Þar sem slóðirnar enda

Mörgum finnst skjóta skökku við þegar þeir eru hundeltir af skattayfirvöldum fyrir smáskuldir á meðan skúrkar fá að skjóta undan gríðarlegum upphæðum og fela víða um heim. Manni finnst einhvern veginn eins og verið sé að henda krónunni og geyma aurinn með því að eyða tíma skattayfirvalda í smotteríið á meðan...

Framhald hér...


Óli spes með svipu á Sigga

Þessi mynd hans Gunnars í Fréttablaðinu í dag er gjörsamlega óborganleg!

Sjá hér...


Þakkir

Á dauða mínum átti ég von - en ekki þeim gríðarlegu viðbrögðum sem ég fékk við síðasta pistlinum mínum - Að fortíð skal hyggja. Fyrir utan athugasemdir við pistilinn og ótrúlega mörg þúsund heimsóknir á síðuna fékk ég ótal tölvupósta og fjölmargar upphringingar. Ég veit ekki hvort ég kemst nokkurn tíma í að svara öllum tölvupóstunum - en ég geri mitt besta...

Framhald hér...


Að fortíð skal hyggja

Alveg frá fyrstu dögum hruns hafa heyrst raddir, stundum allháværar, um að við ættum ekki að líta um öxl heldur horfa fram á við. Ekki draga menn til ábyrgðar, heldur einhenda okkur í að byggja upp aftur. Á hvaða grunni nefndu þeir ekki. Í fyrstu voru þetta raddir þeirra sem vildu ekki af einhverjum ástæðum grafast fyrir um orsakir hrunsins...

Framhald hér...


Hvar stendur hnífurinn í kúnni?

Í fréttum í kvöld kom fram að Scotland Yard hafi hafnað beiðni um að handtaka Sigurð Einarsson því láðst hafi að lögfesta aðild Íslendinga að Evrópusamningi um handtöku og framsal grunaðra eða dæmdra manna. Á Facebook í kvöld bendir Guðmundur Magnússon, fyrrverandi ritstjóri Eyjunnar...

Framhald hér...


Eftirlýstur

Mikið skelfing hlýtur að vera niðurlægjandi fyrir Sigurð Einarsson að vera eftirlýstur af Interpol fyrir skjalafals og fjársvik. Hann hefði betur komið af sjálfsdáðum. Þetta er sorgleg framvinda mála. Ég tek ofan fyrir embætti Sérstaks saksóknara fyrir að sýna enga linkind. Aðrir landflótta gerendur hrunsins vita nú...

Framhald hér...


Réttur settur á morgun

Á morgun verður réttarhöldum yfir mótmælendunum níu fram haldið. Ekki hefur enn verið farið að tilmælum annarra mótmælenda um að allir verði kærðir - ekki bara sumir. Flestir muna uppákomuna sem varð í dómsalnum síðast, þann 30. apríl, þegar þeir sem síst skyldi rufu friðinn. Ég minni á hvað gerðist þá...

Framhald hér...


Silfur sunnudags og fleira

Úlfur Eldjárn var fyrsti gestur Egils. Hann útskýrði hvernig lausnir ríkisstjórnarinnar henta bara sumum lántakendum - öðrum ekki. Ég birti Moggaviðtalið við Úlf á föstudaginn - Stærsta og ósanngjarnasta eignatilfærsla Íslandssögunnar. Á meðan stóreignamenn og auðjöfrar fá afskriftir skulda upp á milljarða og tugmilljarða er...

Framhald hér...


Hæfi og vanhæfi hæstaréttardómara

Eyjan birti frétt í síðustu viku um svör - og skort á svörum - við fyrirspurn til hæstaréttardómara um hæfi þeirra í dómsmálum. Mér virtist þessi frétt ekki fá mikla athygli og ég varð ekki vör við að aðrir fjölmiðlar tækju málið upp. Tvennt finnst mér aðallega athyglisvert við fréttina...

Framhald hér...


Afneitun aldarinnar

Mig setti hljóða þegar ég hlustaði á þetta viðtal. Þarna sat einn af aðal hrunmeisturum Íslands og vissi ekki neitt, viðurkenndi ekki neitt, samþykkti ekki neitt og ætlaði bara á fund guðs í kirkjunni. Er ekki löngu hætt að selja aflátsbréf? Ótalmargir gerendur hrunsins eru í afneitun...

Framhald hér...


Svartur á leik og áskorun til yfirvalda

Ég fór að hlusta á fyrirlestra Williams K. Black á þriðjudag og miðvikudag. Það var fullt út úr dyrum í fyrirlestrasal Öskju báða dagana og Black tókst að viðhalda léttu andrúmslofti með skopskyni sínu, þrátt fyrir alvarleika umræðuefnisins. Eins og fram kom í auglýsingu fjallaði Black fyrri daginn um...

Framhald hér...


Hrun lýðveldis og réttlæti þjóðar

"Það er merkilegt ef íslenska lýðveldið hefur hrunið af löglegum ástæðum. Mér er það mjög til efs," sagði Vilhjálmur Bjarnason í Kastljósi 19. janúar 2009. Þá voru þeir Pétur Blöndal að ræða við Þóru Arnórsdóttur um m.a. meint kaup Al Thanis frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi...

Framhald hér...


Stærsta og ósanngjarnasta eignatilfærsla Íslandssögunnar

"Hvernig dettur mönnum í hug að ráða einn af bónusakóngum bankanna til að leggja mat á vanda skuldsettra heimila? Hvaða aðferð notar maður sem er með launakröfu á einn af bönkunum upp á meira en 200 milljónir við að setja sig í spor þeirra sem hafa innan við 200 þúsund á mánuði?"

Framhald hér...


Þér kemur þetta ekki við

Enn var ég að grúska og rakst á pistil eftir Spákaupmanninn í Markaðnum - viðskiptablaði Fréttablaðsins - í þetta sinn frá 7. maí 2008. Fyrir nákvæmlega tveimur árum upp á dag og tæpum fimm mánuðum fyrir hrun. Ég hef áður birt skrif Spákaupmannsins frá 2006 í pistlinum...

Framhald hér...


Meiri umfjöllun um Skýrsluna

Í síðasta pistli birti ég hinn frábæra þátt fréttastofu RÚV sem sýndur var að kvöldi Skýrsludagsins ógurlega, 12. apríl. Ég birti fréttamannafund Rannsóknarnefndar sama dag hér, og umræður á Alþingi og viðbrögð...

Framhald hér...


Ég þakka fyrir mig...

Ég er óspör á skammirnar þegar mér finnst fjölmiðlarnir ekki standa sig í stykkinu. Ég vil því að sama skapi vera óspör á hólið þegar mér finnst þeir standa sig vel. Eins og ég sagði frá í pistlinum Skýrsludagurinn ógurlegi var ég fjarri "góðu gamni" þegar Skýrslan var birt. Þessi mánudagur var undarlegur...

Framhald hér...


Þið eruð rekin!

Maður fær aulahroll í hvert sinn sem stjórnmálamenn sem þáðu styrki/mútur/fyrirgreiðslufé opna munninn og reyna að réttlæta sig. Svara helst aldrei spurningum en verjast með frösum á borð við þá að þau hafi ekki brotið lög eða reglur, hinir hafi gert þetta líka, ekkert hangi á spýtunni, bla, bla, bla og meira bla...

Framhald hér...


Kaffispjall um stjórnlagaþing og stjórnarskrá

Mikið hefur verið rætt um þörf á stjórnlagaþingi og nýrri stjórnarskrá frá hruni. Þær raddir hafa blossað upp aftur eftir útkomu Skýrslunnar. Raddir fólksins, sem stóðu að laugardagsfundunum á Austurvelli veturinn eftir hrun, standa nú fyrir kaffispjalli um stjórnlagaþing og stjórnarskrá þrjá sunnudaga og einn mánudag í maí...

Framhald hér...


Forspár og hraðlyginn Staksteinar

Hann er oft voðalega pirraður, blessaður karlinn hann Staksteinar, og honum er meinilla við að fólk ræði málin af skynsemi og leiti sannleikans. Oftast er hann fjandanum rætnari og skýtur eiturörvum út um víðan völl, en er þó afleit skytta...

Framhald hér...


Áskorun til Árna

Þessi grein Illuga Jökulssonar er svo góð að hún verður að fara víða og vera lesin af sem flestum. Dreifið henni endilega um víðan völl í hvaða formi sem er....

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband