Íslandi er að hreinsa til í starfsmannahaldi hins opinbera.
Andri Geir Arinbjarnarson, 26.9.2009 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.