Niðurlæging þjóðar

Niðurlæging þjóðar - Njörður P. Njarðvík - Fréttablaðið 26. október 2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Góður pistill hjá Nirði og sannur. Manni finnst satt að segja að það sem Njörður nefnir, ætti þjóðin að vita og vera farin að skilja, en í ljósi þess þumbarahátts, gleymsku og skilyrðislausrar flokkshollustu sumra sem virðist ná út fyrir skynsemi og heila hugsun, þá er full ástæða til þess að hamra á þessum staðreyndum.

Öðruvísi munum við sennilega ekki læra.

hilmar jónsson, 26.10.2009 kl. 12:11

2 identicon

Meðan fólk heldur áfram i sinum stotgröfum og neðanjarðarbyrgjum , og hættir ekki að berjast með flokk pólitiskum bolabrögðum , og getur ekki öðlast þá syn að ganga að sama borði og semja sátt um þjóðarhag  .á þarf enginn að lata sig dreyma um gott lif á Islandi ! EG STIÐ ENGANN FLOKK svo þetta á jafnt við alla i minum huga En öllum Islendingum , hlytur að vera ant um þetta land ,þessa þjóð og okkar allra heill og þá er það lámarks  krafa að nu felli menn sverð , orða og verka og FARI AÐ GERA EITTHVAÐ VITRÆNT , Komin timi til ,þó fyrr hefði verið !!!   Vil ennfremur benta á  að her hefur pólitik snuist upp i andkverfu sina á seinni timum , hun á að vera aðhald , stefna og straumar , En aldrei valdbeyting eða misnotkun !!  Sem hun er svo sannarlega komin i !!

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 12:23

3 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Frábær grein hjá Nirði. Niður með fjórflokkinn.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 26.10.2009 kl. 12:59

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vegna færslunnar hér fyrir neðan mín kæra vinkona þá langaði mig að leggja mitt af mörkum til umræðunnar.  Hehemm.

Bara gat ekki stillt mig.

Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2009 kl. 13:36

5 identicon

Það er spurning hvort vænlegra væri til árangurs að koma fram við fólkið í hrunflokkunum eins og óþekka krakka. Þá er oft betra að vera bara blíður og þolinmóður frekar en að nota skammir og rassskellingar. Segja bara , „svonanú Bjarni minn, þetta verður allt í lagi litli kúturinn. Viltu fá ristað brauð og mjólkurglas?“ Frekar en að segja, „nú verður þú rassskelltur óþekktarormurinn þinn, búinn að brjóta allar rúður í hverfinu og pissa í buxurnar, skítbuxni og frekjudós.“ Krakkar sem eru mikið skammaðir verða oft hortugir, hefnigjarnir og langræknir. Líka stóru krakkarnir.

Arnþór (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 14:21

6 identicon

Njörður er frábær penni.

Engin niðurlæging er jafn nöturleg og sjálfsniðurlæging.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 15:34

7 identicon

Grein Njarðar glitrar eins og demantur. Hún minnir á orð heimspekingsins og rithöfundarins Iris Murdoch:

"Það er með siðferðið eins og listina. Felstir depla auga og hraða sér áfram. Þannig hefur margt listaverkið og mannslífið farið forgörðum."

Njörður hefur ekki einasta góðvild og sterka réttlætiskennd. Hann hefur það sem alltof marga skortir: Civil courage.

johann (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 18:00

8 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Njörður er svo sannarlega frábær penni og ávalt meiriháttar speki sem kemur frá honum.  Ég hef lýst okkar viðskipta- & bankamönnum við "auðvalds fíkla" þetta lið gerir (gerði) næstum hvað sem er til að fá næsta skammt...!  Þetta lið er ennþá í algjöri afneitun og neytar að fara í meðferð, það telur sína breitni í lagi...lol....eins og fíklar almennt á hlaupum burtu frá ábyrgð.  Ránfuglinn & Framsókn má síðan líkja við sölumenn eiturlyfjanna, þeir útveguðu eitrið (bankanna) á lágu verði - sumir fengu skammtanna frítt gegn því að gera sölumönnunum greiða tilbaka, svona eins og gengur í undirheimunum.  En nú vil svo til að þeirra myrkraverk sem stunduð voru reyndar fyrir "opnum tjöldum" eru að koma betur & betur í ljós þó svo að Samspillingin (Strúturinn) geri allt sem þeir geta til að stinga ávalt hausnum í sandinn.  Ef móðirin (Samspillingin) hefði þorað að vera ábyrg móðir þá hefði hún gripið inn í brenglaða hegðun sonarins, en sonurinn sá við móðurinni og lét hana fá FÉ til að hún gæti farið út á lífið og því fór sem fór....!  Öll fjölskyldan (þjóðin) var meira & minna í hlutverki bjánans, meðvirk & svaf á feigðar RÓS, þó svo að geðlæknirinn (Ögmundur Jónasson) reyndi ítrekað að setja út á "brenglaða hegðun fíkilsins" þá fann Samspillingin & Ránfuglinn alltaf einhverja skotulækna (hagfræðinga, lögfræðinga, endurskoðendur og aðra eiturpésa) til að stíga fram á leiksvið fáranleikans og halda fram "lyga & blekkingarsögum" - sumir þessara aðila fengu "gíðarlegar upphæðir fyrir að ljúga" eins og Tryggvi efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, með svona ráðgjafa þá er í raun öruggt að sjúklingurinn DEYR í höndunum á þessum fagmönnum.  Þeim er flestum sama, svo framarlega sem þeir fá borgað fyrir sýnar sitt framlag í skrípaleiknum Þrælaeyjan en nú má segja að leikritið sé orðið að Þrælaeyjunni og Óli grís er ennþá hófvær leikstjóri þjóðarinnar og ég sé yfirleitt glita í geislaBAUG hjá þeim ljúfa manni.  Ég fagna þeim degi þegar þjóðin fer í meðferð..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 26.10.2009 kl. 18:01

9 identicon

Gallinn við grein Njarðar, sem er ágæt í sjálfu sér, er að þetta er farið að verða tuð. Við vitum öll um óvéfengjanlegar syndir Davíðs Oddssonar. Enda var honum blessunarlega sparkað út í búsáhaldabyltingunni. Það er niðurlægjandi fyrir mig sem Íslending að vita til þess að Íslendingar gerðust þjófar og svikahrappar þegar þeim loksins veittist frelsi til athafna í banka og fjármálastarfsemi. Ég hefði ekki trúað þessu á okkar menn að óreyndu, en lengi skal manninn reyna.

Nú víkur sögunni að Jóhönnu og Steingrími. Það er aftur forkastanleg niðurlæging fyrir mig sem Íslending að horfa upp á hverning þau skötuhjúin gersamlega brugðust trausti margra sinna landsmanna og börðust ALDREI fyrir hagsmunum síns lands heldur lögðust flöt, máttlaust og undirgefin undir skóhæla nýlenduherranna og handrukkara "auðvaldsins." Bretar of Hollendingar mega sáttir þykjast við framkomu sinna manna, sem voru harðir og óbilgjarnir og "ágjarnir sem léón," svo vitnað sé í ræðu Sverris konungs. Í ati Íslendinga við Breta og Hollendinga er augljóst hverjir mættu á hólminn með þrælslund. 

Ef einhverjir skilja ekki hvers vegna Íslendingar flykkjast ekki í hrönnum til liðst við Jóhönnu og Steingrím og frá hrundadansspilurum Sjálfstæðis og Framsóknar þá þarf ekki lengra að leita, en vita að þegar standa þurfti upp fyrir hagsmuni lands og þjóðar, þá sáu þau sér svikulan leik á borði og gengu erinda þröngra hagsmuna ESB-sinna og köstuðu hagsmunum þjóðarinnar fyrir róða, að ekki sé talað um að halda EKKI uppi heiðri og orðstí síns lands.

Ég verð að segja eins og er, að ef ég hefði ekki lesið um það í Íslendingasögunum að hér bjuggu hetjur og kappar sem "hjuggu mann og annan" og víluðu ekki fyrir sé að rukka silfur af erlendum konungum, þá hefði ég aldrei vitað það.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 20:49

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Heyr, heyr! Tek undir hvert orð Kjartan.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 21:35

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það sjá allir að engin hugarfarsbreyting  ætlar að erða. Við erum alveg og endanlega búin að vera og eins gott að vera ekki alltaf að tuða um það. Tröllum bara meðan við tórum!  Je ræt!

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.10.2009 kl. 21:57

12 identicon

Fyrri partur í ágæti vindhanaljóði eða léleg grein!

Ef þessi grein væri fyrri partur í ljóði, þá væri þetta ágætt upphaf.  Það sem einkennir þessa grein er þessi óþolandi blinda á eigin vindhana.  Ég vill benda á það að Sigmundur Davíð og Jóhanna eru einu flokksleiðtogarnir sem geta stært sig af því að það sé samhljómur í málatilbúnaði þeirra, fyrir og eftir síðustu áramót.  Kannski er það vegna þess að þau eru formenn þeirra flokka sem ekki hafa skipt um heimilisfang.  Stuðningsmenn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokksins og Borgara- eitthvað þurfa að lesa síðustu gein viðkomandi til að vita hvar þeirra "flokkur" stendur þennan daginn.  

Það er óþolandi að afstaða, náttúrulögmál, bragðskyn og hugsanlega kynhneigð skuli þurfa að breytast m.t.t. hvor viðkomandi sé í stjórn, kosningabaráttu eða stjórnarandstöðu. Steingrímur gærdagsins er andhverfa Steingríms dagsins í dag, og það sama á við um Bjarna Ben. 

Mér vinnst súkkulaðiís góður, óháð því hvor sem ég er með vinnu eða atvinnulaus, engin stórkostleg staðfesta, en örugglega meira en hægt er með góðu móti að vænta frá flestum stjórnmálamönnum og konum þessa lands.

Afstaðan til Icesave, aðgerða vegna hrunsins o.s.frv er að því er mér virðist atvinnutengd á alþingi.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 08:38

13 identicon

Oft hefur mér líkað pistlar Njarðar en þessi er þeirra sístur að mínu mati, enda útataður flokkspólítískri afstöðu höfundar. Hér er verið að kenna XD um allt sem miður fór. Gamla rispaða platan, ekkert nýtt. Ekki minnst orði á ábyrgð Samfylkingar í hruninu nú frekar en fyrri daginn. Nema þá til málamynda að saka hana um sök þá að mynda ríkisstjórn með XD. Allt á sömu fjölina lagt til að tryggja vinsældir andvana getinnar vinstristjórnar. Þjóðir er að blæða út undir stjórn þessarar aumu ríkisstjórnar. Engu að síður skal framtíð þjóðarinnar sett að veði fyrir vinstristjórnina, sama hvað það kostar hana. Nú skal loka augunum fyrir öllu sem bendir í aðra átt en XD.

En það er því miður ekki hægt þar sem aðkoma Samfylkingar var svo mikil og afglöpin svo yfirgripsmikil að fyrr má fela fíl innanklæða en að fela sekt Samfylkingar í málinu.

1. Samfylkingin var í ríkisstjórn með XD fyrir hrun. 2.Samfylkingin fór með stjórn í viðskiptaráðuneytinu og þar með ábyrgð á bankamálum í landinu og eftirlitstofunum með íslenskum bönkum. 3.Eftirlitið var ekki í annarra höndum en Samfylkingar. 4.Samfylkingin (Alþýðuflokkurinn) ber ábyrgð á því að Ísland gerðist aðili að EES og þar með skuldbundið að hlíta lögum ESB að frjálsum fjármagnsflutningum á milli landa. 5.Helstu fjármálagjörningar sem gerðir voru og leiddu til bankahrunsins urðu á vakt viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar. 6. Helsti styrktaraðili Samfylkingarinnar var einnig helsti útrásarvíkingurinn og fléttumeistarinn í Íslensku fjármálalífi, Baugur Baugsson.

Þess utan, þá er nýtt fólk í forustu XD þar sem kjósendur sendu skýr skilaboð um breytingar í prófkjöri. Stefna XD er hinsvegar sú sama, enda er hún klettur í hafi fyrir íslenska þjóð (lesið hana og vitnið í hana ef þið eruð ekki sammála því).  

Þjóðin á skilið að heyra sannleikann, UMBÚÐALAUST og án flokkspólitískrar yfirhylmingar á sönnunargögnum.

kv.Biggi

Birgir (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 16:45

14 identicon

Hér sannast hið fornkveðna:

Það er til einskis að kasta perlum fyrir svín.

Johann (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband