Þeir ungu, þeir heimsku, þeir hræddu og þeir gráðugu

Ég rakst á þennan snilldarpistil eftir Jón Orm Halldórsson, dósent við HR. Pistillinn birtist í Fréttablaðinu 29. mars 2006 og heitir Ástin á gömlum skoðunum. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Ástin á gömlum skoðunum - Jón Ormur Halldórsson - Fréttablaðið 29. mars 2006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Snilldar pistill hjá honum Jóni Ormi, takk fyrir að draga þennan pistil fram :)

Óskar Þorkelsson, 7.11.2009 kl. 15:59

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mér finnst eins og íslensk umræða um stjórnmál hafi breytst með komu "þess sem ekki má nefna" í landsmálin. Eftir það tók umræðan að snúast æ meir um persónur en ekki málefni. Þetta hefur eiginlega ekkert breytst í dag.....

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.11.2009 kl. 16:50

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Geri véfréttarskoðun Jóhannesar L. að minni skoðun að miklu leyti. Hinsvegar er það inngróið í okkar sjálfhverfu tilveru að leita uppi líkindin fyrir því að við höfum-eða höfum haft rétt fyrir okkur.

Árni Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 17:28

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Það að hafa skoðun er hverjum manni nauðsynlegt og holt, að sama skapi er að geta ekki skipt um skoðun, eitt það dapurlegasta sem nokkurn getur hent, og ein þyngsta byrði sem sá hinn sami þarf að bera.

Magnús Jónsson, 7.11.2009 kl. 21:57

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gamlar skoðanir og gömul hugsun eru tvær greina á sama trénu. Ég finn töluvert fyrir gamalli hugsun og einnig gömlum skoðunum í mínu nánasta umhverfi. Íhaldssemi með verklag og vinnubrögð, hefðir og venjur finnst mér vera sérstaklega ríkjandi hjá fólki sem hefur búið á sömu þúfunni, ef svo má segja, mann fram af manni. Það að fara út fyrir sinn ramma er afar þroskandi og til þess ætlað að víkka sjóndeildarhringinn og viðhorfin. Gamlar skoðanir hafa sjálfsagt verið góðar á sinni tíð, en eiga sumar hverjar varla við í dag. Ég er sjálfsagt ofurseld gömlum skoðunum að ýmsu leiti, þá ég reyni að fylgjast með og skoða málin í samhengi við nútímann hverju sinni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.11.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband