Réttur karla sem vilja ríða konum

Nú hljóma fréttir um mansal og glæpaklíkur því tengdu í öllum fjölmiðlum. Það fer um mann nístandi hrollur við tilhugsunina um að konur neyðist eða séu neyddar til að selja sig - hver sem ástæðan er og hver sem á því hagnast fjárhagslega. En þetta er gömul saga og ný og alltaf eru einhverjir sem mæla vændi bót eins og Una Sighvatsdóttir bendir á í stórfínum pistli í Mogganum í dag. Í honum bendir Una m.a. á hina göfugu frjálshyggjumenn og -konur í Frjálshyggjufélaginu sem standa vörð um réttindi karla sem vilja ríða konum. "Tilraunir til að stjórna lífi borgaranna..." er eitur í beinum frjálshyggjunnar eins og sást t.d. á afnámi regluverks í fjármálaheiminum, sem varð efnahag Íslands að fjörtjóni. Kannski er það misskilningur hjá mér, en mér virðast frjálshyggjumenn vera mestu anarkistarnir af öllum.

Gamlir ósiðir - Una Sighvatsdóttir - Mbl. 21. október 2009

Þessi sena úr kosningaþætti á RÚV 20 apríl sl. er ógleymanleg. Hér er það Ragnheiður Elín sjálfstæðiskona sem virðist bera óblandna virðingu fyrir því sem hún minnir á að sé "elsta atvinnugreinin". Flokkur Ragnheiðar Elínar hefur aldrei beitt sér af neinni alvöru gegn vændi eða reynt að sporna við því. Maður spyr sig af hverju... Ekki má skerða "frelsi" einstaklingsins til athafna, jafnvel þótt það frelsi leiði til helsis annarra. Það á miklu frekar að reka Egil Helgason fyrir að hampa sannleikanum og taka afstöðu með honum. Sannleikanum verður enda hver sárreiðastur.

 

Að lokum bendi ég á stórfurðulegt, mótsagnakennt viðtal við súlukóng Íslands sem ég birti hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uhhh bæði konur og karlar vilja ríða hvort öðru.. karlar körlum líka.. og konur konum.

Ég hef aldrei keypt mér vændi og ætla mér ekki í þann pakka... en klárlega er til fólk sem vill vera í vændi... þeir sem segja annað eru bara úti að ríða.
Vændi á að vera löglegt, það er hagur allra... og þá sérstaklega þeirra sem stunda vændi.
Það á að gefa leyfisskírteini.. læknisskoðanir og annað í þeim dúr.... að segja bara: Vændi er bannað... er hlægileg einfeldni... Out of sight out of mind þankagangur

DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Páll Jónsson

Hvernig sem því er snúið og velt þá er einfaldlega mjög erfitt fyrir þann sem aðhyllist frjálshyggju að vilja banna vændi.

Ef konur bókstaflega vilja selja sig, þá er það hið besta mál (en örugglega sjaldgæfara heldur en hitt). Ef konur eru neyddar til að selja sig þá er það brot á hegningarlögum og kemur vændisumræðunni ekki við. Ef konur neyðast til að selja sig vegna bágra félagslegra aðstæðna, þá á að vinna bug á þeim aðstæðum, ekki banna þeim að selja sig.

Þetta eru fræðilega séð býsna skotheld rök.

Svo er aftur praktíska pælingin: Er svo stór hluti af vændi órjúfanlega tengdur ofbeldi og eymd að það sé þess virði að fórna réttindum þeirra sem vilja stunda vændi til þess að takast á við þetta félagslega vandamál. Það má auðveldlega sannfæra mig um það.

En þá erum við í sömu sporum og áður... búin að takast á við birtingarmynd hinna bágu félagslegu aðstæðna og ofbeldis, en eftir er að takast á við orsakirnar sjálfar. Hefðum við þá ekki rétt eins getað ráðist beint á orsakirnar og sleppt því að banna birtingarmyndina? 

Páll Jónsson, 21.10.2009 kl. 16:30

3 identicon

Ég fæ nú ekki séð hvað frelsissvipting og kúgun hefur að gera með "frjálshyggju" svo ég vitni í þín orð Lára. Aðhyllist þú ekki frjálshyggju almennt? Ég fæ ekki séð hvað í ósköpunum "mannsal" og "glæpaklíkur" hafa með frjálshyggju að gera.

sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 16:32

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gunnar. Birtingarmynd frjálshyggjunnar í dag á afar lítið skylt með kennisetningunum. Sem eru prump. Frjálshyggja og félagshyggja eru systur og innbyggðar í eðli hvers eðlilegs og heilbrigðs einstaklings.

Árni Gunnarsson, 21.10.2009 kl. 16:50

5 Smámynd: Páll Jónsson

Já, en málið er að frelsissvipting, kúgun og mansal hefur í prinsippinu ekkert með vændi að gera heldur, þessir hlutir eru nákvæmlega jafnólöglegir hvort sem vændi er leyft eða bannað.

Við búum hins vegar ekki í fullkomnum heimi. Í raunveruleikanum getum við mögulega þurft að sætta okkur við að nær ómögulegt sé að sporna við þessum glæpum nema með því að banna vændi, þetta séu órjúfanlegir fylgifiskar. Þá skulum við gera það en það er engin ástæða til að gleðjast yfir þeirri illu nauðsyn.

Páll Jónsson, 21.10.2009 kl. 16:59

6 Smámynd: Páll Jónsson

(Ekki hugmyndin að andmæla þér Gunnar, orðalagið kom óvart þannig út sé ég)

Páll Jónsson, 21.10.2009 kl. 17:03

7 Smámynd: Sjóveikur

Algjörlega sammála Doctor E !

Sjóveikur, 21.10.2009 kl. 17:10

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er nefnilega málið.  Þetta er í rauninni udirliggjandi bara - veit ekki í menningunni íslensku og birtist sterkt í td. þessu hlægilega frjálshyggjufélagi og sjallaskrípaflokki. 

þ.e. þetta sko "Réttur kara sem vilja ríða konum" 

Jú jú, þetta er fært í allskonar búning og þvargað og þvælt fram og til baka en það sem er virkilega að baki er eldgamall og forn arfur frá karlasamfélaginu - og höfum í huga að það var í blóma  bara í fyrradag.  Örstutt síðan.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2009 kl. 17:11

9 identicon

Fólk trúir því að vændi sé "elsta atvinnugrein veraldarsögunnar", bara af því að það hefur verið fullyrt. Finnst fólki trúlegt að vændi, til að sjá sér farborða, sé eldra en veiðar, veiðafæragerð og vopnasmíði? Eða önnur söfnun matvæla í náttúrunni? Ég meira að segja efast um að það þurfi að fara langt aftur í mannkynssöguna að konur hafi fyrst fengið greitt fyrir greiðann. Það er ótrúlegt hvað fólk er gjarnt á að gleypa við fullyrðingum án þess að velta þeim fyrir sér.

Ég þekki menn sem hafa keypt sér þjónustu vændiskvenna og einu sinni orðið vitni að slíku. Miðað við það hvernig þeir tala um það og hvernig þeir virðast hugsa um þetta þá held ég að það sé enginn skaði ef þeir hefðu "þurft" að neita sér um það vegna boða og banna. Þvert á móti.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 17:25

10 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Fín grein hjá þér eins og svo oft áður. Enn flottari greinin hjá Unu og viðtalið við Geira toppar þetta allt!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.10.2009 kl. 21:03

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það sem mér finnst skondnast, ef hægt er að tala um eitthvað skondið í sambandi við atburði síðustu daga, er að rifja upp orð þeirra sem hafa beitt sér gegn nektardansi. meira að segja sjónvarpið sýnir myndir af nektardansi meðan flutt er frétt um meint mansal.

það sjá það allir sem sjá vilja að mansal er allt annar hlutur en að stúlkur nái sér í skjótfenginn gróða með nektardansi. öllum standa nektardansstaðirnir opnir. jafnt lögreglu sem óbreyttum borgurum. körlum sem konum. allt annað er uppi á teningnum þar sem mannaeskja hefur verið frelssisvipt. þar þarf allt að vera hush hush, svo ekkert komist upp. því finnst mér ekki aðeins fáránlegt, heldur heimskulegt að gengisfella hugtakið mansal á þennan hátt.

Brjánn Guðjónsson, 22.10.2009 kl. 02:48

12 identicon

Siðlaust umhverfi leiðir af sér siðlausa hegðun einstaklinga. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að hegðun sonar Ásgeirs súlukóngs sé afleiðing þess umhverfis sem faðir hans lifir í.

Hið siðmenntaða þjóðfélag er á undanhaldi.

Guðgeir (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 13:03

13 Smámynd: Björn Heiðdal

Þegar sagt er að vændi sé elsta atvinnugrein í heimi er átt við hjónabandið eða ígildi þess.  Allir karlar stunda nefnilega vændiskaup hvort sem þeim líkar betur eða verr, sumar konur líka.  Þetta er staðreynd málsins sem frá Lára lítur viljandi fram hjá.  Að einfalda málið niður í mannsal og ofbeldi glæpagengja er ein leið til að horfa framhjá sínum eigin þætti í þessu grafalvarlega máli!

Björn Heiðdal, 23.10.2009 kl. 08:43

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Get ekki stillt mig um að vitna í Eustace Mullins í þessu sambandi. Það er margt vændið í mörgum greinum og svona misfínar hórurnar.

"""The practice of medicine may not be the world's oldest profession, but it is often seen to be operating on much the same principles.  Not only does the client wonder if he is getting what he is paying for, but in many instances, he is dismayed to find that he has actually gotten something he had not bargained for."""

Baldur Fjölnisson, 24.10.2009 kl. 17:45

15 identicon

Páll Jónsson er fyndinn. Mansal, frelsissvipting og kúgun eru nauðsynleg til að framboð á vændi geti mætt eftirspurn. Sorglegt en satt. Þetta er enfalt, samviskulausir menn og konur finna fyrir mikilli eftirspurn eftir vændi en fáar konur vilja í rauninni leggja það fyrir sig. Þar með er komið markaðstækifæri, það er að framleiða vændiskonur. Það er gert annars vegar með linnulausum áróðri um að ekkert sé athugavert við að selja sig (þó fæstir sem halda þessu fram séu tilbúnir að selja sig í þeim tilgangi né myndu vera ánægðir með að nákomnar skyldkonur leggðu það fyrir sig.) Hin aðferðin til að framleiða vændiskonur er að þvinga konur út í vændi með ýmsum hætti, ofbeldi eða það sem er best af öllu, nýta sér neyð af einhverju tagi ss fátækt, skuldir, fíkn eða annar þrýstingur. Þegar búið er að framleiða vændiskonu með þeim hætti er því haldið fram að hún hafi valið þetta sjálf. Þeir sem standa að frjálshyggjufélaginu virðast ekki skilja hugtakið frjálshyggja. Það að fólk sé frjálst til orða og athafna svo fremi að ekki sé gengið á rétt annarra. Páll, Friðbjörn Orri og aðrir snilldarhugsuðir virðast telja að hægt sé að beita fólk miklum þrýstingi áður en þeir fallast á, með semingi þó, að gengi hafi verið á rétt einhvers. En mergur málsins er þessi, eftirspurn eftir vændi er langtum meira en framboð á viljugum vændiskonum, því verður að framleiða vændiskonur eins og hverja aðra vöru og ýmsar framleiðsluaðferðir eru til

Teitur (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 21:38

16 Smámynd: Páll Jónsson

Teitur: Þú hljómar eins og býsna skynsamur maður. Ég skal fallast á það með þér að það er nær örugglega staðreynd að eftirspurn eftir vændi er meiri en framboðið af fólki sem býður upp á það af fúsum og frjálsum vilja. Ég skal einnig fallast á það (sem ég taldi mig reyndar vera búinn að gera) að ofbeldi og kúgun geti verið óhjákvæmilegir fylgifiskar vændis af þessari ástæðu. Ég skal m.a.s. fallast á það að réttlætanlegt geti verið að banna vændi af þessum orsökum (sem ég taldi mig einnig hafa gert ljóst).

En þú verður að fallast á það að þetta er helvíti skítt. Við erum að banna fólki að bjóða kynlíf gegn greiðslu þó að það komi okkur andskotann ekkert við hvort fólk býður kynlíf gegn greiðslu peninga, kaupum á tvöföldum gin í tóník, hrósi á erfiðri stundu eða hverju sem er. Fólk á rétt á að gera það við líkama sinn sem því dettur í hug svo framarlega sem það skaðar ekki aðra

Við erum sem sagt að neita fólki um gjörsamlegan augljósan rétt sem við eigum ekkert vald að hafa yfir vegna þess hversu félagslegar afleiðingar þessa réttar geta, þegar á heildina litið, verið neikvæðar. Þetta á ekki að valda okkur neinni gleði. Þetta er fyrirlitlegt úrræði sem mögulegt er að við komumst ekki hjá að grípa til, því miður. Það þýðir ekki að við þurfum að vera glöð með það.

Páll Jónsson, 25.10.2009 kl. 03:28

17 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mansal, frelsissvipting og kúgun eru augljóslega afleiðing þess að eftirspurn eftir vændi er krónískt miklu meiri en framboð þess. Glæpamenn leita ávallt eftir fljótlegum og auðveldum fjáröflunarleiðum og hérna blasa þær við. Kerfið heldur síðan að lausnin sé fólgin í að setja sjálft sig á hausinn með fangelsum, vandamálafræðingaherdeildum osfrv. En alltaf versnar þetta í glæpum yfirleitt og það er vegna þess að kerfið þrífst í rauninni á glæpum og öðrum vandamálum og hefur ekki minnsta áhuga á að útrýma þeim. Heldur þvert á móti. Það eru tröllauknar og sívaxandi atvinnuleysisgeymslur í kringum þetta allt.

Baldur Fjölnisson, 26.10.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband