Einyrkjar og tryggingagjaldið

Ég hef verið svokallaður einyrki, eða "sjálfstætt starfandi einstaklingur" í um 20 ár. Einyrkjar borga tryggingagjald, sem er skattur á launagreiðslur, eins og fyrirtæki. Einyrkjar á Íslandi skipta tugum þúsunda. Þeir eiga engan talsmann eða stéttarfélag. Hvorki Samtök atvinnulífsins né ASÍ gæta hagsmuna þeirra. Hve margir vita í hvað tryggingagjaldið er notað og hvaða réttindi einyrkinn fær í staðinn? Einhver?

Einyrkjar og tryggingagjaldið - Halldór Baldursson - 2. nóvember 2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tryggingargjald er til að fjármagna atvinnutryggingarsjóð (atvinnuleysisbætur). Ég er sjálf einyrki svokallaður, sjálfstætt starfandi myndlistarmaður. Þó ég hafi greitt tryggingargjald í 25 ár, þá átti ég þar til fyrir stuttu engan rétt á atvinnuleysisbótum úr sjóðnum sem ég greiddi í, nema með því að selja atvinnutæki mín (sic!!!). Mér skilst að núna við hrunið hafi margar reglur verið lagfærðar tímabundið til að mæta breyttum aðstæðum, en hef ekki kynnt mér það nógu vel. En ég kynnti mér þessi mál mjög vel fyrir nokkrum árum, og komst að því að einyrkjar voru skuldbundnir skv. lögum til að greiða tryggingargjald en áttu engan rétt á bótum úr sjóðnum nema með fyrrgreindum forsendum (en hvernig losar myndlistarmaður sig við atvinnutæki sín, rithöfundur við sín atvinnutæki, bóndi við sín atvinnutæki, smiðurinn við sín atvinnutæki, þýðandi við sína atvinnutæki????? -- ég spurði lögfróða og starfsfólk Atvinnutryggingarsjóðs og þau sögðu að ef ég ætti vinnustofu, liti og pensla, þá þyrfti ég að losa mig við allt slíkt til að eiga rétt á bótum.) Ég veit ekki hver staðan er í dag, ákvað þarna að aldrei skyldi ég afsala mér vinnustofu, penslum og litum. En þetta er undarlegt mál og varðar mjög marga einyrkja og undarlegt að ekki hafi risið upp stór flokkur til að mótmæla þessu.

Lögin um atvinnutryggingarsjóð og tryggingargjald eiga við um stóran hóp launþega og yfirleitt passar ramminn sem gengið er út frá á flesta hópana sem um ræðir, en hinn stóri hópur einyrkja fellur í mjög svo illa skilgreindan flokk, sem fram að þessu hefur greitt sín gjöld en átt engin raunveruleg réttindi.

Harpa Björnsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 02:44

2 identicon

Tek undir hvert orð. Hjá ykkur báðum. En auðvitað þarf ekki að kenna ASÍ eða SA um þetta - þeir leggja þetta vissulega til en maður hefði haldið að valdið mátturinn (ekki dýrðin) lægji hjá öðrum; ríkisstjórninni.

 Ég er einn af þessum fjölmörgu sem borga þetta gjald, láglaunamaðurinn!

Ég bloggaði um þetta fyrir nokkru - í reiði:

http://blogg.visir.is/gb/2009/11/11/h%c3%a6kkun-tryggingagjalds-er-rugl/

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 08:04

3 identicon

En ef einyrkjar greiða í stéttarfélag sem þeir hafa val um eins og aðrir, þá hlýtur að vinnast inn réttur til atvinnuleysibóta án þess að losa sig við vinnustofu og áhöld er það ekki??

Það þarf,  er það ekki þessa tvo þætti  til að öðlast þau réttindi,  þannig að þegar einyrkinn er hvoru tveggja greiðir hann eðlilega bæði til að öðlast þennan rétt.  

(IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 08:53

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Einyrkjar eru hötuð stétt sem ber að útrýma. Einyrkjar eru þeir sem hugsa sjálfstætt og framkvæma það. Öllum stjórnvöldum á öllum tímum hafa viljað einyrkja dauða. Almenningur, heimskur og gleyminn, vill einyrkja dauða. "Verkalýðs"hreyfingin vill þá dauða eins og myndin sýnir.

Kristján Sig Kristjánsson

Kristján Sigurður Kristjánsson, 26.11.2009 kl. 09:28

5 identicon

Sigurlaug, stéttarfélagsgjaldið kemur ekkert að atvinnuleysisbótum. Margt er það sem stéttarfélögin aðstoða með, t.d. í veikindum og slíku, en ekki í atvinnuleysi, til þess er Atvinnutryggingarsjóður. Annað vandamál sem margir einyrkjar þurfa líka að glíma við er að bætur eða styrkir frá stéttarfélagi eru ekki greiddir nema um samfelldar greiðslur hafi verið að ræða í 6 mánuði að jafnaði, en ef rofnar á milli, t.d. ef greitt er í 12 mánuði og síðan sleppt einum mánuði vegna engra tekna þann mánuðinn, þá tapast öll áunnin réttindi þar til greitt hefur verið aftur í samfellt 6 mánuði. Það er eðli starfs einyrkjanna að tekjur eru ekki jafnar, koma í rykkjum og lítið eða ekkert á milli. Til að njóta allra réttinda stéttarfélaganna þyrfti hann að greiða áætlað stéttarfélagsgjald útfrá áætluðum mánaðartekjum, hvort sem hann er að fá þær eða ekki. Þetta er stundum gert gagnvart skattinum til að einfalda málin og svo reiknað endanlega út við gerð skattskýrslu (þar snýst það um að það þarf auk tryggingargjalds að standa skil á lífeyrissjóðsgreiðslum, bæði sem launþegi og launagreiðandi = 4%+6% plús viðbótarlífeyrissparnaður). Þetta er flókið fyrir þá sem ekki hafa prufað, en ég held að niðurstaðan hjá flestum einyrkjum sé bara sú að vinna og vinna og taka svo bara skellinn ef veikindi, atvinnuleysi eða annað kemur upp á. Sumarbústaðir, líkamsræktar-, námskeiða- og gleraugnastyrkir eru sjaldnast í boði fyrir einyrkja(nema maður vinni líka sem almennur launþegi).

Harpa Björnsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 11:05

6 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Sumir einyrkjar hafa stofnað einkahlutafélög um reksturinn.  Það getur verið skattahagræði af því - eða ekki.

Pétur Þorleifsson , 26.11.2009 kl. 11:58

7 identicon

Harpa .. ég var ekki að meina að greiðslur sem greiddar eru til verkalýsfélaga færu í atvinnutrsj, heldur það að þú átt sjálfkrafa rétt á bótum ef þú hefur greitt í slika sjóði, og þarft þá ekki sem einyrkji að losa þig við allt þitt atvinnudót. Svo var mér sagt allavega, en ég hef ekki sannreynt það sjálf.

(IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 14:55

8 identicon

Gott hjá þér Lára Hanna! Ég er sjálfstætt starfandi atvinnubílstjóri. Það er komið að því að sjálfstætt fólk stofnum hagsmunasamtök.

p.s. við eru mlíka að greiða 12% í lífeyrissjóði.

Ludvik Karl Fridriksson (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 17:01

9 identicon

sæl

hér eru allar upplýsingar um þetta blessaða gjald. 

http://www.rsk.is/rekstur/skattar/trygginga

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 21:59

10 identicon

Ég er ein af þessum einyrkjum og hef verið í sambandi við marga í sömu stöðu og marga með lítil fyrirtæki t.d. 1-4 starfsmenn. Okkur finnst eins og við stöndum ein, en við erum ótrúlega mörg. Við höfum komist að því að afleiddum störfum sem koma til vegna reksturs okkar eru ótrúlega mörg og okkur vantar vettvang þar sem við sameinumst og myndum einskonar þrýstihóp því einn gerir ekkert en ef við sameinumst myndum við  mikla breiðfylkingu. Spurningin er hvort við ættum að safnast saman einhversstaðar og sjá hvort grundvöllur væri fyrir einhverskonar hagsmunasamtökum. Ég er til og veit um marga aðra. Sameinuð stöndum við.

Elín Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband