9.10.2009
Getur einhver útskýrt þetta?
Nú skil ég hvorki upp né niður og bið lesendur um aðstoð. Eins og alþjóð veit eru tveir framsóknarmenn í Noregi að kynna stöðu efnahagsmála á Íslandi. Kannski að fiska eftir láni. Stóru láni. Fram kom í fréttum RÚV í gærkvöldi að þeir hafi hitt fulltrúa allra flokka á norska stórþinginu. Þeir eru sem sagt í Noregi sem stjórnmála- og alþingismenn, ekki einkaaðilar. Lítum á fréttina.
Ég er með ómanngleggri manneskjum og á yfirleitt erfitt með að púsla saman nöfnum og andlitum. Þetta er genetískur galli. Ekki að ég hafi þekkt þessa náunga, það gerði ég ekki. En mér barst tölvupóstur frá lesanda sem benti á þetta og ég kannaði málið. Ég sé ekki betur en að ábendingin sé réttmæt.
Í júní 2007, á hápunkti gróðærisins, var stofnaður vogunarsjóður (hedge fund) sem heitir Boreas Capital. Eins og sjá má ef smellt er á linkinn er þetta platsíða. Ekkert á bak við hana frekar en síðu þessa fyrirtækis, sem ku hafa velt milljörðum en er nú gjaldþrota. Maður fær því upplýsingar á erlendum síðum og innlendum, því hér er nýleg frétt um að fjárfestingar sjóðsins hafi skilað 70% ávöxtun í miðju hruni. Hér er enn nýrri frétt um gagnrýni sjóðsstjóra vegna olíumála Íslendinga - ímyndaðra eða raunverulegra. Strákarnir hafa líklega ætlað að græða á olíuauðlindinni. Lái mér hver sem vill, en ég er tortryggin gagnvart svona fréttum eftir það sem á undan er gengið.
Boreas Capital vogunarsjóðurinn mun tengjast Landsbankanum og/eða Landsvaka í gegnum einhvers konar umboðsmennsku. Ég kann þó ekki að greina frá þeim tengslum frekar og læt mér fróðari um það. En vert er að kynna sér skilgreiningu á hvað vogunarsjóðir eru og hætturnar af þeim hér.
Stjórnarformaður Boreas Capital er Frank Pitt og einn af stjórnarmönnum, eigendum og stofnendum vogunarsjóðsins er Ragnar Þórisson. Báðir hafa þeir ýmis tengsl við banka og einstaklinga, m.a. segir hér að þeir séu vinir og viðskiptafélagar Björgólfs Thors, eins aðaleiganda gamla Landsbankans.
Og þá er það stóra spurningin: Hvað voru tveir forsvarsmenn þessa vogunarsjóðs að gera með framsóknarmönnunum Sigmundi Davíð og Höskuldi í Osló í gær? Ef til vill er til eðlileg skýring á því og þá væri auðvitað mjög fróðlegt að heyra hana. Einhver?
Frank Pitt lengst til vinstri og tvær smámyndir - Ragnar Þórisson næstur og ein smámynd.
*******************************************
Ábending frá lesanda: Boreas Capital er skráð til húsa að Hellusundi 6 í Reykjavík. Þar er einnig til húsa fjárfestingarfélagið Teton, en stjórnarformaður þess er Gunnlaugur Sigmundsson, faðir Sigmundar Davíðs.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spilling og siðferði, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:32 | Facebook
Athugasemdir
skemmst er frá því að segja Lára Hanna, að ekki eitt einasta orð er í norskum fjölmiðlum um þessa frægðarför framsóknarmanna.. ekki séð eina sekúntu um málið í norskum fréttum.. NRK, TV2, TV3, nyhetskanalen.. svo ég veit ekki hvað skal segja um þetta mál .. eina sem norðmenn hafa skrifað eða sagt svo ég viti um ísland er að ísland á það á hættu að einangrast á alþjóðavísu ef þeir ekki samþykkja icesafe samningana.. þetta var smáfrétt á síðu 2 í dine penger og á forsíðu í aftenposten.. en bara ein málsgrein.
Óskar Þorkelsson, 9.10.2009 kl. 17:32
víða liggja leiðir og víða liggja þræðir. Framsókn hefur ekkert lært og engu gleymt. tengslanetin færa fjöll
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.10.2009 kl. 17:47
Ég var svo vitlaus að ég hélt að þetta væri ferð til að veiða atkvæði á Íslandi - átti að sýna hversu mikill dugur er í þessum tveimur köppum. En nú renna á mig nokkrar grímur. Hvaða félagsskapur er þetta? Eiga 2000 milljónirnar að renna í gegnum síur þessara manna? Þessu verður að fylgja eftir. Höskuldur hlýtur að útskýra þetta næst þegar hann þarf að komast í fréttirnar.
Hjálmtýr V Heiðdal, 9.10.2009 kl. 17:58
Er Frank Pitt tengdur Ludv.Storr ættinni?
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 18:20
Einhver sóðaskapur er hér á ferð...eða hvað ?
Jón Ingi Cæsarsson, 9.10.2009 kl. 18:25
Alltaf þegar þessi frétt framsóknarmanna fer í loftið er eins og fjölmiðlafólk fái ,,asnaeyru" !
Hvers vegna lætur fjölmiðlafólk þessa menn draga sig eins og ,,asna" ?
JR (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 18:29
Ja hérna hér, hvað er í gangi spyr maður bara?
Góðar kveðjur.
Ásta B (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 18:38
1975 sögðu USA að mikil olíuauðauðlindir færu handan 200 míl. , (Mogginn 1975)
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 19:01
Samspiillingarspuni.
Frammari (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 19:14
Þetta eru sauðir í sauðabúning.
Andri Geir Arinbjarnarson, 9.10.2009 kl. 19:19
Einkavinir Björgálfs Þórs Björgálfssonar. Einnig hef ég heyrt að þeir séu aðilarnir á bakvið Smartkaup ævintýrið!!!!!
Sveinbjörn Ragnar Árnason, 9.10.2009 kl. 19:28
Landsbankinn keypti f.h. lífeyrissjóða í sinni vörslu bréf í þessu apparati þ.e. Boreas capital.
Elli kelling (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 19:45
Er ekki við hæfi að fjölmiðlafólkið sem er í beinu samabndi við framsóknarflokkinn segja okkur meira af þessum mönnum og vinum þeirri í framsóknarflokknum ?
JR (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 20:05
Elli Kerling; ertu með upplýsingar um fjárfestingar lífeyrissjóðanna ?
Jón Jósef Bjarnason (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 20:07
"Landsbankinn keypti f.h. lífeyrissjóða í sinni vörslu bréf í þessu apparati þ.e. Boreas capital"
Einar Ben seldi einnig Borealis?
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 20:07
Ég á ekki orð, ekki eitt aukatekið orð!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.10.2009 kl. 20:08
Þetta er allt hið undarlegasta mál - skil hvorki upp né niður heldur.....
Helga R.Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 20:23
Lára Hanna. Ég fylgist með Nosku fréttunum og hef ekki heyrt um þetta framtak Framsóknarflokksins og finnst mér það undarlegt.
Ég leyfi mér að efast um hvað er þarna í gangi. Er hrædd um að gamla Framsókn sé að stjórna kosningabaráttu bak við tjöldin með þessu trompi og hef fulla ástæðu fyrir efasemdum mínum. Ég hef heyrt í einum framsóknarmanni sem reiknaði með kosningum í haust og það fannst mér undarleg framtíðarspá rétt eftir sammþykkt umsóknar að ESB.
Vil bara ráðleggja Höskuldi Þórhallssyni að passa sig ef hann vill áfram njóta trausts Íslendinga. Það er eins og það togist á í honum gamla og nýja Framsókn. Sigmund veit ég eiginlega ekki hvar ég á að flokka. Er svolítið hrædd um að hann sé nýr hættulegur ung-gæðings-refur í Íslenskri pólitík sem er þó það skynsamur að hann veit að gamla svikamyllan er hrunin. Hann er tvístígandi. Þurfum að fylgjast vel með honum.
Norðmenn allmennt held ég að viti ekki um að umsókn Íslands að ESB sé bindandi. Þeir halda að þetta séu bara aðildarviðræður eins og Normenn hafa átt við ESB. Síðan verði bindandi kosning Íslensku þjóðarinnar um vilja til aðildar.
Norðmenn myndu glaðir lána okkur sem erum heiðarlegur amúginn á Íslandi ef þeir væru vissir um að það færi ekki í vasa svikaranna. Það vel tel ég mig þekkja Norsku þjóðarsálina eftir 10 ára búsetu þar og vinnu með almúgafólki sem ég hef lært gríðarlega mikið af.
Norðmenn eru auðtrúa eins og við Íslendingar enda erum við af sömu greininni komin að hluta til. Öll blöndun útlendinga er okkar og þeirra eina von til opnara og betra lífs án þess þó að gefa eftir hið svokallaða sjálfstæði.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.10.2009 kl. 20:29
Nú hljótum við að skora á fjölmiðla að grennslast fyrir um málið.
Mér hefur þótt harla undarlegt að óbreyttir þingmenn valsi um lönd og ræði um lán sem þeir hafa hvort eð er ekkert umboð til að taka........ eða voru þeir kannski að ræða eitthvað allt annað og þá hvað ?
Sigmundur Davíð og Höskuldur hafa hvort eð er svo gaman af því að láta ljós sitt skína í fjölmiðlum, að það væri bara greiði við þá að veita þeim smá athygli.
Anna Einarsdóttir, 9.10.2009 kl. 20:31
Mér kemur ekkert á óvart þegar Framsókn er annarsvegar. Skítt með að einhverjir fjárglæframenn hafi verið með í hina miklu sníkjuferð til Noregs það eru hvort sem er eintómir Finnar Ingólfssynir í kringum Framsókn. Formaðurinn sjálfur er alinn upp í ílla fengnum gróða úr Kögun sem Framsókn færði fjölskyldu hans. Hann er í innsta hring spillingar á Íslandi.
Aftur á móti þykir mér skrítið hversu fjölmiðlar veita þessu mikla athygli miðað við það að yfirlýst stefna norsku sjórnarinnr liggur alveg klár, ekkert lán fyrr en AGS gefur stimpil.
Hann byrjar á að gefa skít í dugleysi stjórnvalda og hælir sér að því að geta fengið 2000 milljarða hjá norðmönnum. Svo fara fréttamenn að kanna þennan mikla íslandsvin og komast að því að hann er hálfgerður trúður í norskum stjórnmálum sem fáir taki mark á. Fer hann svo ásamt fríðu föruneyti í stórþingið og virtist manni á fréttum að tíminn hafi stoppað í Stórþinginu og þingmenn lotið höfði þegar þessi stórmerki íslendingur birtist. Uppfrá því var ekki talað um neinar fjárhæðir, einhver kurteisisleg orð hnutu af vörum
einstakra miðflokksmanna, en að lokum árétting um að norðmenn hafi ekki breitt neinu í stefnu sinni í málinu. Sigmundur Davíð er einhver sá mesti lýðskrumari sem landið hefur alið. Ótrúlegt hvað er mikið til af hugsunarlausum íslendingum.
Arnljótur Arnarson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 20:39
Anna Sigríður Guðmundsdóttir. Hvað áttu nákvæmlega við þegar þú segir:
Norðmenn allmennt held ég að viti ekki um að umsókn Íslands að ESB sé bindandi. Þeir halda að þetta séu bara aðildarviðræður eins og Normenn hafa átt við ESB. Síðan verði bindandi kosning Íslensku þjóðarinnar um vilja til aðildar.
Sæmundur Bjarnason, 9.10.2009 kl. 21:04
Þetta með lífeyrissjóði Landsbankann og Boreas er staðreynd og olli mér nokkrum heilabrotum um ráðstöfun fjármuna sjóðanna.
Einhverjir Dúddar fara af stað í bissness og bada bing! lífeyrissjóðapeningar streyma inn frá Íslandi.
Svo kemur náttúrulega í ljós að þetta voru ekki einhverjir Dúddar heldur "made" gæjar og rétt tengdir Landsbankanum.
Elli kelling (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 21:07
Þetta lén er skráð sem 'secret', en er hýst hjá símanum, þannig að þeir hljóta að geta séð hver er að greiða fyrir það. Litli símamaðurinn uppljóstrar því kannski?
Registrant:
Domain Discreet
ATTN: boreascapital.net
Rua Dr. Brito Camara, n 20, 1
Funchal, Madeira 9000-039
PT
Phone: 1-902-7495331
Email: 1ed27b700a1411500076f4b60f208e4a@domaindiscreet.com
Registrar Name....: Register.com
Registrar Whois...: whois.register.com
Registrar Homepage: www.register.com
Domain Name: boreascapital.net
Created on..............: 2006-03-20
Expires on..............: 2011-03-20
Administrative Contact:
Domain Discreet
ATTN: boreascapital.net
Rua Dr. Brito Camara, n 20, 1
Funchal, Madeira 9000-039
PT
Phone: 1-902-7495331
Email: 1ed27b630a1411500182d64ce52e93e9@domaindiscreet.com
Technical Contact:
Domain Discreet
ATTN: boreascapital.net
Rua Dr. Brito Camara, n 20, 1
Funchal, Madeira 9000-039
PT
Phone: 1-902-7495331
Email: 1ed27b710a1411500135568b76e3f1da@domaindiscreet.com
DNS Servers:
ns2.simnet.is
ns1.simnet.is
BjarniG (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 21:09
Skil ekki þessi læti!
Síðan hvenær fóruð þið að treysta Framsóknarflokknum?
Við sjálfstæðismenn höfum aldrei gert það, þótt við höfum neyðst til að vinna með honum, þar sem ekkert skárra var í boði!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.10.2009 kl. 21:40
hmmm...
til að halda utan allt þetta efni varðandi hrunið, þmt þeim upplýsingum sem að koma fram á þessari síðu er altso mjog svo erfitt.
efnið er er nú mjög svo dreift. væri kannski leiðin að setja upp wikipedia síðu. wikipedia er að sönnu opin, allir geta tekið þátt. en hún hefur vissa eiginleika sem að svona vefsíður eins og þín ágæta síða gætu boðið upp á að á endanum verður einhver samhengi í þulunni. auðvitað munu hhg þessa lands eiga möguleika á að breyta, skrifa yfir, þurrka út úr slíkri wikipedia alfræðiorðabók. en þá og eingöngu ef að við látum þá ráða förinni. þ.e.a.s. ef að við tökum ekki virkan þátt í skrifa inn á slíka síðu.
fyrir mína parta, þá hafa spurningaröfl þessa þjóðfélags, sterkari málstað en verjendur. því ætti wikipedia conceptið að virka. wikipedia conceptið er að við skrifum söguna.
einar
ps! það er ekkert tæknlegt vandamál að stofna síðu um hrunið. spurning er hvor að ég á að byrja?
einar (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 21:56
Lára þú ert góð ,en eg held að þetta sé vel meit hjá þeim félögum
sveinbjörn (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 22:32
Ég veit að nokkrir af rikustu mönnum noregs hafa áhuga á að lána íslendingum burt séð hvað stórþingið geri eða ekki. Líklega koma 2000 milljarðarnir þaðan.
jon eggert (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 23:33
http://www.abcnyheter.no/node/97215
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.10.2009 kl. 23:35
Jóhanna Sigurðardóttir sendi tövubréf til Noregs og spurði hvort Norska ríkið væri tilbúið til að að lána Íslendingum 2.000 milljarða, þó ekki hefði tekist að ljúka ICESAVE málinu. Stoltenberg hefur svarað með tölvupósti og svarið er NEI.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.10.2009 kl. 23:35
Kemur ekki til greina, http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/09/segir_lan_til_islendinga_ekki_koma_til_greina/
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.10.2009 kl. 23:38
Já þetta með fjárfestingarfélagið Teton er líka athyglivert Tríó eða .... dúó !
Gunnlaugur Sigmundsson og Vilhjálmur Þorsteinsson !
Heiður (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 00:11
Bjarni G., Litli símamaðurinn var rekinn frá Símanum fyrir að lauma að DV upplýsingum um innherjaviðskipti þáverandi stjórnarformanns. Davíð Oddsson fordæmdi framgöngu Litla símamannsins með orðunum: "Við skulum ekki gera hetju úr þessum manni." Í kjölfar fordæmdi Davíð að óbreyttir starfsmenn gættu ekki trúnaðar gagnvart yfirmönnum sínum.
Jens Guð, 10.10.2009 kl. 00:26
Til gamans má rifja upp að meðal þess sem Litli símamaðurinn uppljóstraði var að stjórnarformaðurinn, Friðrik (man ekki glöggt hvort hann er Skúlason en framsóknarmaður), hélt veglega stjórnarfundi á Hótel Rangá í hans eigu; lét starfsmenn Símans gróðursetja á launum hjá Símanum tré við sumarbústað sinn, leggja þangað ljósleiðara o.s.frv.
Jens Guð, 10.10.2009 kl. 00:40
Er það ekki efni í stjórnarkreppu ef Jóhanna hefur beðið um tvö þúsund milljarða í tölvupósti? Ef satt reynist þá hljóta flokkssystkini hennar að draga hana hljóðlega í hlé og biðjast afsökunar á veikindunum.
Árni Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 00:51
Hvað er með frettastofu ruv? Af hverju var ekki viðtal við þessa framsóknarmenn við komuna til landsins af hverju eru þeir ekki spurðir útí tengslin við þennan mann og Björgúlfsfeðga?? Hvað er í gangi? Eigum við ekki ruv ennþá?
Bergljot Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 00:53
Jens:
Maðurinn heitir Friðrik Pálsson og var einnig með eigið ráðgjafarfyrirtæki ( Góð ráð ehf.)
Sá mæti einkavinur spilltra stjórnmálamanna fékk ríkulega umbun fyrir ýmsa, eflaust góða, ráðgjöf frá vinum sínum hér og þar í opinbera geiranum.
----> Ísland í gær, Ísland í dag - Ísland á morgun <---- Hér breytist ekkert.
Guðgeir (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 01:01
Er Lára Hanna nú að gjalda vinsældanna? Hér vilja allir athugasemdast.
Jens, það var Þórarinn V. Þórarinsson sem var með hríslurnar og ljósleiðarann ef ég man rétt. Minnir líka að nafni hans Eldjárn hafi ort skemmtilega um þetta. Þórarinn Viðar (hinu og þessu að sér)
Sæmundur Bjarnason, 10.10.2009 kl. 01:19
Árni Gunnarsson,
hefði Jóhanna ekki verið að bregðast skyldum sínum ef hún kannaði ekki hvort eitthvað gæti verið hæft í lífseigum orðrómi um vilja norskra fjárlaganefndarmanna til að veita Íslendingum risalán?
Þótt e.t.v. sé rétt að gæta fyllstu varúðar og virðingar í ljósi þess að sá sem "lofaði" láninu er þekktur fyrir yfirlýsingagleði og hefur síðar sjálfur dregið nær allt í land í viðtölum við íslenska fjölmiðla, þá er það tilraunar virði að fá hið sanna fram beint frá norsku ríkisstjórninni.
Kristin Halvorsen var að vísu áður búin að neita en við erum kannski ekki í stöðu til að sleppa því að kanna neinn möguleika.
Arnar (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 01:30
Það var Þórarinn V. J. , sem stundum hefur verið kallaður nammigrís, sem var orðaður við plönturnar. F. Pálsson hefur aldrei verið orðaður við spillingu og við eigum ekki að reyna að koma höggi á þær fáu hreinu meyjar, sem við eigum enn eftir.
Sigurbjörn Sveinsson, 10.10.2009 kl. 01:34
Lára Hanna, þú ert að skora mark. Fróðlegt verður að fylgjast með þessu.
Sigurður Hrellir, 10.10.2009 kl. 02:02
Lára Hanna! Takk fyrir dugnaðinn, þú átt hrós skilið!
Eins og fleiri þá átti ég varla til orð þegar las um Framsóknarlánið frá Norðmönnum og hve fjölmiðlar gerðu mikið úr þessu bulli án gagnríni.Þessir tveir Framsóknar strákar eru ekkert venjulegir stjórnmálamenn,ég held þeir séu verulega hættulegir okkur íslendingum.Þessir strákar eru ekki að vinna fyrir almúgann þó orð þeirra hljómi þannig,þarna má frekar sjá klær auðvaldsins sem Framsókn skóp með Sjálfstæðisflokknum,klær sem núna hafa nánast tak á öllum okkar auðlindum,,,en þeir vilja meira,,selja meira af landinu okkar til erlendra stór fyrirtækja og ekkert annað kemst að í huga þeirra,,,ekki hefur komið ein einast hugmynd frá þessum strákum um raunverulega uppbyggingu á íslensku samfélagi.Þeir tala um fleiri Álver,,en minnast aldrei á það við þjóðina að við getum sjálf með eigin hugviti skapað og framleitt. Að hafa ekki trú á sinni þjóð er skammarlegt og hvað þá að sækjast eftir stöðu á Alþingi Ísendinga og þá í þessu tilfelli sem Ylfingar í sauðagæru og berja það inn í hausinn á þjóðinni að það sé ekkert annað en STÓRYÐJA sem getur bjargað okkur,með öðrum orðum ;;ÞIÐ 'ISLENDINGAR ERUÐ SVO HEIMSKIR ,,BÍÐIÐ EFTIR AÐ VIÐ FINNUM EINHVERN TIL AÐ BJARGA OKKUR,VIÐ GETUM EKKERT SJÁLF .Treystir einhver þessum strákum í ríkisstjórn,þeir koma með upphrópanir sem fjölmiðlar gefa pláss á síðum sínum dag eftir dag,ekkert af þeim hefur gefið eitthvað af sér eða verið útfært,algjörlega óraunhæft og óábyrgt tal sem eingöngu er gert til að valda glundroða í samfélaginu.Fjölmiðlar tóku einu sinni ár hvert mynd af Helga Hóseas og byrtu,það var þó nokk merkilegur boðskapur þar á ferðinni sem fékk litla umfjöllun,en helvítis bullið í þessum tveim strákguttum er hafið upp til skýjanna dag eftir dag,svarið frá Norðmönnum var það sem við öll vissum,klára icesave fyrst,,þá lánum við ykkur 92 milljarða,,ekki 2000 eins og Sigmundur sagði að væri mjög líklegt.Hversu langt á þetta bull að ganga það er ekki á það bætandi að hafa fengi þessa tvo inn á þing hrópandi Úlfur Úlfur alla daga.Hvaða upphrópun verður á morgun,,örugglega eitthvað krassandi til að fela bullferðina til Noregs.
GÓÐIR ÍSLENDINGAR VÖRUMST LANDRÁÐAMENN
Emil (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 02:07
Spurning hvort að Finnur Ingólfsson sé þarna e-s staðar að væflast eða endurupprisinn í sauðargæru Kölska.
Sigurður Hrellir, 10.10.2009 kl. 02:17
Í linknum hér fyrir ofan sem Jakobína setti inn (grein úr norksa fréttavefnum abc) þá kemur þar staðfesting á því í viðtölum við norksa ráðamenn að Ríkisstjórn Íslands hefur EKKI falast eftir láni frá Noregi án aðstoðar frá IMF.
Þetta er mikilvægt að hafa í huga...
Þeir segja meðal annars (lausleg þýðing) "Íslenska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því að lánin frá norðurlöndunum fylgi samstarfinu við AGS..."
Sakna þess þegar VG var heilstæður og sterkur málefnaflokkur en ekki í pólitík bara til þess að viðhalda "vinstri" stjórn (sem er í raun hægri krata stjórn ef þú tekur umhverfisráðuneytið frá)
Ég er ánægð með Frammarana og tel þá vera að gera góða hluti.. mér finnst leiðinlegt að fylgjast með hvað mikið er verið að berja á þeim fyrir að reyna.. allt skal gert tortryggilegt.
Pólitík er ömurleg
Björg F (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 02:29
Er ekki Frank Pitt bróðir David Pitt og saman reka þeir Nathan & Olsen? (Eða ráku?) Einhvers staðar þarf að fjárfesta alla Cocoa Puffs peningana.
Billi bilaði, 10.10.2009 kl. 04:23
Lára Hanna, nefndirðu ekki framsóknarflokk? hversu gáfuleg eru kommentin þaðan?
allt í rugli!
say no more.
Brjánn Guðjónsson, 10.10.2009 kl. 04:31
Þetta virðist ekki vera flókið. Simmi og félagar eru líka í einkaerindum til að bjarga Pabba gamla. Hvað er betra en að hafa tilvonandi fjármálaráðherra til að skrifa upp á.
Björn Heiðdal, 10.10.2009 kl. 04:36
Æ, Lára Hanna. Bullið í þér.
Þetta er svipað og ætla að tengja þig, bloggarann, við Óskar Magnússon, eiganda Árvakurs.
Ég meina, þú bloggar hjá blog.is og blog.is er tengt Morgunblaðinu. Nú morgunblaðið er í eigu Óskars Magnússonar. Nú Óskar tengist kvótanum og vill (segja margir) ekki ganga í ESB.
Lára, af hverju vilt þú ekki ganga í ESB?
http://en.wikipedia.org/wiki/Appeal_to_emotion
"Appeal to emotion is a potential fallacy which uses the manipulation of the recipient's emotions, rather than valid logic, to win an argument. Also this kind of thinking may be evident in one who lets emotions and/or other subjective considerations influence one's reasoning process."
Keflvíkingur (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 09:15
Vááá, segir ég bara. Þetta mál verður að kanna rækilega. Spillingarfnykur lekur langar leiðir.
Úrsúla Jünemann, 10.10.2009 kl. 11:36
Ætli Jens Stoltenberg sé félagi í þessu?: http://www.dagbladet.no/a/8496762/
Björg F (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 12:49
Þetta er allt saman Samspillingarspuni sem er spunnin upp af Samspillingunni.
Frammari (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 13:33
Sæl Hanna,
Ég skal reyna að útskýra fyrir þér og dyggum lesendum hér bakgrunn meintra tenginga og svívirðilegs plotts þessu tengdu.
Eins og þú réttilega bentir á þá er ýmislegt sem ekki hefur komið fram.
Ásamt félögum mínum í Teton ehf, þ.m.t. Gunnlaugi Sigmundssyni, faðir Sigmundar Davíðs, gerði ég upp Hellusund 6 sem skrifstofur fyrir okkur sjálfa með það að markmiði að leigja frá okkur neðri hæð hússins. Vinur minn til margra ára Ragnar Þórisson var á höttunum eftir skrifstofurými fyrir sjóðinn og tókust samningar um að hann leigði hæðina fyrir mína milligöngu. Á þeim tíma var Ragnar ekki málkunnugur Gunnlaugi og að því er ég best veit ekki heldur Sigmundi Davíð. Ragnar Þórisson hefur verið afar opinskár undanfarin ár og ekki legið á skoðunum sínum á útrásarvíkingum en þar sem slíkt hljómaði ekki vel urðu landsmenn lítið varir við hans rödd á meðan á veislunni stóð. Fljótlega eftir að Sigmundur Davíð hóf afskipti af stjórnmálum gerðist Ragnar einn af hans stuðningsmönnum en hér í Hellusundi6 hafði ekki nokkur maður kosið framsókn áður að föður hans undanskildum.
Hér er semsagt komin forsaga þessarar meintu tengingar.
Fyrir þá sem vilja vita að þá var þessi ferð farin af fagfólki á sviði fjármála þ.m.t. Jón Gunnar fyrrum starfsmanni Merril Lynch "pro bono" til þess að vera leiðtogum Framsóknarflokksins innan handar við að reyna að afla þverpólitísks stuðnings við aðstoð til handa Íslendingum. Ég veit fyrir víst að Boreas Capital hefur ekki umfang eða starfsemi tengt olíuvinnslu og/eða neinn annan tilgang með þessari ferð.
Aðdróttanir þínar í þá veru að Boreas sjóðurinn sé "gjaldþrota" af því að ekki sé rekin heimasíða undir sama léni sýnir að þú ert í senn illa upplýst og illa meinandi og ættir því helst ekki að tjá þig á opinberum vettvangi. Upphrópanir sumra lesenda þinna í sömu átt sýnir að þar fer skríll af sömu sort og þú sjálf.
Arnar Sigurðsson, 10.10.2009 kl. 14:39
Sæll, Arnar og þakka þér fyrir innlitið.
Ég sé að þú gerir mér upp skoðanir og innræti sem ég kannast ekki við. En ég þakka skrílsnafnið. Ég hef verið stolt af því að vera kölluð skríll síðan ráðamenn þjóðarinnar kölluðu mótmælendur skríl þegar þjóðin hóf loks upp raust sína í fyrrahaust.
Það eina sem ég geri í pistlinum er að benda á þá augljósu staðreynd að Boreas Capital og Teton séu til húsa á sama stað. Ég dreg engar ályktanir af því þótt ætla mætti að kunningsskapur hafi myndast þar milli föður Sigmundar Davíðs annars vegar og Ragnars og Franks hins vegar. En þegar um kunningsskap í íslensku samfélagi er að ræða kemur ávallt ýmislegt til greina, slík er fæðin og smæðin.
En það er mjög gott að fá þitt innlegg sem skýrir a.m.k. þessa hlið mála, takk fyrir það.
Mig langar að benda þér á að ég ýja hvergi nokkurs staðar að því að Boreas Capital sé gjaldþrota. Það hvarflaði ekki að mér og ég þvert á móti linka í frétt þar sem stendur að hann hafi sýnt 70% ávöxtun á árinu. Ég benti hins vegar á að engar upplýsingar væri að finna á síðu Boreas Capital - engir linkar eða aðrar upplýsingar. Þessi síða er svokallaður "óvirkur frontur" eins og hin síðan sem ég bendi á - sem er vefsíða Fons hans Pálma Haraldssonar. ÞAÐ er gjaldþrota fyrirtækið sem ég vísa í. Ef fólk ætlar að skilja það sem skrifað er þarf að smella á slóðirnar sem vísað er í.
Ég segi ekki í færslunni að Boreas Capital hafi "umfang eða starfsemi" tengt olíuvinnslu. Til þess þarf nú eitthvað annað og meira en að vera vogunarsjóður. En vogunarsjóðir lifa á því að græða, ekki satt? Og hér geturðu séð frétt þar sem ekki fer á milli mála að sjóðurinn hefur áhuga á að græða á olíu:
http://www.vb.is/frett/1/50891/boreas-faer-10-milljarda-fyrir-hlutinn-i-tanganyika-oilAuk þess segi ég orðrétt í færslunni: "Ef til vill er til eðlileg skýring á því (nærveru vogunarsjóðsmanna) og þá væri auðvitað mjög fóðlegt að heyra hana."
Ég vænti þess að þú dragir því til baka ummæli þín um hve illa upplýst og illa meinandi ég sé. Annað væri þér ekki sæmandi eftir þennan misskilning þinn og rangfærslur - hvort sem þær eru vísvitandi eður ei. Ég hef miklu meiri upplýsingar en fram koma í þessari bloggfærslu, en ég efast um að þú viljir heyra þær.
Að lokum vil ég varpa fram spurningu: Eftir allt sem á hefur gengið undanfarin ár, aðdraganda og ástæður hrunsins, hvernig staðið var þar að verki og hvaða orð fer af Íslendingum og viðskiptum við þá á erlendri grundu... Hvaða skilaboð er verið að senda þegar fulltrúar stjórnmálaflokks á Íslandi fara á fund kollega erlendis til að slá lán - og mæta með tvo vogunarsjóðsmenn upp á arminn? Myndir þú lána þeim peninga? Ekki ég.
Vogunarsjóðir léku stórt hlutverk í aðdraganda hruns og ef upplýsingar mínar eru réttar er búið að banna þá í ýmsum löndum því þeir þykja hættulegir. Einnig hafa ýmis lönd bannað skortstöður, sem voru og eru hluti af starfsemi slíkra sjóða. Mér finnst þar af leiðandi stórundarlegt að þingmennirnir hafi farið á fund norskrar starfsbræðra sinna og -systra með fulltrúa slíks sjóðs sér við hægri hönd. Skiptir engu máli hverjir þeir eru sem persónur.
Vonandi áttarðu þig nú á málflutningi mínum, Arnar, hvort sem þú ert sammála honum eða ekki, og lest betur næst áður en þú fleygir órökstuddum og meiðandi gífuryrðum út um víðan völl.
Lára Hanna Einarsdóttir, 10.10.2009 kl. 15:17
Kæri Arnar:
Það er gott að vita að hugsjónarmenn fylgja framsóknarmönnunum til Noregs. Hugsjónarmennirnir í Boreas sjóðnum eru án efa EKKI að skara eld að eigin köku. Þeir starfa við hugsjónarstarfsemi sem kallast "hedge-fund" og hafa slíkir hugsjónarmenn frá hedgefund-iðnaðinum einitt verið ákaflega dyggir stuðningsmenn þingmanna um allan heim, t.d. í USA þar sem ég þekki til. S.k. "pro-bono" hugsjónarmenn í hedgefund businees hafa jafnvel verið svo miklir hugsjónarmenn að þeirr hafa gefið tugmilljónir dollara til þingmanna.
Ekki þekki ég Boreas sjóðinn vel sjálfur - örugglega ekki jafnvel og þú - en það tók mig aðeins 2 mínútur að kanna réttmæti þeirrar fullyrðingar þinnar að Boreas Capital hefði "ekki umfang eða starfsemi tengt olíuvinnslu og/eða neinn annan tilgang með þessari ferð". Þessa beina tilvitnun í þig hljóma hálfannkannarlega þegar þessi frétt hér að neðan er lesin vefsíðum Viðskiptablaðsins. Hérna eru bein tilvitnun:
"Að sögn Ragnars Þórissonar (innskot, einn af ferðafélögum framsóknarmanna), vogunarsjóðsstjóra hjá Boreas Capital, er með ólíkindum að stjórnvöld skuli ekki vera búin að láta framkvæma svokallaðar þrívíddar rannsóknir (3D Seismic) á Drekasvæðinu en þessi nýja tækni gefur mun nákvæmari mynd af magni af olíu og gasi sem þarna er sem og dýpt. ,,Það er einnig alveg með ólíkindum að orkumálaráðherra okkar skuli ekki vera búinn að ráða olíumálaráðgjafa með áratugareynslu af þessum málum inn í ráðuneytið," sagði Ragnar.
Þess má geta að Boreas Capital hefur fjárfest talsvert í olíufélögum og þekkir vel til þess iðnaðar.
Ragnar segir að íslensk stjórnvöld séu að gera stórkostleg mistök þar sem verið er að fara fram á 59% skatt og enga kostarþáttöku íslenska ríkisins. Í Noregi greiðir ríkið 79% af kostnaði við rannsóknir og boranir og tekur svo 79% af hagnaði fyrirtækjanna eftir að þau fara að skila hagnaði. "
Sjá: http://vidskiptabladid.is/frett/1/56630/
Þú kannski skýrir þettaút fyrir mér ágæti Arnar. Þú sakar Láru Hönnu um að vera ILLA UPPLÝST og ILLA MEINANDI. Kann það að verra að slíkar ásakanir hitti þig sjálfan fyrir.
Magnús (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 15:26
..... og enn og aftur að innleggi Arnars Sigurðssonar:
Sennilega var þetta "freudian slip" hjá honum þegar hann sagði: "Ég veit fyrir víst að Boreas Capital hefur ekki umfang eða starfsemi tengt olíuvinnslu og/eða neinn annan tilgang með þessari ferð."
Nú má endurskrifa grein Láru Hönnu: Innihald hennar verður væntanlega eitthvað í þessum dúr:
Yfirmaður í vogunarsjóð og einn helsti stuðningsmaður Sigmundar Davíðs sat fundi Framsóknarmanna með norskum þingmönnum vegna miklils áhuga þeirra að græða í olíuiðnaðinum. Ragnar, ferðafélagi Sigmundar og sjóðstjóri vogunarsjóðsins hefur verið óspar á stóru orðin í gagnrýni sinni á stjórnvöld þar sem hann telur að stjórnvöld leggi ekki nógu mikla áherslu á olíuppbyggingu hér á landi. Ragnar er samkvæmt nánum stuðningsmönnum Sigmundar (m.a. Arnari Sigurðssyni) einn helsti stuðningsmaður formanns framsóknarflokksins. Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið Ragnar hefur styrkt framsóknarflokkinn en þess má geta að vogunarsjóðir um allan heim þrýsta mjög á stjórnvöld að leggja ekki of mikil höft á starfsemi þeirra í kjölfar fjarmálakreppunar miklu. Þeir eiga þó við rammann reip að draga þar sem flestir hagfræðingar telja að ástæður kreppunar liggi einmitt hjá spákaupmönnum sem stunda verðbréfaviðskipti líkt því sem gerist hjávogunarsjóðum. Víðast hvar hafa stjórnmálamenn reynt að sverja af sér að hafa náin tengsl við vogunarsjóði en aukið gagnsæi í stjórnmálum hér á landi hefur leitt til þess að helstu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs hafa ákveðið að leggja spilin á borðið. Tengsl framsóknarfloksns og vogunarsjóða eru nú gerð gagnsæ og þess sérstaklega gætt að sjónarmið þeirra verði upp á borðinu í viðræðum um hagsmunamál Íslendinga, s.s. þegar lánasamningar sem eiga að koma okkur til bjargar er rædd við pólitíkusa erlendra ríkja. Þessi hreinskilni íslenskra stjórnamálamanna á eftir að koma erlendum starfsbræðrum þeirra spánskt fyrir sjónir þar sem þeir hafa ætíð reynt að fela slík tengsl stjórnmála og viðskipta.
Magnús (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 15:54
Sæl Hanna,
Í pistli þínum vísar þú til heimasíðu Fons sem allir vita að ekkert stóð á bakvið og ýjar að því beinum orðum að svipað sé upp á teningnum með Boreas. Þetta er hrein og klár illkvittni. Umfjöllun þín og aðdróttanir um að vogunarsjóðir og/eða "skortsala" hafi átt þátt í því hruni sem varð hérlendis og erlendis sýnir að þú ert illa upplýst um slíka starfsemi. Að tengja neikvæða og reyndar ranga útlistun á slíkri starfsemi við viðleitni framsóknarmanna til að afla Íslandi aðstoðar er dæmi um illt innræti.
Ég held að það þjóni littlum tilgangi að útskýra hér fullkomlega eðlilega fjármálastarfsemi sem felst í að veðja á lækkun á fjármálamörkuðum, hvort heldur er hlutabréf, skuldabréf, gjaldmiðlar, vextir eða annað en þú mátt trúa því að öflugri skortsölumarkaður hefði svo sannarlega haft hemil á þeirri bólu sem hér þandist. Skortstöður voru um tíma takmarkaðar að hluta að því er varðar tilteknar fjármálastofnanir í Bandaríkjunum en eru sem betur fer hvergi bannaðar í dag.
Magnús:
Þú mátt vera stoltur af því að geta flett upp á netinu á tveimur mínútum. Þú hefði kanski betur gefið þér fleiri mínútur til að skilja samhengi þess sem hér um ræðir. Ávirðingar (hér og annarstaðar) um að starfsmenn Boreas sem voru Framsóknarmönnum til halds og trausts í þessari ferð hafi verið að reyna að maka krókinn eru einfaldlega rangar. Sjóðurinn fjárfestir í skráðum félögum á hlutabréfamarkaði en stundar ekki neina starfsemi aðra sem gæti haft ávinning af einhverskonar pólitískum tengslum hvort heldur er í olíuiðnaði eða öðru. Starfsmenn Boreas og aðrir ferðuðust einfaldlega á eigin vegum og á eigin kostnað til að reyna að vinna þjóð sinni gagn.
Þessi umræða er í senn sorgleg og aumkunarverð.
Arnar Sigurðsson, 10.10.2009 kl. 15:58
"F. Pálsson hefur aldrei verið orðaður við spillingu"
Það er nefnilega það já! Ætli síðan fyrirtæki hans sem seldi Símanum (þar sem hann var toppurinn sjálfur)"Góð Ráð" hafi endurgreitt þegar það kom í ljós að góðu ráðin reyndust afleit eða bætt það tjón?
Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 16:02
Ágæti Arnar:
Enn koma furðulegar yfirlýsingar frá þér. Þú segir í nýjasta innskoti þínu eftirfarandi:
"Umfjöllun þín (innskot: umfjöllun Láru) og aðdróttanir um að vogunarsjóðir og/eða "skortsala" hafi átt þátt í því hruni sem varð hérlendis og erlendis sýnir að þú ert illa upplýst um slíka starfsemi."
Öðru vísi mér áður brá..... hvar hefur þú alið manninn? Það þarf ekki að lesa mikið um hagfræði, stjórnmálafræði, eða önnur þjóðfélagsmál til að átta sig á því að MJÖG margir telja að vogunarsjóðir og spákaupmennska sú sem þeir stunda hafi átt verulegan þátt í efnahagshvirfilbylnum sem nú hefur blásið yfir heimsbyggðina. Þeir hafa spilað stórt hlutverk í mörgum fyrri krísum, þú gætir t.d. spurt Dr. Mahathir Bin Mohamad, fyrrum forsætisráðherra Malasíu, sem skrifaði “Because of the extraordinary greed of American financiers and businessmen, they invent all kinds of ways to make huge sums of money. We cannot forget how in 1997-98 American hedge funds destroyed the economies of poor countries by manipulating their national currencies”.
Flestir hagfræðingar eru sammála um að verulega þarf aðbeyta regluverki fjárfestingarsjóða í kjölfar hrunsins til að koma böndum á m.a. vogunarsjóði. Það eru aftur ámóti MJÖG margir efins aðþaðmuni takast - sérstaklega þar sem þessi iðnaður hefur geysilega öflugan lobbýisma sem verndar hagsmuni þeirra. Mér sýnist að Boreas menn séu svo sannarlega að tryggja að þeirra sjónamið heyrist í íslenskri pólitík.
Þegar starfsmenn vogunarsjóða ferðast með stjórnmálamönnum til að ræða viðkvæm mál er varðar þjóðarhag þá er það ekki - og ég endurtek EKKI - sorgleg og aumkunarverð umræða. Það er aftur á móti barnalegt og allt að því hjákátlegt þegar haldið er fram að tveir helstu forsvarsmenn vogunarsjóðs hafi ferðast með framsóknarmönnum vegna þess að þeir vilja vinna þjóð sinni gagn, sérstaklega þegar kemur í ljós að þessir sömu vogunarsjóðs-menn eru einnig meðal helstu stuðningsmanna formannsins. Það er augljóst að nú þarf að krefjast svara um hversu háar fjárhæðir Boreas (eða fyrirtæki tengd þessum mönnum) hafa greitt í sjóði framsóknarflokksins.
Magnús (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 16:25
"Það er augljóst að nú þarf að krefjast svara um hversu háar fjárhæðir Boreas (eða fyrirtæki tengd þessum mönnum) hafa greitt í sjóði framsóknarflokksins."
OG HANA NÚ!
Skorrdal (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 17:48
Skil ekki alveg hvernig þessi Framsóknarflokkur getur komið fram sem einhver reddingaraðili og veifað systurflokki í Noregi, "no less" með tilboð um milljarða lán. Það lyktar af ævintýramennsku og ótrúverðugleika í það minnsta, hver vill vinna með fólki sem ekki kann sig, virðist ekki viðurkenna að Framsóknarflokkurinn er ekki lengur í Ríkisstjórn!
Halló! er einhver heima eða er þetta kannske bara vindhanaháttur eins og Framsóknarflokknum er svo lagið?
Gerið þjóðinni greiða, þeirri þjóð sem borgar dýrum fyrir þá náð að kaupa íslenskt kjöt, að halda kjafti.
Njáll Harðarson, 10.10.2009 kl. 18:44
Ehem, er fólk hérna, ekki að fara dálítið yfirum.
Lára Hanna, ekki hef ég neina hugmynd, hvaða hlutverki þessir menn er þú bentir á, gegndu, annað en þ.s. kemur fram í svari Sigmundar Davíðs sjálfs, að þeir hafi verið í hlutverki ráðgjafa. Eftirfarandi kom fram í frétt Stöðvar 2.
Hugmyndir um að eitthvað annað sé um að ræða, eru einfaldlega getgátur. Sjálfsagt, finnst ímsum það hjljóma tortryggilegt, að þeir skuli hafa verið viðskiptafélagar Björgólfsfeðga. En, við skulum hafaí huga, að mjög stór hluti ísl. viðskiptalífs, hafði á einhverjum tímapunkti viðskiptatengsl við þá.
Ísland er eftir allt saman, lítið land, og viðskiptaheimurinn íslenski, er enn minni en það. Ábendingin er sú, að erfitt getur verið að finna fólk, með þekkingu á alþjóðlegum viðskiptum, ef ekki má notast við neina af þeim, sem tengdust bankamálum á Íslandi, með einhverjum umtalsverðum hætti fyrir hrunið.
Eitthvert, "blanket ban" getur einfaldlega ekki gengið upp. Í staðinn, verður að skoða hvert tilvik fyrir sig, og hvaða hlutverk hver sá, hafði - akkúrat. Ég þekki einfaldlega ekki, hvort einhver sérstök ástæða er að ætla, að viðskiptasaga þessara tilteknu manna, sé eitthvað tortryggileg með þeim hætti, að það að þyggja þeirra ráðgjöf, sé óskynsamleg.
----------------------------------------
Þó svo, að för Sigmundar og Höskuldar til Noregs, hafi ef til vill ekki skilað miklu fram að þessu. Þá, er það vart einskis virði, að einn ríkisstjórnarflokkurinn skuli styðja þennan málstað, þ.e. Miðflokkurinn, sem er einn af 3. ríkisstjórnarflokkum.
Sé ekkert að því, þannig séð, að íta aðeins við þessu máli.
Sé ekkert glæpsamlegt heldur við það, að þeir félagar haldi áfram að íta við þessu máli.
Ertu að meina, að þetta hafi ekki verið tilraunarinnar virði, jafnvel þó árangurinn verði enginn?
Eða, ertu sátt við aðgerðir ríkisstjórnarinnar, fram að þessu?
-------------------------
Ég held, að það sé alveg óþarfi, að fyllast slíkri tortryggni.
Sannarlega, eru ísl. stjórnmál mjög sköðuð, eftir þ.s. á undan hefur gengið. Framsóknarflokkurinn, þ.e. nánar tiltekið talsmenn hans á síðasta áratug og fram á þennan, gengu fram með mjög óskynsamlegum hætti.
Eins og þú vonandi manst enn, Lara Hanna, eins og ég sagði þér í eldri athugasemd, þá snerist ég á sínum tíma, gegn aðgerðum ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, nánar tiltekið Kárahnjúkaverkefninu.
Samt sem áður, þó svo að ég hafi ekkert annað en fyrirlitningu gagnvart spillingarliðinu er stjórnaði Framsóknarflokknum, á því tímabili, þá er ég ekli þeirra skoðunar, að tortryggni sú er fram hefur komið hérna á þessu bloggi, þ.e. í athugasemdum, sé sanngjörn.
Mín skoðun, er að raunveruleg breyting hafi orðið á flokknum í Janúar s.l.
Að sjálfsögðu, er enn innan flokksins að finna marga, er tóku þátt í starfi hans, á spillingartímabilinu, en þeir aðilar eru ekki við völd innan flokksins - nema í algerum undantekningum.
Í flestum tilvikum, tók nýtt fólk við, og gamla liðinu var skipt út.
--------------------------------
Ég held, að í nafni sanngyrni, eigi fólk að fá að sanna sig eða afsanna, af eigin verkum.
Ég get ekki neitað, að Sigmundur Davíð, er af vel stæðu fólki. En, ég er einnig þeirra skoðunar, að hann eigi að fá eigið tækifæri, og að hvað svo sem faðir hann er talinn af einhverjum hafa gert, þá eigi synirnir ekki sjálfkrafa að dæmast af verkum foreldranna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.10.2009 kl. 18:57
"Það er augljóst að nú þarf að krefjast svara um hversu háar fjárhæðir Boreas (eða fyrirtæki tengd þessum mönnum) hafa greitt í sjóði framsóknarflokksins.
Magnús (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 16:25"
--------------------------------------
Hvaða helvítis kjaftæði er þetta? Þú veist vel að það eru í gildi reglur sem setja þak á greiðslur til stuðings stjórnmálaflokkum. Mann ekki upphæðina, annað hvort er hámarkið 300þ. eða 500þ.
Varla, getur það skipt einhverjum straumhvörfum.
Sú regla, gildi einnig um einstaka stjórnmálamenn, að þeim er ekki heimilt að veita viðtöku hærri upphæð frá einstökum aðila, en þeirri löggildu hámarksupphæð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.10.2009 kl. 19:06
Magnús - ertu á móti því, að hugsanlegar olíulindir innan ísl. lögsögu verði nýttar?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.10.2009 kl. 19:11
"Vogunarsjóðir léku stórt hlutverk í aðdraganda hruns og ef upplýsingar mínar eru réttar er búið að banna þá í ýmsum löndum því þeir þykja hættulegir. Einnig hafa ýmis lönd bannað skortstöður, sem voru og eru hluti af starfsemi slíkra sjóða. Mér finnst þar af leiðandi stórundarlegt að þingmennirnir hafi farið á fund norskrar starfsbræðra sinna og -systra með fulltrúa slíks sjóðs sér við hægri hönd. Skiptir engu máli hverjir þeir eru sem persónur."
-------------------------------------
Smá ábending, Lára Hanna.
Bankar gegndu einni miklu hlutverki í hruninu. Væri þá bannað, að hafa háttsettan starfsmann, eða háttsettann fyrrum starfsmann, banka með sér, til ráðgjafar, á mikilvægum fundi?
Sannarlega, gegna Vogunarsjóðir tilteknu hlutverki, en þeir eru þó alveg opnir með það, hvaða hlutverki þeir gegna.
Bankarnir, aftur á móti, sögðu okkur ekki að þeir væru að leggja allt Ísland að veði.
Það mætti jafnvel færa rök fyrir, að það hefði verið hálfu verra, hefðu þeir verið með fyrrum háttsettann yfirmann einhver sviðsins innan hrunbankanna.
-------------------------------
Ég held, að við þurfum aðeins að staldra við. Tortryggni er réttmæt. En, punkturinn er þú komst sjálf með, að Ísland er lítið hefur einnig aðra hlið.
Nefnilega, að ef þú þarft þekkingu á alþjóðlegu fjármálaumhverfi, hverja getur þú aðra fundið hérlendis, aðra en þá er tengdur með einhverjum hætti, fjármálagerningum á tímabilinu fyrir hrunið.
Ég held, að eitthvers konar "blanket ban" sé óraunhæft.
Raunhæfara, sé að skoða hvert tilvik fyrir sig.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.10.2009 kl. 19:22
Á mér brenna spurningar;
Ef viðkomandi aðilar voru ráðgjafar Framsóknarmannanna, hver greiddi þá ferðakostnað og uppihald þeirra ?
Er það rétt að Framsóknarflokkurinn hafi greitt ferðakostnað Sigmundar og Höskuldar ?
Eru einhver fordæmi fyrir því að þingmenn taki upp á því, upp á sitt einsdæmi, að taka fram fyrir hendurnar á fjármálaráðherra og forsætisráðherra landsins og fara í "samningaviðræður" við erlenda aðila ?
Kona spyr sig !
Anna Einarsdóttir, 10.10.2009 kl. 19:38
Anna - það eru þrír möguleikar; A) Alþingi hafi greitt ferðakostnað þingmannanna, B)Flokkurinn hafi greitt það, C) þeir hafi greitt hann sjálfir.
Varðandi ferðafélagana, þá eru það B) eða C).
Athugaðu, að slíkt ferðalag er ekki neitt ógnardýrt. Væntanlega hefur þú sjálf ferðast til útlanda, einhverntíma.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.10.2009 kl. 20:11
Nú ber ég líklega í bakkafullan lækinn með því að bæta við athugasemd. . En þetta er bara sama gamla Framsóknarsukkið. Kögunarauðurinn,sem fékkst fyrir lítið á sínum tíma, er kannski á bak við þetta. Hver veit ?
Eiður Svanberg Guðnason, 10.10.2009 kl. 21:19
Nú er augljóst að þú hefur fengið tölvupóst, sem bendir á þessa samsæriskenningu. Get ég fengið að vita frá hverjum þú fékkst þennan tölvupóst Lára? Ert þú farin að þjóna undir spunamaskínu Samfylkingarinnar?
Talan 2000 milljarðar var dregin upp úr hatti, sem hugsanlegt þak. Hér var ekki verið að biðja um þá upphæð, né lofa henni. Það var aðeins verið að lofa aðstoð. Samfylkingin hefur hinsvegar kosið að binda sig við þessa tölu til að eyða umræunni og að sjálfsögðu segja menn nei, þega spurt er um hvort búið sé að lofa 2000 milljarða láni. Það er ekki málið hér. Ákafi Samfylkingarinnar er mikill í að koma í veg fyrir bjargráð hingað, því þeir líta svo á að það spilli umsókninni í EU. Þeir vilja ekki aðstoð. Þeir vilja heldur fórna framtíðinni.
En spurningin er: Hver er að fá þig til að birta svona greinar og hve oft er þrýst á þig um að nálgast málefnin frá ákveðnum vinkli, frá þessum aðilum? Ert þú að verða verkfæri spunameistara Samspillingarinnar?
Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2009 kl. 22:13
Spurðu sjálfa þig: Que Bono? Hvernig hagnast þessir aðilar á því að alþýða Íslands borgi ekki ICESAVE. Hvernig hagnast þeir á því að við göngum ekki í Evrópusambandið. Hvernig hagnast þeir á því að rjúfa tengsl við AGS?
Þessi móðursýkislega samsæriskenning á sér engin vitræn tengsl, en það er svosem hægt að vekja tortryggni fólks með hverju sem er, nú á dögum. Sigmundur hefur í öllu talað máli alþýðunnar undanfarið og lagt mikið á sig til að finna lausnir úr vandanum. Leggðu nú hausinn í bleyti og hugsaðu þetta til enda. Þú sérð að þetta meikar ekki nokkurn sens hjá þér.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2009 kl. 22:21
Ég botna ekkert í því hvað þú ert að fara, Jón Steinar. Ég er ekki að tala um lánið sem þeir félagar fóru til að reyna að fá heldur mennina sem voru með þeim.
Ég var ekki að fjalla um Samfylkinguna, Icesave eða AGS. Það hef ég gert annars staðar. Ekki minntist ég heldur einu orði á Evrópusambandið.
Og ég fatta ekki hvernig hægt er að sjá samsæriskenningu út úr pistlinum.
Ég er hins vegar alls ekki sammála því að Sigmundur Davíð hafi talað máli alþýðunnar, en það er önnur saga. Og upphrópanir þeirra félaga í dag þar sem þeir væna Jóhönnum um hreint alveg ótrúlega hluti eru þeim til skammar.
Og bara svo það sé á hreinu, Jón Steinar. Ég þjóna engu og engum nema eigin samvisku og skynsemi. Ef hún hentar ekki einhverju fólki eða flokkum þá verður að hafa það. Enginn "fær mig til að birta" eitt eða neitt. Ég vel sjálf mín umfjöllunarefni, og af nógu er að taka. Ég birti heldur ekkert nema að vandlega athuguðu máli.
Lára Hanna Einarsdóttir, 10.10.2009 kl. 22:38
Einn eitt gott innlegg frá þér Lára, nú ertu búin að vekja framsóknartröllið og fá það á móti þér. Vona svo sannarlega að sú mafía muni ekki kveða þig í kútinn.
Pétur (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 22:43
Lára mín. Ferð Sigmundar var gerð til þess að búa okkur bakland, ef við þyrftum að losa okkur við AGS og hafna ICESAVE. Hér tortryggir þú tilgang og meðul Sigmundar a ansi ógrundaðan og illskiljanlegan máta. Auðvitað ber þetta keim samsæriskenninga. Það sér hver maður. Ástæða Samfylkingarinnar til að kasta rýrð á þetta framtak er hinsvegar ákafi þeirra fyrir að koma okkur í EU. Ég trúi því ekki að þú sjáir ekki samhengi þessa. Ég efast ekki um heilindi þín Lára, en ég efast stórlega um uppruna þessara upplýsinga, sem þú setur fram hér. Ég vona að þú skiljir það. Þessvegna vil ég vita hvaðan þú hefur þetta og skora á þig að birta þann tölvupóst, ef hann er til.
Ég vil svo um leið skora á Jóhönnu að birta tölvupóst sinn til Jens Stoltenberg, sem kallaði á viðbrögð hans. Það ættu allir að hrópa á það núna. Ef hún hefur beðið um þessi svör frá Stoltenberg, þá er hún búin að vera. Það er allavega nokkuð víst að þessi viðbrögð hans eru ekki send óuumbeðið. Hann hafði ekki frumkvæðið.
Ég er ekki að saka þig um óheilindi Lára. Ég er hinsvegar að segja að það er gróflega verið að misnota þig.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2009 kl. 00:05
Jón Steinar Ragnarsson.
1.7.2009: (Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.)
"Lánunum er ætlað að efla gjaldeyrisvarasjóð Íslands og eru veitt í tengslum við og til þess að styðja áætlun Íslendinga í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að koma á stöðugleika og umbótum í íslenskum efnahagsmálum.
Lánin verða ekki borguð út við undirritun samninganna heldur borguð út í fjórum ársfjórðungsgreiðslum sem eru háðar fjórum fyrstu endurskoðunum á efnahagsáætlun Íslands með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Skrifað undir samning um lán frá Norðurlöndunum
1.10.2009: (Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs og formaður Sosialistisk Ventreparti, systurflokks Vinstri grænna.)
"SV-leder og finansminister Kristin Halvorsen står hardt på at lån til Island skal gis gjennom det internasjonale valutafondet, IMF.
Betingelsene for et slikt lån er imidlertid omstridte på Island, og inneholder blant en garanti om at islendingene erstatter tapene nederlandske og britiske kunder har hatt i den konkursrammede banken Icesave.
Finansdepartementet er for travelt opptatt til å kommentere saken i dag, men viser til tidligere uttalelser om at verken Island eller Norge er tjent med direkte avtale mellom Norge og Island."
Slakter Lundteigen-hjelp | ABC Nyheter
Per Olaf Lundteigen, þingmaður Senterpartiet í Noregi, var í fjárhagsnefnd Norska Stórþingsins til 30. september síðastliðins en hann er ekki lengur í nefndinni.
Um Per Olaf Lundteigen á heimasíðu norska Stórþingsins
4.10.2009: (Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.)
"Lánið verður borgað út í þremur jöfnum hlutagreiðslum sem eru tengdar annarri, þriðju og fjórðu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands með AGS, og er hver greiðsla háð því að viðkomandi endurskoðun hafi verið samþykkt."
Sameiginleg fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytum Póllands og Íslands
Við fáum að öllum líkindum ekki lán frá Rússum, enda þurfum við trúlega ekki á því að halda.
"ISTANBUL, October 4 [2009] (RIA Novosti) - Russia could borrow from $2 billion to $4 billion from the World Bank next year to ease the effects of the economic crisis, Finance Minister Alexei Kudrin said on Sunday."
Már Guðmundsson seðlabankastjóri: Þurfum trúlega ekki öll lánin
16.11.2008: (Forsætisráðherra Geir H. Haarde og fjármálaráðherra Árni M. Mathiesen, Sjálfstæðisflokki.)
"Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. [...]
Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna."
Forsætisráðuneytið: Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF)
Þorsteinn Briem, 11.10.2009 kl. 08:49
Hefur xB fengið umboð Íslensku þjóðarinar að fara og sníkja pening á erlendri grund, eru þeir kanski komnir inn í ríkisstjórnina eða hvað?
Maður fær aulahroll að heyra um þessa bettlara sem halda að þeir geti hagað sér eins og þeir væru við völdin, Sigmundur Davíð þú ert ekki forsætisráðherra þú ert í stjórnarandstöðu og reyndu að muna það dumskalle.
Jóhannes (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 09:03
Jón Steinar, hvað er hlaupið í þig með þessum málflutningi? Við hljótum að spyrja þeirra spurninga sem Lára Hanna veltir hér upp og krefjast svara frá ábyrgum aðilum (ekki hlaupasnötum eins og Arnari Sigurðssyni) Ég fullyrði að þetta vinnulag viðgengst ekki þegar Seðlabankar eins ríkis afla sér lána frá öðrum ríkjum. Þessvegna vil ég vita hvern andskotann Sigmundur Davíð og Höskuldur Þráinsson eru að gera þarna og þykjast vera í umboði þjóðarinnar. Ég vil meira að segja fullyrða að pólitísk samskipti gerast ekki með þessum hætti. Þetta var greinilega viðskiptaferð og við viljum vita hvað dílar voru gerðir og hverju var lofað í nafni þjóðarinnar. Gleymum ekki að Icesave var komið á koppinn með loforði um ábyrgð Ríkissjóðs. Ég vil jafnvel ganga svo langt og krefjast afsagnar Sigmundar úr formannsstóli Framsóknar og Höskuldur ætti líka að sjá sóma sinn í að segja af sér eftir þetta upphlaup. Það er krafa þjóðarinnar að skorið sé á tengsl stjórnmálamanna við viðskiptalífið til að koma í veg fyrir óeðlilega fyrirgreiðslu, Og þetta auma yfirklór Sigmundar að ekkert sé óeðlilegt við aðkomu þessara "vina" hans heldur ekki vatni og ber vitni um lélega dómgreind. Að væna Láru Hönnu um annarlegar hvatir er rakinn dónaskapur að mínu mati.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.10.2009 kl. 09:27
p.s Ef Sigmundur Davíð vill vera í business þá geri hann svo vel og dragi sig út úr pólitík. Hann getur ekki verið að vasast í hvort tveggja. Ég vona að þetta vefjist ekki fyrir mönnum að skilja
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.10.2009 kl. 09:33
Hefur komið einhver skýring á hversvegna þessir gaurar voru með frömmurum þarna úti ? Það er auðvitað ekki hægt að loka augunum fyrir því að umræddur sjóður hefur stefnt á umsvif í Noregslandi. það hefur komið fram í fjölmiðlum.
Eg er ekki viss um að í kaupi þá kenningu að ástæðan sé að Lára er núna orðin ESB sinni og á fullu að plotta með SF því viðvíkjandi.
Mér finnst það soldið langsótt kenning.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.10.2009 kl. 11:22
Skilyrðin fyrir láni Svíþjóðar til Íslands - IceSave og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn
Þorsteinn Briem, 11.10.2009 kl. 11:42
Ég sé bara nornaveiðar og samsæriskenningar í þessu - sem mér hugnast illa. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir þ´vi að allir sem eitthvað reyni og bendi á - annað en að rífa niður - séu glæpamenn og þorparar....
Mér finnst viðleitni þessara ungu manna í Framsóknarflokknum bera vott um áræði sem einmitt vantar í Íslensk stjórnmál - áræði í örðu en að rægja og hóta öllu illu "ef ekki er skrifað undir ICESAVE strax"...... það er búið að spila þessa sömu hótunarplötu síðan í vor með sömu nálinni og það er komin falskur holhljómur í þetta hótunarprógramm.....
Ég sé þá lausn á málinu - að c.a 1000 milljarða lánalína myndi duga.... og svo ef við aukum bolfiskveiðar um 200 þúsund tonn .... eins og ég hef bent á - á www.kristinnp.blog.is þá fáum við nýjar gjaldeyristekjur fyrir 70 milljarða árlega sem aftur eykur þjóðartekjur um c.a. 3 sinnum það þ.e. þjóðartekjur aukast þá um 210 milljarða á ári - vegna margfeldisáhrifa frumgreina á iðnað, verslun og þjónustu.... auk þess sem atvinnuleysi myndi minnka um 1-2000 manns á 6-8 mánuðum - o.s. frv....
slík umræða er gagnlegri en allt þetta neikvæða niðurrif um tiltekna einstaklinga sem hér er stundað í færslu og mörgum athugasemdum...
Svo kann það þar að auki að vera hrikalega óholllt - að velta sér svona upp úr neikvæðni og lélega rökstuddum óhróðri.......
Kristinn Pétursson, 11.10.2009 kl. 14:09
Einhver auglýsti eftir umfjöllun í norskum fjölmiðlum um málið.
http://www.abcnyheter.no/node/97215
Þór Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 14:42
Hvernig er það var Steingrímur ekki búinn að kanna þetta áður? Að fá risa lán frá Norðmönnum.
"Foringi VG var borubrattari í ræðu á Egilsstöðu 18. nóvember 2008"
http://www.visir.is/article/20081119/VIDSKIPTI06/674099005/-1
karl Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 22:40
Sæmundur. Ég þekki vel til margra í Noregi og almennt veit fólk ekki að Ísland sé búið að sækja um aðild að ESB, og breyta þurfi lögum hér á landi til að þjóðaratkvæðagriðsla verði bindandi.
Ef það væri vitneskja allmennt um það í Noregi myndu Norðmenn átta sig betur á hver staðan væri í samstarfi þjóðanna. En ekki veit ég hvort Framsóknargdrengirnir okkar hafa vakið athygli á þessu í frægri Noregsferð! Þetta var það sem ég átti við.
Ekkert sannað en bara mín röksemdar-færsla og tilgáta. Endilega bendið mér á ef ég hef hagað mér ósæmilega í skoðunum. Ég þarf dálítnn aga að því leytinu .
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.10.2009 kl. 00:20
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/sigmundur-david-ut-i-hvad-eru-menn-komnir-thetta-er-bara-mccarthy-ismi
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.10.2009 kl. 01:23
Þetta er hið merkilegasta mál. Það er rétt Kristinn P að hér eru á ferðinni nornaveiðar og kynding undir samsæri.
Í fyrsta lagi liggur fyrir afdráttarlaust og óhaggað og annað aldrei verið uppi á borðum að Noregur lánar ekki Íslandi fé öðruvísi en í skipulögðu prógrammi, í þessu tilviki í prógrammi AGS. Norðmenn, eins og allir aðrir hafa ekki möguleika á að lána fé út og suður án skilmála og eftirlits. Allar fjárveitingar og lán eru háð skilmálum og fara í gegn um skipulögð ferli. Það er ekkert annað ferli lána í gangi til Íslands en AGS, hvort sem okkur líkar það eða ekki.
Í örðu lagi er málum þannig háttað að Framsóknarflokkurinn á Íslandi er í stjórnarandstöðu en framsókn hin norska er í stjórn. Það var því stjórnarþingmaðurinn Lundteigen sem lofaði 2000 miljörðum og hvaðs hafa stuðning fyrir í ríkisstjórn. Það er augljóst að framsókn allra landa getur spjallað saman án þess að það veki sérstaka athygli, en þegar mál eru kynnt til sögunnar með þeim hætti að það sé amlóðaskap íslensku ríkisstjórnarinnar að sækja ekki fjármuni sem nánast liggja tilbúinir til afhendingar fyrir tilstuðlan Framsóknar í Noregi, þá er þetta ekki lengur innanhússmál í Framsókn heldur nornaveiðar á hendur íslensku ríkisstjórninni.
Í þriðja lagi halda veiðarnar áfram með auknum tilstyrk. Enn koma íslenskir framsóknarleiðtogar til Noregs og banka á og fyrir kurteisis og vorkunnar sakir er auðvitað rætt við þá. Þar er heldur ekki spurt um hvaða kumpána sendimenn hafa meðferðis. Sú hin seinni koma Framsóknarleiðtoga til Noregs hefur ekki verið til frásagnar í fjölmiðlum, enda ekki tilefni til - og enda ekki tilætlun. Allur umbúnaður er gerður tuil þess að særa út misklíð á íslenska stjórnarheimilinu.
Í fjórða lagi. Per Olaf Lundteigen hinn norski þingmaður er einmitt þekktur fyrir að skjóta laus og fast út í loftið. Alla tíð hefur Lundteigen verið Íslandsvinu. Hann hefur einkum verið vinur þeirra sem fylgja Bjarti í Sumarhúsum upp til heiða að byggja bú. Lundteigen vill allt gera til þess að kom í veg fyrir að Ísland verði fullgildur aðili að ESB, og það varð því til þess að hann var notaður af "félögum" sínum íslenskum í allt öðrum tilgangi. Útspil Lundteigens er á engan hátt stuðningur við Ísland og rótin að öllu þessu írafári er auðvitað herferð Framsóknar gegn íslansku ríkisstjórninni.
Og að lokum. Stuðningur norðmanna við íslendinga er skilyrtur. Ég hef hvergi heyrt og hvergi séð og engan hitt sem vill styðja íslendinga án skilyrða. Flestum norðmönnum, eins og þessum hundruð þúsunda breta og hollendinga, sem eiga um sárt að binda eftir Icesave, finnst Ísland þurfa að gera upp reikninginn. "Við borgum ekki"- pólitík er allavega ekki til þess fallin að opna lánalínur eins og það heitir á máli hinna lánlausu.
Albert Einarsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 07:30
Ég hef hingað til ekki verið meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins en ég verð nú bara að halda uppi vörnum fyrir þessa menn. Þeir eru þó að reyna að gera eitthvað, leita eftir einhverjum leiðum fyrir okkur sem fela ekki í sér nauðungarsaminga við AGS. Hvort sem þeir hafa erindi eða ekki þá finnst mér virðingarvert að þeir reyna - sem er meira en hægt er að segja um marga aðra stjórnmálamenn. Ég hélt satt best að segja að eins og ástandið er núna þá bæri að taka því fagnandi þegar fólk reynir að leita lausna ...án tillits til þess hvar í flokki það stendur. Viðbrögðin eru aftur á móti öll á einn veg - ef þeir koma ekki til baka með fullar fúlgur fjár þá er þetta "sneipuför" hjá þeim, en ég ber meiri virðingu fyrir þeim sem fara bónleiðina og fá neitun en þeim sem hanga heima og láta allt yfir sig ganga og reyna ekki einu sinni af því að það þýðir ekki neitt!
Svei mér þá ef þetta verður ekki til þess að ég hætti að kjósa Vinstri græna og kýs Framsókn næst...og hélt ég þó að sá dagur kæmi seint.
Guðrún (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 10:40
Guðrún það er löngu vitað að Ísland fær þessi lán þegar það er búið að ganga frá IceSave og svo eru framsóknarmenn í stjórnarandstöðu. Getur ekki einhver hringt í Sigmund Davíð og látið hann vita að hann er ekki í ríkisstjórnini...
Jóhannes (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 14:50
Hvað eru 0,85% af tvöþúsund milljörðum?
Þegar ég sá fréttatilkynningu frá Boreas Capital í dag, rifjaðist upp fyrir mér að ráðgjafafyrirtækið Arctica Finance fékk um 100 milljónir króna fyrir að finna kaupanda að hlut OR í HS orku í síðasta mánuði. Arctica Finance er sjö manna fyrirtæki fyrrverandi starfsmanna gamla Landsbankans.
Í frétt á eyjan.is er frétt um gjörninginn: "Þóknunin sem Artica fær nemur 0,85% af verðmæti samningsins. Haft var eftir fjármálastjóra Orkuveitunnar að það væri um 102 milljónir króna. Hann fullyrti að þóknunin væri lægri en almenn gerðist á markaðnum.
Stöð 2 sagði að þetta gerði um 14,5 milljón króna á hvern starfsmann hjá Arctica. "
En svarið við spurningunni hér að ofan er 17 milljarðar - Ekki slæm þóknum fyrir að finna lánadrottinn.
Sigurpáll Ingibergsson, 12.10.2009 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.