Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Til stuðnings ljósmæðrum

Flest þekkjum við ljósmæður og störf þeirra. Þegar von er á barni vill enginn vera án þeirra. Þegar barnið fæðist eru návist þeirra og sérþekking nauðsynleg. Þegar nýbakaðir foreldrar taka fyrstu skrefin með litla barninu sínu er eftirlit og ráðgjöf þeirra ómetanlegur stuðningur. Mér heyrist að allir í samfélaginu séu sammála því að leiðrétta þurfi kjör ljósmæðra - nema ríkisstjórnin. Fólk úr öllu litrófi stjórnmálanna styður kröfur þeirra. Fagfólk í heilbrigðisstéttum, samstarfsfólkið, styður ljósmæður. Þjóðin stendur með þeim.

Ég setti saman lítið myndband til stuðnings ljósmæðrum og hér fyrir neðan eru tvær góðar greinar sem birtust í Morgunblaðinu í morgun. Ég setti myndbandið líka inn á Youtube - slóðin er hér. Öllum sem vilja styðja ljósmæður er heimilt að setja það inn hjá sér ef þeir vilja.

 

 

Mbl. 4.9.08 - Steinunn Blöndal

 

Mbl. 4.9.08 - Gunnar Skúli


Stórskemmtilegt framtak...

...og vettvangurinn við hæfi. Sumir eru nefnilega jafnari en aðrir!


Pólitískt skemmdarverk í Bolungarvík?

Flestir sem eitthvað þekkja til Vestfjarða og atvinnumála þar vita af hugmyndinni sem Soffía Vagnsdóttir var með í bígerð. Ég las um hana í blöðum og sá teikningu eða líkön af litlu húsunum sem til stóð að byggja. (Man einhver hvenær þetta var í fjölmiðlum svo ég geti fundið það og sýnt hér?) Mér fannst hugmyndin frábær. Passa líka mjög vel við einmitt Bolungarvík og ef hún gengi vel þar gætu önnur þorp á Vestfjörðum prófað eitthvað svipað.

Af þessari frétt að dæma er hinn nýi meirihluti í Bolungarvík að drepa þessa frábæru hugmynd. Af hverju skil ég ekki, enda ekki innmúruð í þann félagsskap. En ef ég man rétt lýsti nýi bæjarstjórinn yfir stuðningi við olíuhreinsistöð í Arnarfirði um leið og hann tók við embættinu. Varla geta margir Bolvíkingar sótt vinnu þangað, eða hvað?

Satt best að segja finnst mér Þjóðverjinn í fréttinni meira sannfærandi en bæjarstjórinn - en hvað segja Bolvíkingar? Eru þeir sáttir við svona vinnubrögð? 

 

Ég varð mér úti um teikningu af tillögu að verkefninu. Eins og mig minnti eru þetta lítil hús með torfþökum í þjóðlegum, íslenskum stíl. Ég efast ekki um að erlendum ferðamönnum myndi líka þau vel. Hvernig líst ykkur á? Smellið tvisvar á myndina til að stækka hana.

Tillaga að uppbyggingu ferðaþjónustu í Bolungarvík

 

Fann svo þessar slóðir þar sem lesa má um fyrirhugað verkefni og eins og sjá má er hér um háar fjárhæðir að ræða fyrir þetta litla sveitarfélag sem ég hefði haldið að allir tækju fagnandi miðað við eðli og umfang þessarar starfsemi.

Veiðimenn.is

Mbl.is


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband