Litið um öxl - ár liðið frá hruninu

Undanfarna daga hefur fréttastofa RÚV rifjað upp ársgamlar fréttir af aðdraganda hrunsins. Þórdís Arnljótsdóttir sagði í fréttunum í kvöld að engin upptaka væri til af fréttum þessarar örlagaríku helgar í fyrra því spóla hafi eyðilagst. Þótt mínar netupptökur séu ekki tækar á sjónvarpsskjáinn geta þær kannski fyllt aðeins í einhverjar eyður. Það er geysilega fróðlegt að rifja upp þessar fréttir af efnahagsmálunum - sem reyndust vera hrunfréttir þótt við höfum ekki vitað það þá - í kringum þessa helgi í lok september fyrir ári. Set Kastljósið þann 29. inn líka.

Fréttir RÚV föstudaginn 26. september 2008

 

Fréttir RÚV laugardaginn 27. september 2008

 

Fréttir RÚV sunnudaginn 28. september 2008

 

Fréttir RÚV mánudaginn 29. september 2008

 

Tíufréttir RÚV mánudaginn 29. september 2008

 

Kastljós 29. september 2008 - Geir H. Haarde

 

Kastljós 29. september 2008 - Stoðir, Hreiðar Már, Gylfi Magnússon

 

Kastljós 29. september 2008 - Ögmundur Jónasson og Árni Páll Árnason

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugsaði einmitt þegar ég heyrði þetta, hva, Lára Hanna geymir þetta fyrir okkur. Skrítið að ruv passi ekki betur uppá svona heimildir. Geymi á stafrænu formi, eigi afrit o.sv.frv.

Solveig (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þú ert ekki bara snillingur, Lára Hanna. þú ert stofnun

Brjánn Guðjónsson, 27.9.2009 kl. 23:04

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Lára Hanna. Takk fyrir þessa færslu og svo margar snilldarfærslur fyrr. Það væri nær að borga þér nefskattinn .

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.9.2009 kl. 23:34

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sýnir þetta ekki hvað hugsun fjölmiðla fólks er takmörkuð.  Hlututinn er ekki til fyrst að það veit ekki um hlutinn.

Marinó G. Njálsson, 28.9.2009 kl. 00:01

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Og það var akkúrat þessi spóla sem eyðilagðist...

Haraldur Rafn Ingvason, 28.9.2009 kl. 00:14

6 identicon

Eyðilagðist eða fargað? Enginn vill eiga slæmar minningar eða documented mistök/lagabrot á filmu. Dæmigert en ekkert nýtt fyrirbæri í yfirhylmingu/óþægilegar staðreyndir.

Frábært hjá þér Lára ;) Passaðu gögnin vel.

nicejerk (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 00:17

7 identicon

þetta er ótrúlegt meina hver er sénsin að akkurat þessar spólur hafi eyðilagst hmmmm hugsum okkur nú aðeins um við búm í rotnasta landi sem til er... það vantar fleiri eins og þig ég er reyndar bara nýlega búin að finna þetta og ég get ekki betur sagt og séð að þú gerir betra starf heldur en flestir allir þessir svokallaðir fréttamenn. við seigja húrra húrra húrra  lára þakka þér fyrir. Hvað áttu eiginlega mikið efni er ekki einhver sem þú getur feingið til að skrifa þetta niður eða deilt þessu með ummheiminum ?

Gunnar H (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 00:30

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég geri alls ekki ráð fyrir að spólan/spólurnar hjá RÚV hafi verið eyðilagðar að ásettu ráði. Trúi því bara alls ekki. En eins og við vitum geta alltaf orðið slys - og oftar en ekki á versta tíma þegar þau máttu alls ekki verða. Þetta þekkja örugglega flestir.

Enda hvað er á þessum spólum sem ekki er til í einhverri mynd annars staðar, t.d. á Stöð 2 eða Moggasjónvarpinu?

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.9.2009 kl. 00:42

9 identicon

svona þarf að geyma á youtube ásamt öðrum heimildum sem þurfa að vera öllum aðgengilegar ALLTAF.en annars takk fyrir Lára Hanna.

zappa (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 01:03

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hjúkket, var einmitt að vona að Lára Hanna ætti þetta.

Það er nánast hafið yfir tilviljun að akkúrat þetta efni glatist hjá RÚV. - Hvernig eru þá vinnubrögðin þarna og verklagsreglur við varðveislu fréttaefnis. Er ekkert sjálfvirkt bakk-öpp af fréttum auk frumupptöku - eða þá tvöfalt afrit eins og jafnvel amatörum er ráðlagt um allt mikilvægt upptöku- og tölvuefni?

Helgi Jóhann Hauksson, 28.9.2009 kl. 01:17

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég man hvað ég var sjokkeruð á þessum tíma í fyrra. Það sjokkeraði mig þó mest var öll yfirhylmingin og það hvernig fjölmiðlarnir réðu engan veginn við að fjalla um það sem hlaut að liggja að baki hruninu. Þá kynntist ég blogginu þínu og mér létti því ég vissi hvert ég gat leitað til að fá fréttirnar vafninga- og umbúðalaust!

Smátt og smátt kynntist ég fleiri bloggurnum sem ég sá að ég gat treyst betur en fjölmiðlum. Ég var reyndar meira og minna hætt að fylgjast með nokkru áður af því að mér fannst flestur fréttaflutningur og önnur umfjöllun um brýn samfélagsmál frekar fylla hausinn á mér af inniahaldslausu þvaðri og staðlausum stöfum.

Því miður finnst mér þetta hafa alltof lítið breyst síðan þá. Annaðhvort eru margir fjölmiðlamenn ekki starfi sínu vaxnir eða þeir eru rétt eins margir hinna hræddir við afleiðingarnar ef þeir taka ekki „skyldur sínar“ við yfirmenn sína ekki framyfir skyldurnar við skjólstæðinga sína. Þ.e.a.s. áhorfendur og lesendur. Ergo ekki starfi sínu vaxnir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.9.2009 kl. 03:07

12 identicon

Jæja, eigum við ekki bara líta fram á veginn? Skil ekki af hverju við erum að velta okkur meira upp úr þessu. Lítum fram á veginn, og hann er bara bjartur. Landið mun rísa og útrásarvíkingarnir verða dæmdir fyrir sinn glæp gegn þjóðinni.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 06:06

13 identicon

Hver fréttatími í netgæðum er ca 70 Megabæt. Hagstæðustu kaupin á hörðum diskum í dag eru á terabæts diskum

Það tæki 41 ár að fylla einn slíkan disk ef maður tæki eingöngu fréttatímana í netgæðum. Diskurinn kostar 15.000 kall og fer prísinn lækkandi ólíkt öllu öðru.

 Afhverju hverfur allt efni af þjónum ruv eftir hálfan mánuð á netinu. KOMMON!

 Hvernig má það vera að eitthvað efni eyðilagðist á stafrænni öld? Einhver spóla?? Give me a f&%#in break. Skandall.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 06:15

14 identicon

Sennilega voru teipin bara rísækluð án þess að hafa verið tekið afrit af þeim.

1TB diskur kostar 80 Evrur. Á hann passa 1100 klst. af efni eða 46 sólarhringar.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 07:27

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það að taka yfir bankanna tryggði það að almenningur bæri skaðann alfarið. Ávinningurinn af bankastarfseminni fyrir almenning hefur ekki og verður aldrei fyrir almenning. Þetta þvaður í Árna Páli sýnir að það var markvisst verið að bjarga útrásarprinsum og fjármagnseigendum eingöngu. Ekkert nýtt að Samspillingin segi svart vera hvítt.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2009 kl. 08:16

16 identicon

já slys geta skeð  en satt er það að ekki hefur mikið breyst varðandi villandi frétta fluttninng og á stundum mjög undarlegt fréttamat, en frétta menn margir hverjir eru hrokkagikkir sem "þú segir sko ekkert um þetta mál" og full staðnaðir í sínum "kassa" ! það hefði þurft að skipta um fleira en bara Ríkistjórn (nýjir rassar sami kassinn), og "slebbretý" tilburðir "stjörnufréttamanna" á stundum ótrúlega hégómalegur og yfir aðra hafin, minnir mig á viðmót Þórdísar Arnljótsdóttur á blaðamannafundi vegna kyninngar á Hreyfingunni þegar hún val "bjáluð" yfir eins og hún sagði "Þór (Sarri) þú sagðir við mig að engar formlegar viðræður hafi farið fram ?" "Nei þær höfðu ekki farið fram" sagði Þór  "maður er sko ekki vanur að sé LOGIÐ að manni !" sagði Þórdís ! svo seinna snéri hún upp á sig og sagði ég er sko ekki hér til að hlusta á eitthverjar útskíringar frá YKKUR ! HUH"

Nei þeir eru margir Fréttamenninnrnir sem eru fastir í gömlum fyrirhruns kössum og mikið tímabært að draga fram nýja belgi með ný vinnubrögð.

sem er varla mikil von núna meðan stærstu fréttamiðlar eru allir í eigu mismunnandi "gerenda" úr hruninnu og aðdraganda þess !

svo ég geri ekki ráð fyrir sönnum og réttum fréttafluttningi eða Almanna miðuðu fréttamati þessa dagana !

það er sama hvar er borið niður ! Blöð,Bankar, Fyrirtæki, Stjórnir sem ríki hefur yfirtekið þar er sama fólkið sama stefnan reyndar sumstaðar "nýjir gæðingar" (td systur dóttir, og sonur Jón Bjarna í stjórn Nýja KÞ) nákvæm framlegnginng á fyrirgreiðslum og hagsmuna vörslu mosagrónu FLOKKANA hver með sínu lagi !  

Grétar Eir (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 08:55

17 identicon

og kannski er viðtal Sölva við DO góð upprifjunn á "fréttamensku" frá 1970 þegar stjórnmálamenn lásu og gerðu breytingar við umræðulista "frettamanns" viku fyrir upptöku viðtalsinns !

ekki hefði ég viljað vera Sölvi sem VEIT að ef hann er of aðgangsharður þá MUN hann missa sína vinnu og sennilega stoppaður af með meiri frama í miðlum þessa lands ! ég hefði ekki viljað vera hann að vinna úr "trúmensku" eða faglegri fréttamennsku með þennan mann í "kynninngar" viðtali 1970 "style" !

Grétar Eir (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 09:02

18 identicon

Halltu þínu striki Lára Hanna, þar til að Dabbi gefst upp og lætur henda blogginu þínu út. Hann hlýtur að fara að hreinsa andstæðinga sína út af blogginu eins og inni á blaðinu. Maðurinn þolir jú ekki gagnrýni og það veit öll þjóðin. 

Stefán (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 09:39

19 Smámynd: Alli

Sæl Lára Hanna og takk fyrir frábært blogg.

Þar sem þú virðist hafa góð sambönd, eða kunna öðrum betur að afla upplýsinga, langar mig að spyrja þig hvort þú veist hvort Davíð Oddsson þyggur eftirlaun sem fyrrverandi forsætisráðherra og sem fyrrverandi seðlabankastjóri, og þá hve há þau eftirlaun eru. Hann hefur eflaust ágæt laun sem ritstjóri, en ég gæti svosem alveg trúðað því að þessi siðleysingi sjái ekkert athugavert við að þyggja margföld eftirlaun frá þjóðinni sem HANN SETTI Á HAUSINN!

Alli, 28.9.2009 kl. 09:41

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú stendur þig vel, takk fyrir.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2009 kl. 13:21

21 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Erlent rannsóknarteymi til landsins og það strax.

Eruð þið ekki búin að átta ykkur á því að hingað þarf að koma erlent rannsóknateymi til að upplýsa um stærsta bankasvindl í Evrópu. Það gengur illa að gerendur og vinir gerenda stjórni rannsókn á stærsta bankasvindli í  Evrópu.

Eva Joly, segir á www.wikileaks.com  Eva Joly, the French-Norwegian MEP and fraud expert hired by Iceland and now working with the Serious Fraud Office, now believes it will be "the largest investigation in history of an economic and banking bank collapse". www.Wikileaks.com.  Er fjórflokkurinn jafn áhugasamur að rannsaka svindlið og Eva Joly?

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 28.9.2009 kl. 14:00

22 identicon

Það virðist líka hafa gleymst að Davíð Oddson er fjöldamorðingi.....En það er auðvitað bara núans...díteill.

Engin ástæða til að stressa sig yfir þeirri staðreynd að mannleysan dró okkur útí fjöldamorð í Írak, en auðitað eru það gamlar fréttir - bygones- Ég veit ekki hvern fjandann þeir eru að setja í vatnið hérna?

En já - gefum honum sjens....

Ég sver það , mér býður við þessu landi og hugarfarinu hér.

Mikið vildi ég óska þess að Davíð Oddson lögsótti mig fyrir þetta komment, það myndi veita mér gríðarlega ánægju að sjá manninn reyna að þræta fyrir að hann sé fjöldamorðingi.

Það er ekkert annað að gera en að fara héðan og koma aldrei aftur.

Fólk með tiltölulega heilbrigt siðferði rúmast ekki á þessu landi, það er hægt að agnúast yfir stjórnmálamönnum útí eitt en það er almenningur sem ber ábyrgð á þessu öllu saman. Fólk sem hefur ekki tilfinningu fyrir því að vernda réttindi sín eða að berjast fyrir réttlæti á hvorugt skilið. 

Það var t.d öllum skítsama þó skitið hefði verið á þjóðarstoltið með þessarri stríðsyfirlýsingu á hendur saklausum Írökum.

"Ísland í stríð" er ljótasti bletturinn í sögu lýðveldisins , og eyðilagði fyrir mér Ísland- þetta verður aldrei -aldrei fyrirgefið.

Menn geta dregið landið í stríð - skitið yfir þjóðarvitundina-rænt hvert einasta mannsbarn -stolið af gamalmennum- spilað með almenning og öllum er skítsama svo lengi sem visa kortið rennur mjúklega i gegn í Kringlu Andskotans.

Þessu landi verður ekki bjargað þó við fengjum alla peninga heimsins inná borð - íslenska sálin er stórsködduð og á sér ekki viðreisnar von að mínu mati - fólk er búið að fjarlægjast allt hið mannlega, það verður ekki snúið aftur.

Þessvegna hef ég ákveðið að fara héðan , ekki vegna peninga -hefur alltaf verið sama um svoleiðis drasl. Nei ,ég fer vegna þess að ég hef misst vonina- vonina um að skemmdirnar sem hafa verið unnar á íslensku þjóðarsálinni verði nokkur tímann bættar.

Það hefur runnið up fyrir mér að svona , nákvæmlega svona vilja Íslendingar hafa þetta- með örfáum undantekningum.

Ósýnilegi Íslendingurinn er einfaldlega ekki góð manneskja....leiðinlegt en staðreynd.

arnar helgi (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 14:01

23 identicon

Mig dreymdi að það væri árið 2080. Ég var staddur í Þjóðminjasafninu og þar var tölvan hennar Láru Hönnu, vel merkt í glerskáp.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 14:57

24 Smámynd: Finnur Bárðarson

"Er fjórflokkurinn jafn áhugasamur að rannsaka svindlið og Eva Joly?" spyr Sveinbjörn (20) svarið er afdráttarlaust: NEI

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 16:59

25 identicon

Ég sendi P. Magnússyni meldingu varðandi þetta og fékk svar um hæl. "Þakk þér kærlega fyrir hressilega áminningu – þetta verður athugað!"

Hughreystandi póstur frá fréttastjóra rúv fylgdi í kjölfarið.

Sæll Gunnlaugur

Því miður var frásögn fréttamanns villandi. Það er rétt að sérstakar upptökur stúdói misfórust þessa daga sem um ræðir. Flestar fréttir voru síðan keyrðar af klippistæðum og inn á harðan disk og band þegar mistökin uppgötuðust.  Nánast allar frumtökur úti á vettvangi á þessu tímabili eru til á millisafni fréttastofu.  Aðalatriðið er þó að allt efnið er til á DVD, ekkert er glatað eða tínt!  Öll útsending RÚV er til á DVD, beinar útsendingar o.s.frv. Hitt er svo annað mál að varðveislumál okkar mættu vera betri, vegna fjárskorts erum við ekki enn að fullu komin inn í stafrænu öldina. Þá er ég sammála þér um það að fréttaupptökur þyrftu að vera aðgengilegar miklu lengur á netinu. Vonandi fáum við úrbætur á því fljótlega.

Með kveðju

Óðinn Jónsson | fréttastjóri RÚV |

Gunnlaugur Lárusson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband