Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Skilaboð til Jóns Gnarr

Um leið og ég sem Reykvíkingur býð Jón Gnarr innilega velkominn til starfa og óska honum og hans fólki alls hins besta sendi ég honum þessi skilaboð...

Sjá hér...


Réttlætið og ríkisstjórnin

Tímamótadómar voru kveðnir upp í Hæstarétti í dag. Þetta voru dómur nr. 92/2010, Óskar Sindri Atlason (Björn Þorri Viktorsson hrl.) gegn SP-Fjármögnun hf. (Sigurmar K. Albertsson hrl.) og dómur nr. 153/2010, Lýsing hf. (Sigurmar K Albertsson hrl.) gegn Jóhanni Rafni Heiðarssyni og Trausta Snæ Friðrikssyni (Ragnar Baldursson hrl. og Ólafur Rúnar Ólafsson hdl.). Bæði málin dæmdu hæstaréttardómararnir...

Framhald hér...


Frjádagur og ESB

Friðrik Jónsson hefur skrifað tvær beittar greinar um ESB undanfarna tvo daga - ESB og Apartheid í gær og ESB segi nei í dag. Svo les maður á Eyjunni hvernig handvalið er inn á landsfund Sjálfstæðisflokksins til að passa að eingöngu þóknanlegar skoðanir fái að heyrast á þeirri trúarsamkomu...

Framhald hér...


Málþóf og hagsmunir almennings

Í Eldhúseinræðum mánudagskvöldsins lagði Margrét Tryggvadóttir til að þeir þingmenn og ráðherrar sem búið væri að kaupa skráðu sig í Kauphöllina svo hægt væri að fylgjast með því hverjir ættu þá - og væntanlega hvernig eignarhaldið breyttist hverju sinni...

Framhald hér...


Gullmolar gærkvöldsins

Ég lagði það á mig að hlusta og horfa á allar Eldhúsdagsumræðurnar í gærkvöldi. Legg til að nafninu verið breytt í Eldhúsdagseinræður því þetta eru mestan part einræður þar sem fólk messar hvert yfir öðru og landslýð. Hinir hefðbundnu hjólfara- og skotgrafaþingmenn eru fyrirsjáanlegir og hundleiðinlegir en innan um er fólk sem talar af nokkru viti...

Framhald hér...


Tíminn, þingið og vatnið

Enn þrjóskast Alþingi við og rígheldur í sauðburð, heyskap, göngur og réttir eins og sönnum búmönnum sæmdi í bændasamfélagi fortíðarinnar. Þá var riðið til þings og ef til vill litið komið við hjá helstu höfðingjum á leiðinni og þegin næturgisting og annar viðurgerningur...

Framhald hér...


Lýðræði fyrir alla - konur og kalla

Í morgun hlustaði ég að venju á eðalþáttinn Framtíð lýðræðis á Rás 1. Í þetta sinn var rætt við Þórhildi Þorleifsdóttur, leikstjóra og fyrrverandi þingkonu Kvennalistans með meiru. Ótalmargt bar á góma og ég hvet alla, jafnt konur sem karla, á öllum aldri og ekki síst ungar konur til að hlusta á þennan þátt...

Framhald hér...


Vatnið og lífsbjörgin

"Þúsundir hafa lifað án ástar, en ekki einn einasti án vatns", sagði breska skáldið W.H. Auden. Vatn er forsenda alls lífs á jörðunni og gríðarlega verðmæt auðlind. Sem betur fer höfum við Íslendingar ávallt haft yfrið nóg af vatni. Við höfum getað sprangað um fjöll og firnindi, hæðir og hóla...

Framhald hér...


Fráleitir og siðlausir gjörningar

Ótrúlega auðvelt virðist að sveigja og beygja skoðanir fólks - allt eftir því hvernig vindar blása hverju sinni. Fá það til að trúa nánast hverju sem er og samþykkja hvaðeina þótt staðreyndir sem segi eitthvað annað blasi við beint fyrir framan nefið á því...

Framhald hér...


Mjög aðlaðandi tímasóun

Ég skaut nokkrum pillum á karlpeninginn í þessum pistli fyrir nokkrum dögum. Sagði m.a.: "Karlar þurfa líka að losa sig við meðvitaðan eða ómeðvitaðan ótta við ákveðnar og rökfastar konur. Þær eru nefnilega ekkert hættulegar þeim eða meintri karlmennsku þeirra." Og ég meinti það - þótt þetta eigi vitaskuld alls ekki við þá alla, langt í frá...

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband