Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Silfur dagsins

Kannski er það bara ég sem er orðin svona lúin, en mér fannst gæta þreytu í Silfrinu í dag. Þetta er bara tilfinning, ekkert sem ég get bent á eða rökstutt. Ágætir gestir mestan part sem höfðu margt að segja en samt... ég veit það ekki. Þetta er bara ég, er það ekki?

Annars langar mig ofboðslega að fá eitt Silfur sem væri helgað kvótamálum eingöngu. Fiskurinn í sjónum er nú ein verðmætasta auðlind Íslendinga - eða var áður en hún var gefin. Afleiðingum þess að einkavæða fiskinn í sjónum og leyfa svo veðsetningu á kvótanum, kvótasvindlið, kvótasöluna og hvað seljendurnir gerðu við peningana, hve mikið af erlendum kvóta íslensk útgerðarfyrirtæki eru að veiða (og eiga?) o.s.frv., o.s.frv.

Steingrímur J. Sigfússon

 

Vettvangur dagsins - Þráinn, Sigríður I., Gunnar K. og Vésteinn G.

 

Gunnlaugur Jónsson til varnar frjálshyggjunni

 

Ragnar Aðalsteinsson um stjórnarskrá og stjórnlagaþing

 


Sannleikurinn um formannsframboð Jóhönnu

Það sem gerðist á bak við tjöldin...


Skáldið skrifar um Sturlun

Stundum ættu sumir bara að þegja í stað þess að þenja sig og sýna innri auðn. Það á við um manninn sem skrifaði þessa makalausu grein og Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson tætir verðskuldað í sig í helgarblaði DV.

Kristján Hreinsson - Sturlunin bölvanlega - DV 20.3.09


Mál dagsins

Í haust, skömmu eftir efnahagshrunið, var fréttastofa RÚV með nokkur innslög í fréttum sem hétu "Mál dagsins" og fjölluðu um margvíslegar hliðar á hruninu. Skammur tími var liðinn og orsakir og afleiðingar ekki komnar eins vel í ljós og nú. Ég klippti út öll Mál dagsins á sínum tíma, safnaði þeim saman og hlóð þeim inn á bloggið án þess nokkurn tíma að setja þau inn í færslu. Kannski er fróðlegt að skoða þau í samhengi núna og spá í hvað hefur breyst - hvað var vitað þá og hvað nú - hvað var verið að spá í þá og hvað nú og þar fram eftir götunum.

Mál dagsins 1 - 27.10.08

 

Mál dagsins 2 - 28.10.08

 

Mál dagsins 3 - 29.10.08

 

Mál dagsins 4 - 30.10.08

 

Mál dagsins 5 - 31.10.08

 

Mál dagsins 6 - 3.11.08

Mál dagsins 7 - 5.11.08

Mál dagsins 8 - 7.11.08

 

Mál dagsins 9 - 8.11.08

 


Davíð og dularfulla minnisblaðið

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að minnisblað Davíðs Oddssonar, sem hann minntist á í Kastljósi og á að innihalda viðvörun um bankakerfið, sé persónuleg eign Davíðs. Af því má draga þá ályktun að viðvörunin hafi verið sett fram í einkasamtali félaganna Davíðs og Geirs, ekki í samtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra. Eða hvað? Fram kemur að minnisblaðið sé í vörslu Davíðs sjálfs, svo hann hefur tekið það með sér heim og neitar greinilega að láta það af hendi. Hvað fleira tók Davíð heim með sér úr Seðlabankanum? Maður spyr sig...

Minnisblað Davíðs - Fréttablaðið 20. mars 2009

Hér er örstutt úrklippa úr Kastljósi 24. febrúar sl. og fréttum RÚV og Stöðvar 2 daginn eftir þar sem Geir Haarde er spurður um fullyrðingar og yfirlýsingar Davíðs. Athygli vekur að Geir svarar engu, heldur fer í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut og kemst upp með það. En hvers vegna talar Davíð um minnisblaðið í viðtali eins og um opinbert skjal sé að ræða en segir nú að það sé persónuleg eign og leynir því? Maður spyr sig...


Trúgjörn atkvæði fyrir kosningar

Nú er mikið ritað og rætt um framtíðina þótt það sé langt í frá búið að gera upp fortíðina og því óljóst á hverju framtíðin mun byggjast. Úrslit kosninganna í vor skipta miklu máli og mikið í húfi að Íslendingar geri sér grein fyrir því í hverArnarfjörðurnig landi þeir vilja búa - ekki aðeins hvað varðar efnahagsmál, siðferði og þvíumlíkt heldur einnig hvernig umgjörð þeir vilja utan um líf sitt og tilveru - og afkomenda sinna.

Hvenær áttar fólk sig á því hverskonar náttúruundur Ísland er? Hvenær skilur fólk að náttúran sjálf er auðlind sem ber að varðveita eins og kostur er og hlúa að af kostgæfni. Við verðum að viðurkenna að fleira er auðlind en það, sem hægt er að meta til fjár. Við eigum að skila af okkur landinu eins óspilltu og unnt er í hendur afkomenda okkar og gæta hófs í umgengni við það.

Hvenær rennur upp fyrir Íslendingum að álver eru ekki fyrirtæki sem skila miklum arði inn í landið eins og sýnt hefur verið fram á með pottþéttum rökum, t.d. af Indriða H. Þorlákssyni? Hvenær fattar fólk að álver skapa alls ekki þau mörg þúsund störf sem pólitískir rauparar halda fram um þessar mundir á sínum lágkúrulegu atkvæðaveiðum?

Grunsamlegur fjöldi starfa og ekki spurt um bakgrunninn

Hefur einhver blaða- eða fréttamaður grennslast fyrir um hvað er á bak við Ölkelduhálstölurnar sem nefndar eru þegar gortað er af þúsundum starfa við hvert álver - eða eru tölurnar kannski úr lausu lofti gripnar til þess eins að snapa atkvæði eða knýja á um framkvæmdir? Engum ber saman um þessar tölur og þær hækka stöðugt eftir því sem nær dregur kosningum. Finnst engum það grunsamlegt?

Og hefur fólk spáð í hverrar þjóðar þeir verða sem vinna við þessar framkvæmdir? Þegar Kárahnjúkavirkjun var í uppsiglingu var fullyrt að 80% starfsmanna yrðu Íslendingar og 20% útlendingar. Raunin varð þveröfug - þetta voru þrælabúðir erlends vinnuafls, um þær voru sífelldar deilur og arður af störfunum fór að mestu úr landi. Þessu megum við ekki gleyma því þótt hér sé atvinnuleysi núna er innlent vinnuafl einfaldlega of dýrt fyrir verktakana. Þeir vilja fá féð í sína vasa, ekki deila því með öðrum.

Rányrkja á ekkert skylt við  skynsamlega nýtingu orkuauðlinda

Hefur fólk íhugað þá staðreynd að til að reka eitt álver þarf að reisa virkjanir - margar virkjanir? Þessum virkjunum fylgir gríðarleg, óafturkræf eyðilegging á náttúru Íslands - á landinu sem er sameign okkar allra og Blásandi borholaverðmætasta auðlind okkar. Og áttum okkur á því, að þegar talsmenn álvera og virkjana tala fjálglega um "skynsamlega" nýtingu orkuauðlinda úr ræðustól á Alþingi, í fjölmiðlum eða á fundum, þá er ekkert að marka það sem þeir segja. Því sú rányrkja sem fyrirhuguð er á sameiginlegum orkuauðlindum okkar er óralangt frá því að tengjast neinu sem kalla má skynsemi.

Sem dæmi um það má nefna að gufuaflsvirkjanir nýta einungis um 12-15% orkunnar - restin fer til spillis. Finnst fólki það viðunandi og skynsamleg nýting? Annað dæmi er eiturmengunin af völdum brennisteinsvetnis sem gufuaflsvirkjanir spúa út í andrúmsloftið í gríðarlega miklum mæli. Nú þegar hefur þurft að loka svæðum í kringum Hellisheiðarvirkjun vegna eituráhrifa frá virkjuninni og gróðurinn í kringum virkjunina, sem hefur tekið þúsund ár að myndast á úfnu hrauninu, er ýmist skemmdur eða dauður. Sama mun gerast fyrir norðan ef reisa á virkjanir til að knýja álver á Bakka. Varla felst mikil skynsemi í þessu, eða hvað?

Hvað kom fyrir Rúmenana á Hellisheiði?

Munið þið eftir Rúmenunum tveimur sem létust við störf sín við Hellisheiðarvirkjun í ágúst í fyrra? Ég minnist þess ekki að komið hafi fram hvert var banamein þeirra. Er ekki ráð að fjölmiðlar grafist fyrir um það og fái skýrslur frá lögreglu, sem og krufningarskýrslur?

Nú þegar eru fjórar virkjanir á suðvesturhorni landsins og aðrar fjórar á
Hellisheiðarvirkjunteikniborðinu, mislangt komnar. Suðvesturhornið er þéttbýlasta svæði landsins og þar búa um 2/3 hlutar þjóðarinnar. Nú þegar spúa virkjanirnar eiturefnum yfir okkur sem óvíst er hvaða áhrif hafa á heilsu okkar, velferð og lífsgæði. Viljum við meira af slíku þannig að hér verði orðið ólíft eftir nokkur ár - til þess eins að knýja álver í eigu erlendra auðhringa sem hirða arðinn og stinga í eigin vasa? Hrein orka? Nei.

Sérfræðingar telja að hraðinn á fyrirhugaðri orkuöflun, fjöldi virkjana og sú óheyrilega mikla og ágenga nýting auðlindarinnar sem áætluð er komi í veg fyrir endurnýjanleika og endurnýtanleika. Mögulega er hægt að keyra virkjanirnar í 3-5 áratugi og þá verði orkan upp urin. Ef til vill myndast hún aftur eftir hvíld í aðra 3-5 áratugi - ef til vill ekki. Það er einfaldlega ekki vitað. Endurnýjanleg orka? Nei.

Hvað eiga afkomendur okkar að gera að lokum

Hvað eiga afkomendur okkar að gera þegar við verðum búin að eyða allri framtíðarorku landsins í nokkur álver sem síðan pakka saman og fara þegar orkan hefur klárast og þau búin að gjörnýta auðlindirnar okkar? Er ekki rétt að spá aðeins í framtíðina hvað þetta varðar?

Álverum er hyglað af yfirvöldum á Íslandi og þau njóta ívilnana langt umfram það sem önnur fyrirtæki hafa möguleika á. Nýjasti skandallinn á því sviði er frumvarp til laga sem iðnaðarráðherra lagði fyrir yfirstandandi þing og vill keyra í gegn fyrir þinglok. Ríkisstjórn og orkufyrirtæki þurfa að taka risastór, erlend lán til að fjármagna byggingu og tækjakost virkjananna. Væntanlega eru íslenskir skattgreiðendur ábyrgðarmenn þessara lána ef eitthvað bregst og landið lagt að veði - eins og við séum ekki nógu skuldug fyrir. Vill einhver bæta á sig nokkrum milljörðum?

Krefjist skýringa og röksemdafærslu

Vaknið, kæru Íslendingar, og íhugið þessi mál í samhengi. Íhugið hvort þið séuð reiðubúin til að selja landið ykkar - eða það sem eftir er af því - í hendur erlendra auðhringa í gróðaskyni fyrir þá, ekki okkur. Þessi mál eru grafalvarleg og geta skorið úr um hve lífvænlegt Ísland verður í framtíðinni. Ekki taka trúanleg orð þeirra frambjóðenda sem segja orkuna okkar "hreina og endurnýjanlega" því miðað við hvernig staðið er að málum er það einfaldlega fjarri sanni. Ekki kokgleypa orð skrumara sem reyna að snapa atkvæði með því að nefna þúsundir starfa sem skapast við þetta eða hitt. Krefjist skýringa, krefjist röksemdarfærslu, krefjist þess að komið sé fram við ykkur sem skynsamar vitsmunaverur - ekki bara trúgjörn atkvæði fyrir kosningar.



Þessi pistill birtist fyrst í Smugunni 18. mars 2009.

Íslands sjálftökumenn

Hvern hefði grunað fyrir nokkrum mánuðum að maður myndi leggjast yfir Tíund Ríkisskattstjóra og gleypa í sig hvert orð? Svona er lífið undarlegt. Nú var að koma út nýtt tölublað, en það síðasta kom út í desember. Ég klippti út nokkrar greinar úr nýjasta blaðinu, sem er stútfullt af áhugaverðu efni, og setti í albúm hér. Smellið þar til læsileg stærð fæst á hverri grein. En hér er leiðarinn og ég vísa í bloggfærslu Friðriks Þórs um leiðarann og mennina sem hann skrifa. Hengi .pdf útgáfu af blaðinu við færsluna ef fólk vill lesa það þannig.

Huliðshjálmur - Leiðari Tíundar Ríkisskattstjóra


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Réttlæti óskast - má kosta peninga

Þannig hljómaði umfjöllun Stöðvar 2 og Kastljóss 17. febrúar.

Svona var ástandið hjá sérstökum saksóknara 28. febrúar.

Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari - Mbl. 28.2.09 - Ljósm. Kristinn

Svona er ástandið hjá honum 18. mars.

 

Er ekki rétt að fara að spýta í lófana og bretta upp ermar, gott fólk? Hvað þarf til? Hvað vantar upp á? Í fréttatímum, Kastljósi, Silfrinu, blöðunum, á netmiðlum og bloggsíðum undanfarinna mánaða má finna rökstuddan grun um óhæfuverk upp um alla veggi. Hvaða takka þarf að ýta á? Varla er sérstakur saksóknari að bíða eftir kosningunum.


Saga Baugsveldisins

Þannig fór um sjóferð þá... Ísland í dag 18. mars 2009.


Stjórnmál og trúarbrögð

Egill Helgason birtir oft bréf á blogginu sínu frá öllu mögulegu fólki - ýmist nafnlaust eða undir nafni. Mörg eru frábær, upplýsandi og ótalmargt áhugavert hefur komið fram í þessum bréfum.

Rétt í þessu skaust ég til Egils og las nýjasta bréfið. Ég ákvað samstundis að hnupla því. Ekki bíða til morguns til að fá leyfi - og vona bara að mér verði fyrirgefið. Bréfið var frábært og minnti mig á úrklippu úr viðtali sem ég hef notað mikið í myndböndunum mínum og setningarnar úr því eru nú orðnar þjóðþekktar og fleygar sem dýrustu gullkorn. En hér er bréfið:

Eftir að hafaTrúarbrögð heimsótt vesturströnd USA í tvígang og upplifað þar mjög auðugt og opinskátt trúarlíf fór ég að hugsa. Í USA er ekki kurteist að spyrja fólk útí pólitískar skoðanir, það þykir ekki viðeigandi . Fólk er ekki mjög pólitískt en það er trúfólk á verulega opinskáan hátt. Hér heima aftur á móti eru allir til í að básúna sínum pólitísku hugsunum og skoðunum yfir landslýð en trúin er ekki rædd. Eitt sinn talaði ég við mann sem hafði farið nýlega í meðferð og hann kvartaði sáran yfir að ef hann trúði fólki fyrir sinni edrúmennsku væru allir til í að sympatísera og ræða það en ef hann minntist á að hann hefði fundið Jesú Krist í leiðinni urðu allir eins og kvikindi og losuðu sig úr umræðunni snimmhendis.

Síðan átti nýlega ég tal við sálfræðing sem fræddi mig um fimm stoðir mannlegs lífs. Ekki meira um það nema ein stoðin er einhvers konar andleg stoð. Þar leitar fólk af tilgangi sínum, veltir fyrir sér hvort til sé eitthvað stærra en það. Ein leið til að fullnægja þessari hvöt er að hjúfra sig inn í trúfélag þar sem eldgamalt og skipulagt stórveldi tekur við þér og af þér ábyrgðina á þessari leit. Þú ert komin/n heim til Guðs þar sem þú áttir alltaf að vera og einhverjir aðrir sjá um pappírsvinnuna. Þægilegir (og misvitrir) milliliðir milli þín og almættisins, þú ert örugg/ur og ert í réttum flokki.  Og allir aðrir þá að sjálfsögðu í vitlausum flokki.

Og hér er mergurinn málsins. Getur verið að við íslendingar noti stjórnmálaflokka til að fullnægja þessari trúarþörf? Og í stað þess að vera Sjálfstæðisflokkurinnhugsandi manneskjur með gagnrýninn hug, verður stuðningur við flokk spursmál um trú? Þú ákveður (...eða erfir ...eða  velur af (efna)hagkvæmum ástæðum) að þínum hagsmunum sé best borgið inni í ákveðnum flokki einhvern tímann á æviskeiðinu. Þar er fólk sem er til í að vinna og ræða og hugsa og framkvæma það sem  er því og þér fyrir bestu. Þú færð að vera með , þú tilheyrir og ert staðsett/ur á „réttum stað". Án þess að þurfa að gera neitt sérstakt nema kjósa „rétt" á fjögurra ára fresti. Og allir hinir eru að sjálfsögðu vitleysingar.

Það eru mýmörg dæmi um trúfélög, hér á landi sem annars staðar, sem hafa liðast í sundur vegna breyskleika mannsins. Þjóðkirkjan heldur samt alltaf velli. Eins liðast minni stjórnmálaflokkar sundur en þeir stóru halda alltaf velli. Vegna þess að fólk hefur varpað frá sér ábyrgðinni. Gert flokkinn að milliliði milli sín og umheimsins. Og í huga margra er það eins fjarstæðukennt að skipta um flokk og að skipta um trúfélag.  Hrætt um álit annarra.  Meðan við nennum ekki sjálf að hugsa halda flokkarnir velli og mala sér og sínum gull.

Þar sem mikilvægustu kosningar Íslandssögunnar standa fyrir dyrum finnst mér nauðsynlegt að fólk staldri við þetta. Gæti það gerst að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn myndi stjórn með vorinu?

FramsóknarflokkurinnÉg veit að það er í mannlegu eðli að sporna á móti breytingum og þekki fullt af fólki sem er frekar til í að koma sjálfu sér/hjónabandi sínu/ sambandi sínu við börnin sín/ þjóðinni sinni í algert þrot frekar enn að setjast niður og eiga heiðarlegt (og oftast verulega sársaukafullt) endurmat á sér og viðhorfum sínum. En hversu langt eigum við að ganga til að halda hlutunum í skorðum? Aldrei hafi verið gerð eins afdrifarík mistök og gerð voru af ráðamönnum síðustu ára. Samt heyrir maður merki þess að fólk ætli nú bara að kjósa sem fyrr og vona að það gangi betur næst.

Að mistakast 19 sinnum og ná árangri í 20. sinn er skilgreining á þrautseigju, en það hefur líka verið sagt að ef maður geri sama hlutinn aftur og búist við annarri niðurstöðu í seinna skiptið sé merki um geðveilu.

Við höfum ekki tíma eða efni á að vera hugsanalöt. Við verðum hvert og eitt að líta í eigin barm, hugsa um framtíðina og ákveða hvernig henni er best borgið. Heiðarlegt uppgjör við fyrri ákvarðanir er nauðsyn, henda út því sem er ónothæft og hugsa hlutina uppá nýtt.

Ég er í kastþröng (aftur), er enn pólitískt viðrini og er búin að finna alls einn pólitíkus sem ég gæti hugsað mér að starfaði áfram.

Ætlum við að gefa sama fólki annað tækifæri? Ætlum við taka þá áhættu að flokkarnir geti núna unnið  sitt verk, þó að allt bendi til þess flokkakerfið sé mannskemmandi og er ekki hæft til að fara með völd?

Ragnheiður Erla  Rósarsdóttir

______________________________________________

Þetta stórfína bréf Ragnheiðar Erlu minnti mig semsagt á Hannes Hólmstein Gissurarson og fleyg orð hans um hvað sjálfstæðismenn væru ópólitískir og vildu bara láta leiðtogann teyma sig áfram og hugsa fyrir sig. Þetta er nefnilega satt. Sumir nenna ekki að hugsa - hvað þá gagnrýnið og sjálfstætt!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband