5.8.2010
Kaflaskil eða leikslok?
Þetta er líklega erfiðasti pistill sem ég hef skrifað - og þeir eru orðnir ansi margir. Ég hef ótal sinnum ætlað að láta verða af þessu en þá hefur alltaf eitthvað gerst sem hefur komið í veg fyrir það. En nú hef ég verið fjarri "góðu gamni" og nettengingu eins og sjá hefur mátt á þögn minni hér á síðunni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.7.2010
Ískaldur veruleiki snákanna
Magma-málið er heldur betur í umræðunni þessa dagana - loksins, loksins! Ég hef skrifað um það í rúmt ár og fundist ég stundum vera svolítið ein í heiminum. En nú hefur öflugt fólk bæst í hópinn og almenningur er að vakna til vitundar um alvarleika þessa máls. Mér finnst verst hvað snúið er út úr umræðunni, en það er líklega óhjákvæmilegur fylgifiskur stórmála...
Bloggar | Breytt 11.12.2010 kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2010
Þjóðargersemi fær þjóðargjöf
Ég fór í Grasagarðinn í Laugardal í gær til að samfagna Ómari Ragnarssyni með sjötugsafmælisgjöfina - eða fyrsta hluta hennar. Sjaldan eða aldrei hefur mér fundist nokkur manneskja verðskulda eins hjartanlega þann þakklætisvott sem henni var sýnd með framlagi um 8.000 einstaklinga og 8 fyrirtækja. Það er magnað að renna í gegnum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2010
Björgólfur Thor og Icesave
Þvílíkt rugl. Hann segist vera að borga skuldir sínar en þykist ekki bera neina ábyrgð á Icesave! Hann á milljarða - kannski milljarðatugi - hér og hvar á jarðkringlunni en hefur geð í sér til að horfa upp á niðurskurð í allri þjónustu á Íslandi án þess að blikka augunum. Hann var stærsti hluthafi Landsbankans og umgekkst hann eins og sinn einkasparibauk...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2010
Hver hagnast á auknu verðmæti?
"Þið hafið þann kost að búa yfir ríkulegum náttúruauðlindum, fiski og orkulindum. Þetta eru endurnýjanlegar auðlindir, einkum fiskurinn ef rétt er að farið. Þetta eru auðlindir sem tilheyra allri þjóðinni. Því miður virðist þið ekki njóta þes ávinnings sem þið ættuð að njóta af þessum auðlindum. Grunnregla skattlagningar er sú..."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2010
Hver axlar ábyrgðina?
Málið verður æ gruggugra og tortryggilegra með hverjum deginum, með hverju atriðinu á fætur öðru sem afhjúpast smátt og smátt. Ég efast ekki um að fleira eigi eftir að koma upp á yfirborðið í Magma-málinu og skora á alla sem geta bætt stykkjum í púsluspilið að gera það. Og eftir hið fáránlega ábyrgðarleysi efnahagshrunsins spyr maður óhjákvæmilega...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2010
Björgum auðlindunum
Í dag klukkan 16 boða Björk Guðmundsdóttir, tónlistarkona, Jón Þórisson, arkitekt og aðstoðarmaður Evu Joly og Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur til blaðamannafundar til bjargar auðlindunum okkar. Á sama tíma verður hleypt af stokkunum formlega undirskriftarsöfnun sem vel á annað þúsund manns hafa nú þegar skrifað undir og fjölgar óðum. Textinn hljóðar svo:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2010
Orkuveitan og stjórnarformaðurinn
Ég er ekki sú eina sem hef verið hugsi, jafnvel tortryggin, gagnvart hinum nýja stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, Haraldi Flosa Tryggvasyni, sem okkur er gert að borga milljón á mánuði fyrir vikið. Lái mér hver sem vill. OR er stærsta fyrirtæki okkar Reykvíkinga og það skiptir okkur öll miklu máli hverjir halda þar um stjórnartaumana...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2010
Auðlindir og Magma í Vikulokunum
Vikulokin á Rás 1 er þáttur sem ég missi aldrei af. Hann er misáhugaverður og það fer gjarnan eftir viðmælendum. Að þessu sinni stjórnaði Gísli Einarsson - Út og suður meistarinn - þættinum og gestir hans voru sjálfur Ómar Ragnarsson, hin skelegga Halla Gunnarsdóttir og Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri D-listans í Garðinum á Reykjanesi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2010
Ómar Ragnarsson
Láttu ekki mótlætið buga þig heldur brýna
birtuna má aldrei vanta í sálu þína.
Ef hart ertu leikinn svo þú átt í vök að verjast
vertu ekki dapur, njóttu þess heldur að berjast.
Í þessar frumortu ljóðlínur sínar sem innblásnar eru af ljóði Hannesar Hafstein, Ég elska þig, stormur, sækir Ómar Ragnarsson styrk þegar á brattann er að sækja, segir í viðtali við þennan mikla baráttumann og gleðigjafa í helgarblaði DV sem kom út í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2010
Súrir skuldarar og Langdræg neyðarráð
Vek athygli á þessum tveimur greinum úr Fréttablaðinu í dag og fjalla á ólíkan hátt um svipuð mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2010
Síðbúið Stjórnlagakaffi
Raddir fólksins stóðu fyrir Stjórnlagakaffi fjórum sinnum í maí. Fyrstur hélt erindi Páll Skúlason, heimspekiprófessor og fyrrverandi háskólarektor og sagði ég frá því hér og sýndi upptöku. Næst í röðinni var Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnsýslufræðum og það spjall birti ég hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2010
Magma-málið til Umboðsmanns Alþingis
Björk Guðmundsdóttir, tónlistarkona, Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur og heimspekingur og Jón Þórisson, arkitekt og aðstoðarmaður Evu Joly hafa sent erindi til Umboðsmanns Alþingis um eignarhald Magma Energy Sweden á HS Orku og nýtingarrétt á auðlindinni. Ég var að fá þetta og er ekki búin að lesa en set þetta hér inn til að lesendur geti kynnt sér erindið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2010
Magma-sagan síðasta árið
Eina ferðina enn reynir á fjórða valdið, fjölmiðlana í tengslum við Magma-málið. Og fjölmiðlafólk verður að átta sig á, að ekki nægir að hafa eitthvað eftir A, leita síðan álits B sem vísar orðum A á bug og málið er dautt - og láta þar við sitja. Sjálfstæð rannsóknarvinna, heimildaöflun og úrvinnsla er nauðsynleg - jafnvel þótt viðkomandi blaða- eða fréttamaður þurfi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2010
Lagahyggja og lærdómur af Skýrslunni
Pétur Gunnarsson skrifar mjög góðan leiðara í Fréttablaðið í dag þar sem hann nær kjarna málsins í Magma-Svíþjóðar-nefndarumræðunni. Eins og Pétur bendir á var lýst í siðferðihluta skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hvernig lagahyggja hafi gegnsýrt íslenska stjórnsýslu og átt þátt í hruninu. Í siðferðihlutanum segir meðal annars...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2010
Afhjúpun eða ekki afhjúpun
Stóru Magma-fréttirnar og öll umræðan í kringum þær hafa verið ansi fróðlegar og athyglisverðar í meira lagi, ekki síst á Facebook þar sem þetta málefni hefur átt sviðið í dag. Margir hafa bent á að það sé engin ný frétt að Magma Energy Sweden AB sé skúffufyrirtæki. Það er alveg hárrétt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2010
Magma og skúffan í Svíþjóð
Aldrei verður nægilega hamrað á hve þetta mál er alvarlegt og ég bið alla sem vettlingi geta valdið og eru á sömu skoðun og ég að hjálpa mér að hrópa á götuhornum, senda tölvupósta, skrifa, tala og sannfæra þá sem eru enn slegnir blindu um að þetta megi aldrei gerast...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2010
Auðlindasalan, nefndin og mistökin
Að gefnu tilefni ætla ég að minna á orð þessara tveggja herramanna. Verið er að gera einmitt þau hrikalegu mistök sem þeir vara svo afdráttarlaust við...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2010
Hvar liggur ábyrgðin?
Ég er mikið að velta fyrir mér hvar ábyrgðin á harmleikjum ótalmargra Íslendinga liggur. Auðvelt er að fara í Skýrsluna og rifja upp atburði undanfarinna... ja, bara tíu ára eða svo. Ábyrgðin á aðdraganda hrunsins er skýr - hana bera stjórnmálamenn, bankamenn og aðrir stórleikarar á sviði viðskipta og efnahagsmála...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)