Ef árgalli kemur í siðu

Mig langaði bara að minna á þennan mann og málflutning hans.

Fréttablaðið 8. október 2009

Ef árgalli kemur í siðu - Njörður P. Njarðvík - Fréttablaðið 8. október 2009

 Njörður P. Njarðvík í Silfri Egils 11. janúar 2009

 

Njörður P. Njarðvík í Silfri Egils 3. maí 2009

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Daníelsson

Takk, Lára Hanna. Margt hefur þú vel gert og ekki er þetta síst. Þúsund ár ná ekki að breyta mannskepnunni.

Jón Daníelsson, 8.10.2009 kl. 23:48

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Haltu þessu á lofti Lára eins lengi og þörf er á. Þessi umræða má ekki sofna útaf.  Talandi um lýðskruara, þá sitja þeir nú þegar við völd. Samfylkingin fellur eins og flís við rass í þeirri skilgreiningu.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2009 kl. 00:06

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ef þið viljið að fleiri lesi þetta, horfi og hlusti verðið þið að láta boðskapinn ganga, piltar. Ekki rekast allir hingað inn af sjálfsdáðum. Sendið slóðina, vekið umræðuna.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.10.2009 kl. 00:11

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Njörður er ein ~mannzwezkja~ sem að áunnið hefur sér óskerta virðíngu mína frá barnzaldri.  Fáir slíkir.

Steingrímur Helgason, 9.10.2009 kl. 00:17

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Njörður er óefað einn af vitrustu mönnum þessara þjóðar. Þess utan þá hefur hann einstaklega næma málvitund og tungutakið er samfelld veisla.

Árni Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 00:39

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þeir mættu veri fleiri Nirðirnir

Hólmdís Hjartardóttir, 9.10.2009 kl. 03:12

7 Smámynd: Kama Sutra

Já, fleiri Nirðir og fleiri Pálar Skúlasynir.

Kama Sutra, 9.10.2009 kl. 03:17

8 identicon

Þakkarvert hjá honum að mynnast á þátt almennings í hruninu. Eins og hann segir, þá varð fjöldi landsmanna helsjúkur af frjálshyggjuveirunni. Allt of margir tóku tugmilljóna króna lán til húsnæðiskaupa og keyptu dýran bíl og sólarlandaferð, sama árið og jafnvel eftir að fólk hættir að borga af lánum, þá er samt ekkert slegið af í neyslunni. Við þekkjum öll svona fólk í kringum okkur. Töpuð lán til almennings er jafn stór tala og Icesafe skuldin. Við getum ekki einblínt á fyrrverandi bankastjóra og embættismenn sem sökudólga. Stór hluti almennra borgara er líka sekur. Þess vegna finnst mér vafasamt að strika út skuldir almennings. Vaxtalækkun sem gagnast öllum jafnt er miklu sanngjarnari. Mér finnst ósanngjarnt að við sem aldrei höfum leyft okkur neinn lúxus, séum endalaust að bera byrðar fyrir fólk sem finnst það sjálfsagt og eðlilegt að lifa um efni fram á kostnað annarra.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 09:31

9 identicon

Mér finnst eðlilegt að margir þeirra sem leyfðu sér engan lúxus á "blöðruárunum" velti fyrir sér spurningunni um hvort það sé sanngjarnt að þeir séu endalaust "að bera byrgðar fyrir fólk  sem finnst það sjálfsagt og eðlilegt að lifa um efni fram á kostnað annarra".

Sum okkar höfðu einfaldlega aldrei efni  efni á "lúxus"; aðrir kusu að lifa spart og leggja sparnaðinn í banka; enn aðrir eyddu eigin fé og lánsfé.Kannski er okkar persónulega ábyrgð á hruninu því misjöfn en  sem þjóð berum við sameiginlega ábyrgð á hvernig við tökumst á við "árgallann". Spurningin er kannski hvernig okkar kjörnu stjórendur ætla að leysa hann og svarið virðist ekki liggja á lausu, enda trúlega flókið.

Spurningin virðist nú vera: hver borgar "bólubrúsið/bólubrúsann"? Svarið er náttúrulega Íslenska þjóðin sem heild. Hvernig verður greiðslunni dreyft  á þjóðina er önnur spurning og kannski flóknari.  Lánatökur, niðurskurður á útgjöldum ríkisins og skattahækkanir eru gefin(?) en meira virðist þurfa til.

Húnbogi (athugasemd 8) telur "vafasamt að strika út skuldir almennings". Margir  á blogginu tala um nauðsyn þess að leysa skuldabyrgð almennings.  Aðrir, (eins og t.d. Fiðrik Hansen Guðmundsson á mbl.blog 5.10.2009 undir fyrirsögninni "Innistæðueigendur verða líka að afskrifa"), telja að innistæðueigendur eigi bara að njóta lágmarkstryggingar  á inneignum sínum).Myndi það  kannski leysa einhvern vanda ef allt væri sett á núll:Eigum við að strika  út inneignir og skuldir? Láta eins og við eigum enga fortíð? Þarf kannski að hugsa þessi mál í meira samhengi? 

Fjölmiðlarnir fá allskonar sérfræðinga til að  segja skoðun sína á ýmsum þáttum vandans sem við þurfum að leysa  en ég er ekki viss um að við fjölmiðlanotendur höfum neina yfirsýn yfir vandann hvað þá heldur mögulegar lausnir hans.

Mér sýnist umræðan vera farin að snúast um hver borgar brúsann sem við skrifuðum undir, hvað sem svo hann kemur til með að hafa kostað.Mér þætti fróðlegt að heyra hvað ykkur finnst.

Agla (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband