Vinir í banka eru vinir í raun

Um daginn hringdi maður mér nákominn í bankann sinn, Kaupþing, og bað um hækkun á yfirdrætti um heilar 100.000 krónur. Hann var með 200.000 fyrir en mikið lá við. Hann skuldar ekkert annað, hvorki þeim né öðrum - ekki krónu. Er í fastri vinnu og með hreint fjárhagsvottorð. Afgreiðslan fór þannig fram að þjónustufulltrúinn tók við beiðninni og um 2 tímum seinna fékk hann ópersónulegt sms - NEI. Hann ætlar að skipta um viðskiptabanka.

Í ljósi þess hvernig bankarnir koma fram við "óbreytta" viðskiptavini sem þurfa á þeim að halda er þetta hér hreint með ólíkindum. Getur verið að þetta sé rétt?

Vinir í banka eru vinir í raun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Úff !!!!!! þetta er svakalegt, hvar grefur þú þetta eiginlega upp? hef ekki heyrt minnst á þetta í fréttamiðlum sjónvarps? ertu með áreiðanlega heimildir fyrir því að þetta sé rétt?

Guðmundur Júlíusson, 6.11.2009 kl. 23:41

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætla að skipta um viðskiptabanka um áramótin, ég treysti mínum banka ekki.  Vandinn er bara að finna banka þar sem grandvarir og heiðarlegir starfsmenn eru sérstaklega bankastjórnendurnir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.11.2009 kl. 23:52

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég spyr í færslunni hvort þetta geti verið rétt.  En tengslin eru á hreinu - Sigurjón er mágur Ara, vinar Jóns Ásgeirs og Helga er systir Gests sem var aðalverjandi Jóns Ásgeirs í Baugsmálinu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.11.2009 kl. 23:57

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það getur ekki hafa spillt fyrir að "eiga" ákveðna stjórnmálamenn? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.11.2009 kl. 00:16

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Lára Hanna, við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum heyrt svo margar sögur líkar þessari.  Og líka margar sem eru á hinn veginn.  Verstar finnst mér þó sögurnar um fólkið sem er búið að gefast upp og hefur tekið líf sitt.  Þær eru ófáar.  Og það sem verra er, að í einu tilfelli, þá var það eina sem starfsmaður eins fjármálafyrirtækisins hafði að segja við syrgjandi ættingjann:  "Þú veist, að þú verður að halda áfram að greiða af láninu."  það er sorglegt til þess að vita, að eina markmið sumra fjármálafyrirtækja virðist vera að tryggja, að lántaki hætti ekki að greiða.

Þess vegna verðum við að beita því vopni sem við höfum.  GREIÐSLUVERKFALL FRÁ 15.11. TIL 10.12.  OG ALLIR MEÐ NÚNA!!!

Marinó G. Njálsson, 7.11.2009 kl. 00:24

6 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

ojjjj bara .. þetta fólk kann ekki að skammast sín.. og er en þá við völd

Sigríður B Svavarsdóttir, 7.11.2009 kl. 00:31

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta skýrir margt. Nokkuð ljóst að sumir fá að halda sínu - hinir falla.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 7.11.2009 kl. 00:41

8 Smámynd: Eygló

"að lántaki hætti ekki að greiða" Á þetta ekki aðallega við einstaklinga?  Einhverjir eru sagðir hafa fengið niðurfellingu. Það er kannski flökkusaga.

Greiðsluverkfall finnst mér skrýtið orð. Er eitthvert verk unnið, sem á að hætta? Hefði kannski haldið að þetta væri greiðslufall eða eitthvað betra orð. Fyrirgefðu mér, því ég er ekki að lítillækka málstaðinn.

Eygló, 7.11.2009 kl. 00:46

9 identicon

Er ekki upplagt að láta kné fylgja kviði og boða til einhverra róttækra aðgerða samhliða greiðsluverkfallinu ?

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 01:04

10 Smámynd: Magnús Axelsson

Ég er löngu farinn með allt sem ég gat flutt til Sparisjóðs Strandamanna á Hólmavík (úr Kaupþingi). Mæli hiklaust með þeirra þjónustu. http://spstr.is.

Magnús Axelsson, 7.11.2009 kl. 11:15

11 identicon

Ég mun hætta hjá Kaupþingi ef Hagar fá niðurfelldar þessar skuldir. Vandamálið er að finna fjármálastofnun sem er ekki gjörspillt á höfuðborgarsvæðinu. Getið þið mælt með einhverri?

Annars finnst mér einnig leiðinlegt að hætta hjá þeim því þeir starfsmenn sem ég hef átt samskipti við eru þjónustufulltrúar og gjaldkerar og þeir hafa verið mjög góðir og auðvitað mun það bitna mest á þeim þegar fólk hættir viðskiptum.

Sólveig Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 11:42

12 identicon

er þetta ekki það sem fellur undir kaupin á eirinni...og þetta "Fjárfestingar Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, á jörðinni Veiðilæk í Borgarbyggð, hafa talsvert verið í fréttum enda er þar í byggingu glæsilegt hús sem verður fullbyggt án efa eitt stærsta og best búna einbýlishús landsins.

Sigurður á einn eignarhaldsfélagið Veiðilæk. Í ársreikningi fyrir síðasta ár kemur fram að félagið hafi selt fasteignir fyrir 207 milljónir, en þar er væntanlega átt við sveitasetrið margumtalaða. Ekki kemur fram hver kaupandinn er en væntanlega koma aðeins tveir aðilar til greina, þ.e. Sigurður Einarsson eða viðskiptabanki hans"

zappa (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 13:37

13 identicon

Er þá ekki kominn tími til að kveikja í þessu húsi við Borgartún? Það gerir lítið annað en að hýsa fólk sem hefur siðleysið að dyggð.

Er ekki komið gott?

Guðgeir (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 14:53

14 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þetta tel ég að sé afleiðing þess að hafa reynt að reisa bankana við. Útilokað að hægt sé að komast hjá hagsmunatengslum.

Auðvitað átti að innsigla þessa banka og láta réttvísina eina um að ganga milli bols og höfuðs á spillingunni sem viðgekkst og viðgengst enn innan veggja þar.

Þórbergur Torfason, 7.11.2009 kl. 16:04

15 Smámynd: Björn H. Björnsson

Lára, ég trúi því bara ekki að þetta fólk sitji þar sem þú segir. Trúi því ekki. Neita að trúa því. Miðað við viðbrögð lesenda hér að ofan verð ég samt að gera það. Er stríðsástand að verða í landinu? Hvar endar þetta rugl?

Björn H. Björnsson, 7.11.2009 kl. 17:30

16 identicon

Það versta er að við erum þvinguð að eiga viðskipti við skíthæla og allur skíthælabransinn er að byggjast upp aftur, leynt og ljóst.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 17:35

17 identicon

Spaugstofan tók þetta ágætlega með afskriftarklefanum :)

DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 22:48

18 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Því miður rétt hjá Doctor Feel Goooooood, íslenska bankakerfið "var & er ennþá rotið" það vantar ekki fantabrögðin í þeim geiranum og það er svo sannarlega ekki saman hvort maður er Hr. Jón eða Hr. Jón ehf.  Svo skiptir máli hvort maður þekkir rétta fólkið - fólkið sem er innmúrað í siðblindu er það sem eflaust kemur hvað best út úr þessu hruni.  Enn & aftur er íslenska sauðnum nauðgað, og hann tekinn í rassinn eins og SSverrir SStormsker syngur svo fallega um á nýju plötunni sinni.  Ég er stofnfjáreigandi hjá Byr, ég bað um 10.000 króna yfirdrátt í tvo daga, fékk blákalt nei, alveg mega fyndið að þurfa að eiga bankaviðskipti hérlendis.  Byr ætlar ekki að taka þá ÁHÆTTU að tapa kr. 10.000 á mér, en félagi Toxit Jón (JÁJ) hann getur fengið milljarða út úr Byr, eins og að drekka vatn, þó svo hann hafi ítrekað sýnt fram á að LÁN til hans, er fé sem sjaldan skilar sér tilbaka.  Já, það er ekki sama hvort það er Jón eða Jón sem á samskipti við bankanna okkar.  Ég er reyndar mikið gæðablóð og því liggur beinast við hjá mér að færa mín viðskipti yfir í Blóðbankann.  Reyndar spurning hvort hinir bankarnir séu í raun ekki búnir að "blóðmjólka mann..!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 8.11.2009 kl. 01:37

19 identicon

Í sjálfu sér eru bankarnir að beita frekar einfaldri taktík, láta fólk skammast sín svo það borgi. Ekkert flóknara en það. Það er jú ákveðin neikvæðnis stimpill að borga ekki reikningana sína og fyrir miðstéttina jafnvel niðurlæging sem fylgir því að borga ekki reikningana sína.

Fjármálastofnanir eru því í dag að beita sálfræði á fólk þannig að það borgi reikningana sína þó svo að mögulega væri betra að segja bara bless og hreinlega hætta að borga þar til alvöru leiðrétting fer fram. Þegar það að halda áfram að borga þýðir að fólk hefur ekki eyri í neitt annað en afborganir þá ætti fólk alvarlega að íhuga að hætta að borga frekar en að hengja sig á ómannlegum afborgunum.

Fyrirtækin eru svo önnur ella, þar er mun hefðbundnara að afskrifa skuldirnar til að halda peningaflæðinu gangandi frekar en að fara í gegnum þrotabú ferlið allt saman. Þar að auki eru þessir möguleikar að bestu vinir aðalsins (peninga fólkið stjórnar landinu og hví þá ekki að kalla það aðal) séu með í ráðum innan bankana að halda hlutunum óbreyttum.

Örn Ingvar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 12:38

20 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. reyndar, mjög áhugaverð spurning, af hverju Björgólfar fá ekki sambærilega þjónustu.

Ef til vill, var það ekki lygi, að nokkurs konar helmingaskipti hefðu átt sér stað, á milli X-D og X-S , þ.e. nokkuð í anda eldra helmingaskipta fyrirkomulags, sem er þekktara.

Þ.e. X-D studdi landsbanka, og Landsbanki studdi X-D.

X-S studdi Kaupþing, og Kaupþing studdi X-S.

Spurningin er þá, hvar var Glitnir, í öllu þessu?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.11.2009 kl. 21:34

21 Smámynd: Einnar línu speki

Það sannast hið fornkveðna....

"Ef þú getur ekki borgað lán upp á milljón, ertu í djúpum skít. En ef þú getur ekki borgað lán upp á milljarð, þá er bankinn í djúpum skít"

Einnar línu speki, 9.11.2009 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband