Ó, mín gleymna þjóð!

"Íslendingum er ekki viðbjargandi," hugsaði ég með mér þegar ég horfði á fréttirnar í gærkvöldi þar sem sagt var frá niðurstöðum nýjasta þjóðarpúls Gallups. Til hvers er maður eiginlega að berjast? Hvað veldur því að fólk vill aftur vöndinn sem sárast beit? Vönd valdhafanna sem skópu hrunið og allar skelfilegu afleiðingar þess. Valdhafanna sem afnámu nánast skatta á auðmenn og fyrirtæki á kostnað almennings. Valdhafanna sem gáfu eigur okkar vinum sínum, samþykktu Icesave á sínum tíma og lögðu þjóðina að veði, afnámu allar reglur í fjármálaheiminum, leyfðu kvótakóngum ýmist að veðsetja auðlindir hafsins mörg ár fram í tímann eða selja orkuauðlindir fjárglæframönnum - og svo framvegis, og svo framvegis. Og þessir valdhafar frömdu fleiri glæpi gagnvart þjóðinni - ótalmarga. Er þýlundin alger? Er ekki allt í lagi?

Þjóðarpúls Capacent Gallup - RÚV 31. október 2009

Fólk kvartar og kveinar undan efnahagshruninu, missir vinnuna, fer á hausinn, horfir á lánin sín hækka úr hófi fram, flýr úr landi, mótmælir... en samt fá aðalhrunflokkarnir tveir samtals 49% í skoðanakönnun. Er fólki ekki sjálfrátt? Er gullfiskaminnið svona hrikalegt? Gerir fólk sér virkilega ekki grein fyrir því hvað gerist ef þessir flokkar ná aftur völdum á Íslandi? Maður spyr sig...

Mig grunar að herför Sjálfstæðismanna nú sé vegna þess að einhvers staðar sé verið að sauma að þeim og hætt sé við að ógeðslegur sannleikurinn sé að koma upp á yfirborðið. Þeir munu hætta við allar rannsóknir og reka Evu Joly ef þeir komast aftur til valda. Svo einfalt er það. Er það það sem fólk vill? Það er það sem fólk fær ef það kýs þessa flokka, svo mikið er víst. Og ég frábið mér ESB eða Icesave-saminga umræðu í þessu sambandi. Þau mál koma þessu einfaldlega ekki við. Hér er til umræðu uppgjör við fortíðina og ábyrgð á núverandi ástandi.

Rifjum upp örfá atriði - af nógu er að taka - og ekkert af þessu hefur enn verið gert upp.

Stöð 2 og RÚV í apríl 2009

 

RÚV 13. apríl 2009

 Stöð 2 - 21. apríl 2009

 

 Vill þjóðin virkilega láta tala niður til sín aftur í þessum stíl?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, Lára Hanna.

Það er eðli loftbólna...................þær springa !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 03:41

2 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Lára mín það er rétt hjá þér að Sjálfstæðisflokkurinn er einn af höfundum af hruninu.  Nú höfum við haft kommanistastjórn á landinu í tæpt ár og ekkert hefur skeð til hjálpar heimilum landsins heldur aðgerðir sem lengja á í hengingarólinni ævilangt.

Einnig hefur þessi kommanistastjórn boðað að leggja eigi 35 prósent tekjuskatta á landsmenn sem engin innistaða er fyrir miðað við skuldarstöðu heimilanna í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað engar skattahækkanir og fellur það vel í kramið hjá fólki og hljótum við að skilja það hjá þjóð sem er á barmi örvæntingar og vonleysi.

Í dag hefði ég ekki grænan grun hvað ég myndi styðja ef það væri komið að kosningum en það er krystal tært að  þessi ríkisstjórn er ekki að bæta hag heimilanna og sérstaklega þeirra sem komu ekki nálagt útrásarkjaftaðinu og eru um þessar mundir að sjá allt sitt brenna upp.

Þess vegna mun örvænting landsmanna bæta hag stjórnarandstöðuflokkanna á næstu misserum ef þessi ríkisstjórn bætir sig ekki betur með að innspýta kraft í atvinnulífið og þjóðina.

Ég er ekki hissa þar sem þessi ríkisstjórn hefur valdið mér gríðalegum vonbrigðum.

Árelíus Örn Þórðarson, 1.11.2009 kl. 03:45

3 identicon

Takk fyrir greinina.

Eins og talað frá mínu hjarta og er ástæðan fyrir því að jeg kom mér burt fyrir 15 árum. Er farinn að hallast á þá skoðun að Íslendinga skortir langtíma minni.

The Outlaw (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 07:13

4 identicon

Hér er fátt að gera nema skipta um þjóð.

Sverrir (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 07:36

5 identicon

Já þessari þjóð er ekki viðbjargandi enda flutti ég burt af þessari þrælaeyju fyrir 20

árum síðan, það virðist vera lítið eftir af víkingablóðinu í þjóðini, sennilega meira

Írskt þrælablóð sem er alsráðandi núna. :-(

Joi Erlendsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 08:59

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þarna dregur þú rangar ályktanir Lára. Þjóðin er hvorki heimsk eða gleymin. Þú getur verið viss um eitt að fylgi stjórnarflokkana mun bara dala þeim mun lengur sem líður á veturinn. Sama hvað spunameistararnir leggja fyrir lóðina þá sér þjóðin að ríkisstjórnin er eins og keisarinn forðum, á alsbertinu. Tími kappræðunnar er liðinn, kjaftavaðalsins, áróðursvélanna. Tími rökræðunnar er kominn og tími aðgerða.  Til þess að læra ný vinnubrögð gætir þú skellt þér á fyrirlestur hjá Páli Skúlasyni. Bara að skilja orðið rökræða gæti verðið ásættanlegt markmið fram að áramótum.

Sigurður Þorsteinsson, 1.11.2009 kl. 09:40

7 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Það vekur athygli hvað fyrirsagnirnar á ruv.is Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og visir.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur eru samhljóma. Túlkunin er ættuð frá GALLUP þar sem ein fyrirsögnin er einmitt Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins. Merkilegt að GALLUP ber fram það fréttnæma... og fréttamiðlar láta mata sig. Það er ekki talið fréttnæmt að "Ríkisstjórnin nýtur núna stuðnings um 48% kjósenda sem er svipað og verið hefur undanfarna mánuði."

mbl.is er svo aftur dottið í síðdegisblaðsáherslur, þ.e. löggumál, jarðskjálfta, hneykslismál.  Merkilegt hvað sá vefur hefur sett niður á rúmum mánuði. Umræðan og Moggabloggið er dautt og táknrænt að bloggið þitt Hanna Lára er orðið sjálfstæður miðill.

mbl.is vefurinn reynir að veðja á "fréttir" með Skjá einum og byggir þar eflaust á vinsældum fréttaskota Þóru Kristínar sem voru auðvitað ekki bara nýnæmi heldur meiriháttar gæðavinna, sem var verðlaunuð 2008. Nema hvað þeir ráku hana (!) og aðra 40 til að rýma fyrir egó Davíðs og annarra hagsmunaaðila. Og eitthvað hefur verið um uppsagnir síðan þá, sem ég kann ekki að tíunda. Miðað við að "78% lesa vefútgáfur dagblaða eða tímarita," samkvæmt Hagstofunni, eru skyssur stjórnenda á því vefblaði ótrúlegar. Fjölmiðlavakningin náði til Moggans á erfiðum tímum en nú er mbl.is að peppa sig upp með æsifregnum.. Davíð og Haraldur ættu að gefa okkur það í jólagjöf að segja upp eða fara á eftirlaun og Skari ætti að gera annað en að flækjast á sviði sem hann subbast bara á.

GRÆNA LOPPAN, 1.11.2009 kl. 09:42

8 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sannast bar ekki hér gamla máltækið; þangað sækir klárinn sem hann er kvaldastur?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 1.11.2009 kl. 10:20

9 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Niðurstöður könnunarinnar eru stórmerkilegar. Ekki vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig fylgi heldur vegna þess að meginlínurnar eru óbreyttar frá síðustu kosningum. Það hlýtur að vera forystu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar mikið áhyggjuefni að þeim skuli ekki hafa tekist að grafa undan ríkisstjórninni. Sá hópur kjósenda er stór sem heldur með sínu liði hvað sem tautar og raular. Það er sáluhjálparatriði. Það er mörgum of erfitt og sárt að yfirgefa flokkinn sem þeir hafa alltaf stutt. Þessi hópur myndar kjarnafylgið. Kjarnafylgi Sjálfstæðisflokksins gæti verið nálægt því sem hann fékk í síðustu kosningum. Í þessari könnun hefur hann líklega fengið að auki hluta af óánægjufylginu sem flýtur á milli flokka því litlu framboðin nánast þurrkast út. Þessir kjósendur gætu verið að refsa ríkisstjórninni en það er ólíklegt að flokknum haldist á þessu fylgi nema þá að fæla frá sér um leið aðra kjósendur.Fylgi Framsóknarflokksins er lágt, mjög lágt í sögulegu ljósi. Kjarnafylgi Framsóknarflokksins gæti verið aðeins undir því sem hann fékk í kosningunum í vor en það er augljóst að á síðustu árum hefur meira að segja hluti af tryggasta fylgi flokksins snúið við honum baki. Það fólk er komið með óbragð í munninn og getur ekki lengur stutt sinn gamla flokk. Þetta fylgi virðist ekki skila sér til baka. Í ofan á lag hefur einleikur tveggja forystumanna flokksins í Noregi líklega hrakið hluta óánægðra frá flokknum.Fólk er ekki fífl þótt sumir haldi öðru fram. Skoðanakannanir eru ekki kosningar og þess vegna nota margir tækifærið til þess að koma gremju og óánægju til skila. Og ekki skortir tilefnin til óánægju í ofviðrinu sem nú geysar. Niðurstöður könnunarinnar eru ekkert áfall fyrir ríkisstjórnina, öðru nær. Þær eru áfall fyrir  Framsókn og þótt Sjálfstæðisflokkurinn standi betur hefur hann í raun yfir litlu að gleðjast. Vandræðin hjá þessum tveimur flokkum kristallast í óvinsældum forystumanna þeirra. Það eru sárafáir sem treysta þeim.

Guðmundur Guðmundsson, 1.11.2009 kl. 10:38

10 identicon

Ertu ekki sátt við að fylgi samfylkingar skuli vera 20% lægra en í síðustu kosningum? Undanskilurður kannski þann flokk þegar kemur að efnahagshruninu? Ertu kannski ein af þeim sem talar alltaf eins og Samfylking hafi aldrei verið til þegar kemur að þessum málum?

Ertu ekki sátt við að þjóðin skuli vera að refsa samfylkingunni fyrir að hafa átt sinn þátt í hruninu? Átt viðskiptaráðherra sem svaf þyrnirósasvefni á meðan bankarnir voru að liðast í sundur? Staðið að og stutt upphaflega Ice-save samkomulagið, sem var hneyksli. Viðhaldið tveggja stafa tölu í verðbólgu, vöxtum og atvinnuleysi. Stuðlað að uppþotum í upphafi árs sem engu hafa skilað. Flokk sem hefur einbeitt sér að utanríkismálum sem hafa enga þýðingu þessa dagana s.s. aðild að öryggisráði SÞ, viðræðum við ESB og slíkt með tilheyrandi kostnaði. Yfirlýsingar eins og "skjaldborg" um heimilin sem eru grátbrosleg í dag.

Það er skrýtið hvað sumir virðast ekki geta nefnt samfylkinguna á nafn þegar á að ræða ástandið eins og það er. Staðreyndin er sú að samfylking hafði mikil og góð tækifæri til að stöðva það sem stöðvað var í sambandi við hrun bankanna, enda með viðskiptaráðuneytið í heilt ár áður en allt hrundi. Flokkurinn kaus að gera ekki neitt. Síðan allt hrundi er liðið ár. Samfylking hefur kosið að halda áfram að gera ekki neitt, nema semja af sér fyrir hönd þjóðarinnar, ala á sundrungu og úlfúð meðal fólksins sem býr í landinu.

Það er með ólíkindum að þú skulir hvergi minnast á Samfylkinguna!!!! Þrátt fyrir að stærstu fjölmiðlum landsins sé stranglega bannað að nefna orðið Samfylking þegar kemur að þessu hruni og afleiðiingum þess, þá er almenningur búinn að sjá í gegnum svona mal í fólki eins og þér. Það er einfaldlega hætt að taka mark á þessu.

Hvað með Skúffufé Össurar og styrk hans til æviminninga eðalkrata? Hvað með ömurlega Icesave samninga? Hvað með hroðvirknisleg vinnubrögð í ESB málinu? Hvað með ólöglegar mannaráðningar Samfylkingar á sínu fólki sbr. Einar Karl? Hvað með efnahagsstefnuna? Hvað með undanlátssemi við AGS..... Listinn yfir kúðrið á mjög stuttum tíma er langur. Hvað gerist þegar þarf að koma fjárlögum saman? Hvert fer fylgi Samfylkingar þá? Niðurskurðurinn, uppsagnirnar og slíkt? Er ríkisstjórnin ekki búin að vera?

joi (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 10:40

11 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Því miður skiluðu greinarskilin sér ekki í langhundinum sem ég var að senda frá mér.

Guðmundur Guðmundsson, 1.11.2009 kl. 10:41

12 identicon

Stjórnir síðustu ára gerðu kerfisbundið rán fjármálastofnanna á eigum almennings mögulegt og núverandi stjórn treystir sér ekki til þess að leiðrétta það. Stórum hópi fólks er misboðið alveg sama hver fer með stjórnartaumana. Þetta óánægju fylgi getur væntanlega sveiflast í allar mögulegar áttir.

En annars þá hef ég djúpstæða fyrirlitningu á flokkspólitík og kýs því ekki í kosningum. Hrunið var fyrst og fremst gjaldþrot íslenskra stjórnmála.

Seiken (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 11:21

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já.  Þetta er nú meinið.   Hluti þjóðarinnar er furðulega þenkjandi. 

Það sem er eftirtektarvert þarna, er að fylgið frá litlu flokkunum fer yfir á sjalla en ekki td. Framara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.11.2009 kl. 11:43

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Eitt sinn egar við áttum spjall saman sl vetur Lára Hanna þá sagði ég þér að ég hefði ákveðið að flytja af landi brott og ekki snúa aftur nema sem ferðamaður. Þú spurðir mig afhverju það sætti. Ég sagði þér þá að mitt álit á íslensdingum almennt væri að þeir væru frekar heimskir stjórnmálalega og vissu ekkert um hvað stjórnmál snerust heldur umgengust stjórnmál eins og menn almennt umgangast knattspyrnu.. annað hvort helduru með þessu liðinu eða hinu.. og það í gegnum súrt og sætt. að skipta um flokk er bannað og sá sem slíkt gerir er bara aumkunarverð mella og ekki húsum hæfur hjá íslendingum.

ég spáði því að á íslandi yrðu haustkostningar og að hrunaflokkarnir kæmust aftur til valda, sjálstektin og framsókn.. þetta hefur ekki enn ræst og sennilegast rætist það heldur ekki í bráð. en vormánuðir verða stjórninni erfiðir.

ég hef akkurat enga trú á íslendingum enda hefur sagan sannað það svo ekki er um villst.. íslendingar kunna ekki að stjórna landi.

Bestu kveðjur frá Noregi.

Óskar Þorkelsson, 1.11.2009 kl. 11:45

15 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já, maður spyr sig. Ég vona að Sigurður hér að ofan hafi rétt fyrir sér.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 1.11.2009 kl. 12:11

16 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Skúffuféð er ekkert nýnæmi en að það skuli tekið á því er það hins vegar.

Icesave er arfleifð sem enginn vill kannast við en ríkisstjórn, hver sem hún annars er, neyðist til að taka á.

Hvort sem menn eru sammála um ESB eða ekki, sé ég ekki hroðvirknisleg vinnubrögð... Slæmt ef það er satt.

Mannaráðningar tvist og bast er heldur ekkert nýtt en það væri fullkomlega eðlilegt að taka LOKS á því. Við skulum vona að það verði gert.

Frekja AGS er sérstök og töfin nokkuð vafasöm. Var ætlunin að drepa vinstristjórn? Síðan hefur ekki verið upplýst hvað álforstjórarnir voru allir sem einn að gera á fundi við AGS. Hvað átti það að þýða? AGS fór fljótlega í vörn "[Mark] Flanagan [yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi] sagði á fundinum að sjóðurinn muni ekki blanda sér í umræðuna um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi, þær séu innan­ríkismál." Já, en því er enn ósvarað, hvað voru álforstjórarnir að gera á fundi hjá þeim?

Nýlega birtist nýr tónn hjá AGS : "það er einnig mikilvægt að stjórnvöld taki ekki á sig frekara tap frá einkageiranum," segir [Murilo] Portugal [aðstoðarforstjóri AGS]."

Ástandið á sér enga hliðstæðu og stjórnmálaflokkar ættu ekki að vera sértrúarsöfnuðir. Fagnaðarefni að fjárframlög til stjórnmálaflokka verði skorin niður svipað og annars staðar. Engin ríkisstjórn er heilög og gagnrýni er nauðsynleg, t.d. sem hvatning til betrumbóta! Spennandi annars að sjá hvað kemur út úr fjölmiðlafrumvarpi.

Samhengið má þó ekki gleymast né aðgerðir þaulsetinna ríkisstjórna (Davíð alvaldur forsætisráðherra 1991-2004 með Friðrik Sophusson sem fjármálaráðherra framan af og herra kvótakerfi, Halldór Ásgr. forsætisráðherra í hálft ár) eða ráðaleysi þeirrar sem steypt var af stóli (Geir forsætisráðherra 2006 fram í janúar 2009, en hann var áður fjármálaráðherra frá 1999, að ekki sé talað um Davíð í Seðlabanka... Finn og Valgerði...). Jamm, Guð blessi Ísland.

GRÆNA LOPPAN, 1.11.2009 kl. 12:29

17 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í eitt og hálft ár, ekki bara hálft. Afsakið.

GRÆNA LOPPAN, 1.11.2009 kl. 12:34

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Málið er bara að það er ekkert val, þessvegna sveiflast þetta svona sitt á hvað, það er enginn að gera neitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2009 kl. 14:49

19 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

orð Árelíusar Arnar undirstrika viðhorf fólksins sem kýs að vera ignorant (hvaða íslenska orð lýsir því best?)

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað engar skattahækkanir og fellur það vel í kramið hjá fólki og hljótum við að skilja það hjá þjóð sem er á barmi örvæntingar og vonleysi.“

hefur þetta sama fólk leitt að því hugann hvernig Sjálfstæðisflokkurinn myndi stoppa í fjárlagagatið án skattahækkana? annað hvort er fólk svo yfirþyrmilega heimskt eða kýs að loka augunum. out og sight, out of mind.

Brjánn Guðjónsson, 1.11.2009 kl. 15:13

20 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sjálfstæðisflokkurinn, hefur einfaldlega stuðning milli 30 - 40%. Hefur gert, alla tíð frá stofnun.

Ég geri ráð fyrir, að stuðningsmenn, hafi nokkuð aðra sýn á ástæður hrunsins, en t.d. stuðningsmenn Vinstri Grænna, svo maður nefni dæmi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.11.2009 kl. 15:21

21 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er alveg hreint ótrúlegur andskoti. Ef framsókn og íhaldið komast aftur til valda er alveg jafngott að leggja bara upp laupana því þá ættum við okkur ekki viðreisnar von.

Helga Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 15:42

22 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Kæra Lára Hanna

Ég kann þér mínar bestu þakkir fyrir að birta hér á síðunni þinni ræðuna hans Davíðs. Hún var bæði fræðandi og skemmtileg og ég hvet alla til þess að horfa á ræðuflutninginn.

mbk

Halldóra Hjaltadóttir, 1.11.2009 kl. 16:11

23 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Jamm, í gegnum tíðina hafa þetta ítrekað verið þeir sömu og reiknast mér til að Sjálfstæðisflokkur hafi samtals verið við völd í 53 ár (af 64) og Framsóknarflokkur 41 ár. Alþýðuflokkurinn er næstur í 26 ár og Alþýðubandalag í 12 ár saman lagt. Sjá Ráðuneyti á Alþingisvefnum. Þeir sömu verma ráðherrasætin aftur og aftur og aftur...

Vinstristjórn er þó ný í landslaginu. Fyrra ráðuneyti Jóhönnu, eins og það heitir, í rúma þrjá mánuði og það síðara frá 10. maí með óvenjulöngu sumarþingi 15. maí til 25. ágúst 2009. Ekki til setunnar boðið og Steingrímur J. virðist óþreytandi þótt á honum sjái. Séð úr fjarlægð eru utanflokkaráðherrarnir tveir sérlega farsælt innlegg. 

GRÆNA LOPPAN, 1.11.2009 kl. 16:26

24 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er ljósa afkverju fylgið hverfur frá stjórninni hún grefur sína eigin gröf hjálparlaust enda er Samfylkingin gjörspillt heldur hlífiskildi yfir Högum vegna stuðnings þess við hana, afskriftir í bönkunum eru til allra nema litla mansins hann skal greiða allt.

Samfylkingin  er að stjórna með hótunum en ekki á málefnagrunni svo þetta innlánsdæmi endalaus mistök hjá Steingrími J. Hversvegna er þingið ekki látið kjósa samninganefnd sem kæmi þá með eitthvað sem allir geta sætt sig við. Þetta  er bara rugl og vitleysa og þessi vinstristjórn breytir gömlu íhaldsúrræðunum aftur og aftur hefur engin ný ráð.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 1.11.2009 kl. 22:28

25 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Eins og talað úr mínum munni, Lára Hanna.

Minn mesti ótti er að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn komist aftur til valda.  Gerist það, mun enginn, nokkru sinni, þurfa að bera ábyrgð á þeim efnahagslegu hamförum sem við erum að upplifa.  Sukkið mun halda áfram á kostnað almennings. 

Þá verður einungis val um að lifa við spillingu og óréttlæti - eða að flytja úr landi.

Anna Einarsdóttir, 1.11.2009 kl. 22:30

26 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þangað leitar klárinn...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.11.2009 kl. 23:06

27 Smámynd: Lárus Baldursson

Mig minnir að kreppan hafi byrjað í lok ársins 2007 þá var samfylkingin nýkomin í stjórn sem byrjaði með þrálátri gengisfellingu fram í október þegar allsherjar hrun verður, kratar eiga bara ekki að vera í ríkisstjórn helstu verk krata eru verðtrygging, matarskattur, EES, kreppan 1983 og 1991 til 1995, ég held að best sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fari saman, og endilega koma þessu krata drasli út sem er handbendi erlendra afla.  

Lárus Baldursson, 1.11.2009 kl. 23:58

28 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hér birta menn sjálfir valin sýnishorn ef eigin þankagangi - þessu ótrúlega liði. - Manni liggur við lesturinn að telja þjóðina þá hrokafyllstu, sjálfhverfustu og heimskustu sem um getur þegar maður les skrif sumra hér og annað í sama stíl sem veður uppi á netinu. - Hér erum við hreinlega að horfa uppá uppgang fasista engu öðruvísi en þeir sem leiddu hörmungar yfir Evrópu fyrir 70 árum - nema nú ættu menn að búa yfir meiri þekkingu og reynslu sem allstaðar er aðgengileg - en nei það virðist engu breyta, forheimska fasismans lætur ekki að sér hæða og hún ríður ekki við einteyming.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.11.2009 kl. 00:24

29 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mikið er hann Helgi Jóhann öðruvísi en aðrir bloggarar, hann sýnir aldrei sýnishorn af sínum þankagangi?  Hann er málpípa Samspillingarinnar og hefur enga skoðun sjálfur?  Svo talar hann um hroka annarra. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.11.2009 kl. 00:59

30 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mikið er þezzi Helgi bleyjubloggari greindur, ætli að það séu einhver hreindýr í ættinni hanz ?

Steingrímur Helgason, 2.11.2009 kl. 01:22

31 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. enginn flokkur með hreina samvisku, nema VG.

Þ.e. sterkt kaldhæðið, að sjá stuðningsmenn Samfó, tala um hrunflokka, án þess að blikna.

Sumir, hafa enga sómatilfinningu, að því er virðist.

Staðreyndin er sú, að flokkarnir 3; þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, og Samfó - eru samanlagt, hrunflokkarnir.

Framsókn, hefur þó endurnýjað sína forystu, og þinglið - þó svo það ekki endilega hvítþvoi flokkinn, þá er það meiri endurnýjun, og einnig dýpri, en hinir hrunflokkarnir, hafa framkvæmt.

Ég bíð enn eftir því, að allir þeir þingmenn, er störfuðu í síðustu ríkisstjórn, þ.e. Sollu og Geira, sjái sóma sinn í að taka pokann sinn, geri ekki upp á milli þingmenn þeirra 2ja. flokka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.11.2009 kl. 02:20

32 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Samfylkingin sjarmaði feitt fyrir stóriðjustefnu sjálfstæðis- og framsóknarmanna og greiddi atkvæði með Kárahnjúkavirkjun, allir þingmenn Samfylkingar nema tveir (Þórunn og Rannveig). Þeir sátu ekki hjá, nei. Síðara ráðuneyti Geirs (með Samfylkingunni) var við lýði í átta mánuði eða frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Mætti ekki þakka Búsáhaldabyltingunni og varaformanni Samfylkingarinnar 2005-2009, Ágústi Ólafi Ágústssyni, að því stjórnarsamstarfi var slitið eftir fundinn í Kjallaranum 22. janúar? Man ekki að hann hafi fengið kærar þakkir fyrir.

GRÆNA LOPPAN, 2.11.2009 kl. 06:32

33 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Úps, ekki átta mánuði...

GRÆNA LOPPAN, 2.11.2009 kl. 06:42

34 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Ég hef aldrei skilið af hverju Samfylkingin sat ekki öll hjá í Kárahnjúkamálinu... verður ekki skilið öðruvísi en að flokkurinn sé stóriðjuflokkur. ASÍ sömuleiðis. Ég held einfaldlega að álfyrirtækin hafi vaxið stjórnmálakerfinu yfir höfuð og liggja flokkarnir hlýðnir að fótum þeirra. Í því ljósi er ekki skrítið að AGS tali við álforstjórana. Þeir ráða hér öllu.

GRÆNA LOPPAN, 2.11.2009 kl. 08:05

35 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jóna, kannski var það ekki nógu skýrt hjá mér en ég er aðeins að tala um þá sem rita í anda fasista, ekki alla sem hér svara eða blogga. Menn verða svo bara sjálfir að finna út hverjir það eru. Fyrir minn smekk eru þeir þó skuggalega margir og fer hlutfallslega ískyggilega fjölgandi á Moggablogginu.

Það má merkja í hvaða anda þeim vettvangi er stýrt þegar ekki er lokað á menn sem hvetja til að ráðamenn séu myrtir og höfuðið sett á staur. - Kannski sumir þyrftu verulega á því að halda að lesa „Nashyrningana“ eftir Eugène Ionesco til að skilja hvað er að koma fyrir þá. Það er ekki raunverulega svínaflensan sem er hættulegasti smitsjúkdómurinn sem nú herjar á Íslandi.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.11.2009 kl. 10:02

36 Smámynd: Baldvin Jónsson

http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/973918/  Verði þessi Haga gerningur að raunveruleika Lára Hanna þá hreinlega veit ég ekki hvað mun gerast hérna.

Ef ekkert gerist get ég eflaust reddað okkur einhverju að gera í Noregi bara, skylst að það sé afar fallegt þar og sókn í ferðaþjónustunni

Baldvin Jónsson, 2.11.2009 kl. 11:23

37 Smámynd: Blogblaster

"Til hvers er maður eiginlega að berjast?" spyr Lára Hanna.

 "La mejor salsa del mundo es el hambre."  Don Quixote

Eru nátttröllin aftur að ná helblárri yfirhöndinni á landinu? Nei það er mjög ólíklegt.   

Nátttröll hafa það aðaleinkenni að þau þola hvorki að sjá sól eða dagsbirtu því að þá varða þau að steinum. Enda eru þau ljósfælin mjög og að mestu leyti á ferð í náttmyrkrinu. Þau eru að jafnaði enn stærri og sterkari en hin tröllin, enn ófreskjulegri , meiri  illvættir og gjarnan mannætur. Eina ráðið til að farga þeim er að draga þau fram í dagsljósið.

Nokkur þeirra hafa tekið sér bólfestu í dimmum afkimum samfélagsins og reyna með aðstoð minni trölla að komast aftur til áhrifa. Það mun þeim aldrei takast.

Þótt þau hafi haft máttinn og stærðina mikla þá stafar þeim meiri hætta af heiðarlegu fólki eins og þér Lára Hanna og sannleikanum sem þú skrifar sem er þeim óvinveittur eins og ljósið.  Hann mun eyða þeim öllum að lokum. Þegar má víða sjá þau standa hér og þar steind og bíða síns dómsdags.

Blogblaster, 3.11.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband