14.12.2010
Hvaða jafnræði og hverra?
Það fór sem mig grunaði - enginn sagði neitt. Enginn varð vitlaus og enginn fjölmiðill hafði döngun í sér til að fylgja fréttinni eftir. Engum þeirra fannst þessir 10 milljarðar neitt til að æsa sig yfir. Reknir voru hljóðnemar framan í tvo ráðherra sem vísuðu að sjálfsögðu öllu á bug og málið var dautt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Nú verður allt vitlaust... eða hvað?
Wikileaks-afhjúpanir voru í öllum fjölmiðlum í gær og verða sjálfsagt eitthvað áfram. Fæstar fréttirnar sögðu okkur nú eitthvað merkilegt, en ein þessara frétta stendur upp úr í mínum huga - og það allsvakalega. Hún birtist á RÚV í gærkvöldi. Ef einhverjar töggur væru í okkur Íslendingum yrði allt vitlaust út af þessu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Einu sinni var...
...eins konar "fegurðarsamkeppni". Það eru ekki nema rúm þrjú ár síðan þessi síða birtist í Fréttablaðinu. Þá þegar vissu margir innmúraðir að efnahagur Íslands væri að hruni kominn og að þessir menn væru stórleikarar í því hruni. Einhvern veginn virðast heilu ljósárin síðan, því svo margt hefur breyst... en þó svo lítið - hvernig sem það kemur heim og saman...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Ég ákæri!
Þetta er síðasti RÚV-pistillinn minn. Flestir pistlarnir sem ég hef birt hér undanfarið, bæði RÚV- og Smugupistlar, fela í sér harða gagnrýni á ríkisstjórnarflokkana vegna ýmissa mála, kannski þó einkum orku- og auðlindamála. Þetta eru gríðarlega mikilvæg mál sem ég hef reynt að vekja fólk til vitundar um í nokkur ár með misjöfnum árangri...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Banvæn banaspjót
Þetta er stórmál. Eitt það stærsta í Íslandssögunni. Er ekki kominn tími til að slaka á og róa þessa umræðu og allt í kringum hana? Sýna svolítinn þroska og skynsemi og ræða saman á málefnalegum nótum? Mér finnst það nú eiginlega...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Kartöflusamstaðan
Þetta er svolítið geðklofinn pistill. Byrjar á mat og fer svo út í samstöðu um að skipta ekki við fyrirtæki þeirra manna sem rændu íslensku þjóðina. Ég furða mig endalaust á því hvað fólk er rænulaust gagnvart því í hvaða vasa það beinir aurunum. Stundum er þetta bara leti, stundum hugsanaleysi, stundum hvort tveggja. Sumir bera fyrir sig að þeir versli þar sem er ódýrast...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Öfugsnúið þjóðfélag
Ég er sjálfsagt ekki ein um að finnast þjóðfélagi öfugsnúið um þessar mundir. Kannski hefur það alltaf verið það, en náð nýjum hæðum með ótrúlegum uppákomum, mótsagnakenndum orðum og gjörðum jafnt almennings, fjármagnseigenda og -vörslumanna og yfirvalda. Óréttlætið í réttarríkinu Íslandi er með ólíkindum, vantraust og tortryggni yfirgnæfa alla umræðu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Menn og málefni
Stundum getur verið erfitt að lifa. Ekki grunaði mig þegar ég byrjaði að tjá mig opinberlega hér á blogginu að með tíð og tíma myndi það koma fyrir að ég sjálf yrði meira til umræðu en málefnin sem ég skrifa um. Mér finnst þetta afleitt. Vona að mér takist þó engu að síður að vekja athygli á þeim málum sem ég fjalla um hverju sinni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Fjölmiðlar og ábyrgð þeirra
Ég hef sagt það áður og segi það enn - ég skil ekki fréttamat íslenskra fjölmiðla. Þeim finnst mikilvægara að etja saman fólki sem er ósammála um einhver smáatriði en að grafast fyrir um eitt alvarlegasta hagsmunamál Íslendinga...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Sofandi að feigðarósi - aftur?
Hvaða töggur eru í þjóð sem nánast gefur auðlindir sínar, vitandi vits um að verið er að arðræna hana? Hvers konar þjóð lætur kyrrt liggja að braskarar láti auðlindir hennar ganga kaupum og sölum í erlendum kauphöllum? Hvers konar ríkisstjórn líður braskara að vaða uppi í erlendum fjölmiðlum og selja auðlindir þjóðarinnar með lygum og þvættingi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Amen á eftir efninu
Fjárlagafrumvarpið með niðurskurðinum og frumvarpið um að skera Helguvíkurálbræðslu úr hafnarsnörunni með miklu hærra fjárframlagi en niðurskurðurinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hljóðaði upp á. Tvískinnungur? Geðklofi? Ég veit það ekki, en þetta hljómar furðulega. Og prestur biður guð sinn um álbræðslu sem engin sátt er um í samfélaginu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Glæpur eða gáleysi
Mér er fyrirmunað að skilja áhugaleysi fjölmiðla á að fjalla um þessa hlið mála og segja sannleikann um hvað verið er að gera við auðlindir Íslendinga. Smugan var á málþinginu sem sagt er frá hér, sem og fulltrúar Rásar 1, þeir Ævar Kjartansson og Jón Guðni Kristjánsson. Aðrir fjölmiðlar sýndu málinu ekki áhuga og sögðu auk þess rangt frá niðurstöðu...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Réttlæti - öllum til handa
Það er mótmælt, skrifað, haldnar ræður, þjóðfélagið á suðupunkti. Við horfum upp á hrunvaldana - bæði úr pólitík og viðskiptum - ganga frá skuldasúpum sínum með afskriftum kúlulána og himinhárra skulda, kennitöluflakki og alls konar siðleysi. Við sjáum þá setjast í vel launuð störf og embætti, mennina sem ollu hruninu, halda áfram og braska að vild...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Milli fólks og fjármagns
Afdrifaríkir pistlar, Smugupistlarnir mínir. Jafnvel þótt ég hafi engin tengsl við Vg. Ég var á lista yfir fasta penna Smugunnar frá upphafi (2008) - einkum vegna þess að ég hafði skrifað mikið um náttúruvernd - þótt ég hafi lítið sem ekkert birt þar sökum anna við eigin bloggsíðu. Það mun ævinlega verða stór spurning - og henni ósvarað...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Hræðsla, hugrekki og hetjur
Ég heyri dæmi um þetta næstum daglega. Fólk varað við, leiðbeint, sagt að gæta hófs, fara að slaka á - annars... Innan úr flokkunum, frá atvinnulífinu - þeim sem völdin hafa. Sumt getur flokkast sem hreinar og klárar hótanir, annað er lúmskara. Dulbúnar hótanir. Sannleikurinn kostar fólk vinnuna - lifibrauðið, æruna, aleiguna. Finnst okkur það bara allt í lagi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Alsæla áhyggjuleysis
Aparnir þrír sem halda fyrir munn, eyru og augu eru táknmynd þess, að ef við hvorki sjáum, heyrum eða segjum það sem illt er verði hinu illa haldið frá okkur (sjá hér). Er þetta ekki einmitt það sem Íslendingar hafa gert í gegnum tíðina - lokað skilningarvitunum fyrir veruleikanum, leyft óréttlæti og spillingu að vaða uppi og samfélaginu að sigla í strand...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Réttlæti í réttarríkinu Íslandi
Í síðasta pistli sagðist ég ætla að birta alla pistlana mína frá í haust - bæði RÚV-pistla og Smugupistla - svo lesendur síðunnar geti dæmt sjálfir um innihaldið ef þeir hafa hvorki heyrt þá né lesið. Pistlarnir eru 13 talsins og ég birti þá nokkuð þétt. Hljóðskrár fylgja RÚV-pistlunum eins og áður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar?
Þeir sem alið hafa upp börn vita líklega flestir hvað það getur reynt á þolinmæðina að þurfa að síendurtaka hlutina hvað eftir annað. En börnin eru jú að læra og það er okkar, hinna fullorðnu, að kenna þeim. Við erum samt kannski ekki alltaf í stuði til að endurtaka í skrilljónasta sinn að það megi ekki klípa litla bróður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Einföld spurning - ekkert svar
Björk Guðmundsdóttir spurði ríkisstjórnina einfaldrar spurningar í þættinum Návígi á þriðjudagskvöldið: Ætlið þið að rifta sölunni á HS Orku til Magma Energy - eða ekki? Ekkert svar hefur borist við spurningunni og engir fjölmiðlar spyrja ráðherra eða ríkisstjórn hvort þeir ætli að leggja blessun sína yfir það...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010
Aftur til hræðsluþjóðfélagsins?
Við munum öll eftir hræðsluþjóðfélagi Davíðs þar sem enginn mátti segja sannleikann ef hann var valdhöfum ekki þóknanlegur. Þeir sem þorðu voru ofsóttir, misstu vinnuna eða beittir einhvers konar kúgun eða ofbeldi af þeim sem töldu sig óskeikula handhafa alvaldsins...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)