Ráðleysið í kjölfar hrunsins

"Mörg lönd hefðu upplifað djúpa fjármálakreppu, bæði fyrr og síðar, Ísland skæri sig ekki endilega úr þótt fallið hefði verið dramatískt. Líka traustvekjandi að hugsanleg svik væru í rannsókn. En það sem hefur mest áhrif á afstöðu alþjóðlega fjármálageirans er hvað íslensk yfirvöld virtust lengi vel ráðlaus. Icesave er eitt dæmið og viðbrögðin reyndar skopleg á köflum. Við, sem fylgdumst með Íslandi, veltum því fyrir okkur á hverjum morgni hvaða merkilega uppákoma yrði í dag, sagði þessi bankamaður sem nefndi, að reiptog ríkisstjórnarinnar og þáverandi seðlabankastjóra hefði komið útlendingum spánskt fyrir sjónir. Í stuttu máli: Sjálft hrunið fór ekki verst með orðspor Íslands erlendis - heldur ráðleysið sem fylgdi í kjölfarið."

Sigrún Davíðsdóttir - Pistlar í Speglinum á RÚV

Sigrún Davíðsdóttir var með enn einn upplýsandi pistil í Speglinum í gærkvöldi. Ég hugsaði með mér þegar ég hlustaði - og kom sjálfri mér á óvart með því að skilja (held ég) allt sem hún sagði - að fyrir rúmu ári hefði ég ekkert botnað í þessu. Spurning hvenær maður fær diplómaskjal í hagfræði.

Hljóðskrá í viðhengi hér fyrir neðan.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kama Sutra

Góð lýsing á molbúahættinum hérna á Klakanum.  Maður skammast sín niður í tær.

Kama Sutra, 30.10.2009 kl. 04:36

2 identicon

Og það er semsagt úrræðagnægð og skilvirkni sem einkennir stjórnarhætti í dag?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 07:43

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sigrún er góð en hún hefði mátt segja okkur hvaða álit bankamenn í Englandi höfðu á hinum íslenska seðlabankastjóra

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.10.2009 kl. 09:52

4 identicon

Þjóðarskútunni virðist vera stjórnað af drukknum skipstjóra og bæði er það dapurlegt en um leið fyndið að sjá hvernig hún stefnir alltaf í auga stormsins. En það er ekki alltaf við nýráðinn skipstjórann að sakast. 

Að skipta um skipstjóra á þjóðarskútunni dugir skammt þegar megnið af áhöfninni vinnur í anda spillingarinnar sem réði hana, flokks-vina-ættingja klíkunnar. Sú klíka er áhrifameiri en fólk gerir sér grein fyrir og er ekkert að flýta sér að framkvæma hlutina, því hún vill fá stjórnina aftur. Áhöfnin stundar skemmdarstarfssemi um allt skip, reynir meira að segja sitt besta til að rugla kompásinn. Þegar eigendur skútunnar (þjóðin) fara loks að átta sig á að regluverkið sem unnið er eftir er úr sér gengið og gjörspillt og það verður að endurskrifa það og laga að nútíma hugsunarhætti fer skútan loks að láta að stjórn. Ekki fyrr. Þá fyrst verður hægt að ráða nýja áhöfn þar sem hæfni og menntun verður í fyrirrúmi.

Við getum farið að mynda nýjar kröfur og séð til þess að þær nái fram að ganga. Til dæmis þessar;
 
Stjórnlagaþing strax án afskipta stjórnmálaflokka og nýja stjórnarskrá fyrir næsta haust!
Fjárgæfrafólkið í fangelsi strax.
Forsetinn segji af sér, strax.

Takk fyrir að vera til Lára Hanna :)

Hörður Torfason (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 10:04

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já hvenær fáum við diploma í hagfræði?....

Hólmdís Hjartardóttir, 30.10.2009 kl. 11:39

6 identicon

Árinni kennir illur ræðari.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 17:36

7 identicon

Ráðleysið er skiljanlegt. Stjórnin verður að samþykkja icesave(engin önnur leið út nema við viljum annað hrun og það sé lokað á okkur úti) sem meirihlutinn af þjóðinni fyrirlítur!

Ari (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband