23.10.2009
Einar Már og Kjarni málsins
Mörgum eru greinarnar hans Einars Más í fersku minni - þessar sem birtust í Morgunblaðinu í fyrravetur og urðu undirstaðan í Hvítu bókinni góðu. Einar Már er kominn á kreik aftur og þar sem þessi grein er merkt númer 1 er væntanlega von á fleirum. Þótt flestir séu hættir að lesa Morgunblaðið er sumt einfaldlega skyldulesning. Þessi birtist í dag - smellið þar til læsileg stærð fæst.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Notalegt að vita að enn eru til alvöru ~brainiack'z~ innann um samfóbjúrókratið, einz & Einar Már. Mar er eitthvað minna einn innann um 'zjallana' með sína skoðun.
Steingrímur Helgason, 23.10.2009 kl. 23:03
Ég svo hjartanlega ósammála Einari.
Einar fer hér með tuggu sem búið er að sjúga allan safa úr í allt sumar. "ég er ekki búinn að finna réttlætinguna fyrir því að við, almenningur, eigum að borga Icesafe-skuldirnar." segir Einar einsog þetta sé ennþá uppá borðinu! Í nóvember 2008 var þetta ákveðið af ríkisstjórninn sem þá sat. Hver getur ekki verið sammála því að þetta er ósanngjarnt. Það er líka ósanngjarnt þegar þjóðir lenda í stríðsátökum sem þær hafa alls ekki ætlað sér í. ( ég er ekki bara að vitna í Ísland og Íraksstríðið)
"Við eigum að vísa Icsafe heim til föðurhúsanna....." Sigmundur Davíð hefur örugglega orðað þetta betur (í löngu og endurteknu ræðunum sínum um þetta atrið)i: Dómstólaleiðina. Vá maður!
Svo er það AGS og svo er það ESB og þessu blandað saman einsog þarna séu einhver samansemmerki á milli.
"Fulli þingmaðurinn sem ætlar að leiða okkur til Brussel"... er náttúrulega bara lágkúra. Bjarni Harðar fer ekki niður á þettta plan.
Ég held að Einar sé engin pólitískur hugsuður. Hann er skáld og skáld eru oft páfagaukar í þeim skilningi að þau endurtaka þann tón í tilverunni sem þeir heyra og bergmála hann.
Núna hefur Einar bergmálað það sem flestir segja. Ég býst við að í skoðanakönnun hjá þorra íslendinga mundi hann fá ca 60% til að vera ALVEG SAMMÁLA. Það er náttúrulega falleinkunn handa raunverulegum hugsuði við allar eðlilegar aðstæður.
Nei Einar er góður maður en hann heldur kannski að hann geti hugsað orginalt um þessi mál en það getur hann ekki. Ég vona að hann birti ekki fleiri svona bergmálsgreinar.
Það er einsog hann hafi legið yfir moggablogginu og þingræðum borgarahreyfingarinnar og birt nánast óbreytt.
Gísli Ingvarsson, 23.10.2009 kl. 23:59
Ég er algjörlega sammála málflutningi Einars Más mér finnst hann komast að kjarna málsins.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.10.2009 kl. 00:05
Orðhengilsháttur Gísla er ósvikinn. Orðmengdin sýnir það. Að þurfa svo mörg orð að lýsa bergmáli?
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 00:46
Vildi bara segja það sama og Ólafur Sveinsson sagði, nema mín hefðu verið á annan hátt hans er betra, svo það skal duga.
(IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 01:04
Frábær grein, og tek undir hver orð.
Ég vil annars benda fólki á mína nýjustu færslu:
Smá bútur:
---------------------------------------------
Losum um gjaldeyrishöftin hið snarasta!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.10.2009 kl. 01:28
Einar Már er bara að hitta í mark .. hann er búin að því áður, og á heiður skilin fyrir málflutning sinn í þessari grein, hann eiginlega segir það sem ég vill segja ásamt tugþúsundum annara.
Óli (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 01:29
Einar skrifar ætíð skemmtilega,þótt um dapurt efni fjalli. Eftir heilt ár í harðvítugum deilum um afleiðingar hrunsins,er ekki hægt að skrifa neitt,sem ekki hefur borið á góma áður. Gildir þá einu hver skrifar,að því frátöldu að menn hafa misjafnan stíl og eru með eða á móti. Mín heitasta ósk Íslandi til handa er að þessi Icesave-langlokusamningur verði felldur,ekkert E.S.B. og A.G.S. fari héðan. Mín skoðun er að þá muni landinn,átta sig og fara að vinna saman að lausnum,hætta metingi,hætta að benda á hver er vondur,verri verstur. Taka til að lifa eins og þjóðhöfðingjar leggja til í hátíðaræðum sínum,stríða.vinna vorri þjóð.
Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2009 kl. 01:31
Gísli las bara textann undir myndinni en ekki greinina. Sennilega ætti hann að skifta yfir í koffeinlaust og fara að lesa meira. Þetta er mögnuð grein hjá einari og lýsir þeirri ótrúlegu sturlun, sem er í gangi hér áöllum vígstöðvum. Og þetta er ekki allt. Hér er bara stiklað á stóru. Hér er elítan enn að verja sitt og meira að segja verkslýðsfélögin eru undirlögð af hagsmunaaðilum í atvinnurekstri. 'I dag hæeldu þeir leynilega kosningu og höfnuðu því að leyfa fulltrúum fólksins að sitja í stjórnum líferissjóða. Þar skulu atvinnurekendur ráða ríkjum. Ráða yfir lífeyri almúgans. Kosningin höfð leynileg, svo enginn þurfi að vita hverjir eru að verja arðránið. Hér er öllu snúið á haus. Svart er hvítt og hvítt er svart og Ríkistjórnin, sem kjörin er af fólkinu til að verja hagsmuni þess, gefur skít í fólkið og slær skjaldborg um fjármagnseigendur. Gömlu svilkahundana og glæpalýðinn, sem öllu þessu ullu.
Þetta er verra en nokkur martröð. Það vona ég að langlundargeðið og þrælslundin fari að bresta og að fólk grípi til vopna. Ég sé svei mér enga aðra von.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.10.2009 kl. 01:34
Einar Már hittir naglan á höfuðið eins og svo oft áður. En hvað á að gera? Er eithvað hægt að gera? Og hver á að gera hvað? Það eru næstum 4 ár i kosningar og litur ekki ut fyrir að þær muni breyta miklu, xD eða hvað?? Lítur ut fyrir að íslenskar kosningar séu skrumskæling af ævintýrinu um heimska Hans.
Litla íslenska þjóðin hefur í gegnum aldir verið i ánauð síns egin siðferðis. Einhvernveginn er eins og heimsins best mentaða þjóð aldrei megni að gera hið óumflýjanleg. Af og til hafa stigið i pontu heiðarlegir æðruleysingjar sem náð hafa að sameina og hvetja þjóðina til dáða. En það er langt slikra á milli. Sé að mafían er að eflast og sýnir sitt sanna innræti og sið. Mæli með allsherjarverkfalli til að byrja með og fangelsun meintra gerningsmanna tafarlaust. Ekki leikur nokkur vafi á að heimurinn nennir ekki að hlusta á tjónþolanda sem ekki mótmælir og ekki sækir málið sitt sjálf. Almenningsálitið í heiminum dvínar með hverjum degi sem líður án ákæru og uppvasks.
The Outlaw (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 13:13
Þetta er ein besta grein sem ég hef lesið frá upphafi um hrunið. Einar Már að festa á prent það sem almenningur hefur verið að vakna við og tel ég þessa grein skyldulesningu fyrir hvern þann sem ennþá kallar sig læsan Íslending. Hann vitnar í opinberar heimildir sem sýna fram á valdníðslu AGS í garð þeirra þjóða sem hafa þegið "aðstoð AGS" í gegnum árin. Þjóðir eins og t.d. Argentína, Bólevía, Ekvador, Indónesía og Rússland hafa þurft að upplifa aftökur gjaldmiðla sína og í þokkabót skuldsett stjarnfræðilegum fjárhæðum sem renna flestar til verkefna elítutengdra FYRIRTÆKJA. Þar má nefna alcoa, bechtel, standard oil, hallibuton o.s.f.v sem hægt er að nefna í sögulegu samhengi. Mér til málsbótar læt ég fylgja hlekki á heimildir um nákvæmlega þessar staðreyndir:
World Bank’s ICSID to Hear Case on Bolivia Water Privatization
Allt um John Perkins af larahanna.blog.is
The secret history of the American empire fyrirlestur frá John Perkins
Heimildarmyndin The new rulers of the world
Kær kveðja Alli
Alfreð Símonarson, 24.10.2009 kl. 17:01
Já ég er sammála öllum sem hér að framan finnst þetta vera góð grein, ég gefst upp...þegar meira en 90% eru sammála og finnst allt í himna lagi þá er allt í himnalagi. Jafnvel þó þetta sé bara endursögn á því sem við höfum hlustað á í allt sumar er það alveg frábært að það skuli vera Einar sem segir okkur það í góðri og huggulegri samantekt. Nú þegar við erum öll sammála getum við farið að tala um veðrið.
Gísli Ingvarsson, 24.10.2009 kl. 22:10
Ég varð nú bara hálf sorgmæddur af að lesa greinina hans. Ég hefði svo gjarnan viljað vera sammála honum, eins oft og mér finnst hann hitta naglann á höfuðið.
Raunin er sú að þjóðin hafði enga aðra valkosti en að samþykkja Icesave, enda höfðu íslensk stjórnvöld margskrifað upp á það. Spurningin var bara með hvaða kjörum. Að reka AGS heim, hætta við ESB umsókn og fleira í þeim dúr er óráð.
Í það minnsta vil ég sjá hvað þeir sem standa fyrir slíkum málflutningi vilja gera í staðinn. Það er lágmarkskrafa til þeirra. Ef þeir gera það ekki, er þetta pópulismi af verstu sort.
Hinrik (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.