Margar góðar greinar birtast þessa dagana í prentmiðlum, netmiðlum og á bloggi. Flestar tengdar Skýrslunni og innihaldi hennar. Þessar tvær vöktu sérstaka athygli mína. Sú fyrri er eftir Njörð P. Njarðvík, en ég hef oft bent á málflutning hans - síðast í pistlinum Viljum við nýtt lýðveldi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2010
Forsetinn og landkynningin
Ég er ekki hissa á að ferðaþjónustan hafi áhyggjur af afleiðingum þessara orða sem Ólafur Ragnar Grímsson lét falla í hinum geysivinsæla þætti Newsnight á BBC í gærkvöldi. Hér er myndbrot úr þættinum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2010
Nærvera Davíðs hafði vond áhrif
Ég ætla ekki að hafa nein orð um þessa grein... að sinni. Smellið þar til læsileg stærð fæst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2010
Mikillæti
Enginn friður, engin sátt mun ríkja í samfélaginu fyrr en rannsókn lýkur, ákærur verða bornar fram og réttað er yfir brotamönnunum sem hafa rústað landið. Þetta segir Páll Baldvin Baldvinsson meðal annars í leiðara...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2010
Samræður um Skýrsluna
Ég festist yfir þessum þætti í nótt þegar ég kom heim, örþreytt eftir langan og strangan vinnudag. Ætlaði bara að taka hann upp og hlusta seinna en gat ekki slökkt fyrr en hann var búinn. Hér spjallar Ævar Kjartansson við Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst, í nýjum þætti sínum á sunnudagsmorgnum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2010
Ashsave
Sigurður Örn Brynjólfsson hefur sent mér nokkrar skopmyndir undanfarið. Þessi barst í gær...
Sjá hér...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2010
Hið ógeðslega þjóðfélag
Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta..."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2010
Eva Joly um Skýrsluna
Ég skrifa Skýrsluna með stóru essi - enda er hún stór og líklega mikilvægari en við gerum okkur grein fyrir ennþá. Eva Joly var í Kastljósi í gærkvöldi og tjáði sig um hana. Hún var gríðarlega ánægð með Skýrsluna. Ýmis ummæli Joly eru uppörvandi og vekja vonir um að réttlætið nái fram að ganga þótt síðar verði...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2010
Illugi Gunnarsson
Nú hefur annar þingmaðurinn dregið sig í hlé - að minnsta kosti í bili - Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki. Áður hafði Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingu, tekið sér frí frá þingstörfum. Mál tengd þeim báðum hafa verið send til Sérstaks saksóknara og það er hárrétt ákvörðun hjá þeim að stíga til hliðar og í anda þess hugarfars...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2010
Hver sagði hvað og hvenær?
Rifjum upp fleira sem fram kom strax eða fljótlega eftir hrunið. Höfum Skýrsluna í huga þegar við horfum á þetta...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2010
Forsetinn og fáránleikinn
Ég hef aðeins einu sinni skrifað eitthvað um forseta Íslands - í pistlinum Ólafur Ragnar og útrásin í nóvember 2008. Svo birti ég viðtalið við hann á BBC 5. janúar sl. eftir að hann neitaði að skrifa undir Icesave-lögin. Mig minnti að ég hefði birt viðtal Kastjóss við Ólaf Ragnar í október 2008 en ég finn það...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2010
Björgólfur Thor og iðrunin
Fleiri iðrast en Pálmi þótt hans iðrun virðist vera rækilega innantóm. Fréttablaðið birti iðrun Björgólfs Thors og spurning hvort sú iðrun sé jafninnantóm og iðrun Pálma. Jafnvel enn innantómari og þá er mikið sagt. Sigrún Davíðsdóttir lauk pistli sínum í Speglinum í gærkvöldi með þessum orðum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2010
Viljum við nýtt lýðveldi?
Munið þið eftir þessu viðtali? Er ekki rétt að taka þetta málefni til ítarlegrar skoðunar og alvarlegrar umhugsunar? Egill nefnir þetta í pistli og ég tek undir með honum. Rifjum upp viðtal Egils í Silfrinu fyrir rúmu ári við þennan heiðursmann - Njörð P. Njarðvík...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2010
Kompásar og konfektmolar
Rifjum upp nokkra Kompása og fleiri konfektmola sem segja okkur ansi margt. Það er erfitt að fyrirgefa að þessir þættir hafi verið slegnir af hjá Stöð 2 til að rýma fyrir innihaldslausu afþreyingarefni þegar aðeins þrír mánuðir voru liðnir frá hruninu og þjóðin þurfti á gagnrýninni fjölmiðlun að halda sem aldrei fyrr...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2010
Moðhausar?
Ég var búin að reka augun í það sem Sigrún Davíðsdóttir fjallaði um í Speglinum í kvöld - óskýra tjáningu margra sem í er vitnað orðrétt í Skýrslunni. Þetta gæti vel verið sérstakt rannsóknarefni og ég öfunda ekki nefndina af að hafa þurft að greiða úr svona rugli...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2010
Mauraþúfan kramin
Mun skýrsla Rannsóknarnefndar hafa áhrif á hina seku - jafnvel þótt allir bendi á aðra og afneiti?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrýtinn dagur, gærdagurinn. Ég heyrði glefsur í útvarpinu í bílnum og fólk að tala um skýrsluna þar sem ég kom. Ég var viðþolslaus. Átti meðal annars skemmtilegt spjall við skipstjórann á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni, Arnfirðinginn Guðmund Bjarnason. Við vorum hrikalega sammála. Steingleymdi þó að spyrja hann...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2010
Skýrsludagurinn ógurlegi
Þá er skýrsludagurinn ógurlegi upp runninn. Allt mun snúast um skýrsluna næstu daga - og jafnvel vikur. Ómögulegt að segja. Undarlegar spár um uppreisn og óeirðir hljóma furðulega þegar ekkert er vitað um innihald skýrslunnar. Skrýtnast finnst mér að fjölmiðlum hafi ekki verið kostur á að kynna sér hana fyrirfram...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2010
Ærumeiðingar ærulausra
Hvernig er hægt að skaða það sem ekkert er? Jón Ásgeir ætlar að stefna skilanefnd Glitnis fyrir ærumeiðingar. Tölvupóstur um milljarðalán og millifærslur var grín, segir hann, og því til sönnunar átti að vera broskall sem hvarf. Jón Ásgeir telur sig jafnvel...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðmenn keppast nú við að reyna að kæfa fjölmiðlun og opna umræðu á Íslandi, múlbinda frétta- og blaðamenn og hræða þá til að þegja. Ég var reyndar búin að birta allar þessar fréttir. Sú fyrsta er í pistlinum Pálmi í Fons og mannorðið. Önnur í Stefnir iðrandi Pálmi? og sú þriðja í Upplífgandi páskadagsfrettum...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)