Óupplýst dauðsföll og eiturmengun - Halló fjölmiðlafólk!

Tvær ekkjur, þrjú föðurlaus börn og ef til vill fleiri fjölskyldumeðlimir sem treystu á vinnu og tekjur þessara manna. Andlát þeirra var í fréttum í ágúst 2008 en við höfum aldrei fengið að vita dánarorsökina. Rannsókn málsins var í höndum lögreglunnar á Selfossi og Vinnueftirlitið kom þar líka við sögu. Eftir því sem ég best veit hafa engir blaða- eða fréttamenn fylgt þessu máli eftir og reynt að grafast fyrir um hvað gerðist. Ég varð heldur ekki vör við mikla umræðu um málið á þessum tíma. En ég klippti þetta saman þá og hélt til haga því ég tók þetta nærri mér og vil vita hvað varð mönnunum að bana. Fá sannleikann. Fengu fjölskyldur þeirra bætur? Var skuldinni skellt á hina látnu? Hver er saga þessa hörmulega máls? Hafa rannsóknarblaða- og fréttamenn áhuga á að komast að því?

Andlát tveggja manna í Hellisheiðarvirkjun - Fréttir Stöðvar 2 og RÚV 20.-25. ágúst 2008

 

Fjölmiðlafólk er duglegt þessa dagana við að reka hljóðnema framan í menn eins og Vilhjálm Egilsson hjá SA og Jón Steindór Valdimarsson hjá SI - talsmenn ofvaxins verktakabransa og steinsteypuaðals sem hefur blásið út undanfarin ár og neitar að draga saman seglin. Þeir eru fastir í gróðærishjólfarinu og sjá engar lausnir nema virkjanir og stóriðju. Þeir eru talsmenn yfirgangssamra og frekra þrýstihópa, lobbýistar dauðans. En aldrei fá andstæð sjónarmið að koma fram. Fólkið sem veit betur og veit sannleikann um orkuauðlindirnar; áhrifin á efnahaginn og umhverfið. Ég held að flestir Íslendingar séu nógu skynsamir til að gera sér grein fyrir því, að virkjanir og stóriðja er engin lausn - þvert á móti. Hvernig væri að hlusta á sérfræðinga í stað hinna freku, tillitslausu þrýstihópa og lobbýista gróðapunganna? Ég lýsi eftir mótvæginu í fjölmiðlaumfjölluninni.  

Og fyrst ég er hér að ávarpa fjölmiðlafólk langar mig að beina athygli þess að skjalinu sem er viðfest hér að neðan. Um er að ræða sérlega vandaða athugasemd við fyrirhugaðri Bitruvirkjun sem samin er af Birni Pálssyni, fyrrverandi héraðsskjalaverði, og Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur, umhverfisefnafræðingi m.m. Þungavigtarumsögn, sagði kunningi minn. Það þarf ekki mikla sérþekkingu á málefninu eða aðstæðum til að renna í gegnum skjalið, sem er langt en mjög auðlesið og auðskiljanlegt öllum. Þar sem ég hef m.a. verið að fjalla um eiturmengun af völdum brennisteinsvetnis á íbúa suðvesturhornsins, en þó einkum Hvergerðinga í sambandi við Bitruvirkjun, ætla ég að klippa út brot af athugasemdinni (af bls. 9) og niðurstöðuna (bls. 11). Ég minni í leiðinni á að það sem þarna kemur fram á við allar jarðhitavirkjanir, ekki bara Bitruvirkjun, þótt hún sé miklu nær þéttbýli en aðrar virkjanir.

Hvergerðingar tilraunadýr - bls. 9

Athugasemd - Bitruvirkjun - BP og IEB - bls. 9

Niðurstaða - bls. 11

Athugasemd - Bitruvirkjun - BP og IEB - bls. 11

Að lokum langar mig að minna á þessar fréttir frá í desember sl. um mengun af völdum brennisteinsvetnis. Þetta skiptir alla íbúa suðvesturhorns landsins gríðarlega miklu máli - og það vill svo til að um er að ræða 2/3 af íbúum Íslands. Viljum við láta eitra fyrir okkur, börnunum okkar og barnabörnunum?

Fréttir RÚV 10. og 11. desember 2008


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Lára Hanna. þú rokkar

Brjánn Guðjónsson, 3.10.2009 kl. 03:55

2 Smámynd: Sjóveikur

Rockar feittttt

Byltingar kveðja, sjoveikur

Sjóveikur, 3.10.2009 kl. 04:25

3 identicon

Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi tuggið upp gagnrýnislaust að mönnunum hafi verið sagt að fara ekki inní rörið:

* Eru vitni sem staðfesta þetta?

* Var búið að segja þetta um rörið við allt starfsfólk á svæðinu?

* Af hverju er aðgangur að rörinu ekki lokaður ef það er svona hættuleg, það ætti að hafa verið girt af með vivörununarskiltum.

* Hvernig talaði verkstjórinn við mennina, talaði hann rúmensku?

* Hvaða eiturefni eru í rörinu?

* Eru fleiri svona dauðagildrur við virkjunina eða aðrar jarðgufuvirkjanir?

* Hve mörg slys hafa verið við jarðgufuvirkjanir undanfarin 10 ár?

björn (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 07:50

4 identicon

Þú ert vaktstjórinn!

Hvar eru öll haturfullu kommentin um fjallagrös, torfkofa og prjónaskap ?

asi (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 10:13

5 identicon

Af hverju ætli Kristján Már Unnarsson -- helsti talsmaður stóriðju á Íslandi -- hafi ekki gert skýrslu Sigmundar skil í fréttum á Stöð 2 ?

Þetta eru mjög athygliverðar upplýsingar og setja öll hin stórkotslegu plön um 360.0000 tonna álver í Helguvík á skakk og skjön.

 Kannski að hann sé að ráðfara sig við Árna Sigfússon, Norðurál og SI ofl?

Og kannski fáum við gagnsókn einhver næstu kvöld?

asi (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 10:57

6 identicon

Alveg með ólíkindum dugleg Lára

Hefur minn fulla stuðning í baráttunni

www.sjonarmid.com

Kristjan (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 12:50

7 identicon

Órökstudda sýrufréttin er miklu fréttnæmari en þetta!

Dísa (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 13:49

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú stendur vaktina

Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2009 kl. 13:56

9 identicon

Svokallaðir aðilar vinnumarkaðarins, stjórnir lífeyrissjóðanna sem sjóðseigendur hafa ekki kosið og ríkisstjórnin eru núna að "ræða saman" um að taka lífeyrissjóði launamanna til að fjármagna m.a. virkjanir. Hvar er gagnrýna umræðan um þetta í fjölmiðlum? Látið ykkur málið varða!

Helga (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 14:27

10 identicon

Góðan dag Lára og þakka þér fyrir að vekja athygli á getuleysi og samtryggingu íslenskra blaðamanna.  Íslenskir blaðamenn eru ekki hótinu betri en læknamafían sem hugsar um það eitt hvernig megi einkavæða sjúkdómsvæðingu samfélagsins svo þeir komist í klúbb með þeim ríku og áhrifamiklu.

En tilefnið af því, að mig langar að skrifa hér er að benda á þátt manns sem skrifar mikið í blöðin nú og það er látið gagnrýsislaust að hann skrifar af takmarkalausu oflæti og sjálfsdýrkun á eigin hugmyndaheim frjálhyggju, grunnhyggni og heimsku ráðamanna sem hann fór fyrir á sínum tíma. 

Hér á ég við Þorstein Pálsson. Menn ættu að minnast fyrir hvaða hagsmunum sá maður hefur barist fyrir. Fyrst og fremst frjálhyggju og afskiptaleysi stjórnvalda á gróðahyggju.  Um síðustu helgi las ég eftir hann gagnrýni hans á að láta framkvæmdir á Suðurlandi vegna álbræðslu og fleiri orkufrekra áætlana fara í sameiginlegt umhverfismat.  Þar talaði grunnhygginn maður sem vildi framkvæma og skoða svo hvort það hefði verið nokkuð vit í framkvæmdunum.   Það er mikið af mönnum í dag sem reyna að sigla undir fölsku flaggi. Eitt sinn hvöttu þeir til að vinstrisinnaðir menn færu í naflaskoðun eftir fall Berlínarmúrsins og bæðu þjóðina afökunar á stjórnarháttum í Austur-Evrópu. Þó hefur nú komið í ljós að sá stjórnmálamaður í Evrópu sem hvað sárast var um fall múrsins og breytingar á ráðstjórn samtryggingaflokka í austri var enginn annar en átrúnaðargoð þeirra stuttbuxnasveina Sjálfstæðisflokksins, Þorseitns, Baldurs, Hannesar, Davíðs, Kjartans og Jóns, Magga járnkerling.  Ekki ætla ég að krefjast þess að þeir biðji afsökunar á þessu leyndu samstöðu foringja síns í pólítík, við kúgun og morðóða stjórnendur í fyrrverandi Sovét,  en það er holt fyrir alla að minnast þess fyrir hvað þessir menn hafa staðið og að ráð þeirra nú ætti að taka með mikilli varfærni en ekki að leyfa þeim að komast upp með að skrifa í blöð ógagnrýnislaust eins og nú er gert. Þar er ábyrgð íslenskra blaðamanna mikil.

Allir þessir menn hafa predikað um einhvað allt annað, en er holt okkar litlu þjóð.  Áhrif þeirra á síðustu áratugum hafa verið mikil og ábyrgð þeirra á stöðu okkar í dag er rík. Þeir eru allir því marki brenndir að þeir hafa aldrei getað séð fyrir sér með sjálfstæðum atvinnurekstri heldur þurft á feitum embættum að halda svo að lífeyrisgreiðslur félaga Brigeklubbsins verði á svipuðum nótum svo enginn þurfi að fyrirverða sig fyrir annan. 

Þetta eigum við íslendingar að sjá í gegnum og kortleggja vinatengslin og sjálfstökumennina og senda þá svo í eilífa síberuvist hunsunarinnar.

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 14:37

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við þurfum blátt áfram að mynda pólitískt afl utan um þig frábæra kona! Þú ert að taka við náttúruvaktinni af Ómari Ragnarssyni. Minni svo alla lesendur þessara síðu á að lesa bloggið hans Valgeirs Bjarnasonar um áhrif Þriggja gljúfra stíflunnar í Kína.

Árni Gunnarsson, 3.10.2009 kl. 18:50

12 identicon

stendur þig frábærlega sem endra nær :-)

kveðja fyrrverandi blog.is meðlimur

GretarEir (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband