Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Síðbúið Stjórnlagakaffi

Raddir fólksins stóðu fyrir Stjórnlagakaffi fjórum sinnum í maí. Fyrstur hélt erindi Páll Skúlason, heimspekiprófessor og fyrrverandi háskólarektor og sagði ég frá því hér og sýndi upptöku. Næst í röðinni var Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnsýslufræðum og það spjall birti ég hér.

Framhald hér...


Magma-málið til Umboðsmanns Alþingis

Björk Guðmundsdóttir, tónlistarkona, Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur og heimspekingur og Jón Þórisson, arkitekt og aðstoðarmaður Evu Joly hafa sent erindi til Umboðsmanns Alþingis um eignarhald Magma Energy Sweden á HS Orku og nýtingarrétt á auðlindinni. Ég var að fá þetta og er ekki búin að lesa en set þetta hér inn til að lesendur geti kynnt sér erindið...

Framhald hér...


Magma-sagan síðasta árið

Eina ferðina enn reynir á fjórða valdið, fjölmiðlana í tengslum við Magma-málið. Og fjölmiðlafólk verður að átta sig á, að ekki nægir að hafa eitthvað eftir A, leita síðan álits B sem vísar orðum A á bug og málið er dautt - og láta þar við sitja. Sjálfstæð rannsóknarvinna, heimildaöflun og úrvinnsla er nauðsynleg - jafnvel þótt viðkomandi blaða- eða fréttamaður þurfi...

Framhald hér...


Lagahyggja og lærdómur af Skýrslunni

Pétur Gunnarsson skrifar mjög góðan leiðara í Fréttablaðið í dag þar sem hann nær kjarna málsins í Magma-Svíþjóðar-nefndarumræðunni. Eins og Pétur bendir á var lýst í siðferðihluta skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hvernig lagahyggja hafi gegnsýrt íslenska stjórnsýslu og átt þátt í hruninu. Í siðferðihlutanum segir meðal annars...

Framhald hér...


Afhjúpun eða ekki afhjúpun

Stóru Magma-fréttirnar og öll umræðan í kringum þær hafa verið ansi fróðlegar og athyglisverðar í meira lagi, ekki síst á Facebook þar sem þetta málefni hefur átt sviðið í dag. Margir hafa bent á að það sé engin ný frétt að Magma Energy Sweden AB sé skúffufyrirtæki. Það er alveg hárrétt...

Framhald hér...


Magma og skúffan í Svíþjóð

Aldrei verður nægilega hamrað á hve þetta mál er alvarlegt og ég bið alla sem vettlingi geta valdið og eru á sömu skoðun og ég að hjálpa mér að hrópa á götuhornum, senda tölvupósta, skrifa, tala og sannfæra þá sem eru enn slegnir blindu um að þetta megi aldrei gerast...

Framhald hér...


Auðlindasalan, nefndin og mistökin

Að gefnu tilefni ætla ég að minna á orð þessara tveggja herramanna. Verið er að gera einmitt þau hrikalegu mistök sem þeir vara svo afdráttarlaust við...

Framhald hér...


Dómar Hæstaréttar og annmarkar Skýrslunnar

Mig langar að benda á tvær góðar greinar um ólík mál sem birtust í dag.

Sjá hér...


Hvar liggur ábyrgðin?

Ég er mikið að velta fyrir mér hvar ábyrgðin á harmleikjum ótalmargra Íslendinga liggur. Auðvelt er að fara í Skýrsluna og rifja upp atburði undanfarinna... ja, bara tíu ára eða svo. Ábyrgðin á aðdraganda hrunsins er skýr - hana bera stjórnmálamenn, bankamenn og aðrir stórleikarar á sviði viðskipta og efnahagsmála...

Framhald hér...


Með mannslíf á samviskunni

Ég sagði frá sögum í pistlinum Gengistryggða ruglið og lögleysan fyrir nokkrum dögum. Önnur var af stúlku sem hafði verið svipt bílnum sínum og henni gert að greiða margfalt verð hans - meðal annars fyrir viðhald og viðgerðir sem aldrei höfðu farið fram...

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband