8.12.2009
Ísland og AGS - áhyggjur og áform
Í byrjun nóvember sagði ég frá bréfi sem hópur áhyggjufullra borgara sendi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, þar sem hann var inntur svara og beðinn um fund. Svarbréf hans var hvorki fugl né fiskur og ekki ljáði hann máls á fundi. Hópurinn skrifaði honum aftur eins og sagt er frá hér og síðan fóru fulltrúar hópsins á fund með undirmönnum Strauss-Kahn, þeim Franek Roswadowski - oft nefndur landstjóri Íslands - og Mark Flanagan, sl. föstudag.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spilling og siðferði, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þetta er orðið einkennilegt "mogga"- blogg hjá þér Lára Hanna. Maður smellir á framhald hér og er þá dreginn inn á einhvern allt annan miðil.
Afhverju hættirðu bara ekki hér ..... ?
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2009 kl. 00:27
Mér finnst allt í lagi með þessa aðferð. Held að það geti ekki skaðað neinn þó hann sé dreginn inn á Eyjuna. Það er líka auðveld leið til baka.
Gunnar, Lára Hanna vill bara að sem flestir sjái og lesi skrif sín. Þetta er hennar aðferð og ekkert við því að segja. Nógu margir eru farnir af Moggablogginu og engin þörf á að fjölga þeim.
Sæmundur Bjarnason, 8.12.2009 kl. 01:10
Gunnar minn... ertu hræddur um að villast? Settu bara Eyjubloggsíðuna á bókamerki hjá þér. Ég veit að þú ert dyggur lesandi og þú ert að sjálfsögðu ávallt velkominn - hvar sem ég blogga hverju sinni.
Sæmi glöggur að venju.
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.12.2009 kl. 02:12
Mér finnst þetta frábær tilhögun - að hafa þetta blogg á fleiri stöðum en einum.
Kama Sutra, 8.12.2009 kl. 02:48
Þetta framtak hópsins er til fyrirmyndar og fyllir í eyður þær sem stjórnvöld vísvitandi skapa til að halda landslýð í myrkri.
Vinnubrögð AGS á Íslandi eru algert fúsk og er með ólíkindum að starfsmenn sjóðsins séu svo óvandir að faglegri virðingu sinni að setja fram staðlausa stafi sem þeir svo standa á gati við að verja. Verra er að vita að þeim er leyft að komast upp með þetta af íslenskum stjórnvöldum. En það er svo sem eftir Steingrími að hafa Svavars standardinn á þessu. Bretar, Hollendingar og AGS eru að leiða Ísland sem lamb til slátrunar. Þetta fer ekki á góðan veg með þessum vinnubrögðum.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 03:57
En þetta er eiginlega ekkert blogg hér... bara fyrirsögnin og rétt rúmlega það
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2009 kl. 09:41
Eru menn ekki aðeins komnir út í auka-atriði.
Ég var sjálfur í gær, þ.s. Borgarafundahópurinn, kynnti þessar niðurstöður.
Mér, kemur þetta í engu á óvart, verið ljóst síðan síðasta sumar.
En, fyrir marga er sátu fundinn, voru þetta fréttir.
----------------------------------
En, þ.s. þetta undirstrikar, er einfaldlega það, að Ísland er gjaldþrota.
Þ.e. ekki nokkur leð, ekki möguleiki, að Ísland geti komist hjá gjaldþroti.
Spurningin, er einungis um tímaramma, þ.e. hvort 380 milljarðar eða svo, sem eftir standa af lánunum til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn, er maður dregur frá 70 milljarðana sem þegar er búið að eyða í að halda uppi krónunni á þessu ári, og svo aborgunina risa stóru árið 2011; duga þangað til að ríkisstjórnin kemur okkur kannski inn í ESB.
En þ. virðist vera stefna Samfó, inn í ESB, og svo leggjast á bæn um að þeir hjálpi okkur.
-------------------
Við skulum hætta þessum fíflaskap, og horfast í augu við veruleikann, þ.e. gjaldþrot.
Undirbúum það strax.
Skoðið þessa færslu, er ég skrifaði nýlega:
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.12.2009 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.