20.12.2009
Glæpur og refsing Björgólfs Thors (e)
Allt er upp í loft vegna samnings iðnaðarráðherra og Verne Holdings, sem Björgólfur Thor Björgólfsson á stóran, ráðandi hlut í (40%) og ívilnana í formi t.d. skattaafsláttar. Ég hef skrifað tvo pistla um málið: Ógeðfelldur málflutningur ráðherra og Er sama hvaðan gott kemur? Þetta mál misbýður réttlætiskennd almennings verulega...
Athugasemdir
Samspillingin sló SKJALDBORG um Björgólf Thor, sem á ekki að koma á óvart, í ljósi þess hver er aðstoðarmaður Björgólfs (yngri & eldri), þ.e.a.s. Ásgeir sem valdi að verða ekki alþingismaður fyrir Samspillinguna, heldur vinna frekar fyrir þá feðga. Ekkert sem tengist X-S kemur mér á óvart, siðblinda & lýðskrum þess FLokks er með ólíkindum. Samspillingin & þeirra LIÐ er stórhættulegt "land & þjóð", þetta sér meira að segja Gylfi hjá ASÍ og þá er nú mikið sagt, þegar blindir fá sjón.....!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 10:58
Við hverju er að búast þegar viðskiptafélagi Björgólfs er búinn að hreiðra um í sig í iðnaðarráðuneytinu í boði Samfylkingarinnar? Kannski er það siðlegri siðspilling en þegar Björgólfarnir fengu Landbankann í boði Sjálfstæðisflokksins? En nú ættu menn að vita betur, eða er ríkisvaldið svo upptekið af því að skattpína þjóðina og að finna leiðir til að þröngva okkur inn í ESB hvað sem tautar og raular að þeir taka ekki eftir því sem er að gerast í þeirra nærumhverfi....? Ótrúlegt!!!
Ómar Bjarki Smárason, 21.12.2009 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.